Morgunblaðið - 19.09.2003, Qupperneq 14
14 | FÓLKIÐ | FÖSTUDAGUR 19|9|2003 MORGUNBLAÐIÐ
Sigríður Soffía Sandholt lék Línu Lang-
sokk fyrst leikkvenna á Íslandi, þegar
Leikfélag Kópavogs setti verkið upp árið
1961. Sýningarrétturinn var þá í Kópavog-
inum, en leikfélagið hafði verið stofnað
árið 1957.
Sigríður segir að áhuginn hafi verið mik-
ill hjá leikfélaginu og samstarfsfólkið
skemmtilegt. „Þetta er það skemmtileg-
asta sem ég hef gert og hef ég þó gert
margt skemmtilegt um ævina,“ segir hún
hiklaust.
Alvöru api lék apann Níels. Að sjálf-
sögðu hét apinn, þ.e.a.s. leikapinn, Níels
líka. „Samstarfið við hann var alveg frá-
bært, þótt hann hafi átt það til að vera
frekar leiðinlegur. Gæslufólkið þurfti að
setja upp hanska, þegar það tók hann úr
búrinu,“ segir hún, „en hann var alltaf
góður og ljúfur við mig. Hann hafði vit á
því að kúra sig niður þegar við biðum eftir
því að fara á sviðið. Svo gerði hann vissa
hluti þegar ég sagði ákveðnar setningar.
Þetta var skemmtilegur api.“
’61
Sigrún Edda Björnsdóttir lék Línu í Þjóð-
leikhúsinu leikárin 1983–84 og 84–85.
„Þetta var náttúrlega stórkostleg upp-
lifun,“ segir hún. „Lína er eitt af uppá-
haldshlutverkum mínum.“ Uppfærslan í
Þjóðleikhúsinu var sú fyrsta með þeirri
leikgerð sem núna er sett upp í Borg-
arleikhúsinu, en áður hafði Lína verið
meira í ætt við leikrit en söngleik.
„Þetta var stór hópur af leikurum sem
sumir hverjir voru að stíga sín fyrstu
skref. Þarna var til dæmis Örn Árnason og
svo fékk maður að leika með Bessa
Bjarnasyni, Randveri Þorlákssyni og
Sigga Sigurjóns. Þetta var rosalega
skemmtilegur tími,“ segir hún.
Hlutverkið krafðist mikillar orku. „Á
þessum tíma var verið að frumsýna kvik-
myndina Rocky III með Sylvester Stallone
í aðalhlutverki. Ég sá að áður en Rocky fór
í hringinn fékk hann sér orkudrykk sem
samanstóð af einu hráu eggi, einni mat-
skeið af þrúgusykri og grænmetissafa. Ég
semsagt fékk mér þennan drykk áður en
ég fór á svið; skellti þessu í blandarann,“
segir hún og skellihlær.
’83
5LÍNURNú leikur Ilmur Kristjánsdóttir Línu Langsokk eftir Astrid Lindgren í Borgarleikhúsinu. Í tilefni af því tókum við tali fjórar leikkonur , sem allar hafa gegnt þessu hlutverki. |ivarpall@mbl.is
Morgunblaðið/Ásdís
Margrét Vilhjálmsdóttir var Lína í fyrstu
uppfærslunni í Borgarleikhúsinu 1995.
„Þetta var frábær lífsreynsla; eiginlega of
góð til að vera sönn, svo maður noti orða-
tiltækið. Þetta er með skemmtilegri hlut-
verkum sem maður getur tekist á við. Í
Línu er ákveðin orka, sem er gaman að
leika sér með á sviði,“ segir Margrét. „Hún
er persónugervingur frelsisins.“
Spurð um eftirminnilegt atvik segist hún
minnast þess, þegar hún átti að koma fram
sem Lína Langsokkur í Perlunni. „Þetta var
á pitsu- og kókhátíð og ég átti að hitta
ræningjana uppi á sviði. Ég lagði af stað
með gullkistuna inn í Perluna og þar voru
eitthvað um 10.000 krakkar að bíða eftir
Línu. Fyrr en varir er farið að ýta mér að-
eins til og ég farin að finna létt spörk í aft-
urendann. Að lokum varð þetta algjört
kraðak, því Lína er þannig að fólk safnast í
kringum hana og vill snerta hana. Þetta
var frekar óþægileg tilfinning, en ég komst
þó við illan leik upp á svið eftir hálftíma
barning.“
’95
Guðrún Guðlaugsdóttir fór með hlutverk Línu
hjá Leikfélagi Kópavogs árið 1969. Það var
ógurlega gaman og mikið fjör, þótt eitt
skyggði á gleði hennar. „Við fyrstu uppsetn-
ingu á Línu hafði apinn Níels verið keyptur og
sú stóra stund rann upp, að ég var kölluð inn í
eldhús hjá fólkinu sem sá um hann og Níelsi
hleypt upp úr kjallaranum.
Mér brá heldur betur í brún þegar hann birt-
ist. Hann var ófrýnilegur og með skemmdar
tennur, þar sem honum hafði einhvern veginn
tekist að hella sýru framan í sig. Við vorum
skilin ein eftir í eldhúsinu. Hann hoppaði út
um allar trissur, æstist þegar hann skynjaði
hræðslu mína og velti kaffibollanum mínum.
Á æfingum skalf ég og titraði þegar ég var
með hann á öxlinni. Á endanum gerði Níels
sér lítið fyrir og beit mig í höndina. Þá var farið
með mig á slysadeildina og þar fékk ég
stífkrampasprautu. Um kvöldið sagði ég leik-
stjóranum, Brynju Benediktsdóttur, að mér
væri þetta einfaldlega um megn.
Þá var fenginn uppstoppaður api og ég
vandaði mig sérstaklega við sönginn. Brynja
sagði að ég hefði aldrei sungið eins vel með
Níels á öxlinni, þannig að við yrðum að sleppa
honum í uppsetningunni.“
’69