Morgunblaðið - 18.08.2003, Page 28
Aðalsteinn Ísfjörð harmonikkuleikari spilaði á bryggju-
balli ásamt hljómsveit og þandi nikkuna hvað mest hann
gat, við góðar undirtektir viðstaddra nikku-unnenda.
Elís Már Guðvarðarson söngvari ung-
lingahljómsveitarinnar Efnahvörf tróð
upp ásamt félögum sínum.
MIKIÐ var um tónlistaruppákomur á
Mærudögum, sem haldnir voru á
Húsavík á dögunum. Mærudagarnir,
sem eru fjölskylduhátíð Húsvíkinga,
fóru að mestu fram á hafnarsvæðinu í
blíðskaparveðri.
Það kenndi ýmissa grasa í tónlist-
inni enda Húsavík löngum verið þekkt
sem mikill tónlistarbær.
Meðal þess sem boðið var upp á var
djassband, harmonikuball, trúbador
og söngkona, sem söng við undirspil
bæði harmonikuleikara og gítarleik-
ara. Þá stigu á svið allar helstu ung-
lingahljómsveitir bæjarins og síðast
en ekki síst sungu bæjarbúar og gestir
þeirra fjöldasöng við brennu í fjör-
unni.
Á dansleikjum sem haldnir voru í
Sölku spiluðu hljómsveitirnar Hljóm-
sveit Íslands og Hljómsveit Geirmund-
ar Valtýssonar og var mikið stuð hjá
báðum sveitum.
Morgunblaðið/Hafþór Hreiðarsson
Trúbadorinn og kokkurinn Frímann Sveins-
son skemmti gestum og gangandi á hafnar-
stéttinni í glampandi sólskinsblíðu.
Mærudagar voru haldnir á Húsavík um síðustu helgi
Fjölbreytt
tónlist
Húsavík. Morgunblaðið.
28 MÁNUDAGUR 18. ÁGÚST 2003 MORGUNBLAÐIÐ
Kl. 8 og 10. B i. 16.
Sýnd kl. 10.
Sýnd kl. 5.50. ísl tal.Sýnd kl. 5.30, 8 og 10.30. B.i. 12.
SG. DVÓ.H.T Rás2
GH
KVIKMYNDIR.COM
SG. DV
KVIKMYNDIR.IS
GULL MOLAR
NÓI ALBINÓI RESPIRO
Sýnd kl. 6 og 8. Með íslensku tali
Sýnd kl. 6, 8 og 10. B.i. 10 ára.
KVIKMYNDIR.IS
KVIKMYNDIR.COM
ÓHT RÁS 2
SG DV
MBL
Kl. 6.
MEÐ
ÍSLENSKU
TALI
FRÁ FRAMLEIÐENDUM SHREK
ATH! Munið eftir Sinbað litasamkeppninni á ok.is
THE MATRIX RELOADED
ÁLFABAKKI
Sýnd kl. 4 og 6. Ísl tal.
ÁLFABAKKI
Sýnd kl. 4 og 8. Enskt tal.
AKUREYRI
Sýnd kl. 6. Ísl tal
KEFLAVÍK
Sýnd kl. 6. Ísl tal
WHAT A GIRL WANTS
KRINGLAN
Sýnd kl. 5.50 og 8.
ÁLFABAKKI
Sýnd kl. 10. B.i. 12.
MEÐ
ÍSLENSKU
OG
ENSKU
TALI
Undir yfirborðinu
(Below)
Stríðsmynd
Bandaríkin 2002. Skífan. VHS (106
mín.) Bönnuð yngri en 16 ára. Leikstjóri:
David Twohy. Aðalleikendur: Matt Davis,
Bruce Greenwood, Olivia Williams, Holt
McCallany.
UNDARLEGIR atburðir fara
að gerast um borð í bandaríska
kafbátnum Tiger, eftir að skips-
menn bjarga
þremur úr áhöfn
sökkvandi skips
sem hefur verið
skotið niður – en
sögusviðið er
Norður-Atlanshaf-
ið á tímum síðari
heimsstyrjaldar-
innar. Kafbátur-
inn er undir
stjórn Brice undirofursta
(Greenwood), sem hefur nýtekið
við skipinu eftir að kapteinninn
drukknaði við voveiflegar kring-
umstæður.
Kafbáturinn hættir að láta að
stjórn en stefnir af sjálfsdáðum
aftur á slysstaðinn og váleg hljóð
og óútskýranlegir atburðir fara að
setja mark sitt á þrúgandi and-
rúmsloftið neðansjávar á meðan
Tiger stefnir á vit örlaga sinna.
Twohy, leikstjóri og handrits-
höfundur (ásamt Darren Aron-
ofsky (Pi, Requiem for a Dream),
ofl. góðum mönnum), er kunnastur
fyrir handrit á borð við Flótta-
manninn (The Fugitive) og Water-
world, auk þess sem hann leik-
stýrði hinni óháðu Pitch Black,
sem hefur náð stöðu „cult-mynd-
ar“ á íslenskum myndbandaleigum
og víðar.
Twohy er með klofið handrit að
þessu sinni þar sem söguþráðurinn
fjallar annarsvegar um yfirsjónir
sem leiða til glæpsamlegs verkn-
aðar sem fylgir skipi og áhöfn eins
og skugginn og hinsvegar um yfir-
náttúrlegri atburðarás sem er
ómarkvissari og nánast til þess
eins að skaða þá mögnuðu sögu
sem lýtur útskýranlegum lögmál-
um.
Þrátt fyrir tvískinnunginn er
Undir yfirborðinu jafnan grípandi
og allt að því ógnvekjandi á sínum
bestu augnablikum. Nýtur sterkr-
ar, undirliggjandi tónlistar og leik-
hljóða Graemes Revell (The Crow
ofl. góðgæti); leikur, klipping og
kvikmyndataka er lítið síðri. Leik-
stjórnin er þétt og heldur áhorf-
andanum við efnið þó uppskeran
sé stundum í rýrari kantinum þeg-
ar upp er staðið. Twohy á örugg-
lega eftir að láta meira að sér
kveða á leikstjórnarsviðinu – með
meira fé á milli handanna. Sæbjörn Valdimarsson
Myndbönd
Neðansjáv-
arhrollur Jafnvægi (Equilibrium)
Spenna/vísindaskáldskapur
Bandaríkin 2002. Skífan. VHS (110
mín.) Bönnuð innan 16 ára. Leikstjóri:
Kurt Wimmer. Aðalleikendur: Christian
Bale, Emily Watson, Taye Diggs, Sean
Bean, William Fichtner.
Í NÁINNI framtíð, eftir þriðju
heimsstyrjöldina, hefur tilfinningum
verið útrýmt, þær eru undirrót alls
ills segir Faðirinn.
Dularfull persóna
og messíasarímynd
sem stjórnar heim-
inum með hjálp
„grammatón-
klerka“, úrvals-
sveita bardaga-
manna.
Þrautþjálfuðum í
bardagaíþróttinni „gunkata“, og líta
út fyrir að vera sambland af sam-
úræjum og byssubófum villta vest-
ursins með Matrix-ívafi.
Einn þessara klerka er John
Preston (Beals), sem fer að efast um
boðskap ríkisins er hann verður ást-
fanginn af Nary O’Brian (Watson),
dauðadæmdum „tilfinningaafbrota-
manni“. Upp úr því kemst hann á
snoðir um öfluga andspyrnuhreyf-
ingu sem á sér það markmið að finna
klerk sem kálað getur Föðurnum.
Það má vera að betri mynd sé
möguleg, byggð á hugmyndinni, en
hún heitir ekki Jafnvægi. Hún er á
hinn bóginn löng, myrk, fávísleg
blanda af fimmauraheimspeki, slags-
málum og skotbardögum. Wimmer,
sem jafnframt er handritshöfundur,
reynir hvað hann getur til að gefa
þessum óskapnaði alvöru og vigt
sem tekst ekki á neinu sviði. Efnið er
yfirborðskennt með fjölda uppblás-
inna yfirlýsinga og tilvitnana í gömlu
meistara andans. Þessi súpa hellist
yfir áhorfandann úr e.k. fatlaleik
Bales og Watsons sem eru í sjálfu
sér góðir leikarar en fá ekkert að
gert. Búningarnir og sviðsmyndirn-
ar voru betri í Metropolis, sem gerð
var á þriðja tug síðustu aldar. Það
einasta eina sem upp úr stendur eru
vel sviðsett slagsmál, en sú hefur
tæpast verið ætlunin. Sæbjörn Valdimarsson
Í nafni
föðurins
Eiginkona flugmannsins
(The Pilot’s Wife)
Drama
Bandaríkin, Kanada 2001. Myndform.
VHS (90 mín.) Bönnuð innan 12 ára.
Leikstjóri: Robert Markowitz. Aðalleik-
endur: Christine Lahti, Campbell Scott,
John Heard, Kirsty Mitchell.
MÝMARGAR spennumyndir eru
byggðar á mannshvörfum sem við
nánari athugun
reynast dularfull í
meira lagi. Er per-
sónan lífs eða liðin.
Hvað er eiginlega í
gangi? Færir
pennar munu sjálf-
sagt halda um
ókomin ár áfram
að leika sér að
þessari marg-
slungnu sögufléttu sem lúrir á
endalausum möguleikum.
Þær fersku hliðar blasa ekki við
leirskáldunum sem sulla saman
handriti Eiginkonu flugmannsins og
tilþrifalaus leikstjórn bætir ekki úr
skák.
Lánið virðist leika við Kathryn
(Lahti), flugstjórafrú sem hefur
ekki haft undan neinu að kvarta er
hún fær þær voveiflegu fréttir að
flugvél mannsins hennar (John He-
ard), hafi farist og allir sem í henni
voru. Hún hefur verið ánægð og
lukkuleg er skyndilega syrtir í ál-
inn. Ekki vænkast hagur strympu
er rannsókn leiðir í ljós að eig-
inmaðurinn hafi hugsanlega átt vís-
vitandi sök á slysinu.
Framhaldið verður aldrei neitt
annað eða meira en margtuggin
lumma með áreitandi, síendurtekn-
um afturhvörfum úr lífi þeirra
hjóna á meðan allt lék í lyndi. Þrír
heillum horfnir ágætis leikarar,
Lahti, Heard og Campbell (sonur
George C. Scott), hafa úr litlu að
moða og endirinn er vægast sagt
ófullnægjandi. Sæbjörn Valdimarsson
Lífs eða
liðinn?