Morgunblaðið - 24.08.2003, Blaðsíða 9

Morgunblaðið - 24.08.2003, Blaðsíða 9
hirslum Hann skrifaði: „Við höfum haft talsvert ónæði á nóttunni undanfarið af flugárásum. Fyrstu nótt- ina féll mjög stór sprengja í Harburg og hrist- ust húsin hér all mikið. Ég heyrði líka hvellina í fyrri nótt af sprengjunum, sem kastað var í Weddel og Bergedorf, var þá úti á balkon að líta eftir. Það eru óskemmtilegar heimsóknir.“ Næst talar Björn um loftárásir í bréfi til Jóns Leifs, í júní 1942. Hann segist ekki óttast tund- urdufl á siglingarleiðinni til Íslands, af þeim sé ekki meiri hætta en loftárásunum á Hamborg. Sem betur fer hafi hann þó fengið frið frá þeim í sjö vikur. Lítið sem ekkert er minnst aftur á loftárásir fyrr en í apríl 1943 þegar Björn segir Magnúsi Z. Magnússyni, deildarforseta félags- ins í Leipzig, að hann hafi orðið fyrir skaða vegna loftárásar aðfaranótt 27. júlí 1942, þegar þakið á húsi hans skemmdist nokkuð og rúður brotnuðu. Í febrúar 1943 brann „eitthvað ofan af húsi“ Kristjáns Albertssonar í Berlín og „eitt- hvað af bókum hans skemmdist“. Hann yfirgaf húsið og gisti um nóttina heima hjá Jóni Leifs og fjölskyldu. Eftir hinar stórkostlegu árásir sem gerðar voru á Hamborg í júlílok 1943, skrif- aði Björn Magnúsi og lét hann vita að allt sé í lagi hjá sér eftir árásirnar. Hann skrifaði: „Kæri Magnús: Þessar línur aðeins til að láta þig vita, að hjá mér er alt heilt eftir hinar voðalegu loftárásir á borgina undanfarnar nætur og daga. Því miður hefi ég ekki getað haft neinar fréttir af lönd- unum inni í bænum ennþá, þar sem síminn er ekki kominn í lag enn og ég hefi ekki farið inn eftir, því að það tekur þrjá tíma hvora leið. Eyði- leggingar í borginni eru óskaplegar og í flestum borgarhlutum. Hingað út er komið margt flótta- fólk, ein stúlka hefir fengið húsaskjól hjá mér. Konan fór í s.l. viku…til Hafnar og drengirnir eru því betur ekki heima…[N]ú er öllu verk- færu fólki bannað að fara burt frá borgarsvæð- inu.“ Eftir þessa stórárás þurfti Björn að flytja til Danmerkur með fjölskyldu sína. Hús hans, sem var eitt af fáum húsum í Hamborg sem enn voru lítið skemmd, var notað af yfirvöldum sem skjól fyrir fólk sem misst hafði heimili sín í loftárás- unum. Deilur við nasista í Íslendingafélaginu Magnús Guðbjörnsson hafði verið félagi í Flokki Þjóðernissinna heima á Íslandi og var nú settur deildarformaður F.Í.Þ. í Berlín. Í bréfum Magnúsar til Björns Kristjánssonar kemur heimsskoðun hans oft greinilega í ljós og talar hann þá oft með vanþóknun um „ákafa lýðræð- issinna“ og ber mikið lof á foringjaræðið. Hann skrifar meðal annars: „Tvær meginstefnur berj- ast…um völdin á öllum sviðum mannlífsins nú á dögum. Önnur þeirra sú eldri og þegar úrelt, er lýðræðið! Hin, sú yngri og merkisberi framtíð- arinnar, er FORINGJARÆÐIÐ!“ Þegar deilurnar um stjórnarfyrirkomulag fé- lagsins stóðu sem hæst skrifaði Magnús Z. Sig- urðsson Birni Kristjánssyni bréf og kvað flesta félaga vilja koma félaginu á hreinan lýðræð- isgrundvöll, „að undanskildum þeim nasistum sem í félaginu eru“. Af þessum orðum má ráða að innan félagsins hafi verið nokkrir yfirlýstir nasistar, en meginþorri félagsmanna hafi verið hlynntur lýðræðislegri skipan. Forsvarsmenn F.Í.Þ. voru án efa flestir miklir þjóðernissinnar eins og kemur fram í ótal bréfa þeirra, en ekki er þar með sagt að þeir hafi verið nasistar. Þeir voru vissulega ánægðir með þá athygli sem margir Þjóðverjar sýndu Íslandi og íslenskri menningu og tungu og veittu nokkrum nasistum heiðurssess innan félagsins. Einn heiðursfélaga F.Í.Þ. var yfir-lautinant í þýska hernum, hinn vest-prússneski barón, dr. Reinhard Prinz. Dr. Prinz var mikill Íslands- vinur og heimsótti landið oft og dvaldi þar í langdvölum. Doktorsritgerð sína skrifaði hann um Gísla sögu Súrssonar og gaf meðal annars út myndabók með myndum frá Íslandi sem nefnd- ist Das unbekannte Island þar sem hann birti yfirlit um menningu og sögu Íslands. Hann skrifaði líka margar greinar um Ísland í þýsk blöð og hélt fyrirlestra um landið. Hann var sannfærður nasisti eins og kemur skýrt fram í bréfum sem hann skrifaði Birni Kristjánssyni frá austurvígstöðvunum. Hann taldi sig standa í brjóstvörn siðmenntaðra þjóða gegn þeirri hættu sem steðjaði að vesturlöndum í formi rússneskra kommúnista. Þessi hætta steðjaði ekki aðeins að Þýskalandi, heldur allri Evrópu og honum var fyrirmunað að skilja hvers vegna Bretar væru ekki í bandalagi með Þjóðverjum gegn rauðu hættunni. „Þeir Englendingar, sem hafa dómgreind, sjá að þýskir hermenn eru að berjast og fórna sér fyrir sjálfstæði þeirra og menningaröryggi,“ skrifaði baróninn. Dr. Prinz barðist á austurvíg- stöðvunum og særðist þar, sennilega oftar en einu sinni. Eftir að hann særðist í janúar árið 1945, var hann sendur heim á leið með flugvél, en hún kom ekki fram og var líklega skotin nið- ur. Flestir vildu hlutleysi Almennir félagsmenn vildu þó ekki að félagið skipaði sér í lið með öðrum hvorum stríðsaði- laum. Til að mynda var mikil óánægja með þá pólitísku afstöðu sem tekin var í félagstilkynn- ingu í október 1941, þar sem rædd var innganga tveggja Íslendinga í Waffen-SS og þátttöku þeirra í „herförinni gegn bolsjevismanum“. Sú tilkynning var afar andkommúnísk og í henni tekin bein afstaða með Þjóðverjum í stríði þeirra gegn Sovétmönnum. Í bréfi til Björns Kristjánssonar lýsti Stefán Bjarnason, þáverandi umboðsmaður F.Í.Þ. í Berlín, hugmyndum fólks um félagið: „Hér eru flestir óánægðir með þá pólitísku afstöðu sem tekin er í síðasta blaði félagsins. Allir álíta að fé- lagið og blað þess sé fullkomlega ópólitískt og eigi aðeins að halda uppi sambandi milli Íslend- inga hér í landi og auka kynningu á Íslandi. Þetta er almenn skoðun hér sem menn halda fast við og sumir hóta að segja sig úr félaginu ef slíkt endurtaki sig.“ Nokkrir félagsmenn voru svo heillaðir af hug- myndafræði nasismans að þeir töldu það skyldu sína að berjast með oddi og egg fyrir framgöngu hans. Eins og sannfærðir nasistar af fjölmörgu öðru þjóðerni gengu þessir menn í Waffen-SS, hernaðararm hinna illræmdu SS-sveita Hein- richs Himmler. Þekktastur þessara manna var án efa Björn Sveinsson Björnsson, sonur Sveins Björnssonar, síðar fyrsta forseta Íslands. Íslendingur var félagi í Hauskúpusveitunum Einn þessara manna, Sölvi K. Friðriksson, starfaði sem fangavörður í tveimur af illræmd- ustu fangabúðum nasista: í Neuengamme, fyrir sunnan Hamborg, og í Nordhausen í Harz-fjall- lendinu. Sölvi var meðlimur í Hauskúpusveit- unum svokölluðu, Totenkopf, sem stofnaðar voru til þess að gæta pólitískra fanga í einangr- unarbúðakerfi nasista. Á grunni þessara sveita var síðar mynduð herdeild innan Waffen-SS, SS-Division Totenkopf. Sú deild var ein sú allra harðskeyttasta í stríðsvél nasista og voru með- limir hennar valdir úr hópi hörðustu nasista. Búðirnar í Nordhausen, þar sem V-1 og V-2 flugskeytin voru framleidd, gengu undir dul- nefninu „Dora“ og voru einstaklega illræmdar. Hvergi mun hafa verið jafnhá dánartíðni meðal fanga og þar, ef frá eru taldar hinar eiginlegu útrýmingarbúðir. Þarna starfaði Sölvi sennilega frá hausti 1943. Á síðasta manntali Félags Ís- lendinga í Þýskalandi er hann enn skráður með póstfang á þessum stað. Snorri G. Bergsson sagnfræðingur, sem fjallaði um feril Sölva í grein í tímaritinu Mann- lífi árið 2000, bendir þó á að það sé ekki víst að á þeim tíma hafi hann enn verið við störf í Doru- búðunum því fangabúðakerfi nasista var þannig skipulagt að gæslumenn búðanna voru aldrei lengi á sama stað. Þeir fengu öðru hverju að hverfa til annarra starfa bæði vegna sálarheilsu þeirra og til viðhalds bardagaþjálfun þeirra. Snorri segir ennfremur frá því að um mitt ár 1944 hafi gæslumönnum við búðirnar í Doru verið skipt út í nokkrum áföngum og telur hann líklegt að Sölvi hafi verið meðal þeirra. Talið er að hann hafi barist á austurvígstöðvunum allt til stríðsloka en hann komst síðar heim til Íslands þar sem hann lést fyrir um það bil áratug. Stefnt heim á leið Vegna þeirra erfiðleika sem Íslendingarnir, eins og aðrir sem bjuggu í Þýskalandi, áttu við að etja, var fólki ekki rótt þar í landi. Félagið sendi margar fyrirspurnir til sendiráða Íslands í Danmörku og í Svíþjóð varðandi möguleika á heimferð. Allar tilraunir í þessa átt mistókust þó og þegar leið á stríðið og loftárásir hörðnuðu, varð sífellt erfiðara fyrir félagið að henda reiður á félögum sínum, bæði heimilisföngum og heild- artölu. Félagsmenn höfðu dreifst um landið en sum- ir, eins og flestir stjórnarmenn þess, höfðu kom- ist til Danmerkur eða Svíþjóðar. Það var ekki fyrr en í júní 1945, um það bil mánuði eftir að Evrópustyrjöldinni lauk, að boð barst um það að fararleyfi hefði fengist fyrir Íslendinga frá meg- inlandinu og að skip myndi sigla með þá heim innan skamms. Rúmlega 300 Íslendingar sigldu heim með Esju frá Danmörku 5. júlí 1945 og komu til Íslands 9. júlí. Adolf Hitler þakkar Íslendingafélaginu kveðjur á fimmtugsafmælinu. ndamanna í desember 1943. Gríðarleg eyðilegging varð í árásunum á borgina enda var sprengjum látið tjánsson lýsir ástandinu eftir árásirnar í bréfum, en vegna þeirra flutti hann til Kaupmannahafnar. ’ Eyðileggingar í borginni eru óskaplegar og í flestum borgarhlutum. Hingað út er komið margt flóttafólk, ein stúlka hefir fengið húsaskjól hjá mér. ‘ AP MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 24. ÁGÚST 2003 B 9 arhöld voru í kringum afmæli Hitlers og bárust honum ham- ingjuóskir og gjafir úr öllum heimshornum. Það verður því að teljast útilokað að hann hafi sjálfur komið nálægt sendingu þakkarbréfa af þessu tagi. Engu að síður er þetta for- vitnilegur gripur, ritaður á bréfsefni skrifstofu Hitlers. Bréf þetta minnir á að Íslendingarnir í Félagi Íslendinga í Þýskalandi voru gestir í Þriðja ríki Hitlers. Það er kannski ekki að furða að menn óskuðu eftir vinsamlegum samskiptum við æðstu menn stjórnarinnar. Þessi bréfaskipti fóru ennfremur fram fyrir stríð, áður en hin allra verstu einkenni nasismans komu fram í dagsljósið. æli í dag! m sinn vakti mesta athygli mína, er bréf rir hamingjuóskir á fimmtugsafmæli 39. Undir hinar fáu línur bréfsins ritar f Hitler. Þetta bréf var þannig til komið Hitlers sendi Björn Kristjánsson, for- m hamingjuóskir í nafni Félags Íslend- félaginu svar frá skrifstofu Hitlers, með “, þar sem hann þakkaði hjartanlega kir. Undirskriftin virðist þó vera annað- mpluð, ekki handskrifuð. Mikil hátíð-

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.