Morgunblaðið - 24.08.2003, Blaðsíða 5

Morgunblaðið - 24.08.2003, Blaðsíða 5
Ísland Ferð til San Francisco Á komandi hausti býður Úrval- Útsýn í samvinnu við VISA Ísland ferð til San Francisco. Flogið verð- ur í beinu flugi með breiðþotu flug- félagsins Atlanta og er brottför frá Íslandi hinn 11. nóvember. Um er að ræða vikuferð með heim- komu hinn 18. nóvember. Í boði verða skoðunarferðir þar sem tækifæri gefst til að skoða mark- verða staði eins og t.d. Alcatraz- eyjuna og fangelsið fræga. Þá verður í boði dagsferð í vín- ræktarhérað í Californiu í Napa Valley og farið á slóðir Clints Eastwoods til Carmel. Möguleiki er að slá tvær flugur í einu höggi, þ.e. að vera í 4 nætur í San Francisco og halda síðan með flugi í neonljósadýrðina í Las Ve- gas og dvelja þar í 2 nætur. Dvalið er á hótelum í miðborginni, á það bæði við um San Francisco og Las Vegas. Íslenskir fararstjórar verða ferða- löngum til halds og traustst í ferð- inni. Ferðin kostar frá 99.970 krónum á mann í tvíbýli í 6 nætur á hótel Renaissance Parc 55. Einnig er hægt að kaupa flugsæti á 79.900 krónur – með sköttum. Ferðir til Dublin Dekur í Dublin er heitið á ferðum sem ÍT-ferðir bjóða upp á í haust. Um er að ræða helgarferðir og 9 daga ferðir til Írlands í september. Flogið er í beinu leiguflugi með Ís- landsflugi. Farið verður til Dublin dagana 5.–7. september, 12.–14. sept- ember, 19.–21. september og níu daga ferðirnar eru dagana 5.–14. og 12.–21. september.  Úrval-Útsýn Sími 5854000 veffang: www.uu.is  ÍT-ferðir Sími: 588 9900 Fax: 588 9901 tölvupóstfang: itferdir@itferdir.is Veffang: www.itferdir.is Bílaleigubílar Sumarhús í Danmörku og Mið-Evrópu Ódýrari bílaleigubílar fyrir Íslendinga. Bílar frá dkr. 1.975 á viku. Innifalið í verði: Ótakmarkaður akstur, allar tryggingar. (Afgrgjöld á flugvöllum.) Aðrir litlir og stórir bílar, 6-7 manna, minibus og rútur. Sumarhús og íbúðir. Norðurlönd og Mið-Evrópa. Hótel. Heimagisting. Bændagisting. Heimasíðan www.fylkir.is með fjölbreyttar upplýsingar. Nýjustu verðlistarnir komnir. Hringið og fáið sendan. Dancenter, Lalandia, Novasol/Dansommer. Fylkir Ágústsson, Fylkir — Bílaleiga ehf., ferðaskrifstofan sími 456 3745. Netfang fylkirag@fylkir.is Heimasíða www.fylkir.is m TÍMARITUMMAT&VÍN27062003 Næsta tölublað af tímaritinu m, sem fjallar um mat og vín, fylgir Morgunblaðinu laugardaginn 13. september nk. Stærð tímaritsins er 25x36. Pantanafrestur auglýsinga er til þriðjudagsins 9. september kl. 16. Hafðu samband við auglýsingadeild Morgunblaðsins í síma 569 1111 eða á augl@mbl.is Auglýsendur! 13 9 Í A IT UM A Í Ef skreppa á til Hornafjarðar er viðburðadagatal á slóð- inni www.hornafjordur.is BERLÍN er víst eina evrópska borg- in sem getur státað af fleiri söfnum en rigningardögum, eða 170 talsins. Það er því um að gera að sameina þetta tvennt og hlaupa inn á næsta safn ef veðrið bregst manni í Berl- ínarferðinni. Og úr mörgu er að velja. Súkkulaðisafnið og Erótíska safnið lokka til sín fjölda manns, á meðan aðrir kjósa Berlínska portrett- galleríið sem býr yfir merkustu mál- verkunum sem bæði austrið og vestr- ið áttu áður, og er sett í klassa með Prado í Madrid og Louvre í París. Berlín- arbúar ætla þó að bæta um betur og árið 2010 verður opnuð þar Safnaeyjan, stærsta safn í heimi í fimm glæsibyggingum. Gyð- ingasafnið hefur þegar verið opnað og er bygg- ingin sjálf stórkostleg, hönnuð af Daniel Lib- eskind (sem mun hanna nýbyggingar þar World Trade Center stóð í New York). En með arkitektúrnum leitast hann við að skapa tilfinninguna sem gyðingar þurftu að búa við í of- sóknunum. Þykir heimsókn í safnið mögnuð upplifun. Rödd Göbbels En hvernig væri að fræðast um sögu Berlínar sjálfrar? Á verslunar- götunni Kurfürstendamm stendur safnið Story of Berlin. Ferð í gegnum það er líkt við ferð í gegnum tímann allt frá því að borgin var stofnuð 1237 og til dagsins í dag. Sérstök ljósa- hönnun, myndbandasýningar, gagn- virkir tölvuskjáir, skyggnimyndir og sögulegar hljóðupptökur gera safn- agestum kleift að upplifa stórmerki- lega sögu borgarinnar með því að heyra, sjá, þefa og finna! Það er t.d. ekki úr vegi að hlusta á fagra rödd Göbbels, en á tímum nas- ista var hann sérlegur yfirmaður Berlínar, því Hitler þoldi víst ekki borgina þar sem var svo erfitt að taka hana yfir. Berlínarbúar höfðu öldum saman vanist að saman byggi fjöldi þjóðarbrota og þótti minna til áróð- urs karls koma en öðrum Þjóðverj- um. Sprengjuhljóð og sírenur Kalda stríðið er ekki síst áhuga- verði hluti safnsins, þar sem tvær stofur, önnur úr austurhluta borgar- innar og hin úr vesturhlutanum sýna muninn á lífsgæðunum sem íbúarnir bjuggu við. Ferðinni má síðan ljúka með ferð í neðanjarðarbyrgi, þar sem maður fær kalda stríðið beint í æð. Byrgið var byggt árið 1974 ef stríð skylli á og er enn reiðubúið að taka við 3.592 manns í 14 daga ef til hamfara kem- ur. En eftir það verður bæði loft og fæði uppurið. Í Berlín eru um 25 slík byrgi sem alls taka 30 þúsund manns. Það er ekki laust við að kalt vatn renni manni á milli skinns og hörunds þegar sírenur fara af stað, sprengju- hljóðin kveða við þar sem maður í rökkrinu og þungu loftinu tyllir sér á þrönga og óþægilega koju. Eftir þessa upplifun er maður feginn að komast aftur undir bert loftið – og þá má alveg rigna! Tímaferðalag Í Berlín eru flest söfn í Evrópu Í neðanjarðarbyrginu setur að manni hroll. Einstakur arkitektúr gyðingasafnsins. Morgunblaðið/Hildur Lofts Stofa í austri eða vestri? Það var stuð í Berlín fyrir stríð!  Story of Berlin Kurfürstendamm 207-208 Opið: kl. 10-20 Vefslóð: www.story-of-berlin.de Stiftung Jüdisches Museum Berlin Lindenstr. 9-14 Opið: kl. 10-20 Vefslóð: www.jmberlin.de hilo@mbl.is FYRIRTÆKI TIL SÖLU www.fyrirtaekjasala.is FYRIRTÆKJASALA ÍSLANDS Síðumúla 15 • Sími 588 5160 Gunnar Jón Yngvason lögg. fasteigna- og fyrirtækjasali

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.