Morgunblaðið - 22.09.2003, Blaðsíða 2

Morgunblaðið - 22.09.2003, Blaðsíða 2
2 C MÁNUDAGUR 22. SEPTEMBER 2003 MORGUNBLAÐIÐFasteignir Efnisyfirlit Ásbyrgi ......................................... 14 Berg .............................................. 50 Bifröst ........................................... 15 Borgir ................................... 28-29 Brynjólfur Jónsson .................. 25 Búmenn .......................................... 9 Eign.is ........................................... 41 Eignaborg ....................................... 7 Eignalistinn ................................ 37 Eignamiðlun ........................ 48-49 Eignaval ............................... 44-45 Fasteign.is ................................ 8-9 Fasteignamarkaðurinn ....... 16-17 Fasteignamiðlunin ..................... 13 Fasteignamiðstöðin .................. 34 Fasteignasala Mosfellsbæjar . 34 Fasteignasala Íslands .............. 46 Fasteignastofan ........................ 53 Fasteignaþing ............................ 43 Fjárfesting .................................. 42 Fold ............................................... 24 Foss ............................................... 22 Garður ........................................... 13 Garðatorg .................................... 56 Gimli ........................................ 12-13 Heimili .......................................... 40 Híbýli .............................................. 11 Hof ................................................... 9 Hóll ............................................. 4-5 Hraunhamar ........................ 38-39 Húsakaup ..................................... 23 Húsavík ........................................... 3 Húsið ............................................. 51 Húsin í bænum ................... 44-45 Höfði ...................................... 32-33 Kjöreign ........................................ 10 Lundur .................................... 18-19 Lyngvík ........................................ 26 Miðborg ...................................... 6-7 Remax ................................. 11 og 35 Skeifan ......................................... 27 Smárinn ........................................ 51 Stakfell ........................................... 9 Tröð ............................................... 36 Valhöll .................................... 20-21 Xhús ............................................. 47 VIÐ Hrafnistu í Hafnarfirði standa þrjár stórar byggingar í náttúrulegu umhverfi, rétt eins og þær hafi risið upp úr hrauninu. Gott rými er um- hverfis byggingarnar og aðkoman greið. Húsin voru hönnuð af teikni- stofu Halldórs Guðmundssonar en lóðin af Pétri Jónssyni landslags- arkitekt. Húsin, skipulag þeirra og lóðin mæta í senn þörfum starfsmanna og heimilisfólks. Pétur Jónsson landslagsarkitekt segir það hafa verið krefjandi en skemmtilegt verk að skipuleggja lóðina enda að mörgu að hyggja þeg- ar verið er að skipuleggja umhverfi fyrir aldraða. Hraunið endurnýtt Pétur segir að ómögulegt hafi ver- ið að líta fram hjá náttúrulegu lands- lagi umhverfis byggingarnar við hönnun lóðarinnar. „Þar á ég sér- staklega við hraunið,“ segir Pétur. „Við lögðum mikla áherslu á að varðveita hraunið eins og kostur er. Við tókum hraunið upp af bygging- arsvæðinu og settum það aftur nið- ur, meðal annars við bílastæði og nú er engu líkara að þau standi í skjóli við náttúrulega hraundranga. Það er síðan von okkar að mosi og annar gróður taki sér bólfestu á þessu hrauni með tímanum, þannig að enginn munur verði á því og öðru hrauni á svæðinu.“ Áhersla var lögð á að verktakinn sem reisti byggingarnar sem hýsa leiguíbúðirnar raskaði umhverfinu sem allra minnst. Þau hús eru um- kringd náttúrulegu hrauni sem er lýst upp á kvöldin og á nóttunni til að auka áhrifamátt þess enn meira. Hraunhellur voru síðan notaðar til hleðslu á veggi lóðarinnar sem af- marka garða og útivistarsvæði. Veggirnir eru í senn afar fallegir, auk þess sem þeir tengja lóðina við náttúrulega hraunið umhverfis byggingarnar. Ekið beint upp að dyrum ,,Aðgengi skiptir verulega miklu máli þegar verið er að skipuleggja umhverfi fyrir aldraða,“ heldur Pét- ur áfram. ,,Það verður til að mynda að vera unnt að aka alveg upp að dyrum, ekki einvörðungu fyrir einkabíla, heldur einnig sjúkrabíla og jafnvel almenningsvagna, eins og raunin er hjá Hrafnistu í Hafnar- firði. Það þarf að hyggja að fleiru en að- gengi bíla, því göngustígar á lóðinni þurfa að taka mið af íbúunum.“ Pét- ur segir að göngustígarnir séu allir upphitaðir til að koma í veg fyrir hálku á veturna, auk þess sem þeir þurfa allir að vera eggsléttir. ,,Göngustígarnir eru allir malbikaðir og þess gætt í hvívetna að hvergi sé hin minnsta misfella sem fólk geti hnotið um eða verið hindrun fyrir hjólastóla eða göngugrindur,“ segir Pétur. Örfáar íbúðir lausar Byggingarnar þrjár eru tengdar saman með göngustígum. Elsta byggingin er sjálft Hrafnistuhúsið en auk þess eru tvö ný hús þar sem eru leiguíbúðir sem njóta þjónustu frá Hrafnistuhúsinu. Við hönnun þeirra var tekið tillit til allra þarfa íbúanna. Alls eru um 470 eldri borgarar sem þiggja þjónustu frá Hrafnistu í Hrafnarfirði. Um er að ræða heim- ilismenn á Hrafnistu, auk íbúa í sjálfseignaríbúðum í Nausta- og Bogahlein og í leiguíbúðum við Hraunvang 1 til 3, auk 40 eldri borg- ara sem sækja dagvistun til Hrafn- istu. Enn eru nokkrar leiguíbúðir lausar til umsóknar. Vel heppnuð lóð Gott rými er umhverfis byggingarnar og lögð er mikil áhersla á að varðveita hraunið eins og kostur er. NÝ fasteignasala, sem ber heitið Byr Fasteignsala, hóf göngu sína fyrir skömmu í Hveragerði. Eigandi er Soffía Theódórsdóttir, löggiltur fast- eignasali, en Byr hefur aðsetur að Breiðumörk 19. Soffía býður kaupendum og selj- endum þá þjónustu að ljúka fast- eignaviðskiptum á einum og sama staðnum og ef þess er óskað fylgir hún áhugasömum kaupendum, þegar eignir eru sýndar. „Viðtökur fólks hafa verið mjög góðar, bæði í Hveragerði og nágrenni og einnig á höfuðborgarsvæðinu,“ segir Soffía. Hún segir, að mikil upp- bygging sé í Hveragerði. Byggð hafa verið einbýlishús, raðhús og parhús. Einnig er verið að byggja mynd- arlega verzlunar- og þjónustumiðstöð úti við þjóðveg og stefnt að því að taka hluta hennar í notkun 17. júní á næsta ári. Allar eignir sem settar eru á skrá hjá fasteignasölunni Byr fara strax inn á fasteignavef Mbl.is og Habil.is, seljendum að kostnaðarlausu. Einnig er hægt að skoða eignaskrá sölunnar á heimasíðunni www.byr.is. „Vegna mikillar eftirspurnar áhugasamra kaupenda vantar allar stærðir og gerðir eigna á skrá,“ sagði Soffía Theódórsdóttir að lokum. Skrifstofan er opin alla virka daga milli kl.10:00 og 16:00. Ný fasteignasala í Hveragerði Soffía Theódórsdóttir, löggiltur fasteignasali. Fasteignasalan Byr hefur aðsetur í Breiðumörk 19 í Hveragerði. Á söluskrá hjá Byr er m.a. glæsileg tveggja hæða íbúð við Fossveg á Selfossi, 135 m² að stærð. Um er að ræða endaíbúð á 4. og 5. hæð og skilast hún fullbúin án gólfefna. Útsýnið frá íbúðinni er mikið, en þar sem um endaíbúð er að ræða er gott útsýni í þrjár áttir. Svalir eru á báðum hliðum. Mikil eftirspurn
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.