Morgunblaðið - 24.08.2003, Blaðsíða 2

Morgunblaðið - 24.08.2003, Blaðsíða 2
2 B SUNNUDAGUR 24. ÁGÚST 2003 MORGUNBLAÐIÐ Í HEILDINA má segja að ráðherrafundirnir og ferð- in almennt hafi verið mjög mikilvæg, ekki bara fyrir hvern einstakan ráðherra heldur ekki síður fyrir norska umhverfisráðherr- ann, en hans bíður það mikla hlutverk að stýra nefnd Sam- einuðu þjóðanna um sjálfbæra þróun á næstunni. Til að sú nefnd nái ár- angri í umhverfismálum og sjálf- bærri þróun almennt á hnattræna vísu, þarf formennska Börge að vera öflug. Ferðin og skilaboð ráð- herranna um áherslur á örugglega eftir að styrkja Börge í formennsk- unni, en ljóst er að íbúar norðlægari slóða standa nú frammi fyrir mjög flóknum og stórum verkefnum á sviði umhverfismála er snúa beint að norðurskautinu og afkomu þess,“ segir Siv Friðleifsdóttir umhverfis- ráðherra sem ásamt nokkrum starfs- bræðrum er nýkomin úr allóvenju- legu fundaferðalagi á Svalbarða. Umhverfisráðherra Noregs, Börge Brende, boðaði norræna starfsbræður sína til fundar á Sval- barða dagana 3.–8. ágúst í tilefni þess að hann hefur tekið við for- mennsku í nefnd Sameinuðu þjóð- anna um sjálfbæra þróun. Umhverf- isráðherrar Norðurlandanna mættu allir að undanskildum þeim finnska, en þeir eru auk Sivjar frá Íslandi og Brende frá Noregi, þau Hans Christian Smidt frá Danmörku og Lena Sommestad frá Svíþjóð. Auk þeirra sóttu fundinn Valli Moosa, umhverfisráðherra Suður-Afríku, Zie Zenhua, umhverfisráðherra Kína, Klaus Töpfer, framkvæmda- stjóri Umhverfisstofnunar Samein- uðu þjóðanna, og John Turner, einn af ráðgjöfum Bandaríkjaforseta í umhverfismálum, David Anderson frá Kanada, Elliot Morley frá Bret- landi, Irina Osokina aðstoðarráð- herra frá Rússlandi, og Zhang Shin- ang, aðstoðarforstjóri Umhverfis- stofnunar Kína. Þá voru um borð auk áhafnarmeðlima nokkrir embættis- menn, leiðsögumenn og fjölmiðla- menn, en talsvert hefur verið fjallað um fundi umhverfisráðherranna og ferðina í norskum fjölmiðlum. Hröð hitafarsaukning Á ráðherrafundunum, sem fram fóru um borð í skipi, nv. Lance, var farið vítt og breitt í umræðum um framtíð nefndarinnar og tíundaðar þær áherslur sem fyrirhugaðar eru í starfi hennar á næstunni. Umræður byggðust að nokkru leyti á því sem fram fór á alþjóðafundinum í Jó- hannesarborg í fyrrahaust og rætt var sérstaklega um framtíð um- hverfismála á norrænum slóðum. Þá hélt Bob Corell, einn þekktasti ráðgjafi Bandaríkjamanna í um- hverfismálum, erindi um loftslags- breytingar sem Siv segir að hafi ver- ið mjög athyglivert. Corell er formaður nefndar norð- urskautsráðsins, sem nú er að und- irbúa tillögur fyrir stjórnvöld norð- lægra ríkja um hvernig taka eigi á loftslagsbreytingum, sem fyrirsjáan- legar eru. Meðal annars kom fram í erindi hans að hiti á jörðinni hefði hækkað um eina gráðu á síðustu hundrað árum, en frá 1960 um 3°C á norðurheimskautsslóðum. Útlit væri fyrir að á næstu hundrað árum myndi hitinn hækka um þrjár til níu gráður í viðbót. Sérstakt umhugsun- arefni væri að hitaaukningin á norð- urheimskautsslóðum væri um helm- ingi hraðari en annars staðar í heiminum sem þýddi að tíu ára þró- un væri eins og 20–25 ára þróun ann- ars staðar. Norðurslóðir væru því góð mælistika eða vekjaraklukka á loftslagsbreytingar, að sögn Sivjar. „Gangi þessar hitafarsspár eftir, er ljóst að þær munu án efa hafa mjög dramatísk áhrif á allt vistkerfið og líffræðilega fjölbreytni á norð- lægum slóðum. Jöklar eru nú þegar farnir að hopa með áberandi hætti og bráðni ísinn, eins og spár gera ráð fyrir, hækkar vatnsyfirborð jarðar- innar sem aftur hefur áhrif á mörg byggð ból, svo sem litlar eyjar og iðnríki við sjávarstrendur, þar sem jafnvel milljónir manna búa nú. Ljóst er að slík svæði yrðu fyrir miklum áföllum af hækkun yfirborðs sjávar, eins og rætt hefur verið um á vettvangi Kyoto-bókunarinnar, enda hafa þessi ríki auðvitað verið að þrýsta á um að alþjóðasamfélagið grípi í taumana og minnki losun gróðurhúsalofttegunda.“ Hlýir og kaldir straumar Siv segir ferðalagið allt hafa verið mikið ævintýri út af fyrir sig, en um leið mjög umhugsunarvert. „Á Sval- barða búa tæplega þrjú þúsund manns, sem ýmist eru í vinnu eða í námi að meðaltali í fjögur ár í senn. Þarna er öflugur háskóli, útibú frá Tromsö og mikið er um alþjóðlegt vísindastarf, þar með talið í veður- fræði, líffræði, jarðfræði og efna- fræði. Einnig eru Rússar og Norð- menn við kolanámuvinnslu á svæðinu. Ferðaþjónusta er vaxandi atvinnugrein á Svalbarða. Sérstak- lega hefur komum erlendra skemmtiferðaskipa fjölgað til muna sem að margra mati er ógn við við- kvæmt lífríki Svalbarða. Á Svalbarða eru veðurskil. Þar skiptast á hlýir loftstraumar úr suðri og kaldir pólarvindar úr norðri. Golf- straumurinn hlýjar úr suðri, en rekís og fastur ís úr norðri kælir. Hitastig á Svalbarða getur því sveiflast um allt að 30°C á nokkrum klukkustund- um. Hæsti hiti, sem mælst hefur á Svalbarða, fór í 21°C hinn 16. júlí 1979, en sá lægsti fór í –49°C hinn 28. mars 1917,“ segir Siv, sem segir m.a. frá Svalbarðaheimsókninni á heima- síðunni sinni í máli og myndum á www.siv.is Sjósund í flotgöllum Ráðherrarnir lögðu upp í ferð sína til Svalbarða að kvöldi sunnudagsins 3. ágúst sl. með flugi frá Osló og var sólin hátt á lofti þegar lagst var til hvílu á Base Camp-hótelinu í Long- yearbænum um klukkan eitt eftir miðnætti. Eftir góðan nætursvefn og morgunmat, var haldinn fyrirlestur um Svalbarða á skrifstofu norsku héraðsstjórnarinnar á Svalbarða og síðan fór hópurinn um borð í skipið Lance, sem átti að vera íverustaður gestanna næstu sólarhringana. Olav Orheim, framkvæmdastjóri Polar- stofnunarinnar í Noregi, fór yfir ferðaáætlunina og siglt var úr höfn rétt eftir hádegi í suðvestur út úr Ís- firðinum. „Frá sjó sáum við m.a. Barents- burg þar sem um eitt þúsund Rússar vinna að kolanámugreftri og í Virk- isvegginn, sem er náttúrulegur klettaveggur þar sem sjá má meira og minna alla jarðsöguna, jarðlög sem ná yfir um einn milljarð ára á einungis fimm kílómetra svæði. Við sigldum fram hjá Álkuhorni inn í Trygguhöfn, þar sem farið var í flot- galla og á hraðbátum í land. Gengið Umhugsunarvert ævintýri Siv Friðleifsdóttir nýtur útsýnisins á Blomstrandjökli, þar sem heyra mátti háa hvelli þegar ísinn var að bresta. Siv Friðleifsdóttir umhverfisráðherra var boðuð í óvenjulegt fundaferðalag ásamt nokkrum erlend- um starfsbræðrum fyrr í þessum mánuði. Hún sagði Jóhönnu Ingvarsdóttur að vetrargallinn hefði svo sannarlega komið sér vel fyrir norðan 80. breiddargráðu, en leiðangursmenn hefðu verið sammála um að bæði hefði ferðin verið gagnleg um leið og ljóst væri að íbúar norðlægari slóða stæðu frammi fyrir flóknum og stórum verkefnum á sviði umhverfismála. Börge Brende, umhverfisráðherra Noregs, í mastrinu á Lance ásamt Siv. Moffen, friðuð eyja sem liggur norðarlega á Spitsbergen á Svalbarða, þar sem fjöldi rostunga heldur sig. Hæge Andenæs, skrifstofustjóri í norska umhverfisráðuneytinu (t.v.), ásamt Ulla Hegg, ráðgjafa í norska umhverfisráðuneytinu, í Grafnesi.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.