Morgunblaðið - 18.08.2003, Síða 22
22 MÁNUDAGUR 18. ÁGÚST 2003 MORGUNBLAÐIÐ
BRÉF
TIL BLAÐSINS
Kringlunni 1 103 Reykjavík Sími 569 1100
Símbréf 569 1329 Netfang bref@mbl.is
Allt efni sem birtist í Morgunblaðinu og Lesbók er varðveitt í upplýsinga-
safni þess. Morgunblaðið áskilur sér rétt t i l að ráðstafa efninu þaðan, hvort
sem er með endurbirtingu eða á annan hátt. Þeir sem afhenda blaðinu efni
ti l birtingar teljast samþykkja þetta, ef ekki fylgir fyrirvari hér að lútandi.
OFT HEF ég lesið pistla eftir Pét-
ur Pétursson þul í blöðum og hafa
skrif hans jafnan veitt mér ánægju
og fróðleik. Í Mbl. í dag, 14. ágúst
(eða í gær ef þetta bréf birtist á
morgun þar sem „á morgun í gær
er í dag“ eins og segir í Karde-
mommubænum), birtist bréf frá
Pétri um framburð á orðinu
ástríða. Það er að sjálfsögðu rétt
hjá Pétri að orðið ástríða er sam-
sett úr „á“ og „stríða“, sem sagt
eitthvað sem stríðir á og tengist
ekki orðinu ást (þó að ást geti verið
ástríðufull), heldur getur fólk verið
haldið matarástríðu eða hvaða
ástríðu sem er. Þessi samsetning á
orðinu gerir það að verkum að sér-
hljóðið „á“ verður langt í fram-
burði, þó að tveir samhljóðar komi
á eftir (öfugt við kvenmannsnafnið
Ástríður). Ég veit ekki hvað veld-
ur, en mér finnst málkennd fólks
hafa minnkað þannig að það er eins
og margir geri sér ekki grein fyrir
því hvernig orð eru mynduð og af
hverju þau eru dregin, jafnvel fólk
sem er vel menntað. Ég minnist
þess þegar ég var í dómnefnd í
Stóru upplestrarkeppninni fyrir
Suðurland fyrir nokkrum árum að
orðið ástríða kom fyrir í textanum
sem börnin lásu og enginn af með-
nefndarmönnum mínum hafði tekið
eftir því að orðið var rangt borið
fram. Einnig hef ég heyrt rangan
framburð á orðinu ástríða á leik-
sviði (framhaldsskólaleiksýning) og
virtist það hvorki trufla leikarann
né leikstjórann.
Þetta minnir mig reyndar á aðra
villu sem veður uppi núna, en það
er framburður á orðum eins og
brúna, tána, gjána, ána (þ.e. þf. et.
af brú, tá, gjá, á), sem fólk er farið
að bera fram með stuttum sér-
hljóða og jafnvel skrifa með tvö-
földum samhljóða, sem á þó ekki
að koma fyrr en í ef. ft. Eins er
með þf. ft. af orðinu skór, fólk talar
um að fara í „skónna“ í stað þess
að fara í skóna.
Ég tek enn og aftur undir með
Pétri og öðrum unnendum ís-
lenskrar tungu: Verum meðvituð
um málnotkun okkar og framburð.
Eins og Þórarinn Eldjárn segir í
kvæðinu: Að gæta hennar gildir
gildir hér og nú. Það gerir enginn
nema ég og þú.
ANNA JÓRUNN
STEFÁNSDÓTTIR,
talmeinafræðingur.
Þegar ástríður
verða Ástríður!
Frá Önnu Jórunni Stefánsdóttur:
MEÐ FULLRI virðingu get ég
ekki lengur orða bundist. Við í
þessu unaðslega velferðarþjóð-
félagi eigum í dag nokkra flokka af
óhreinum börnum sem ekki má
tala um eða sinna að öðru leyti. Ég
ætla aðeins að tala um þau óhreinu
börn sem ég tilheyri, „öryrkja“. Að
mínu áliti er það þvílík skömm og
svívirða að það skuli ekki vera
hægt að lifa af þeim bótum sem
mér eru skammtaðar. (1. ágúst
92.964 kr., eftir skatta kr. 73.222).
Þetta er fyrir utan lyf og lækn-
iskostnað sem er ærinn. Er ég
eyðslusöm? Jú, ég reyki. Það er
minn „Akkillesarhæll“ – en ég þarf
að borða, borga rafmagn, o.s.frv.
eins og aðrir. Síðast þegar ég fékk
yfirlit frá greiðsluþjónustu banka
míns sá ég mér til hryllings að ég
er að verða búinn með yfirdrátt-
arheimildina mína og hef enga
möguleika á að laga það. Nú það
má segja að ég sé heppin því um
það bil einu sinni á ári veikist ég
og það alvarlega að ég leggst inn á
sjúkrahús í 2–3 mánuði í senn. Það
sparar lyf, en aðrir reikningar
hrannast upp. Ég kaupi ekki blöð
og er ekki með Stöð 2. Ég hugsaði
með mér að ég yrði að taka lán út
á íbúðina mína til að geta lifað. En
viti menn, þú þarft að hafa tekjur
til að taka lán – en ég á íbúð! Ég
þarf reyndar að láta breikka hurð-
ina í íbúðinni því ég er í göngu-
grind – síminn minn er meira að
segja bilaður o.fl. sem ég þyrfti að
hafa í lagi. Ég hef engan vasa til að
kafa í – börnin mín hafa nóg með
sig og eru að berjast við að gera
sitt besta fyrir sig og börnin sín.
Hvernig á að vera hægt að
bjarga sér? Selja íbúðina og leigja
einhversstaðar! Hvar fengi ég íbúð
með engum tröppum og aukalega
breiðum hurðum og án þröskulda.
Hversu fljótt myndi verðið á íbúð-
inni étast upp í leigugjöldum?
Er það réttlætanlegt að vegna
bágra bóta sem teknir eru meira
að segja skattar af að það skuli
ekki vera möguleiki á að lifa? Er
ég ekki að fara fram á lúxus? En
ég get ekki hugsað mér að búa við
ótta við að missa mitt öryggi í hús-
næði og vera álitin meira en núll
sem er jú alminnsta einingin, að
vera ekki gjaldgeng í lánastofn-
unum vegna lágra tekna. Ég sem
hélt að ég gæti sett eitthvað af lán-
inu mínu inn á bankabók til þess að
greiða af láninu.
ÞÓRUNN KRISTÍN
EMILSDÓTTIR,
Hamraborg 32,
200 Kópavogi.
Óhreinu börnin
hennar Evu!
Frá Þórunni Kristínu Emilsdóttur: