Morgunblaðið - 18.08.2003, Síða 21
MINNINGAR
MORGUNBLAÐIÐ MÁNUDAGUR 18. ÁGÚST 2003 21
✝ Jónína Hólmfríð-ur Halblaub
fæddist 22. septem-
ber 1919 í Ytra-Dals-
gerði í Eyjafirði.
Hún lést 6. ágúst sl. á
Landspítalanum í
Fossvogi.
Foreldrar Jónínu
voru Björn Axfjörð,
trésmíðameistari á
Akureyri, fæddur 3.
febrúar 1896, látinn
26. september 1986,
og Ólöf Jónasdóttir,
fædd 10. nóvember
1895, látin 1. maí
1949.
Jónína var elst þriggja systkina.
Hin systkinin eru Kristín, fædd 23.
nóvember 1925, látin 14. júní 1988,
og Matthías, fæddur 11. nóvember
1927, býr á Akureyri.
Jónína giftist Ágústi Halblaub
vélstjóra 22. júlí 1939 og fluttu þau
sama ár að Laxárvirkjun í Aðaldal
þar sem hann var stöðvarstjóri og
bjuggu þau þar í 20 ár. Ágúst
fæddist 18. maí 1914 og lést 6. júní
1994.
Börn þeirra eru: 1) Sigríður, f.
19. júní 1938, gift Hreini Jónas-
syni, f. 13. október 1933. Börn
þeirra eru: a) Jónas, f. 9. júní 1956,
d. 24. janúar 1957, b) Jónína, f. 31.
maí 1958, gift Jóhannesi Guð-
mundssyni, f. 12. júlí 1955, börn
þeirra eru Sigrún Alba, Sólveig
Lilja og Guðmundur Björn, c) Jón-
as Pétur, f. 3. júlí 1960, var kvænt-
ur Hjördísi Einarsdóttur, þau
skildu. Þeirra börn eru Kristín
Þóra, Hreinn Ingi og Gunnhildur
Ýrr, d) Anna Katrín, f. 17. ágúst
1977, í sambúð með Eiríki Magn-
ússyni, f. 28. maí 1977; 2) Sólveig,
Ólafur Björgvin. Seinni maður
Sólveigar er Stefán Árnason, f. 30.
janúar 1951. Þeirra börn eru Stef-
anía Rós, Hanna Jóna og Baldur
Stefán; 4) Helga, f. 12. apríl 1943,
gift Bjarna Hannessyni, f. 29. sept-
ember 1934. Þeirra synir eru: a)
Elfar, f. 8. mars 1960, í sambúð
með Önnu Laxdal Þórólfsdóttur, f.
13. janúar 1956, b) Vignir, f. 21.
ágúst 1961, kvæntur Lyanne Ridd-
erhof, f. 28. október 1961. Þeirra
börn eru Brynja og Kjartan, c)
Skúli, f. 26. janúar 1964, kvæntur
Sigrúnu Ingadóttur, f. 29. júlí
1965, sonur þeirra er Daði Snær,
d) Aron, f. 11. febrúar 1965, í sam-
búð með Hafdísi Rúdolfsdóttur, f.
3. ágúst 1966. Dætur þeirra eru
Ágústa Ósk, Heiðrún Svala og
Hrefna Björk; 5) Björn, f. 9. júní
1944. Hann var kvæntur Jóhönnu
B. Magnúsdóttur, f. 31. ágúst
1946, þau slitu samvistum. Synir
þeirra eru: a) Magnús, f. 25. sept-
ember 1964, kvæntur Sigrúnu
Þórólfsdóttur, f. 13. október 1965.
Synir þeirra eru Magnús Máni og
Snorri Beck, b) Ágúst, f. 24. júní
1968, kvæntur Rögnu Sif Þórs-
dóttur, f. 22. apríl 1969, c) Torfi, f.
20. desember 1972, kvæntur Krist-
ínu Jónu Sigurjónsdóttur, f. 20.
júlí 1978. Þeirra börn eru Tinna,
Sigurjón Björn og Rúnar. Áður
átti Torfi Eyrúnu Ósk með Krist-
ínu Ósk Sverrisdóttur. Seinni kona
Björns er Ása Jónsdóttir, f. 7.
mars 1957. Þeirra börn eru a)
Grímur Ásgeir, f. 19. apríl 1989, b)
Erla, f. 26. júlí 1992.
Niðjar Jónínu eru 64, þar af eru
þrír látnir.
Jónína ólst upp á Akureyri frá
sex ára aldri. Hún gekk í barna-
og gagnfræðaskólann á Akureyri
og var góður námsmaður. Vetur-
inn 1938–39 stundaði hún nám við
Húsmæðraskólann á Ísafirði.
Útför Jónínu fer fram frá
Bústaðakirkju mánudaginn 18.
ágúst og hefst athöfnin kl. 13.30.
f. 21. september 1939,
ekkja Guðmundar E.
Hannessonar, f. 12.
september 1933, lát-
inn 17. janúar 1975.
Þeirra börn eru: a) El-
ísabet, f. 21. septem-
ber 1958, gift Guð-
mundi S. Péturssyni,
f. 24. ágúst 1956.
Þeirra börn eru: Sól-
veig Ragna, Gunnhild-
ur Edda og Guðmund-
ur Smári, b) Ágúst, f.
26. júní 1960, kvæntur
Auði Stefánsdóttur, f.
21. nóvember 1958.
Þeirra börn eru Eiður, Arnar,
Alda og Atli, c) Hannes, f. 21. mars
1962, kvæntur Margréti Hauks-
dóttur, f. 3. júní 1962. Þeirra börn
eru: Hildur Rut, Haukur og Jón
Ágúst, d) Arnheiður, f. 13. desem-
ber 1965, gift Björgvini Gunn-
laugssyni, f. 21. apríl 1961. Börn
hennar eru Aldís Geirdal Sverr-
isdóttir, Vigdís Halla og Gunn-
laugur Eiður Björgvinsbörn; 3)
Ólöf, f. 17. febrúar 1941, ekkja
Braga Ásgeirssonar, f. 6. desem-
ber 1934, látinn 29. nóvember
2002. Þeirra börn eru: a) Ásgeir
Vilhelm, f. 1. september 1960,
kvæntur Ástu Ragnarsdóttur, f.
24. maí 1963, látin 9. júlí 1989,
þeirra dóttir er Hanna María, lát-
in. Seinni kona Ásgeirs er Anna
Lilja Björnsdóttir, f. 8. maí 1967;
hún á soninn Fannar Benedikt af
fyrra hjónabandi, saman eiga þau
Braga Sveinbjörn og Jóhönnu
Marí, b) Sólveig, f. 21. september
1961, gift Hermanni Antoni
Traustasyni, f. 7. maí 1958, þau
slitu samvistum. Þeirra börn eru
Adolf Bragi, Hartmann, látinn, og
Á þessum tímamótum í lífi okk-
ar er margs að minnast. Í raun eru
minningarbrotin helst lík fyrir-
sögnum sem eftir er að bæta aðal-
efninu við.
Hún var alltaf kölluð Ninna og
var hrein og bein og ákveðin kona
sem talaði ekki þvert um hug sinn.
Hún var glaðvær og gestrisin og
hafði gaman af að hafa lífsglatt
fólk í kringum sig, þótt stundum
fyndist henni að minna mætti vera
því að mjög oft kom í hennar hlut
að taka á móti þeim sem erindi
áttu að Laxárvirkjun vegna virkj-
unarinnar, bæði í mat og gistingu
því ekkert var hótelið í nágrenn-
inu.
Hún var hagsýn, smekkvís og
listfeng, hún saumaði og sneið föt
á okkur öll fimm systkinin. Og
einnig saumaði hún oft fyrir sveit-
unga sína. Hún lét smíða sér vef-
stól og óf margt til heimilisins, svo
sem veggteppi, handklæði, rúm-
teppi, áklæði á húsgögn og gólf-
mottur, og heimilið bar smekkvísi
hennar og handlagni fagurt vitni.
Hún hafði yndi af garðyrkju-
störfum og trjárækt. Blómin henn-
ar í stofuglugganum við Laxár-
virkjun voru annáluð fyrir fegurð
og oft var leitað til hennar eftir út-
sprungnum blómum til skreytinga.
Umhverfis húsið sitt í Kópavogi
gerðu þau hjónin garð sem var
verðlaunaður fyrir fegurð eitt árið.
Fjölskylda og vinir muna rósirnar
sem hún kom með færandi hendi
úr gróðurhúsinu sínu sem er í
garðinum þar.
Hún hafði mjög gaman af stang-
veiði og fór oft með pabba til veiða
í Laxá og víðar. Hún var mikil
aflakló, sem kom sér vel fyrir stórt
heimili og gott var að eiga í soðið,
þar sem gesti bar oft óvænt að
garði.
Hún hafði yndi af söng og var
það sameiginlegt áhugamál þeirra
hjóna. Sungu þau í ýmsum kórum.
Hún setti oft saman vísur af
ýmsu tilefni og fórst henni það vel
úr hendi, oftar en ekki voru það
sprenghlægilegar gamanvísur.
Mamma var stálminnug og sótti
fólk til hennar ýmsan fróðleik í
formi ljóða og sagna. Hún mundi
alla afmælisdaga, bæði ættingja og
vina, og seinni árin hafði hún þann
hátt á að hringja til þeirra sem
hún hafði ekki tækifæri til að
heimsækja á afmælisdögum.
Vorið 1959 fluttu mamma og
pabbi frá Laxárvirkjun suður til
Reykjavíkur og byggðu sér hús á
Digranesheiði 17, þar sem þau
bjuggu síðan. Eftir að þau hjónin
fluttu suður fór mamma að vinna
ýmis störf utan heimilis.
Í desember hljóp jafnan mikið
kapp í hana og bakaði hún mikið af
smákökum og laufabrauði, sem
litlar hendur hjálpuðu til við fyrir
hver jól.
Minnast barnabörnin skemmti-
legra matarboða sem haldin voru
fyrir alla fjölskylduna á nýárs-
kvöld hjá afa og ömmu á meðan
heilsan leyfði.
Henni fannst það vera sitt verk
að baka kransakökur í tilefni
merkisatburða í fjölskyldunni, svo
sem skírna, ferminga og giftinga,
og eru kransakökurnar sem hún
bakaði óteljandi. Síðast í vor bak-
aði hún sex kökur fyrir ferming-
arbörnin í fjölskyldunni.
Mamma bjó síðustu níu árin ein
og sá um sig sjálf.
Elsku mamma, ástarþakkir fyrir
allt.
Systkinin.
Í dag kveðjum við ömmu Ninnu
sem einnig var oft kölluð amma í
Kópavoginum. Tregablandnar
minningar safnast saman í hug-
anum. Amma Ninna var horn-
steinninn í tilveru stórfjölskyld-
unnar og var sjaldan að tómum
kofunum komið hjá henni, hvort
sem rædd voru stjórnmál, málefni
líðandi stundar, kórsöngur eða
fengnar leiðbeiningar við heimilis-
hald eða garðrækt.
Eitt af persónueinkennum henn-
ar var að hún lá sjaldan á skoð-
unum sínum og átti til að vera
hvatskeytin með miklum húmor.
Hún var því skemmtileg heim að
sækja enda gestkvæmt hjá henni
alla tíð. Þekking hennar á garð-
rækt og plöntusafn var óþrjótandi
og reyndist vel þegar afkomendur
eða vinir stóðu í garðframkvæmd-
um. Lagði hún mörgum þeirra til
plöntur úr garði sínum, sem fyrir
allnokkrum árum hlaut viðurkenn-
ingu Kópavogsbæjar.
Margir munu eflaust einnig
minnast ömmu fyrir allar þær rós-
ir sem hún hafði fyrir sið að gefa
við minnsta tilefni, enda rósarækt
mikið áhugamál hjá henni. Hún
hafði yndi af því að hafa ömmu- og
langömmubörnin sín kringum sig
og var oft glatt á hjalla í árlegum
laufabrauðsbakstri hjá henni.
Langömmubörnum færði hún oft
heimabakaðar kökur, sem er sjald-
séður munaður á mörgum nútíma-
heimilum, og einnig hélt hún þeim
sið að baka kransakökur á helstu
tímamótum stórfjölskyldunnar
þrátt fyrir að heilsan væri farin að
þverra seinni árin. Hennar ein-
stöku hjálpsemi, glaðværð, hlýju
og einlægni geymum við í minn-
ingunni.
Elsa, Gummi, Sólveig, Edda
og Guðmundur Smári.
Nú er hún amma Ninna dáin,
tæplega 84 ára gömul, eftir stutt
veikindi. Fram á síðasta dag hafði
hún kímnigáfuna í lagi og þótt hún
hefði misst málið hafði hún fyrir
því að stafa eitthvað spaugilegt
með því að benda á stafi á þar til
gerðu spjaldi í síðasta skiptið sem
ég heimsótti hana. Þannig ætla ég
að muna eftir ömmu, reyna að sjá
skoplegu hliðina á öllu.
Amma var gædd miklum mann-
kostum, svo sem hæfileikanum til
að semja vísur sem hún gerði sér
og öðrum til skemmtunar. Hún
hafði líka góða söngrödd og fengu
nokkrir kórar að njóta hennar í
gegnum tíðina. Einnig bakaði
amma mikið og veit ég að hún
hneykslaðist á okkur ungu kon-
unum sem keyptum meðlæti í bak-
aríi í stað þess að baka sjálfar.
Kransakökurnar hennar voru
ómissandi í öllum skírnar- og
fermingarveislum í fjölskyldunni.
Laufabrauðsbakstur hjá ömmu
var árlegur viðburður hjá barna-
börnunum og söfnuðumst við sam-
an fyrir jólin hjá henni þegar við
vorum lítil og hjálpuðum henni við
baksturinn. Amma hafði ótrúlega
gott minni, t.d. mundi hún
afmælisdaga allra afkomenda
sinna og maka þeirra. Kannski
kenning hennar um að þeir sem
reykja fái síður Alzheimer standist
eftir allt saman?
Amma Ninna skilur eftir sig
stórt skarð í fjölskyldunni en
minningin um hana lifir í huga og
hjarta okkar allra sem þekktum
hana.
Hvíl í friði, elsku amma.
Arnheiður, Björgvin, Aldís,
Vigdís og Gunnlaugur.
Útidyrnar ljúkast upp, hún
breiðir út faðminn, tekur utan um
mig, þrýstir vanga sínum að mín-
um og segir: „Verið velkomin,
elskurnar mínar, og gangið í bæ-
inn.“ Kynni mín af Ninnu vöruðu í
22 ár, þ.e. frá þeim tíma sem sam-
band okkar Hannesar, dóttursonar
hennar, hófst.
Ég tel mig gæfusama að hafa
fengið að kynnast þessari einstöku
konu. Hún var bráðgreind, afar at-
hugul, hafði tamið sér gagnrýna
hugsun og duldi ekki skoðanir sín-
ar. Stundum upplifði ég sjálfa mig,
unga manneskju, hálflata við að
meðtaka það sem var á döfinni á
hverjum tíma og móta mér skoð-
anir. Stríðin gat hún verið og hafði
góða kímnigáfu sem hún hélt fram
á síðustu stundu. Við fyrstu kynni
hálfbrá mér hvernig hún og eig-
inmaður minn ötuðust hvort í öðru,
en fljótlega varð ég þess áskynja
að þetta var samskiptamáti sem
þau höfðu haft sín á milli frá því að
hann var lítill og var hornsteinn í
góðu sambandi þeirra. Dugnaðar-
forkur var hún í matargerð og
bakstri og auðsjáanlegt var að hún
var vön að sjá um stórt heimili.
Það tók því ekki að baka einungis
eina tertu í einu, heldur bakaði
hún fimm „strákatertur“, uppá-
haldstertu barna minna, í einu. Ef
gest bar að garði bar hún ávallt
fram kaffi, og það skyldi ekki vera
í neinum nískubollum, og heima-
bakað meðlæti. Barnabarnabörn-
unum var þar að auki vísað á
brjóstsykurkrúsina og messing-
dósina með kandísnum.
Á jólaaðventu síðastliðin þrjú ár
gerðum við saman laufabrauð.
Augljóslega var þrek hennar
þverrandi um síðustu jól, en ekki
skyldi minnka skammtinn og kök-
urnar taldar vel og vandlega. Við
vorum sammála um að aldrei
hefðu þær verið þynnri og jafnvel
steiktar, ekki of ljósar og ekki of
dökkar, heldur mátulega gullnar.
Það var mér mikils virði að fá að
kynnast verklagi hennar við laufa-
brauðsgerðina og nú verð ég að
teljast útskrifuð og standa mig án
leiðsagnar hennar á komandi að-
ventu.
Kveðjustund hennar með gest-
um sínum var ekki síður hlýleg.
Eftir kveðjukoss og faðmlag fylgdi
hún mér ávallt út á tröppur, þakk-
aði fyrir komuna, horfði á eftir
okkur í bílinn og veifaði í kveðju-
skyni. Hún hélt áfram að veifa
okkur eftir að hún var komin á
spítalann. Nú er komið að mér að
þakka henni fyrir komu hennar í
líf mitt, ég kveð hana með söknuði
og virðingu og veifa í kveðjuskyni.
Margrét Hauksdóttir.
Nú er hún amma mín dáin. Með
henni er horfinn á braut persónu-
leiki sem sinnti skyldum sínum
sem eiginkona, húsfreyja, móðir,
amma og langamma með prýði.
Hún var trú sannfæringu sinni
þótt ýmsir predikarar vildu sann-
færa hana um annað, svipað eins
og þegar Snorri á Húsafelli neitaði
mönnum biskups skógarhöggs á
Húsafelli.
Í dag er ímynd fólks allt, það
keppist við þægilega framkomu, að
styggja ekki neinn en lætur sann-
leikann þá liggja oft í þagnargildi.
Hún amma mín, hún hafði sínar
skoðanir og sagði þær umbúða-
laust og fyrir það var hún stundum
sögð vera tannhvöss. En er ekki
sannleikurinn sagna bestur? Hún
var greind kona, hún amma mín,
hún gat greint það sem skipti máli.
Minni hennar var einnig óbrigð-
ult (þótt teflonhúðin væri orðin ör-
lítið þykkari nú síðustu vikurnar
að hennar sögn). Niðjar hennar
voru orðnir 64 og kunni hún fæð-
ingardag þeirra allra. Ættir sínar
og síns samferðafólks þekkti hún
sem fáir aðrir og vissi mikið um
tengsl fólks og hagi þess.
Amma, ég þakka fyrir allar sam-
verustundirnar í gegnum árin.
Alltaf var gaman að koma í heim-
sókn, hvort heldur var í laufa-
brauðsgerð fyrir jólin eða á nýárs-
fagnað. Smákökurnar,
fjallagrasadesertinn, rabarbara-
sultan og ýmislegt fleira hefur
kitlað bragðlaukana í gegnum árin.
Amma, við minnumst þín um
ókomna framtíð.
Hvíl þú í friði.
Vignir og fjölskylda.
JÓNÍNA HÓLMFRÍÐ-
UR HALBLAUB
Vegir skiptast. – Allt fer
ýmsar leiðir
inn á fyrirheitsins lönd.
Einum lífið arma breiðir,
öðrum dauðinn réttir
hönd.
Einum flutt er árdagskveðja,
öðrum sungið dánarlag,
allt þó saman knýtt sem keðja,
krossför ein með sama brag.
Veikt og sterkt í streng er undið,
MARGRÉT SIGRÚN
BJARNADÓTTIR
✝ Margrét SigrúnBjarnadóttir
fæddist í Reykjavík
16. ágúst 1927. Hún
lést á heimili sínu í
Reykjavík 8. ágúst
síðastliðinn og var út-
för hennar gerð frá
Dómkirkjunni 15.
ágúst.
stórt og smátt er saman
bundið.
(Einar Ben.)
Elsku amma mín.
Mig langar til að
kveðja þig með þessu
ljóði Einars Bene-
diktssonar og fáein-
um orðum frá sjálfum
mér. Ég er heppinn
að hafa fengið tæki-
færi til að kynnast
þér. Ég hef alltaf bor-
ið mikla virðingu fyr-
ir þér og hlustað á
góð ráð sem þú hefur
gefið mér. Ég mun sakna þín óend-
anlega mikið, elsku amma mín. En
nú ertu farin. Farin frá okkur sem
elskuðum þig svo mikið. Eina rétt-
lætingin sem ég get fundið fyrir
því er sú að nú ertu komin til
himna. Þú ert komin til allra þeirra
sem þú elskaðir svo mikið sem yf-
irgáfu þennan heim á undan þér.
Ég gæti trúað því að Rögnvaldur
hefði beðið eftir þér þegar þú
komst og tekið á móti þér eins og
hans var von og vísa. Atli afi er
örugglega búinn að heilsa upp á
þig og hann Bjarni faðir þinn og
Gyða mamma þín hafa tekið vel á
móti þér. Allt er þetta fólk sem ég
þekkti og veit að elskaði þig eins
og þú þau.
Takk fyrir allar samverustund-
irnar amma mín. Ég minnist sér-
staklega þeirra stunda sem við
bjuggum saman í Gerðhömrum 19.
Þá var alltaf gott að geta skriðið
upp til ömmu á sunnudagsmorgni
og fengið mjólk og kleinur. Þó að
þú sért nú farin eru þetta minn-
ingar sem enginn getur tekið frá
mér. Ég kveð þig með söknuði,
amma mín.
Heimir Dúnn
Guðmundsson.