Morgunblaðið - 24.08.2003, Blaðsíða 7

Morgunblaðið - 24.08.2003, Blaðsíða 7
MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 24. ÁGÚST 2003 B 7 ferðalög Söguríkt umhverfi - magnað nágrenni - perlur í náttúru Íslands - Fjölbreytt afþreying - fjölbreytt þjónusta - í fallegum bæ! Velkomin í Stykkishólm! Frakkland 18.938kr.* 7 dagar miðað við flokk B Innifalið ótakmarkaður akstur, kaskó, þjófavörn, flugvallargjald og skattur. Baltimore 20.779kr.* 7 dagar miðað við flokk A Innifalið ótakmarkaður akstur, kaskó, þjófavörn, flugvallargjald og skattur. Þýskaland 22.116kr.* 7 dagar miðað við flokk B Innifalið ótakmarkaður akstur, áfylling af bensíni, kaskó, ábyrgðar- trygging, einn auka bílstjóri, skattur og flugvallargjald. Ætlarðu til Mombasa, út á Dalvík, til New Orleans eða upp á Brávallagötu? ÍS LE N SK A A U G LÝ SI N G A ST O FA N /S IA .I S H ER 21 66 1 07 /2 00 3 Sími: . . . . . . . . . . . . . . . . 5050 600 Fax: . . . . . . . . . . . . . . . . 5050 650 Netfang: hertz@hertz.is *Ekkert bókunargjald. Á HVOLSVELLIer gömul falleg kirkja í útjaðri bæjarins. Rétt þar við er sumarhúsabyggðin Ásgarður. Á sínum tíma byrj- aði Erlendur Magnússon hagleiks- smiður með ferðaþjónustu í Ásgarði og eignin ber þess merki, handbragð hans sést þar víða. Í garðinum er lítið listhús sem hann smíðaði á sínum tíma og grindverkin við húsin eru handskorin svo dæmi séu tekin. Gróð- urinn er fjarska fallegur, há og mynd- arleg tré og úti eru tvennar stórar svalir þar sem hægt er að sitja á fal- legum dögum og borða úti. Það þarf ekki ríkt ímyndunarafl til að sjá fyrir sér möguleikana sem þarna eru fyrir athafnafólk. ÍÁsgarði er hægt að taka á móti 45 manns í gistingu. Á hinn bóg- inn leggja örugglega margir leið sína þang- að bara til að borða því eigandinn er matreiðslumeistari og leggur mikla áherslu á að bjóða metnaðarfullan mat- seðil. „Ég hef undanfarin ár verið yfirmat- reiðslumeistari á Hót- el Rangá og fann þennan stað hér á Hvolsvelli fyrir tilviljun og það verður gaman að fá að reka sinn eigin stað,“ segir Anton. Hann var líka á sínum tíma mat- reiðslumeistari á Hilton- og Sheraton- hótelum í Bandaríkjum og hefur einnig starfað víðar um heim. Eldamennskan ber þess merki, hann hefur tileinkað sér eitthvað frá hverjum stað eins og hann orðar það. Anton er núna að setja saman matseðil vetrarins fyrir Ásgarð og þar kennir ýmissa grasa. Sérstök vetrartilboð á mat og gistingu „Mig langar núna í haust til að bjóða gestum mínum að njóta fegurðarinnar hér á Hvolsvelli með okkur en á sama tíma að vera í ró og næði og borða góð- an mat. Það eru líka góðar veiðiár hér í nágrenninu, frábærar reiðleiðir og fínn golfvöllur svo það er margt við að vera. Ámeðan ég er að kynna staðinn fyrir fólki ætla ég að bjóða hagstæða pakka fyrir þá sem vilja koma og heimsækja okkur. Í haust verðum við með þrírétt- aðan kvöldverð, gistingu og morg- unverð fyrir 4.900 krónur á mann- inn.“ Strax í nóvember ætlar Anton að setja upp jólahlaðborð sem verða svip- uð og hann var með á Hótel Rangá og þá bæði fyrir hópa og einstaklinga. „Við verðum þá með sérstaka að- ventupakka þar sem við bjóðum fólki að koma og borða á jólahlaðborðinu hjá okkur, gista svo og fá morgunverð áður en haldið er heim að nýju Aðventu- pakkarnir munu kosta 5.900 krónur.“ Sveitabar á dagskrá Anton og Katrín Stef- ánsdóttir, eiginkona hans, hafa verið að dytta að smáhýsunum frá því þau keyptu stað- inn í sumar og þau segj- ast ekki ætla að ana að neinu, þetta komi allt smám saman. „Við eigum okkar drauma um að gera staðinn allan upp en til að byrja með málum við allt og dyttum að. Næsta verkefni er að koma upp ekta sveitabar í litlu húsi sem er hér á lóðinni og er tilvalið fyrir slíka starfsemi. Hann á að vera hannaður eins og fangelsi, allur grófur og með rimlum fyrir gluggum,“ segir Anton. Tjaldsvæði er á eigninni og með tíð og tíma er meiningin að dytta að því líka. En hversvegna er yfirmatreiðslu- meistari frá Hilton og Sheraton sestur að á Hvolsvelli? „Þetta var í raun eitthvað sem okk- ur hafði lengi langað til að gera, að eiga íbúð í bænum en líka athvarf á þessum slóðum. Okkur líður svo vel hérna, kon- an er á kafi í hestamennsku og auðvit- að er það spennandi að takast á við þetta verkefni,“ segir hann. „Á Hilton og Sheraton má ekkert út af bera og ég var vakandi og sofandi í starfinu allan sólarhringinn. Maður getur bara í vissan tíma staðið undir slíku álagi. Svo er bara gott að búa á Hvolsvelli.“ Nýir eigendur að sumarhúsabyggðinni Ásgarði Hilton-hótelið eða Hvolsvöllur Morgunblaðið/GRG Alls geta 45 manns gist í Ásgarði og þá bæði í smáhýsum og á gistihúsi. Piparsteikin hreinlega bráðn- aði í munni og kjúklinga- uppskriftina kríaði Guðbjörg R. Guðmundsdóttir út úr kokkinum þegar hún kvaddi. Hún komst að því að hann hafði áður verið yfirmat- reiðslumeistari á Sheraton- og Hilton-hótelum. Í garðinum í Ásgarði er fallegt listhús þar sem hægt er að sitja í góðu veðri. Eigendur Ásgarðs, Anton Viggósson og Katrín Stefánsdóttir. Laxinn grefur Anton sjálfur.  Sumarhúsabyggðin Ásgarður Hvolsvelli Sími: 4875750 Tölvupóstfang: asgard@mmedia.is Vefsíðan er væntanleg: www.asgardur.com gudbjorg@mbl.is alltaf á föstudögum

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.