Morgunblaðið - 24.08.2003, Blaðsíða 13

Morgunblaðið - 24.08.2003, Blaðsíða 13
MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 24. ÁGÚST 2003 B 13 bíó Tassara notar Skin Like farða; Beige Natural No.4. www.NIVEA.com SK I N L IKE Fyrsti endingargóði farðinn með eiginleikum húðarinnar! Inniheldur líffræðileg efni, lík þeim sem eru á yfirborði húðarinnar, sem bindast óaðfinnanlega við húð þína og gefa henni fullkomnað náttúrulegt yfirbragð. Útkoman: Farði sem þú verður ekki vör við en veitir mjúkt, jafnt og fallegt yfirbragð. FULLKOMINN FARDI Í 12 KLUKKUSTUNDIR. NYTT! SKIN LIKE FARDI P OPPOLI heitir kvikmynda- fyrirtæki Ólafs og auk þess að vinna að Proximitas er það með fjölda annarra verkefna í smíðum, eins og heim- ildarmynd um Bubba Morthens í samvinnu við Ólaf Pál Gunnarsson og Ragnar Santos, sem einnig kemur að Afrika United, heimild- armynd um afrískt knattspyrnulið á Íslandi. Tökum á leiknu bíó- myndinni Stóra planinu eftir sögu Þorvalds Þorsteinssonar, sem Morgunblaðið sagði frá fyrr á árinu, hefur verið frestað til vors. „Ákvörðun um frestun var erfið,“ segir Ólafur. „Ég hef ekki mörg þolinmæðisgen og hlakka alveg svakalega til að takast á við þetta verkefni. En við erum fyrir löngu búin að setja saman sterkan hóp starfsfólks og frábærra leikara sem höfðu skilning og studdu okkur í þessari ákvörðun. Veturinn fer því í að auka einbeitingu og skerpa grunnefnið. Við fengum ekki út- hlutað framleiðslustyrk úr hinni nýju Kvikmyndamiðstöð en sjáum til hvort við fáum þróunarstyrk í september.“ Að forma formleysið Proximitas fór hins vegar í tökur á Indlandi í síðasta mánuði og tök- um á Íslandi lýkur nú í ágúst. Ólaf- ur stefnir að því að myndin verði tilbúin í nóvember, sýnd einu sinni í kvikmyndahúsi í desember og síð- an í sjónvarpi. „Þetta er eina verk- efnið sem ég vinn óstuddur fjár- hagslega, og þess vegna er óhætt að leika sér töluvert. Vandinn við mikið fjármagn er að fólk verður hrætt og hættir til þess að vinna út frá öruggum forsendum; þetta á bæði við um leiknar myndir sem og heimildarmyndir. Þessi tiltekna hugmynd er líka þess eðlis að erfitt reyndist fyrir mig að útskýra hana á blaði og þessvegna var ekki möguleiki að sækja um í sjóði eða eftir öðrum stuðningi. Þegar tökum er lokið núna í ágúst mun ég hins vegar leita eftir eftirvinnslufjár- magni hjá fyrirtækjum og sjóðum.“ Og hugmyndin að Proximitas, hvernig fæddist hún? „Hún kviknaði ekki með hefð- bundnum hætti. Löngunin til að gera svona mynd hefur alltaf verið fyrir hendi og tilfinningin að baki henni er afar stór hluti af mér sem manneskju – tilfinningin fyrir ná- lægðinni í fjarlægðinni, sem ein- kennir daglegt vafstur okkar og hugsanir í einhverjum veruleika sem við teljum okkur lifa í. Mig hefur þannig alltaf langað til að gera heimildarmynd sem ekki byggist á tilteknu, afmörkuðu við- fangsefni heldur fastri tilfinningu sem ég vinn út frá. Hins vegar tók langan tíma að finna hentuga nálg- un til að forma formleysið. Þetta hljómar kannski afar djúpt en er í raun aðeins afsökun til að geta gert það sem mér sýnist á þann hátt sem mér sýnist.“ Eins og svart kaffi Ólafur segir að tökuferlið á Ind- landi hafi gengið mjög vel. „Fólkið er afar alúðlegt og indælt, þótt vissulega leynist misjafn sauður. En ástæðan fyrir því að Indland varð fyrir valinu er nákvæmlega engin. Ég valdi bara eitthvert land sem var nógu langt í burtu frá Fróni. Ég kom mér í samband við indverskt kvikmyndafyrirtæki, sem aðstoðaði mig við tökur, túlkun og annað. Svo fann ég bara á landa- korti eitthvert þorp sem ég vildi mynda í; það gerði hlutina svolítið flókna því um fimmtíu opinber tungumál eru í Indlandi og því var svolítið erfitt að finna góðan túlk. Ég bjó í þessu þorpi, látum liggja milli hluta hvar í Indlandi það var, fór út á daginn, keyrði um, benti á það sem ég vildi skoða og hitti mik- ið af áhugaverðum manneskjum. Ég vann enga for- eða heimildar- vinnu, heldur vann bara út frá til- finningunni. Ég bara fann fólk, þef- aði af því, og hélt áfram að mynda eftir því sem aðstæður buðu upp á og er að gera það sama hérna heima núna. Myndin er ekki gerð til samanburðar á löndunum, þótt það gerist sjálfkrafa að ákveðnu leyti. Manneskjur, óháð landa- fræði, eiga svo margt sameiginlegt, sem eru reyndar engar stórfréttir.“ Hann segir að Proximitas verði óvenjuleg í uppbyggingu. „Það verður enginn þulur. Þetta verður hógvær samsetning andartaka, borin fram eins og svart kaffi. Manneskjan er í forgrunni og er skoðuð með hjálp drauma, vona, minninga og hversdagsleikans þar sem atburðir og umhverfi leika aukahlutverk.“ Svefngenglar í hringekju Áður en tökur hófust velti Ólafur ítarlega fyrir sér að hverju hann hygðist leita hjá fólkinu, hvort heldur væri á Indlandi eða Íslandi. „Hvað er manneskja? Hvernig er- um við uppbyggð? Svarið er sára- einfalt, en samt svo afar flókið. Líf- ið er ein stór þversögn, sem er í sjálfu sér engin þversögn. Ekkert er svart og hvítt; við erum drullu- mallið þarna á milli. Minningar, vonir, ástin, áhyggjur, söknuður, reiði, ófullnægðar langanir … Mér finnst stórmerkilegt hvernig okkur tekst sífellt að gabba sjálf okkur, aftur og aftur. Alltaf verðum við hissa yfir hinu og þessu, þegar í raun og veru þarf ekkert að koma á óvart. Saga okkar er ein hring- ekja; allt sem gerist, gerist aftur og aftur. Það er heimsmeistara- keppni í fótbolta á fjögurra ára fresti, kosningar með sama fyr- irkomulagi, einhver sem hneykslar, fjöldamorðingar, jarðskjálftar, stríð, ástarsambönd, skilnaðir, dauði, sorgir, sigrar, við sofnum í fari, vöknum upp við vondan … Alltaf það sama sem gerist öld eftir öld en ævinlega getum við leikið okkur inn í hlutverkið aftur. Að lokum hætti ég að velta mér upp úr þessum hugrenningum og ákvað bara að skjóta og sjá hvað gerðist. Það sem mér þykir svo merkilegt í þessu ferli er að sjaldan, nær aldr- ei, gefum við okkur tíma til að skoða líf okkar í ljósi þessa raun- veruleika. Við erum sjálfhverfir svefngenglar og leggjum okkur ekki fram í lífinu. Meirihluti okkar gerir það bara ekki, og sjálfur til- heyri ég honum, labbandi á svefn- botninum. Reyndar var ég svo heppinn á einum af þessum göngu- túrum að rekast á myndavélina. Ég get vel skilið að fólk vilji ekki vakna, því ég harðneita því sjálfur. Ég vil bara gera kvikmyndirnar mínar. Hugsanlega vakna ég upp í næsta lífi og verð munkur eða eitt- hvað.“ Proximitas: Unnið út frá tilfinning- unni í tveimur löndum. Nálægðin í fjarlægðinni Ólafur við tökur á Indlandi: Fann bara fólk og þefaði af því… Proximitas, sem er latína og merkir nálægð, er jafnframt nafnið á nýrri heimildar- mynd eftir Ólaf Jóhannesson. Hann er nýkominn frá tökum á Indlandi, er að hefja tökur hérlendis og segir Árna Þórarinssyni að í Proximitas leitist hann við að „finna í fólki það sem gerir okkur mannleg og tengir okkur saman hvar sem við eig- um heima“. Ólafur leggur þó áherslu á að þrátt fyrir þau fögru fyrirheit sé myndin „aðeins hógvær samsetning andartaka“. VESTUR-íslenski kvikmynda- gerðarmaðurinn Guy Maddin hef- ur verið tilnefndur til verðlauna samtaka kanadískra leikstjóra fyrir mynd sína Dracula: Pages From a Virgin’s Diary. Tilnefn- ingin er í flokknum „framúrskar- andi leikstjórnarafrek“ en verð- launaathöfnin fer fram 4. október í Toronto. Dracula-mynd Madd- ins, sem byggð er á samnefndum ballett, hefur þegar hreppt ýmsar viðurkenningar, þ.á m. verðlaun sem besta myndin á alþjóðlegu hrollvekjuhátíðinni í Sitges á Spáni, alþjóðleg Emmy-verðlaun, tvenn kanadísk Gemini-verðlaun og var tilnefnd ein af tíu bestu myndum Kanada árið 2002 á kvik- myndahátíðinni í Toronto. Síðan Maddin gerði Dracula hefur hann gert tvær myndir til viðbótar, Cowards Bend the Knee og The Saddest Music In the World. Dracula Maddins fær innspýtingu

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.