Morgunblaðið - 19.09.2003, Side 10
10 | FÓLKIÐ | FÖSTUDAGUR 19|9|2003 MORGUNBLAÐIÐ
Ferill Madonnu hefur verið æði skrautlegur;
hún skiptir reglulega um ímynd til að halda sér
og aðdáendunum við efnið. Fyrir utan David
Bowie hefur fáum í poppheiminum tekist að
endurnýja sig jafn oft og poppdrottningin Ma-
donna. Hvað sem mönnum kann að þykja um
árangurinn þá virðist þessi endurnýjunarstefna
halda frægðarsól hennar hátt á lofti. Það er án
efa popptónlistin sem er hennar sterkasta hlið,
því hún er ekki alveg jafn sterk á leiklistarsvell-
inu. Fyrir tíu árum hneykslaði hún heiminn með
því að gefa út kynlífsmyndabókina Sex þar sem
hún sat fyrir á opinskáum og listrænum mynd-
um. Nú snýr hún við blaðinu og gefur út fimm
barnabækur með hollum boðskap til yngstu
kynslóðarinnar. Sú fyrsta heitir Ensku rósirnar.
BEÐIÐ Í OFVÆNI
Boðað var til blaðamannafundar á Ritz-
hótelinu í miðborg Parísar til kynningar á fyrstu
bókinni. Við innganginn var mikill fjöldi blaða-
manna og aðdáenda. Eftir að hafa barist í gegn-
um þvöguna tókst mér loks að þvæla mér í
sæti í stórum sal sem var sneisafullur af frétta-
mönnum alls staðar að úr heiminum.
Spennan og æsingurinn lá í loftinu, það voru
allir að fara á taugum eftir troðninginn. Ég not-
aði tímann til að skoða bókina og reyna að
hanna séríslenska spurningu til að bauna á
Madonnu ef ég skyldi verða svo heppinn að
komast að. Ég taldi ekki miklar líkur á því. Ég
hef tekið þátt í svona sirkus áður. Þá voru minni
spámenn á boðstólum og vonlaust að komast
að. Sessunautur minn var blaðakona frá hinu
virta blaði Le Monde; hún fnæsti yfir biðinni:
„Við erum búin að sitja hér í klukkutíma. Af
hverju fáum við ekki einhverjar upplýsingar?“
Ég taldi óþarft að heimta einhverjar tilkynningar
og augljóst af hverju við vorum látin bíða; það
er einfaldlega ekki svalt að vera stundvís popp-
stjarna. Skipuleggjendurnir virtust alveg að fara
á taugum. Ég sagði Le Monde-konunni að þeir
væru örugglega ekki vanir að skipuleggja neitt
stærra en upplestur hjá feimnum ljóðskáldum.
Hún skrifaði það samviskulega hjá sér í blokk-
ina og spurði hvort hún mætti vitna í mig.
ENSKU RÓSIRNAR
Ensku rósirnar er fallega skreytt barnabók
sem fjallar um fjórar vinkonur sem skilja þá
fimmtu útundan en góð álfkona kemur þeim í
skilning um að það sé rangt að haga sér þann-
ig. Tónninn í bókinni er kumpánlegur og það er
auðvelt að heyra rödd Madonnu við lesturinn.
Þessi fyrsta bók mun eflaust höfða frekar til
stúlkna en drengja. Myndirnar eru t.d. teikn-
aðar af Jeffrey Fulvimari sem þekktastur er fyrir
að hanna föt og skissa teikningar fyrir tísku-
heiminn. Gagnrýnendur í breskum blöðum hafa
ekki verið yfir sig hrifnir og telja ólíklegt að
þessi bók hefði komið út ef höfundurinn væri
ekki súperstjarna. Í París voru margir hrifnir af
fallegum boðskap bókarinnar og aðgengilegum
Reuters
Ensku rósirnar sprungu út á mánudag þegar fyrsta barnabók Madonnu kom út. Hún var gefin út í hundrað
löndum samtímis og hefur nú þegar verið þýdd á yfir þrjátíu tungumál, þar á meðal íslensku. Í tilefni af út-
gáfunni kallaði Madonna heimspressuna til fundar í París. Óhætt er að segja að sjaldan hafi jafnmikið um-
stang verið í kringum nokkra bók. Dagur Gunnarsson fór til Frakklands til að vera viðstaddur hátíðahöldin.
texta sem ætti að höfða til foreldra sem vilja
koma skilaboðum Madonnu til barna sinna.
DULSPEKI OG BARNABÆKUR
Það ætlaði allt vitlaust að verða þegar Ma-
donna gekk í salinn. Það var alveg óþarft að
kynna þennan barnabókahöfund en franski út-
gáfustjórinn gerði það eigi að síður, trúlegast af
gömlum vana. Hún þakkaði okkur fyrir komuna
og brosti dreymin til okkar. Síðan kom vand-
ræðaleg þögn, lognið á undan storminum, áður
en spurningarnar bárust í hryðjum. Sú fyrsta
kom frá lítilli stúlku sem vildi vita hver væri
munurinn á að semja bók og popplög.
„Það tekur lengri tíma að semja bók og tón-
listin er meira abstrakt, en ég vona að ég gefi
jafnmikið af sjálfri mér við lagagerðina eins og
þegar ég skrifaði þessa bók,“ sagði Madonna.
Hún sagðist jafnframt ekki hafa gert sér neinar
grillur um frekari frægð, frama eða ríkidæmi
þegar hún settist niður til að skrifa fyrstu bók-
ina. „Ég fann mig knúna til að deila þeim lexíum
sem ég hef lært af lífinu með börnunum og það
kom mér á óvart hvað allir voru jákvæðir.“
Madonna hefur stundað dulspeki sem nefn-
ist kabbala, fornan vísdóm og hliðargrein frá
gyðingdómnum sem margar Hollywoodstjörnur
hafa tekið upp í seinni tíð. „Þetta eru ekki trúar-
brögð; ég er ekki gyðingur. Þegar ég var ólétt í
fyrsta sinn var ég móttækileg fyrir góðum boð-
skap, forvitin og leitandi og ég hlustaði á vitra
menn sem fræddu mig um tilganginn með
þessu lífi. Ég kynntist kabbalisma á réttum
tíma. Þetta eru ákaflega vísindaleg fræði sem
hjálpa manni að takast á við lífið,“ sagði Ma-
donna þegar hún var innt eftir útskýringum á
þessu fyrirbæri.
Í ljós kom að það var kabbalakennarinn
hennar sem upphaflega stakk upp á því að hún
skrifaði barnabók þegar hún innti hann eftir því
hvað hún ætti að gera til að leggja sitt af mörk-
um til að gera heiminn betri en hann er. „Í
fyrstu þótti mér ekki mikið til þeirrar hugmyndar
koma en síðan fór ég að skoða bækurnar sem
ég var að lesa fyrir dóttur mína og sá að ég gæti
komið þeirri speki sem kabbala hefur fram að
færa á auðveldan hátt bæði til barna og fullorð-
inna. Ég ákvað strax að láta ágóðann renna til
líknarmála. Þetta var í fyrsta sinn sem ég gerði
ekki eitthvað fyrir sjálfa mig, hvorki til að verða
ríkari, frægari né svalari. Að skrifa þessa bók
hefur gefið mér meira en nokkurt það listskap-
andi starf sem ég hef innt af hendi hingað til.“
AÐDÁANDI BJARKAR
Ég var ekki búinn að koma minni spurningu
að. Ég veifaði í fólkið sem gekk um með hljóð-
nemana og útdeildi þeim af náð og miskunn til
þeirra sem voru líklegir til að koma með gáfu-
legar spurningar. Fyrir Morgunblaðslesendur
stóð ég skjálfandi á fætur, roðnaði og blánaði,
kynnti mig og spurði Madonnu hvort þær Björk
hygðu á frekara samstarf? „Hvað segirðu? Ertu
frá Íslandi?“ Ég játti því eins og feiminn strákur
á leikskóla. „Nei, það eru ekki uppi áætlanir
um samstarf við Björk, en ég er mikill aðdáandi
hennar.“
Blaðakonan frá tískutímaritinu baðst fyr-
irfram afsökunar á sinni spurningu því það var
hennar starf að fá að vita hver hefði hannað
kjólinn sem Madonna var í. Það fór vandlæting-
arkliður um salinn; hér voru mættir jöfrar barna-
og uppeldisbókaheimsins og þeir höfðu ekki
áhuga á svo fáfengilegum hlutum þegar hægt
var að tala um tilgang lífsins og alla þá ást og
umhyggju sem hægt er að koma til leiðar með
góðri barnabók. „Prada,“ var hið stutta og lag-
góða svar sem Elle fékk.
Tvisvar reyndu menn án árangurs að spyrja
Madonnu hvort hún og maðurinn hennar, Guy
Ritchie, væru að reyna að eignast annað barn.
Ein frönsk útvarpskona sagðist vera uppreisn-
armaður eins og Madonna og tjáði henni ást
sína og reyndi að færa henni bol að gjöf og að
launum vildi hún fá koss. Það var erfitt að skilja
hina uppreisnargjörnu konu; þetta þóttu ekki
par fagleg vinnubrögð og því var henni vísað á
dyr.
NÆSTU BÆKUR
Madonna hélt ótrauð áfram og sagði okkur
frá næstu bókum sem eru tilbúnar og vænt-
anlegar á markaðinn með nokkurra mánaða
millibili. Næsta bók kemur út um miðjan nóv-
ember og heitir Eplin hans herra Peabodys. „Sú
bók er alfarið fyrir stráka,“ sagði Madonna,
„ekki skipta yfir á aðra rás.“
Færeyski blaðamaðurinn komst einnig að,
en hann var ekki beint með spurningu, heldur
meira að segja Madonnu að hann kæmi frá
minnsta málsvæðinu sem Ensku rósunum
hennar yrði dreift á. „Við erum bara fimmtíu
þúsund talsins,“ sagði hann. „Þá geturðu selt
fimmtíu þúsund bækur,“ sagði Madonna. Þeg-
ar hún var spurð hvað hún gæti lesið mörg af
þeim þrjátíu tungumálum sem bókin kemur út á
var hún fljót að svara: „Uno.“
Barnabækurnar hennar Madonnu takast á
við hin ýmsu vandamál sem börn geta lent í. Í
hverri bók er fjallað um mismunandi erfiðleika.
Ensku rósirnar fjallaum öfund, sú næsta um
dómhörku í garð annarra, sú þriðja kennir okk-
ur að allt sem fyrir okkur kemur sé blessun
sem við getum lært eitthvað af, sú fjórða hvet-
ur okkur til góðverka og að lokum mun síðasta
bókin fjalla um þá dyggð að deila og gefa með
sér.
Loks spurði einhver af hverju bókin héti
Ensku rósirnar. „Það kom til þegar ég var að
tala við kennara dóttur minnar um námið og
hvernig henni gengi í skólanum. Dóttir mín
gengur í franska skólann í London og kennarinn
sagði að hún héldi sig með ensku rósunum.
Ensku stúlkurnar halda hópinn og kennararnir
kalla þær ensku rósirnar. Dóttir mín hjálpaði
mér mikið við skrifin. Ég prófaði kafla á henni
og ef henni leiddist breytti ég textanum og lét
eitthvað annað gerast.“ Madonna sagðist einn-
ig hafa unnið bókina í nánu samstarfi við teikn-
arann, útgefandann og eiginmanninn, sem las
yfir og gaf góð ráð.
BARNABÓKAHÖFUNDURINN MADONNA:
FÁUM Í POPPHEIMINUM HEFUR TEKIST
AÐ ENDURNÝJA SIG JAFN OFT OG
ÞESSARI POPPDROTTNINGU.
EIN FRÖNSK ÚTVARPSKONA SAGÐIST VERA UPP-
REISNARMAÐUR EINS OG MADONNA OG TJÁÐI HENNI
ÁST SÍNA OG REYNDI AÐ FÆRA HENNI BOL AÐ GJÖF
OG AÐ LAUNUM VILDI HÚN FÁ KOSS.
Rósavöndur
frá Madonnu