Morgunblaðið - 19.09.2003, Síða 6

Morgunblaðið - 19.09.2003, Síða 6
6 | FÓLKIÐ | FÖSTUDAGUR 19|9|2003 MORGUNBLAÐIÐ HVAÐ ÆTLARÐU AÐ GERAUM HELGINA ? LÍNA RÓS HJALTESTED, 6 ÁRA NEMANDI Í HLÍÐASKÓLA „Ætli ég noti helgina ekki til að hvíla mig eftir busaballið í MR og alla þá meðferð sem því fylgir. Væntanlega hitti ég líka vini mína og geri eitthvað skemmtilegt með þeim. Svo er aldrei að vita nema maður læri fyrir skólann.“ ANNA KATRÍN SIGFÚSDÓTTIR, 15 ÁRA NEMANDI Í MR „Laugardagarnir eru nú fastir hjá mér. Þá kemur Guðrún dóttir mín úr Njarðvík og við gerum eitthvað saman. Á sunnudögum hvíli ég mig oft eða prjóna. Stundum fer ég líka eitthvert með einhverju af börnunum á sunnudög- um. Ég á fullt af fólki sem vill vera með mér. Ég þarf því alls ekki að kvarta.“ Morgunblaðið/Þorkell GUÐFINNA HINRIKSDÓTTIR, 83 ÁRA HEIMILISMAÐUR Á GRUND MIND SEX - DEAD PREZ Sjaldan hafa karlrapp- arar talað til kvenna af jafn mikilli skynsemi og fegurð eins og í þessu lagi. Enda varla von á öðru frá martial-arts æfandi bylting- arsinnunum sem snerta hvorki kjöt né áfengi og kenna sig við dauða forseta. „YOU ARE EVERYTHING“ - MARVIN GAYE OG DIANA ROSS Þetta er bara mjög vel heppnuð sálar- tónlist. Sígilt. Stórt lag, þú segir varla stærri hluti en þetta við einhvern ... „Þú ert allt.“ BUSH KILLA - PARIS Sígildur neðanjarðarsmellur sem var upp- runalega saminn um George Bush I en öðl- ast nú nýtt líf með afturgöngu Bush fjöl- skyldunnar, G.W. Bush II. Það er von á nýrri plötu, Sonic Jihad, frá þessum svarta par- dus bandarísks rapps 23. september næst- komandi. Snilldarsingull af þeirri plötu „What would you do?“ er hægt að nálgast á www.guerillafunk.com I SHOT REAGAN - NON PHIXION Þetta lag er nokkurra ára gamalt en ekki að það breyti neinu í þeirra fari, þeir hafa bara ekkert slakað á hörkunni. Snilld- artextar Non Phixion og ekki slakar laga- smíðar brjálæðingsins Necro á þessari smá- skífu komu sveitinni vandlega fyrir á neðanjarðarkortinu. Þessir bandarísku gyð- ingar eru lítið spenntir fyrir hægriöfgum eins og nafn lagsins gefur til kynna. DON DADA (HIPHOP REMIX) - SUPER CAT Þetta lag hef ég spilað stanslaust síðan ég loksins hafði upp á því eftir 10 ára leit. Dancehall-stjarnan Sean Paul nefnir Super Cat sem sinn helsta áhrifavald þótt Super Cat sé reyndar af töluvert öðru sauðahúsi, mun hrárri og róttækari í tónlist og boð- skap. FELINA - HECTOR Y TITO Rómanska Ameríka veit hvað þetta er. Þetta er aðallag nýliðins sumars þar syðra. Raggadon er rappað á spænsku og við hlið- ina á Raggamuffin frá Karíbahafinu getur það virkað hjáróma. Enda ekki flutt af 3 metra háum blökkumönnum frá Kingston. Raggadon er Raggamuffin framkvæmt í stíl Mið-Ameríkumanna. BOSSMAN - BEENIE MAN (ÁSAMT LADY SAW OG SEAN PAUL) Þetta lag er svoleiðis djöfulsins djöfla- snilld. Hérna er um Raggamuffin frá Kar- íbahafinu að ræða. Lagið er af nýjustu plötu Beenie Man, sem inniheldur mjög vel heppnað og tiltölulega fjölbreytt Dancehall. Breska „garage“-teymið So Solid Crew á meira að segja eina lagasmíð hér. PLANET EARTH - SIZZLA Einn allsherjar lofsöngur til hins almátt- uga Haile Selaisse, ljónsins af Júdeu og fánabera Rastafari hér á jörð. Þú þarft alls ekkert að vera skakkur til að ná því að Sizzla er ákaflega framarlega í sínum kreðs- um. HORIZON VERTICAL - AKHENATON Hinir frönskumælandi en n-afríkuættuðu arabar í IAM eru eitt það rosalegasta sem kemur úr hiphoppi seinustu fimmtán ára og afsprengi teymisins eru ekkert síðri. Sóló- plötur Freeman, Shurik’n og núna Akhen- aton ná áður óþekktri dýpt í allri sinni með- ferð á tónlist. SONG FOR ASSATA - COMMON Hljómar í fyrstu eins og enn eitt ást- arlagið fyrir enn eina skinkuna en svo er bara alls ekki. Khujo úr Goodie Mob og Common segja sögu baráttukonunnar Ass- ata Shakur sem varð að flýja pólitískar of- sóknir FBI, pyndingar og pólitískt grundaðan fangelsisdóm sökum baráttu sinnar fyrir réttindum blökkumanna. Þrátt fyrir innihald- ið er þetta mjög sálarfullt stykki fullt vonar og sigurgleði. Morgunblaðið/Ásdís LAGALISTINN ERPUR Hljómsveitin Bob er líklega lítt þekkt meðal þjóðarinnar, en kannski verður breyt- ing þar á innan skamms, þegar platan Bob for Dummies kemur loksins út. Friðrik Helgason, trommuleikari, meiddist á hendi í sumar og því varð hljómsveitin að fresta því að klára plötuna, en stefnt hafði verið að því að hún yrði tilbúin í júlí. Hún ætti þó að koma út fyrir jólin, gangi allt að óskum. Friðrik er elstur, 21 árs, en hin eru á aldrinum 17-20 ára. Matthías Arnalds er gít- arleikari og söngvari, sömuleiðis Finnur Kári Jörgensson. Kolbrún Björt Sigfúsdóttir leikur á bassa. Hljómsveitin hefur starfað í þessari mynd í eitt ár og hefur spilað þar sem mögulegt hefur verið. Friðrik segir að helstu áhrifavaldarnir séu vafalaust Sonic Youth, Velvet Under- ground og Ladytron. „Samt er erfitt að njörva það niður, eins og gengur. Áhrifin koma alls staðar að,“ segir hann. Bob for Dummies er næstum því kláruð og stefnan er sett á að hún komi út fyrir jól. „Við tókum upp það sem komið er í hljóðveri sem heitir Stúdíó Bjórland og eig- um núna í viðræðum við ákveðinn mann um að taka upp restina,“ segir Friðrik. Bob fékk Bjadddna Hell til að gera myndband, en Bjadddni hefur meðal annars gert myndbönd fyrir Botnleðju, Ensíma og Maus. „Við vonumst til að það fái spilun á Popptíví og Skjá einum.“ Morgunblaðið/Jim Smart BOB-LIÐAR ERU STÓRHUGA. BOB FOR DUMMIES ER Á LEIÐINNI, EN HÆGT ER AÐ KYNNAST SVEITINNI Á ROKK.IS OG LISTEN.TO/BOBISNOW. BOB FYRIR TREGGÁFAÐA HLJÓMSVEITIN „Ég ætla að leika mér aðeins.“

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.