Morgunblaðið - 19.09.2003, Side 4
4 | FÓLKIÐ | FÖSTUDAGUR 19|9|2003 MORGUNBLAÐIÐ
É l o d i e B o u c h e z
„Þetta var einstök lífsreynsla. Að dveljast á svona lítilli eyju langt úti í buska. Krafturinn í
náttúrunni var næstum því yfirþyrmandi. Og veðrið var svo áberandi. Alltaf að breytast.
Sól. Rigning. Snjókoma. Hvasst. Stormur. Það var kalt á Íslandi. Blautt.“
Það var í nóvember 2002 sem hin kunna franska leikkona Élodie Bouchez upplifði ís-
lenska veðurfarið á þennan veg þar sem hún var stödd í Vestmannaeyjum við tökur á ís-
lensk-frönsk-belgísku myndinni Stormviðri eftir Sólveigu Anspach sem tekin verður til sýn-
inga í Háskólabíói í dag.
Bouchez er þrítugur hrútur, á soninn Tarrajay með Thomas Bangalter, liðsmanni frönsku
dansiballasveitarinnar Daft Punk, og er með háskólagráðu í leiklist og leikhúsfræðum frá
St. Thomas d’Aquin Lycée-háskólanum í París.
Þrátt fyrir ungan aldur hefur hún leikið í hátt í þrjátíu myndum, er orðin ein allra kunn-
asta og eftisóttasta leikkonan í heimalandi sínu og hefur tvisvar sinnum hlotið frönsku
Sesar-verðlaunin, einu sinni unnið leikaraverðlaun í Cannes og einu sinni hlotið Evrópsku
kvikmyndaverðlaunin. Myndin sem vakti fyrst á henni verulega athygli og færði henni flest
verðlaunin heitir Dagdraumar engla (La Vie rêvée des anges) og er frá árinu 1998.
„Ég er ekki frá því að Íslandsdvölin hafi haft varanleg áhrif á mig sem leikkonu. Öll þessi
orka sem ég fékk frá náttúruöflunum þar. Ég var í leit að ævintýri þegar ég tók að mér hlut-
verkið og upplifði líka ævintýri.“
Eitt af því sem Bouchez er hvað minnisstæðast frá ævintýrinu í Eyjum er hjálpsemi eyj-
arskeggja: „Tökuskilyrði voru ekki góð. Tíminn stuttur, veðrið vont en það gerði okkur lífið
svo miklu auðveldara hversu hjálpsamt fólkið var okkur.“
Hún og Didda, mótleikkona hennar í myndinni, náðu einstaklega vel saman. „Það var
svo auðvelt að vinna með henni, einfaldlega vegna þess að hún var svo góð, vissi ná-
kvæmlega hvað hún var að gera og fara.“
Baltasar Kormákur, mótleikari þeirra í myndinni, segir þær vera eins og ying og yang.
Ólíkar. Algjörar andstæður. En virka svo vel saman.
Og auðvitað kynntist Bouchez íslenskri áfengismenningu: „Íslendingar virðast drekka
mikið og sterkt. En þeir þola líka meira en aðrir.“ |skarpi@mbl.is
Morgunblaðið/Halldór Kolbeins
Æ
VI
NT
ÝR
I Í
E
YJ
UM