Morgunblaðið - 24.08.2003, Blaðsíða 11

Morgunblaðið - 24.08.2003, Blaðsíða 11
stjóri Danmerkur í rúma viku. Þegar stríðinu lauk var Björn handtekinn og sat í fangelsi í Kaup- mannahöfn í eitt ár samtals. Þann 18.                             &     ! rúnaletur til að tákna SS. Rúnalet- ursstafirnir virðast hafa verið á lyklaborði ritvélar Björns. Hækkun- in tók gildi 20. apríl, sem var afmæl- isdagur Adolfs Hitler, og 1. septem- ber sama ár var hann enn hækkaður í tign og útnefndur SS-Unterschar- führer, eða undirforingi. Daginn eftir stöðuhækkunina skrifaði Björn: „Þetta hefur mikla þýðingu fyrir mig, og ég hefi í mörg ár ekki verið eins ánægður og nú. Ég hefi aðeins verið hermaður í 11 mánuði, og vissi ekki að ég yrði undirforingi svona snemma.“ Hinn 8. maí 1942 hófst sumarsókn Þjóðverja að nýju. Sóknin inn í Kák- asus hlaut dulnefnið „Blár“. Meðal annars átti 17. herinn, ásamt 1. Panz- erhernum að elta Rússa uppi og eyða sveitum þeirra handan við Rostov. Orrustan um Rostov stóð aðeins í þrjá daga. Hún hófst 22. júlí og lauk hinn 24. Björn kom til Rostov með 1. Panzerhernum og segist í ævisögu sinni þar fyrst hafa komist í nánd við raunverulegan bardaga. Hann lýsir því í æviminningum sínum hvernig hann hafi komið, ásamt fótgöngulið- inu, í bílum á eftir skriðdrekasveit- unum. Hann hafi ekki komið nálægt hættunni og hafi þeir fréttaritararnir beðið þar til andstæðingurinn hafi verið yfirbugaður. Hann lýsir því einnig í bréfi til Björns Kristjánssonar að morguninn eftir að hann kom til Rostov hafi hann komist með útvarpstækjabílinn upp á háan árbakka Don-fljótsins og séð orrustuna hinum megin við fljót- ið. Þessar lýsingar virðast renna stoðum undir þær staðhæfingar Björns að hann hafi ekki tekið beinan þátt í orrustum. Hins vegar lýsir hann í þessu sama bréfi, orrustu lík- lega við rússneska þorpið Grigoripol- isskaya, sem fór fram um mánaða- mótin júlí-ágúst: „Ég hefi nú verið með í nokkrum orustum, en sérstaklega er mér minnisstæð orustan í gær. Ég var með fremsta broddi fótgönguliðsins (mótoríserað). Panzerarnir höfðu farið á undan okkur og mark dagsins var að ná ákveðinni borg undan rúss- um. Svínin hleyptu Panzerunum í gegnum án þess að skjóta, en þegar við komum, urðum við heldur óþægi- lega varir við bolsana. Við vorum á leið gegnum stóreflis maís-akur, þegar allt í einu fara að dynja skotin á okkur; við dreifðum okkur eins og elding í allar áttir og það byrjaði or- usta við ósýnilegan mótstöðumann. Mig langaði til að tala inn í útvarps- tækin, en það var ómögulegt þarna á maísakrinum, þar sem allt var á hreyfingu. Ég skal játa það, að það var ekki beint þægileg situation, en það tókst að lokum að „kemba“ ak- urinn (og sólblómaakur sem var þar rétt hjá). Það var ömurleg sjón að sjá Bolsana koma fram á veginn með uppréttar hendurnar og gefast upp. Á meðal þeirra voru tveir kommisar- ar.“ Sömu orrustu lýsir hann í ævi- minningum sínum með eftirfarandi hætti: „Í orrustunni við Grigoripol- isskaya sáum við fréttamennirnir hermenn falla og særast, en þó að- eins úr fjarska. Skriðdrekarnir fóru í fylkingarbrjósti og ruddu leiðina fyr- ir fótgönguliðið, sem kom á eftir. Síð- an kom stórskotaliðið og skaut yfir framvarðasveitirnar á óvinina. Þar á eftir komum við.“ Þótt Björn sé í endurminningum sínum ekki að fullu sannsögull um reynslu sína af bardögum, er þó ljóst af bréfum hans að fyrsta skylda hans var ekki að berjast, heldur að flytja fréttir. Í bréfi til Björns Kristjáns- sonar frá 21. september segir hann til dæmis: „Ég vona að þú hafir líka heyrt sendingar þær, sem ég skapaði í miðjum orustunum. Það var ekki beint hættulaust, því ég talaði þær inn fremst í fylkingu, í miðjum bar- dögum.“ Hann lagði sig í mikla hættu við að ná athyglisverðum upptökum, með annars í miðri árás Kathinsk- aya-sprengjuvarpa eða „Stalínorg- ela“. „Þeir beittu þessu „orgeli“ líka í orustunni, og fyrir mig var það hin mikla „sensatión“, að þ[á] tókst mér að ná „Detonatíónunum“ úr „Stalín- orgelinu“ á magnetofónbandið.“ Myndin sem bréfaskriftir Björns draga upp af reynslu hans „í Austri“ er að mörgu leyti ólík þeim lýsingum sem finna má í ævisögu hans, þó ekki virðist hann hafa verið eiginlegur bardagamaður. Vinnustaður hans var í hringiðu bardaganna þar sem hann lagði sig í mikla hættu við að flytja fréttir af afrekum þýsku her- mannanna í Rússlandi, til þess að bæta baráttuandann á heimavíg- stöðvunum, og koma sjónarmiðum Þjóðverja til skila erlendis, þar á meðal á Íslandi. Sendur í liðsforingjaskóla Waffen-SS Frammistaða Björns fór ekki framhjá yfirmönnum hans enda var hann síðar valinn til að ganga í einn af liðsforingjaskólum Waffen-SS, Júnkaraskólann í Bad Tölz. Eftir út- skrift var hann enn hækkaður í tign og hlaut titilinn SS-Oberschar- führer. Hann starfaði áfram að stríðsfréttaritun, en var þó ekki sendur aftur á vígstöðvarnar. Til loka stríðsins starfaði hann í Dan- mörku við stríðsfréttaritaradeild Waffen-SS í Kaupmannahöfn, Kommando Kopenhagen. Eftir allsherjarverkfall gegn Þjóð- verjum 1943 var danski útvarpsstjór- inn rekinn og var Björn þá útvarps- maí 1946 var hann látinn laus líklega vegna þess að hann var ekki Dani og náðu því dönsku landráðalögin ekki yfir hann. Hann hafði ekki framið neina stríðsglæpi og ekki gerst sekur um landráð. Þvínæst var honum vís- að úr landi og sigldi hann til Svíþjóð- ar, þar sem íslenska sendiráðið tók við honum. Þegar Björn kom heim með Lagarfossi, var honum vel tekið af fjölskyldu sinni, en hann lofaði föð- ur sínum, Sveini Björnssyni forseta, að minnast aldrei á sögu sína í þjón- ustu Þjóðverja og birta heldur ekk- ert um hana í fjölmiðlum. Að auki bað Sveinn íslenska fjölmiðla um að fjalla ekki um mál sonar síns og urðu þeir allir við þeirri beiðni nema Þjóð- viljinn sem birti meðal annars harð- orða grein um Björn úr danska blaðinu Berlingske Tidende og vöktu þau skrif nokkra athygli almennings. Birni og fjölskyldu hans var ekki rótt á Íslandi og fluttust þau búferlum til Argentínu. ’ Við vorum á leið gegnum stóreflis maís-akur, þegar allt í einu fara að dynja skotin á okkur; við dreifðum okkur eins og elding í allar áttir og það byrjaði orusta við ósýni- legan mótstöðumann. ‘ MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 24. ÁGÚST 2003 B 11

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.