Morgunblaðið - 24.08.2003, Blaðsíða 16

Morgunblaðið - 24.08.2003, Blaðsíða 16
16 B SUNNUDAGUR 24. ÁGÚST 2003 MORGUNBLAÐIÐ LAXVEIÐINNI er enn gríðarlega misskipt milli landshluta og þykir ljóst vera að smálaxinn sem vantað hefur í ár á norðanverðu landinu koma vart héðan af, til þess er of langt liðið á sumar. Tilvist horaðra smálaxa í umræddum landshluta bendir auk þess til að eitthvað hafi farið úrskeiðis í hafbeitinni. Augu margra beinast að Laxá í Aðaldal. Nógu slakt þykir mörgum að á eins og t.d. Víðidalsá hafi að- eins gefið um 450 laxa á sjö stangir, en Laxá í Aðaldal hefur aðeins gef- ið um 500 laxa og er þó veitt á miklu fleiri stangir en það er alltaf spurning hvaða svæði teljast laxa- svæði og hvaða svæði silungasvæði. Sum af urriðasvæðunum, eins og t.d. Hraun, Staðartorfa og Múla- torfa, voru fyrrum góð laxasvæði, en gefa nú orðið sárafáa laxa. Laxá í Aðaldal gaf í fyrra 1.189 laxa og þótti ekki merkilegt. Segja má að með því að þrengja að maðkveiðum og lækka kvóta neðan Æðarfossa hafi verið boðið upp á lægri aflatöl- ur, en það eitt og sér útskýrir ekki ástandið, sem kunnugir telja af- leitt. Það sé hreinlega lítið af laxi í ánni. Fínar tölur í Djúpinu Góðar veiðitölur hafa borist úr Ísafjarðardjúpi, Laugardalsá var komin með 312 laxa í vikulokin og Langadalsá 110 stykki, samkvæmt fréttum frá Lax-á, sem hefur báðar árnar á leigu. Síðasta holl í Laug- ardalnum fékk 33 laxa, en í Langa- dalnum náðust 14 laxar í síðasta holli, en veitt er á þrjár stangir í báðum ám, í tvo daga í senn. Fyrir skemmstu var holl í Hítará með 22 laxa og náðust 12 laxar m.a. á einni vakt. Sviptingar í vatnshæð vegna rigninga að undanförnu hafa hleypt lífi í veiðiskapinn. Nú í lok viku voru komnir 284 laxar á land sem þykir bara gott, ekki síst er að er gáð hversu vond skilyrðin voru lengi framan af vertíð. Ýmsar fréttir Það er eitthvað af laxi í Geir- landsá á Síðu. Holl sem þar var fyr- ir skemmstu setti í átta laxa, en náði aðeins þremur. Þar með voru komnir 11 laxar á land og menn sjá þann silfraða víða. Korpa er alveg bærileg. Þar voru komnir 185 laxar á land fyrir fáum dögum. Enn bólar á nýgengnum löxum, en annars er fiskur vel dreifður um ána. Sjóbleikjuna vantar ekki í allar ár, Ólafsfjarðará hefur verið mjög lífleg í sumar og þar er búið að veiða yfir þúsund bleikjur í sumar. Morgunblaðið/Golli Georg Kristinsson var búinn að landa nokkrum bleikjum í Ólafsfjarðará er ljósmyndari Morgunblaðsins hitti hann á dögunum. Morgunblaðið/Emilía Stefán Geir og Sigurður Kristinn Sigurðsson stoltir með laxana sína úr Breiðdalsá. Upp og ofan þessa dagana ERU ÞEIR AÐ FÁ’ANN?                    !"" # " 

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.