Morgunblaðið - 24.08.2003, Blaðsíða 14

Morgunblaðið - 24.08.2003, Blaðsíða 14
Meindýraeyðir, geturðu eytt fyrir mig geitungabúi? Alveg sjálfsagt, komdu bara með það.  Á Íslandi er hesturinn stundum kallaður þarfasti þjónninn af því að áður en bíllinn og vélknúnar vinnu- vélar komu til sögunnar var hann bæði ómissandi í ferðalögum og við alls kon- ar vinnu. Það eru næstum sex þúsund ár síðan menn fóru að temja hesta og nota þá til flutninga og ferðalaga. Víða í heiminum eru hestar ennþá not- aðir til að draga vagna og bera þungar byrðar auk þess sem þeir eru notaðir bæði í hernaði og íþróttum. Eins og þið vitið eru hest- ar bæði sterkir og fljótir í förum en vissuð þið að þeir eru líka taldir í hópi greindustu dýra? Þarfasti þjónninn  Andrea Thoroddsen er níu ára. Hún var á reiðnámskeiði í fyrrasumar en segir að þetta sé fyrsta reiðnámskeiðið sem hún fari á nú í sumar. Hvernig gengur? Það gengur bara vel. Það er alltaf mjög gaman en samt skemmtilegast þegar við förum í reiðtúra.  Alexander Þorgilsson er átta ára, að verða níu. Hann er á sínu fyrsta reiðnámskeiði og segir að það gangi bara vel þótt hann hafi ekkert verið nálægt hestum áður Hvað heitir hesturinn? Í dag er ég á hesti sem heitir Stóri-Skjóttur en í gær var ég á hesti sem heitir Fjöður. Hvað er skemmtilegast? Að vera á hestbaki og láta hestinn labba.  Ellý Tómasdóttir er fjórtán ára og vinnur í reið- skóla. Ellý segir starfið felast í því að hjálpa börn- unum og kenna þeim að umgangast hesta. Hún fer líka stundum í reiðtúra með þeim sem eru lengra komnir en vinnur ekki við að fóðra eða hirða hest- ana þar sem það er að mestu gert með vélum. Hvað hefurðu unnið lengi í reiðskólanum? Frá því sumarið eftir sjötta bekk. Á sumrin vinn ég í reiðskólanum alla virka daga en á veturna hjálpa ég stundum til á reiðnámskeiðum eftir skóla. Er þetta skemmtilegt starf? Já, það er mjög skemmtilegt og gott að fá að vera úti í vinnunni. Gott að vera úti Fjör á reiðnámskeiði Eitthvað er hann Skjóni nú ógreinilegur og litlaus á þessari mynd. Kannski getið þið hresst hann við með því að teikna eftir númerunum og lita hann síðan í fallegum litum. Teiknið og litið listavel Það eru tveir til fjórir hlutir eins á þessari mynd. Það er samt bara einn hlutur sem er á þremur stöðum á myndinni. Getið þið fundið hann? Ta ln aþ ra ut Hér er hugmynd að leik sem þið getið farið í á tjaldstæðinu eða bara hvar sem er því það eina sem þið þurf- ið eru tvö plastglös og lítil plastkúla. Festið glösin saman með límbandi þannig að botnarnir snúi sam- an og notið þau síðan til að kasta kúlunni upp í loft. Reynið síðan að grípa kúluna með glösunum. Til þess að gera leikinn erfiðari getið þið reynt að snúa glösunum við á meðan kúl- an er í loftinu. Kúlukast Sjáið blómin vaxa 1. Setjið mold í glært glas eða gegnsæja krukku. 2. Gróðursetjið fræ í jaðrinum á moldinni þann- ig að þau sjáist í gegnum ílátið. Vökvið. 3. Límið blað utan um ílátið og látið það standa fyrstu vikuna til að verja fræin fyrir ljósinu. 4. Fjarlægið pappírinn eftir fyrstu vikuna og fylgist með rótunum vaxa ofan í moldinni á sama tíma og þið fylgist með plöntunni vaxa upp úr henni. Í sumar hafa alls konar skemmtileg námskeið verið í boði fyrir krakka og því hefur örugglega verið erfitt fyrir suma að velja á milli þeirra. Flestir krakkar vita þó senni- lega svona nokkurn veginn hvað vekur áhuga þeirra og því hafa vonandi flestir getað valið nám- skeið við sitt hæfi. Það hafa greinilega margir krakkar áhuga á hestamennsku því það hefur verið mjög mikil aðsókn á reiðnámskeið í sumar. Í reiðskólanum Faxabóli í Víðidal eru haldin reiðnámskeið fyrir sex til þrettán ára krakka. Á sumrin eru þau hálfan daginn og standa í tíu daga í einu en á veturna er hægt að velja um að vera tvisvar í viku í sex vikur eða einu sinni í viku í tólf vikur. Námskeiðunum er ekki skipt niður í byrjenda- eða framhalds- námskeið heldur er hverjum hóp skipt niður eftir því hvað krakkarnir eru vanir hestum. Mikilvægt að öllum líði vel Hóparnir eru síðan settir í verkefni eftir því hvað hentar hverjum og einum þannig að all- ir fái kennslu við sitt hæfi. Þóra Þrastardóttir, ein af eig- endum reiðskólans, segir að það fari eftir veðri og vindum hvort krakkarnir séu úti eða inni á námskeiðunum. Úti fari þau mikið í jafnvægis- og stjórnun- aræfingar sem þjálfi þau í að sitja örugg á baki og stjórna hestinum en inni læri þau ým- islegt um hestana. „Við förum yfir það hvernig hesturinn upp- lifir umhverfi sitt og krakkana og hvernig við þurfum að haga okkur til að honum líði sem best með okkur,“ segir hún. „Það er mikilvægt að læra að umgangast hestinn þannig að honum líði vel. Það skiptir nefnilega ekki bara máli að krökkunum líði vel í návist hestsins heldur líka að hestunum líði vel í návist þeirra.“ Læra að bjarga sér sjálf Til að krökkunum líði vel eru þau látin byrja á því að fara á hestbak á lítilli girðingu sem heitir gerði. Gerðið er síðan smástækkað eftir því sem krakkarnir ná meiri tökum á hestinum og þegar þau eru eru orðin örugg inni í stærsta gerð- inu fá þau að fara út úr því. Krakkar læra líka að með- höndla reiðtygi og að leggja þau á hestana þannig að þau verði sjálfstæð í því sem þau eru að gera og þurfi ekki alltaf að vera að biðja um hjálp. En hvað þarf maður að gera til að vera góður hestamaður? Þóra segir að maður þurfi fyrst og fremst að hafa áhuga á hestunum og góða einbeitingu. „Krakkar eru yfirleitt mjög fljótir að ná góðu jafnvægi á hestbaki,“ segir hún. „Svo segj- um við alltaf við þau að þau verði að tala við hestinn í gegn- um taumana. Ef þau tala ekki skýrt þá þýðir ekkert að ergja sig yfir því að hann skilji þau ekki heldur verða þau bara að æfa sig meira þannig að þau geti sent honum skýrari skila- boð.“ Þóra segir að margir krakkar hafi áhuga á að halda áfram í hestamennsku eftir að hafa komið á reiðnámskeið en að það sé meirháttar fyrirtæki fyrir krakka að vera í hestamennsku upp á eigin spýtur þar sem það sé bæði mikil vinna og mjög dýrt. Hún ráðleggi því krökkum að fara frekar á fleiri námskeið þar sem það kosti minna að fara á námskeið allan veturinn og á eitt til tvö námskeið yfir sum- arið en að leigja hesthús fyrir hest. Hestunum þarf að líða vel Morgunblaðið/Jim Smart

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.