Morgunblaðið - 24.08.2003, Blaðsíða 6

Morgunblaðið - 24.08.2003, Blaðsíða 6
6 B SUNNUDAGUR 24. ÁGÚST 2003 MORGUNBLAÐIÐ ferðalög Með AVIS kemst þú lengra Veist þú að Avis = Leiga á bílum? Erum í 173 löndum og á 5000 stöðum í heiminum. Kynntu þér tilboð Avis á bílaleigubílum um allan heim. Pantaðu AVIS bílinn áður en þú leggur af stað – Það borgar sig Hringdu í Avis sími 5914000 Knarrarvogur 2 – 104 Reykjavík – www.avis.is Munið tilboð til korthafa Visa Hvað varstu að gera á Reykhólum? „Ég fór ásamt fjölskyld- unni í helgarferð að Reykhólum og þar dvöldum við á gisti- heimilinu Álftalandi sem reyndist mjög góður gististaður. Gestir hafa aðgang að eldhúsi og útigrilli og einnig að stórri setustofu, heitum potti og gufubaði. Björn Samúelsson rekur gistiheimilið og hann skipuleggur einnig ferð- ir út í Skáleyjar og við fórum með honum í eyjarnar.“ Hvernig var sú ferð? „Ferðin var í alla staði skemmtileg og fróðleg. Náttúrufegurðin er mikil á þessum slóðum og veðursæld í Skáleyjum sem við fórum ekki varhluta af. Siglt var frá Stað með trillu sem notuð er eingöngu í skemmtisigl- ingar sem þessa og siglingin í Skál- eyjar tók um hálftíma. Þar tók á móti okkur annar tveggja Skáleyj- arbænda, Eysteinn Gíslason. Hann lóðsaði okkur um bæjareyj- una, rakti sögu eyjanna og fræddi okkur um búskaparhætti og hlunnindi sem eyjarnar eru þekktar fyrir, sem eru selveiði og æðarvarp. Eysteinn fór síðan með okkur í skemmuna sína og sýndi okkur selskinn sem hann var nýbúinn að verka og vél sem hann notar til að hreinsa æðardúninn en dúnninn er tekinn úr hreiðrunum tvisvar á sumri.“ Sigrún segir að nokkur börn á aldrinum 3-12 ára hafi verið með í ferð- inni og þeim hafi fundist þetta algjört ævintýri, að koma í eyjuna, kynnast lífinu þar og fá að skoða sig um. Að þessu loknu bauð húsmóðirin í Skáleyjum upp á kaffi, vöfflur og ástarpunga og börnin fengu spenvolga mjólk úr kúnni í Skáleyjum. Ekki fannst hópnum spilla fyrir að þegar siglt var til baka sást til sels. Sigrún segir að fuglalífið sé mjög fjölskrúðugt og að fram til þessa hafi þeir sem siglt hafi með Birni aðallega verið erlendir fuglaskoð- arar. Hún segist þó eindregið hvetja innlenda ferðamenn til að fara út í Skáleyjar en bendir á að panta þurfi siglinguna með fyrirvara.“ Gerðuð þið fleira skemmtilegt í ferðinni? „Við fórum í sund á Reykhólum en þar er mjög góð laug og síðan var farið til berja í Borgarlandi með góðfúslegu leyfi landeigenda. Landið, sem liggur milli Berufjarðar og Króksfjarðar, er krökkt af bláberjum og krækiberjum.“ Er búið að sulta? „Nei við bjuggum hinsvegar til saft úr krækiberjunum og bláberin verða borðuð með sykri og rjóma.“ Um síðustu helgi dvaldi Sigrún Þorgeirsdóttir ásamt fjölskyldu sinni á Reykhólum. Þaðan fór hún í eftir- minnilega ferð út í Skáleyjar á Breiðafirði. Ljósmyndir/SÞ Bærinn í Skáleyjum. Fróðleg og skemmti- leg ferð í Skáleyjar Hvaðan ertu að koma? Sigrún Þorgeirsdóttir Nokkur börn voru í ferðinni og meðal þeirra voru Elín og Ingólfur sem hér horfa fram og síðan sést í hnakkann á Hannesi, Þorgeiri og Margréti. Eysteinn Gíslason rakti sögu eyjanna og fræddi gesti um búskapar- hætti og hlunnindi sem eyjarnar eru þekktar fyrir.  Gistiheimilið Álftaland Reykhólum Sími 4347878 Fax; 4347941 Farsími: 8659968 Tölvupóstfang: alfta- land@hotmail.com M ARMARANÁM úr Apúa- ölpum hófst þegar á tím- um Rómverja. Síðar sótti Michelangelo drifhvítan marmara úr námu í eigu Medici- fjölskyldunnar. Nú skeyta marm- arakaupmenn í Toskana lítt um ítalska aðalsmenn en fylgjast þeim mun betur með pólitísku ástandi við Persaflóa. Þegar þar er ófrið- legt kemur það niður á útflutningn- um, því arabískir olíufursta hafa um árabil keypt ógrynni af marm- ara. Borgin Carrara, rétt norðan við Versílía-hérað, er ein helsta mið- stöð marmaraframleiðslu í heimin- um, og hefur verið það allt frá tím- um Rómverja. Marmaranámið fer fram í þremur dölum, Colonnata, Fantiscritti og Ravaccione. Ekki er mælt með því að fara á eigin vegum að skoða námurnar, að minnsta kosti ekki á virkum dögum þegar stórir vörubílar, hlaðnir marmara, þeysa niður bratta og þrönga fjalla- vegina. Boðið er upp á skipulagðar kynnisferðir frá Carrara, og við námurnar í Fantiscritti er safn helgað sögu marmaravinnslunnar. Bærinn Pietrasanta í Versílía er ekki síður áhugaverður en Carrara fyrir áhugamenn um marmara, og þar er fræg miðstöð höggmynda- listar. Pietrasanta stendur við rætur Apúa-alpa. Frá aðaltorginu, Piazza Duomo, er ákaflega fallegt útsýni upp fjallshlíð, þar sem sjá má gamla borgarmúra og kastala frá 14. öld. Við torgið eru margar fal- legar og áhugaverðar byggingar, meðal annars kirkja frá 13. öld. Út frá Piazza Duomo liggja ýmsar göngugötur. Listamenn frá öllum heimshornum Í Pietrasanta snýst nánast allt um marmara, brons og aðra þjón- ustu við myndhöggvara. Marmara- og bronssmiðjan Fonderia Mariani, sem greinarhöfundur heimsótti, vinnur mikið fyrir Botero, en eins og fleiri smiðjur í Pietrasanta hefur hún einnig tekið að sér verkefni fyrir dönsk listasöfn. Meðal annars hafa verið gerðar eftirlíkingar af ýmsum listaverkum eftir mynd- höggvarann Bertel Thorvaldsen. Það er stundum hægt að gægjast inn um opin hlið smiðjanna í Pietr- asanta og fylgjast með þegar verið er að móta eða gera við listaverkin, en varist að taka myndir án þess að biðja um leyfi. Eftir göngutúr um Pietrasanta, eða fjallgöngu ofan við bæinn, er tilvalið að setjast inn á veitinga- staðinn og vínbúðina Enoteca Marcucci við Via Garibaldi. Þar eru vínhillur á öllum veggjum og úrval- ið er ótrúlegt. Meðal annars er þar seldar margar tegundir af grappa frá litlum heimabruggverksmiðjum í grenndinni, allar með heimagerð- um merkimiða. Yfirfullar baðstrendur Ferðamannaiðnaðurinn í Versílía byggist á langri hefð. Í byrjun 19. aldar byrjuðu auðugir Ítalir og út- lendingar að ferðast til borgarinn- ar, og sumir byggðu sér þar sum- ardvalarstaði. Borgarskipulagið er að mestu óbreytt frá þessum tíma, meðal annars löng og skemmtileg strandgata með fallegum bygging- um. Grundvöllur ferðamannaiðnað- arins í Versílía-héraði eru bað- strendurnar. Það er vel þess virði að fá sér göngutúr um strandgöturnar í Via- reggio og Forte dei Marmi, og jafn- vel að busla aðeins í sjónum. Fyrir þá sem sjórinn, sólin og hótelið skipta mestu máli, er þó líklega best að leita annað. Í Versílía eru hótelin tiltölulega dýr. Baðstrend- urnar eru í sjálfu sér hvorki verri né betri en víða annars staðar, en þar er mikil mannþröng á sumrin. Hvítur marmari og fallegar baðstrendur Ferðamálayfirvöld Versílía í Toskana-héraði vestanverðu, við rætur Apúa-alpa, ætla að gera átak í að laða til sín nor- ræna ferðamenn, þ.á m. Ís- lendinga. Helgi Þorsteinsson fór þangað í stutta heimsókn. Ljósmyndir/HÞ Marmari í Apúa-ölpum í Toskana. Á veitingastaðnum og vínbúðinni Enoteca Marcucci við Via Garibaldi í Pietrasanta er ótrúlegt úrval af vín- um og heimabrugguðu grappa með handteiknuðum merkimiðum. Smiðjan Cervietti Franco & C. í Pietrasanta sérhæfir sig í því að gera eftirlíkingar af marmara- styttum og hér er verið að vinna við styttu eftir Bertel Thorvaldsen.  Upplýsingar um kynnisferðir í marmaranámur fást hjá ferða- mannaskrifstofunni í Carrara. Sími: 0585 844 403. Veitingastaðurinn og vínbúðin Enoteca Marcucci. Via Garibaldi 40. Sími: 0584 791 962 Helsti flugvöllur Toskana- héraðs er í Písa. Hægt er að fljúga beint þangað frá London, en ef farið er í gegnum Kaup- mannhöfn þarf að millilenda. Frá Písa eru tíðar og ódýrar lestarferðir til Viareggio. Yfir sumartímann og fram á haust hefur verið flogið héðan til Míl- anó, Bologna og Veróna.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.