Morgunblaðið - 24.08.2003, Blaðsíða 8

Morgunblaðið - 24.08.2003, Blaðsíða 8
Fjársjóðir í gömlum h GERA má ráð fyrir að fjölmargirfjársjóðir liggi í kjöllurum og áháaloftum um allt land, fjölbreytt-ar heimildir sem varpað geta ein-stöku ljósi á fortíð landsins. Það var á einu slíku háalofti hér í bæ, sem undirrit- aður rakst óvænt á einn slíkan fjársjóð. Þegar ég var að gramsa í gegnum rykfallinn bókaskáp afa míns heitins, Björns Kristjánssonar stór- kaupmanns, fann ég nokkrar möppur sem á stóð „Skjöl Félags Íslendinga í Þýskalandi 1934– 1945“. Þarna voru komin fram bréfaskipti stjórnarmanna Íslendingafélags sem starfrækt var í Hamborg og víðar í Þýskalandi, í valdatíð nasista, en Björn var forseti þess. Á þessum tíma var ég í B.A. námi í sagnfræði við Háskóla Íslands og skildi strax að hér var komið áhugavert efni í lokaritgerð. Bréfasafnið innihélt margs konar gögn félagsins, félagatöl, umferðarbréf, tilkynningar og fjölmörg per- sónuleg bréf þar sem málefni félagsins eru rædd, en einnig ýmis viðfangsefni daglegs lífs og persónuleg málefni. Bréfritarar eru næstum allir karlmenn og margir þeirra sem þarna koma fyrir voru þekktir menn í íslensku þjóðlífi, eins og Jón Leifs tónskáld, Kristján Albertsson, Einar Kristjánsson óperusöngvari og fleiri. Bréfritarar ræða um loftárásir, matarskort, söknuð við heimalandið, heimsmálin og marg- vísleg hversdagsleg efni. Á þessum línum mun ég ræða þá mynd sem bréf þessi draga upp af starfsemi Íslendinga- félagsins og lífi Íslendinga í Þýskalandi nasism- ans. Ég mun grípa niður í nokkur þeirra til að veita lesendum tilfinningu fyrir formi þeirra og efni. Sérstaklega mun ég ræða sérlega áhuga- verð bréf sem Björn Sv. Björnsson, þá liðsmað- ur hinna illræmdu Waffen-SS sveita, ritaði Birni Kristjánssyni frá austurvígstöðvunum þar sem hann tók, ásamt félögum sínum, þátt í „hinni miklu krossferð gegn heimskommúnismanum“. Ekki er vafi í mínum huga að um allan bæ og allt land liggja gimsteinar af þessu tagi í leyni, sem gætu glatast ef fólk hefur ekki varann á. Menningarsaga Íslendinga bíður við slíkt óbæt- anlegan skaða og vil ég því nota tækifærið og hvetja alla til þess að hafa augun opin þegar gramsað er í gömlum hirslum og hugsa sig tvisvar um áður en gulnuðum blöðum er kastað á haugana. Íslendingar í ríki Hitlers Fjölmargir Íslendingar voru við nám og störf í Þýskalandi á árunum 1933–1945. Aðdáun á þýskri menningu og verktækni hafði verið út- breidd á Íslandi um langan aldur og sóttu því margir Íslendingar nám til Þýskalands. Árið 1934 stofnuðu nokkrir Íslendingar félag, sem átti að treysta samband Íslendinga í Þýska- landi, greiða götu þeirra þar í landi og stuðla að góðri viðkynningu Íslendinga og Þjóðverja. Þetta félag hét Félag Íslendinga í Þýskalandi (F.Í.Þ.), á þýsku Verein der Isländer in Deutschland (V.I.D.) og starfaði það allt til loka síðari heimsstyrjaldar. Félagið var stofnað í Hamborg af stórkaupmönnunum Birni Krist- jánssyni og Árna Siemsen ásamt fleiri Íslend- ingum. Framan af var starfsemi félagsins tak- mörkuð við Hamborg og nágrenni, en er síðari heimsstyrjöldin braust út óx félagið að virkni og félagatölu. Félag Íslendinga í Þýskalandi var fyrst og fremst ópólitískt félag. Félagsmenn voru marg- ir hverjir mjög þjóðernissinnaðir, en þrátt fyrir það var félagið ekki nasistafélag þótt innan þess hafi verið nokkrir sannfærðir nasistar eins og kom fram í deilum félagsmanna um skipulag þess sem spruttu upp árið 1941 og síðar verður drepið á. Þegar stríð braust út í september 1939 urðu margir Íslendingar innlyksa í Þýskalandi. Raunveruleiki stríðsins breytti mjög áherslum í starfsemi Félags Íslendinga í Þýskalandi. Fé- lagið glímdi við vandamál eins og sambandsleysi og nær engar samgöngur við Ísland, sem og fréttaskort þaðan. Fréttaskortinn var reynt að leysa með sendingu fréttabréfa, sem Helgi P. Briem, sendifulltrúi Íslands í Lissabon, setti saman. Einnig var staðið fyrir kveðjusending- um til Íslands í þýska ríkisútvarpinu þar sem þeir sem vildu lásu orðsendingar til vina og ætt- ingja. Matarskortur og hungur var annað að- kallandi vandamál sem félagið þurfti að takast á við. Reynt var að fá matarpakka senda frá Dan- mörku en þeir Íslendingar sem voru við vinnu í Þýskalandi og áttu enga ættingja í Danmörku gátu ekki fengið slíka pakka senda. Félagið reyndi þó öll stríðsárin að útvega þessar matarsendingar en allt kom fyrir ekki. Hins vegar tókst að fá sent íslenskt skyr sem framleitt var í Danmörku til íslenskra fjöl- skyldna í Þýskalandi, en þegar það kom á áfangastað var það oftast skemmt og í litlu magni svo það var lítil búbót. Lítið minnst á loftárásir Athygli vekur hve lítið félagsmenn tala um loftárásir í bréfum sínum. Það er helst í kring- um þær allra stærstu sem minnst er á þær af einhverri alvöru. Það sýnir kannski hvernig vist í kjöllurum og loftvarnarbirgjum var orðin dag- legt brauð. Björn Kristjánsson talar fyrst um loftárás í bréfi til Árna Siemsen í lok maí 1940. Hjónin Hermína Kristjánsson og Björn Kristjánsson stórkaupmaður á gönguför. Enn eru sagnfræðingar að draga fram áður óþekktar heimildir um merkilega kafla í sögu þjóðarinnar. Einn þeirra, Hlynur Ómar Björns- son, rakst á gamlan og ryk- fallinn bókaskap í húsi afa síns. Í honum voru skjöl um félag Íslendinga í Þýskalandi á stríðsárunum og nokkur gulnuð sendibréf. Morgunblaðið/Kristinn Hlynur Ómar Björnsson við húsið þar sem hann fann gömlu skjölin. Skrá yfir félaga í Íslendingafélaginu í Þýskalandi. Íbúar í Hamborg í rústunum eftir sprengjuárásir ban rigna yfir hana svo kviknuðu miklir eldar. Björn Krist 8 B SUNNUDAGUR 24. ÁGÚST 2003 MORGUNBLAÐIÐ Hann á afmæ BRÉFIÐ, sem fyrst um þar sem þakkað er fyr bréfritara, 20. apríl 193 enginn annar en Adolf að á fimmtugsafmæli maður félagsins, honu inga í Þýskalandi. Hinn 15. maí barst f undirskrift „Foringjans fyrir hlýjar afmælisósk hvort prentuð eða stim

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.