Morgunblaðið - 24.08.2003, Blaðsíða 10

Morgunblaðið - 24.08.2003, Blaðsíða 10
„Ekki annað að gera en að henda sér á magann“ Úr Ævi mín og sagan sem mátti ekki segja eftir Nönnu Rögnvaldsdóttur Þjóðverjar berjast á götum borgarinnar Rostov í Rússlandi, en Björn Sv. Björnsson lýsir veru sinni þar í hlutverki stríðs- fréttaritara í þýska hernum í bréfum, sem hann sendi Birni Kristjánssyni , formanni Íslendingafélagsoins, árið 1942. VIÐ Íslendingar lítum áokkur sem friðsamaþjóð. Íslenskur her erekki til og sjálft tungu-málið er fátækt af orð- um yfir hernaðarleg fyrirbæri. Hetjur Íslendingasagnanna voru vissulega margir vígamenn, en nú- tímamaðurinn ku vera vopnlaus og friðelskandi. Af þessum sökum vekja íslenskir hermenn í erlendum herj- um athygli á heimaslóðum. Þeir eru óvenjulegir, þar af leiðandi forvitni- legir og í sumum tilfellum hálfgert feimnismál, sérstaklega ef þeir voru í þjónustu rangra stríðsaðila. Ferill Björns Sveinssonar Björns- sonar, sonar Sveins Björnssonar, fyrsta forseta íslenska lýðveldisins, hefur vakið umtalsverða athygli, enda er um forvitnilega sögu að ræða. Í bréfum sem Björn skrifaði vini sínum, Birni Kristjánssyni, stór- kaupmanni í Hamborg og forseta Félags Íslendinga í Þýskalandi, frá austurvígstöðvunum, kemur fram afar áhugaverð mynd af þátttöku Björns í hildarleiknum. Þau gefa óvenjulega lifandi og spennandi mynd af þessum kafla í lífi forseta- sonarins. Ungur og metnaðarfullur Þau eru augljóslega skrifuð af ungum og metnaðarfullum manni sem er afar spenntur yfir þátttöku sinni í þessum sögulegu atburðum. Þau eru merk heimild um hlut hans í stríðsátökunum og sem samtíma- heimild er myndin sem þau draga upp hvorki skekkt af gleymsku (óviljandi eða vísvitandi) né undan- færslum. Hinn 1. mars 1942 var Björn Sv. Björnsson staddur í rússnesku smá- þorpi skammt frá víglínunni. Þar heyrði „maður við og við braka í stórskotaliði og vélbyssu-skytterí“ og rússneskar flugvélar voru tíðir gestir. Í bréfi til nafna síns Krist- jánssonar í Hamborg lýsir Björn ferð sinni til Rússlands, en hann kom við í Rúmeníu, þar sem hann varð fyrir „töluverðum vonbrigðum“. „[É]g hafði hugsað mér Búkarest skrautlegri og mikilfenglegri og íbúana á hærra menningarstigi en raun varð á.“ Að koma til Rússlands var hins vegar eins og að koma „í annan heim“. Hann lýsti því sem fyr- ir augu bar í fréttasendingum sínum, sem sendar voru út á stuttbylgju og áttu meðal annars að nást heima á Íslandi. Markmið Björns var meðal annars að flytja Íslendingum fréttir af styrjöldinni frá sjónarhóli Þjóð- verja. Viku síðar, eða hinn 8. mars 1942, var Björn greinilega orðinn leiður á að bíða í rússneska smáþorpinu og tala inn á upptökutæki sín. Hann var orðinn „spenntur að komast fram í varnarvígin“ og vonaðist til „að geta tekið þátt í bardögum þar“. Hann gat ekki fengið útvarpsbíl með sér fram að fremstu víglínunum svo hann varð að láta sér nægja „fyrst um sinn að upplifa hlutina og segja svo frá þeim þegar ég kem tilbaka“. Staða Björns sem fréttaritari gerði hann þó ekki að öllu leyti undanþeg- inn hefðbundnum skyldum her- manna. Í lok eins bréfsins skrifar Björn: „Rétt strax set ég upp stál- hjálm, tek byssu á öxl og held vörð í kvöld og svo aftur í nótt.“ Í lok apríl fékk Björn sendingu frá Birni Kristjánssyni sem innihélt síg- arettur og kökur. „Sígaretturnar komu á þurrum stað“ enda voru nokkrir dagar síðan Björn og félagar hans fengu síðast sígarettur. Fögn- uðurinn var mikill þegar kökurnar bárust; en „slíkt lærir maður fyrst verulega að meta þegar maður er kaknalaus mánuðum saman“. Leið- indi og skortur á lífsgæðum virðist vera það sem helst hefur einkennt þessar fyrstu vikur sem Björn eyddi á austurvígstöðvunum. Þegar hér er komið sögu var Björn þó búinn að fara nokkrar ferð- ir fram í fremstu víglínur „til að safna efni í sendingar“. Einu sinni hafði hann lent í miklum háska og segir frá þeim ævintýrum sínum í bréfi. „Í eitt skipti hafði ég þó ástæðu til að vera montinn. Rússnesk skarp- skytta hafði kosið mig sem mark. Ég hafði verið í varnarvirki finnsks laut- inants og átt samtal við hann um „Stosstrup“ [fremsti broddur árás- ar] sem hann hafði stjórnað. Komp- aní-foringinn hafði ráðlagt mér að fara þangað ekki fyrr en dimmt væri orðið, en ég nennti ekki að bíða og fór úteftir þegar um eftirmiðdaginn. Síðasti kafli leiðarinnar gekk yfir smádal, sem rússarnir sáu vel inn í. Á leiðinni út í virkið skeði ekki neitt, en þegar ég kom tilbaka, þaut skot rétt fram hjá mér – það var ein- kennilegt að heyra það kljúfa loftið rétt hjá. Ég hélt að um einstakt skot væri að ræða og hélt áfram, en und- ireins kom annað skot, líka rétt hjá. Það var ekki annað að gera en að henda sér á magann. Ennþá þaut skot rétt yfir bakinu á mér. Ég pressaði mig bókstaflega niður í jörðina. Fimm til sex skot þutu yfir bak mér og þá varð allt rólegt. Ég lá ca. 2 mínútur þarna, og stökk svo upp og hljóp í skjól bak við eyðilagða (þýzka) brynreið. Verst var að sjá ekki svínið, sem skaut; þær eru vel camoufleradar þessar skarpskyttur. Ég hafði ekki nema skammbyssu með mér (nennti ekki að draga kar- abín með mér) svo að ég hefði lítið getað gert.“ Hér talar ungur ævintýramaður af miklu æðruleysi um lífshættulegt atvik. Hann lýkur frásögninni með því að gera lítið úr þessu atviki, af sönnum harðjaxlasið. „Þetta er nú varla í frásögur færandi, en er mér þó ógleymanlegt vegna þess að það var í fyrsta skipti, sem ég hefi per- sónulega verið heiðraður með skot- um skarpskyttu.“ Hækkaður í tign Leið Björns upp á við í hernum var ör og raunar framar hans björt- ustu vonum. Hann var hækkaður í tign 15. apríl 1942, úr SS-Schütze í SS-Sturmmann. Athyglisvert er að sjá að þegar hann vélritar titilinn á þýsku í bréfum sínum notar hann Björn Sv. Björnsson, sonur fyrsta forseta Íslands, var um hríð stríðsfréttaritari í SS-sveit á austur- vígstöðvunum en í bréfum hans kemur fram að hann bar einnig vopn. Yfirmönnum hans fannst hann standa sig vel. Adolf Hitler flytur áróðursræðu með tilþrifum og látbragði á ótilteknum stað í Þýskalandi. Foringinn er skreyttur hakakrossi og heiðursmerki Járnkrossins. Þýski herinn sækir hægt til austurs eftir rússneskum vegi. Á haustin og vorin breyttust vegirnir oft í djúpa leðju og reyndist erfitt fyrir Þjóðverja að láta vélaherdeildir sækja hratt fram við þær aðstæður. AP Björn Sv. Björnsson. Myndin er úr Sagan sem ekki mátti segja eftir Nönnu Rögnvaldardóttur. Úr Hitler eftir John Toland 10 B SUNNUDAGUR 24. ÁGÚST 2003 MORGUNBLAÐIÐ

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.