Morgunblaðið - 18.08.2003, Page 25
Laugarneskirkja: Opinn 12 spora fundur
í safnaðarheimilinu kl. 18. Allt fólk vel-
komið. Vinir í bata.
Lágafellskirkja. Bænastund í Lágafells-
kirkju kl. 20. Þórdís djákni þjónar og tekur
við bænarefnum í síma 691 8041 alla
daga frá kl. 9–16. Al-Anon-fundur í Lága-
fellskirkju kl. 21.
Borgarneskirkja. TTT-starf kl. 15.30–
16.30.
Safnaðarstarf
Hlutavelta
ÞESSIR krakkar á Akureyri héldu flóamarkað og tom-
bólu til styrktar Rauða krossinum. Þau söfnuðu 8.518
kr.Efri röð fv. Sigrún Lilja, Alexandra Embla, Rakel og
Bjarki Már. Neðri röð fv. Hera Sólrún, Matthías,
Heiðsíd Fríða og Kamilla.
Morgunblaðið/Ásgrímur Örn
MORGUNBLAÐIÐ MÁNUDAGUR 18. ÁGÚST 2003 25
DAGBÓK
HUGARFARSÞJÁLFUN TIL BETRA LÍFS
EINKATÍMAR - NÁMSKEIÐ
Þú lærir að koma skilaboðum og jákvæðum huglægum hugmyndum
og viðhorfum inn í undirmeðvitundina. Þú lærir að upplifa tilfinningar
þínar á jákvæðan og uppbyggilegan hátt og að hafa betri stjórn
á streitu og kvíða, auka einbeitinguna og taka betri ákvarðanir.
Þú byggir upp sjálfsöryggi og sterka sjálfsmynd.
Leiðbeinandi er Viðar Aðalsteinsson dáleiðslufræðingur.
Upplýsingar í síma 694 5494
STÆRSTA RAFTÆKJAVERSLUN LANDSINS!
VELDU
LÆGSTA VERÐIÐ!
VELDU EXPERT!
STJÖRNUSPÁ
Frances Drake
LJÓN
Afmælisbörn dagsins:
Þú ert sjálfsörugg og þol-
inmóð manneskja. En að sama
skapi sýnirðu öðrum ekki mik-
ið af þínum innri manni.
Hrútur
(21. mars - 19. apríl)
Það væri ekki vitlaust að ræða
fjármál við aðra í dag. Þetta
gæti verið ferð í bankann eða
bara vinalegt spjall við kunn-
ingja yfir kaffibolla.
Naut
(20. apríl - 20. maí)
Tunglið er í merki þínu í dag
sem veitir þér visst forskot á
aðra. Nýttu þetta sem best
þér til framdráttar.
Tvíburar
(21. maí - 20. júní)
Nú er mikill annatími í lífi
þínu. Reyndu að halda smá
tíma til haga fyrir þig. Þú
verður aðeins að slappa af og
draga andann.
Krabbi
(21. júní - 22. júlí)
Viðræður við vinkonu geta
borið ríkan ávöxt í dag. Þú
gætir líka notið þess að fara
að versla með einhverjum.
Gefðu þér eitthvað fallegt ef
þú hefur efni á því.
Ljón
(23. júlí - 22. ágúst)
Í samræðum við foreldri eða
yfirmann skaltu sýna þol-
inmæði og hlýða vel á orð
þeirra. Þú ert með þrjár plán-
etur í merki þínu og hefur
hvort eð er öll spil á hendi.
Meyja
(23. ágúst - 22. sept.)
Reyndu að gera eitthvað nýtt
og óvenjulegt í dag. Breyttu
út frá vananum. Prufaðu að
fara aðra leið til vinnu, talaðu
við nýtt fólk eða farðu í nýjar
verslanir.
Vog
(23. sept. - 22. okt.)
Hlustaðu vandlega á ráðlegg-
ingar frá vini. Þær gætu kom-
ið þér að góðum notum við
ákvarðanir um sameiginlegar
eignir. Þú gætir líka átt von á
góðri ábendingu um starf í
dag.
Sporðdreki
(23. okt. - 21. nóv.)
Tunglið er andstætt merki
þínu í dag. Þú verður að sýna
öðrum óvenju mikla þol-
inmæði. Góðu fréttirnar eru
að þú gætir lært eitthvað sem
þér mun reynast verðmætt.
Bogmaður
(22. nóv. - 21. des.)
Samstarfsfélagar sýna þér
stuðning í fyrramálið. Reyndu
að vinna meira í einrúmi eftir
því sem líða tekur á daginn.
Taktu allri spennu innan fjöl-
skyldunnar með jafnaðargeði.
Steingeit
(22. des. - 19. janúar)
Óþarfi er að hræðast smá
galsa og grín í dag. Þér veitir
ekki af smá kátínu og afslöpp-
un. (Bara ekki keyra úr hófi.)
Vatnsberi
(20. jan. - 18. febr.)
Samtöl við skyldmenni geta
lent í forgrunni í dag. Hugs-
anlega snúast þessi afskipti
um hvernig þú ferð með pen-
inga eða löngun þína til að
kaupa vissan hlut.
Fiskar
(19. feb. - 20. mars)
Reyndu að rækta líkamann
meira, ef þú átt þess kost.
Fáðu vin eða ættingja til að
taka þátt með þér. Í það
minnsta skokkaðu á staðnum
fyrir framan ísskápinn.
Stjörnuspána á að lesa sem
dægradvöl. Spár af þessu tagi
eru ekki byggðar á traustum
grunni vísindalegra staðreynda.
60 ÁRA afmæli. Ámorgun þriðjudag-
inn 19. ágúst verður Jórunn
Sörensen kennari sextug.
Hún og eiginmaður hennar
Þorsteinn Magnússon verk-
fræðingur verða að heiman
á afmælisdaginn. Jórunn vill
upplýsa þá sem vilja gleðja
hana í tilefni afmælisins að
þeir geri það best með því
að láta andvirði gjafa, blóma
eða heillaskeyta renna til
Náttúruverndarsamtaka Ís-
lands. Reikningsnúmer NSÍ
er: 311-26-2468. Kennitala
NSÍ er: 460697-2049
Ljósmynd/Stúdíó Sissa
BRÚÐKAUP.
Gefin voru sam-
an í Háteigs-
kirkju 21. júní sl.
Eyrún Halla
Kristjánsdóttir
og Davíð Þór
Jónsson.
Ég bið að heilsa
Nú andar suðrið sæla vindum þýðum.
Á sjónum allar bárur smáar rísa
og flykkjast heim að fögru landi ísa,
að fósturjarðar minnar strönd og hlíðum.
Ó, heilsið öllum heima rómi blíðum
um hæð og sund í drottins ást og friði.
Kyssið þið, bárur, bát á fiskimiði.
Blásið þið, vindar, hlýtt á kinnum fríðum.
Vorboðinn ljúfi, fuglinn trúr, sem fer
með fjaðrabliki háa vegaleysu
í sumardal að kveða kvæðin þín!
Heilsaðu einkum, ef að fyrir ber
engil með húfu og rauðan skúf, í peysu.
Þröstur minn góður, það er stúlkan mín.
Jónas Hallgrímsson
LJÓÐABROT
VIÐUREIGN Suður-
nesjamanna (Kristján Örn
Kristjánsson) og Norð-
angarra (Fríamann Stef-
ánsson) í 16 liða úrslitum
Bikarkeppninnar var æsi-
spennandi og má segja að
þunn slemma Suðurnesja-
manna í síðustu lotunni
hafi skipt sköpum:
Suður gefur.
Norður
♠ K543
♥ Á
♦ 9864
♣Á532
Vestur Austur
♠ G92 ♠ D10876
♥ D82 ♥ K1095
♦ G105 ♦ K
♣K954 ♣G107
Suður
♠ Á
♥ G7643
♦ ÁD732
♣D6
Leikurinn var spilaður
fyrir norðan og voru
heimamenn í AV, þeir
Reynir Helgason og
Björn Þorláksson, gegn
gestunum Arnóri Ragn-
arssyni og Karli Her-
mannssyni:
Vestur Norður Austur Suður
Björn Arnór Reynir Karl
-- -- -- 1 hjarta
Pass 1 spaði Pass 2 tíglar
Pass 3 lauf * Pass 3 tíglar
Pass 4 lauf * Pass 4 spaðar *
Pass 6 tíglar Allir pass
Þetta eru hörkusagnir.
Arnór krefur í geim með
fjórða litnum (þrjú lauf)
og stingur svo upp á
slemmu með fjórum lauf-
um þegar hann fréttir af
fimmta tíglinum hjá
makker. Karl tekur þátt í
slemmuleitinni með fjór-
um spöðum og Arnór læt-
ur þá vaða í sex tígla.
Björn ákvað að koma
hvasst út frá laufkóng-
inum og Karl hleypti því
heim á drottninguna.
Þegar það gekk var eft-
irleikurinn auðveldur og
vörnin fékk aðeins einn
slag á tromp.
Slemman vinnst alltaf
þótt út komi annað en
lauf. Gerum ráð fyrir
spaða. Þá tekur sagnhafi
á hjartaásinn og hendir
laufi í spaðakóng, spilar
svo tígli og fangar kóng-
inn. Síðan víxltrompar
sagnhafi hjarta og svörtu
litina og fær þannig átta
slagi á tromp og tólf í
allt. Vestur fær síðasta
slaginn á trompgosann.
BRIDS
Guðmundur Páll
Arnarson
1. e4 c6 2. d4 d5 3. Rc3 dxe4
4. Rxe4 Rd7 5. Rg5 Rgf6 6.
Bd3 e6 7. R1f3 Bd6 8. De2 h6
9. Re4 Rxe4 10. Dxe4 Dc7 11.
O-O b6 12. Dg4 g5 13. Dh3
Hg8 14. He1 Bf8 15.
Df5 Bg7 16. h4 Kf8 17.
Dh3 Hh8 18. hxg5 hxg5
19. Dg4 c5 20. Bxg5
cxd4 21. Had1 Bb7.
Staðan kom upp í of-
urmóti í Dortmund sem
lauk fyrir skömmu. Vis-
wanathan Anand
(2.774) hafði hvítt gegn
Viktor Bologan
(2.650). 22. Hxe6!! fxe6
23. Be7+ Kxe7 24.
Dxg7+ Kd6 25. Rxd4
Tilgangur hróksfórn-
arinnar hefur nú komið
í ljós. Svarti kóngurinn er
kominn á vergang er leiðir
óumflýjanlega til ósigurs
svarts. 25. …Dc5 26. Bf5
De5 27. Rf3+ Dd5 28. Dg3+
Ke7 29. Hxd5 Bxd5 30.
Dg5+ Kd6 31. Df4+ Ke7 32.
Be4 Hh5 33. Rh4 Hg8 34.
Rg6+ Kd8 35. Df7 He8 36.
Bd3 og svartur gafst upp.
SKÁK
Umsjón Helgi Áss
Grétarsson
Hvítur á leik.MORGUNBLAÐIÐ
birtir tilkynningar um
afmæli, brúðkaup,
ættarmót og fleira les-
endum sínum að
kostnaðarlausu. Til-
kynningar þurfa að
berast með tveggja
daga fyrirvara virka
daga og þriggja daga
fyrirvara fyrir sunnu-
dagsblað. Samþykki
afmælisbarns þarf að
fylgja afmælistilkynn-
ingum og/eða nafn
ábyrgðarmanns og
símanúmer. Fólk get-
ur hringt í síma 569-
1100, sent í bréfsíma
569-1329, eða sent á
netfangið ritstj
@mbl.is.
Einnig er hægt að
skrifa :
Árnað heilla,
Morgunblaðinu,
Kringlunni 1,
103 Reykjavík.
ÁRNAÐ HEILLA
KIRKJUSTARF/ÞJÓNUSTA
LANDSPÍTALI - HÁSKÓLA-
SJÚKRAHÚS
SLYSA- OG BRÁÐADEILD, Fossvogi sími 543 2000.
BRÁÐAMÓTTAKA, Hringbraut sími 543 2050.
BRÁÐAMÓTTAKA BARNA, Barnaspítala Hringsins
sími 543 1000.
BRÁÐAMÓTTAKA GEÐDEILDA, Hringbraut sími
543 4050.
NEYÐARMÓTTAKA v/nauðgunarmála, Fossvogi sími
543 2085.
EITRUNARMIÐSTÖÐ sími 543 2222.
ÁFALLAHJÁLP sími 543 2085.
LÆKNAVAKTIR
BARNALÆKNIR er til viðtals á stofu í Domus Medica
á kvöldin v.d. kl. 17–22, lau., sun. og helgid., kl. 11–15.
Upplýsingar í s. 563 1010.
LÆKNAVAKT miðsvæðis fyrir heilsugæsluumdæmin í
Reykjavík, Seltjarnarnesi, Kópavogi, Garðabæ og
Hafnarfirði, í Smáratorgi 1, Kópavogi. Mótttaka kl.
17–23.30 v.d. og kl. 9–23.30 um helgar og frídaga.
Vitjanabeiðni og símaráðgjöf kl. 17–08 v.d. og allan
sólarhringinn um helgar og frídaga. Nánari upplýs-
ingar í s. 1770.
TANNLÆKNAVAKT – neyðarvakt um helgar og
stórhátíðir. Símsvari 575 0505.
VITJANAÞJÓNUSTA læknis í heimahús. Alla v.d. kl.
10–16. Símapantanir og ráðgjöf kl. 8–20 í síma
821 5369.
LÆKNALIND, Bæjarlind 12, Kópavogi. Einkarekin
læknisþjónusta. Vaktþjónusta alla virka daga kl 08–
17. Uppl. í síma 520 3600 og á heimasíðu www.laek-
nalind.is
APÓTEK
LYF & HEILSA: Austurveri við Háaleitisbraut. Opið kl.
8–24, virka daga, kl. 10-24 um helgar. Sími 581 2101.
LYFJA, Lágmúla: Opið alla daga ársins kl. 8–24. S.
533 2300.
LYFJA, Smáratorgi: Opið alla daga ársins kl. 8–24.
Sími 564 5600.
NEYÐARÞJÓNUSTA
BAKVAKT Barnaverndarnefndar Reykjavíkur er starf-
rækt eftir kl. 16.15 virka daga, allan sólarhringinn
aðra daga. Sími 892 7821, símboði 845 4493.
HJÁLPARSÍMI Rauða krossins, fyrir þá sem þjást af
depurð og kvíða og eru með sjálfsvígshugsanir. Full-
um trúnaði heitið. Gjaldfrjálst númer: 1717, úr öllum
símum.
TRÚNAÐARSÍMI RAUÐAKROSSHÚSSINS. Ráðgjaf-
ar- og upplýsingasími ætlaður börnum, unglingum og
aðstandendum þeirra. Nafnleynd. Opið allan sólarhr.
Gjaldfrjálst númer: 1717 – Netfang: husid@redcross-
.is
VINALÍNA Rauða krossins, s. 561 6464. Grænt númer
800 6464, er ætluð fólki 20 og eldri sem þarf einhvern
til að tala við. Svarað kl. 20–23.
BILANAVAKT BORGARSTOFNANA, sími 5 800 430
tekur við tilkynningum um bilanir og liðsinnir utan
skrifstofutíma.
NEYÐARSÍMI FORELDRA 581 1799 er opinn allan sól-
arhringinn. Vímulaus æska- Foreldrahús.
Neyðarnúmer fyrir allt landið - 112