Morgunblaðið - 22.09.2003, Blaðsíða 47

Morgunblaðið - 22.09.2003, Blaðsíða 47
MORGUNBLAÐIÐ MÁNUDAGUR 22. SEPTEMBER 2003 C 47Fasteignir Sumarhús Erum með um 20 sumarbú- staðalóðir á mjög fallegum stað nálagt Flúðum. Lóðirnar eru frá 0,7-3,7 hekt. Landið er mjög fallegt og mishæðótt, og sumar lóðirnar eru með miklu útsýni. Bæði heitt og kalt vatn + rafmagn. Stutt er á Flúðir í verslun - golfvöll - sund o.fl. Frekari upplýsingar á skrifstofu. Kiðárbotnar í Húsafelli Lítill 44 fm sumarbústaður í Húsafelli sem stendur innst í botnlanga. Tvö herbergi annað með fjórum kojum og hitt með stóru rúmi, bað, eldhús og stofa. Hitatúpa er í bústaðum og rafmagn, hægt að fá inn heit vatn. GOTT VERÐ. Einbýli Byggðarendi Einbýli Vorum að fá mjög fallegt einbýli á fráb. stað innst í botn- langa. 2 útgangar út í góðan garð í rækt. Búið er að endurnýja mikið í húsinu. Góðar stofur - arinn o.fl. Eignin getur verið laus strax. Verð 37,8 millj. eða tilboð. Rað- og parhús Torfufell - Raðhús Erum með til sölu rúmgott raðhús með 6 svefnherbergj- um. Húsið er á 2 hæðum og er sérinngang- ur á hvora hæð. Stórt og rúmgott eldhús. Úr stofu og hjónaherbergi er útgangur út í skjólgóðan suðurgarð. Verð. 19.5 millj. 4ra herbergja Seljabraut Mjög góð 4ra herbergja íbúð ásamt stæði í bílskýli. Þrjú svefnher- bergi og rúmgóð stofa. Flísar og parket á gólfum. Gott útsýni úr íbúðinni. Áhv. 6,7 millj húsbr. Verð. 13,2 millj. Óskalisti ERT ÞÚ MEÐ RÉTTU EIGN- INA ? Við höfum verið beðnir um að leita að allt að 20-30 íbúðum fyrir trausta aðila. Hverfin sem um ræðir eru Hraunbær - Grafarvogur - Breiðholt: Bakkarnir - Hóla- og Seljahverfi. Leitað er eftir 3-4ra herbergja íbúðum. Frekari upplýsingar er hjá sölufulltrúum XHÚS. Er að leita að góðu rað-/par- húsi í Grafarvogi upp að 23 millj. Frekari uppl. gefur Valdimar gsm: 897-9929. valdi@xhus.is Við seljum eignina þína og sjáum um þrif fyrir afhendingu Xhús býður viðskiptalegt öryggi, persónulega þjónustu og mikla eftirfylgni við viðskiptavini Xhús er fasteignasala með hátt þjónustustig Jörð nærri Flúðum Vantar jörð með um 45 ha landi og góðu húsi. Mjög góðar greiðslur fyrir réttu eignina. Verð allt að 23 millj. Uppl. gefur Valdimar gsm: 897-9929. valdi@xhus.is Traustir verktakar vantar lóðir fyrir fjölbýlishús eða par/raðhús. Uppl. gefur Valdimar gsm: 897-9929. valdi@xhus.is Er að leita að 2-3ja herbergja íbúð í vestur-, austur- eða Hraunbæ fyrir aðila sem búinn er að fara í greiðslumat, á verð- bilinu 7-10 millj. Uppl. gefur Bergur gsm 860 9906 bergur@xhus.is Vantar góða 2ja herbergja íbúð á svæði 104-105 eða 108 má kosta allt upp í 11 millj. Upplýsingar gefur Valdimar í gsm 897 9929 eða valdi@xhus.is Raðhús eða lítið sérbýli Garða- bæ eða Hafnafirði fyrir allt að 20 millj. Uppl. gefur Bergur 860-9906 bergur@xhus.is OPNUNARTILBOÐ ÁLAKVÍSL - RAÐHÚS Vorum að fá mjög vel skipulagt og fallegt raðhús á tveim hæðum, með bílskýli. Glæsilegt nýlegt mahóní-eldhús, stálháfur og ofn, keramikhelluborð. Útgangur úr stofu út á góða timburverönd með skjólgirðingum. Gott verð 16,5 millj. FJÖLEIGNARHÚS skiptast lögum samkvæmt í séreignir, sameign og sameign sumra. Hverri séreign fylgir ávallt hlutdeild í sameign við- komandi húss sem verður ekki frá henni skilin. Í lögum um fjöleignarhús eru ákvæði um rétt til hagnýtingar sam- eignar og helstu réttindi og skyldur eigenda því tengt. Eigandi séreignar í fjöleignarhúsi hefur ásamt og í félagi við aðra eig- endur rétt til hagnýtingar þess hluta hússins sem er sameiginlegur. Þetta tekur einnig til sameiginlegrar lóðar og sameiginlegs búnaðar. Rétturinn nær til sameignarinnar í heild og takmarkast eingöngu af hagsmunum og jafn ríkum rétti ann- arra eigenda. Lögin fjalla annars sérstaklega um þær takmarkanir og gert er ráð fyrir að slíkar takmark- anir sé hugsanlega einnig að finna í samþykktum og reglum húsfélaga. Sú mikilvæga regla kemur fram í lögunum að allir hafa jafnríkan hag- nýtingarrétt þótt hlutfallstölur séu misháar en sá misskilningur er út- breiddur að sá sem eigi stærri eign- arhlut í húsi eigi ríkari og meiri rétt til hagnýtingar. Takmarkanir á hagnýtingarrétti Eins og áður segir mæla lögin sér- staklega fyrir um þær takmarkanir sem gera verður á hagnýtingarrétti einstakra eigenda. Sérhverjum eig- anda og afnotahafa ber skylda til að taka sanngjarnt og eðlilegt tillit til annarra eigenda og afnotahafa við hagnýtinguna og fara í hvívetna eftir reglum og ákvörðunum húsfélags við afnot hennar. Óheimilt er að nýta sameiginlegt húsrými eða lóð til annars en það er ætlað, t.d. er óheimilt að nota hluta lóðar sem bílastæði nema sá lóð- arhluti sé sérstaklega ætlaður til slíks. Eigendum og afnotahöfum er skylt að ganga vel og þrifalega um sameiginlegt húsrými og lóð en þetta á einnig við um sameiginlegan búnað hússins. Þær skyldur eru lagðar á eigendur að gæta þess sér- staklega í umgengni sinni að valda ekki öðrum í húsinu ónæði eða óþægindum. Aukinn eða sérstakur réttur til hagnýtingar sameignar verður ekki veittur einstökum eigendum eða af- notahöfum nema allir eigendur hússins veiti samþykki sitt fyrir því. Húsreglur Í fjöleignarhúsalögunum er mælt fyrir um setningu sérstakra hús- reglna og er tilgangur þeirra fyrst og fremst sá að festa í sessi reglur um umgengni, afnot og hagnýtingu sameignar. Húsreglur eiga þannig að vera nánari útfærsla á þeim reglum laganna sem mælt er fyrir um hér að ofan og mega þær því ekki fara í bága við ákvæði laganna. Fjöleignarhúsalögin gera ráð fyr- ir að í húsreglum komi tiltekin atriði fram sem nánar er mælt fyrir um í lögunum. Til dæmis er gert ráð fyrir að þær innihaldi bann við röskun á svefnfriði a.m.k. frá miðnætti til kl. 7:00 á morgnana og undanþágur frá slíku banni. Ekki er þó gert ráð fyrir að heim- ilt sé að láta öllum illum látum á öðr- um tímum sólarhringsins heldur verða menn þvert á móti að sína eðli- lega tillitssemi á öllum tímum. Í hús- reglum er einnig gert ráð fyrir reglum um hvernig þrifum skuli háttað og hverjar skyldur eigenda séu í því efni svo að eitthvað sé nefnt. Hagnýting sameiginlegra bílastæða Bílastæði á lóðum fjöleignarhúsa eru sameiginleg og óskipt nema ákveðið sé í þinglýstum heimildum að ákveðin bílastæði fylgi ákveðnum séreignarhlutum. Framanritaðar reglur um hagnýtingu sameignar gilda jafnt um bílastæði sem aðra sameign og geta eigendur ekki til- einkað sér sérstakan eða aukinn rétt til hagnýtingar umfram aðra eig- endur. Þá verður bílastæðum ekki skipt nema allir eigendur samþykki og skulu þá gerðar nauðsynlegar breytingar á eignaskiptayfirlýsingu. Í reglum fjöleignarhúsalaganna um húsreglur er gert ráð fyrir að húsfélög setji sér ákvæði um afnot sameiginlegra bílastæða. Við setn- ingu slíkra reglna verður því fyrst og fremst að útfæra nánari hagnýt- ingu út frá meginreglum laganna. Með ákvæðum laganna, um að bílastæðum verði ekki skipt nema með samþykki allra eigenda, er fyrst og fremst horft til formlegra eigna- skipta með tilheyrandi breytingum á þinglýstum heimildum. Greinin úti- lokar ekki að í vissum tilvikum geti húsfélög með samþykki einfalds eða aukins meirihluta, tekið bindandi ákvörðun um einhvers konar óform- legri og ekki varanlegri afnotaskipt- ingu. Hugsanlega mætti gera þetta í húsreglum en hér er þó komið á grátt svæði og þarf lítið til að slík ákvörðun eða ráðstöfun útheimti samþykki allra. Ráðstöfunarréttur Að lokum skal á það bent að eig- anda er á eigin spýtur óheimilt að framkvæma nokkrar breytingar á sameign eða helga sér til einkanota tiltekna hluta hennar. Til dæmis er óheimilt að nýta sameiginlegt hús- rými til geymslu persónulegra muna nema allir eigendur samþykki. Þá geta eigendur ekki öðlast sér- stakan rétt til sameignar á grund- velli hefðar, hvorki eignarrétt né aukinn afnotarétt. Hagnýting sameignar í fjöleignarhúsum Hús og lög eftir Hrund Kristinsdóttur, lögfræðing hjá Húseigenda- félaginu/huso2@islandia.is Morgunblaðið/Arnaldur ingar. Ef kaupsamningi er þinglýst, þarf ekki að greiða stimpilgjald af af- salinu. Stimpilgjald kaupsamnings eða afsals er 0,4% af fasteignamati húss og lóðar, þ. e. 4.000 kr. af hverri milljón.  Skuldabréf – Stimpilgjald skulda- bréfa er 1,5% af höfuðstóli (heildar- upphæð) bréfanna eða 1.500 kr. af hverjum 100.000 kr. Kaupandi greiðir þinglýsingar- og stimpilgjald útgef- inna skuldabréfa vegna kaupanna, en seljandi lætur þinglýsa bréfunum.  Stimpilsektir– Stimpilskyld skjöl, sem ekki eru stimpluð innan 2ja mán- aða frá útgáfudegi, fá á sig stimp- ilsekt. Hún er 10% af stimpilgjaldi fyr- ir hverja byrjaða viku. Sektin fer þó aldrei yfir 50%.  Skipulagsgjald – Skipulagsgjald er greitt af nýreistum húsum. Af hverri byggingu, sem reist er, skal greiða 3‰ (þrjú pro mille) í eitt sinn af brunabótavirðingu hverrar húseignar. Nýbygging telst hvert nýreist hús, sem virt er til brunabóta svo og við- byggingar við eldri hús, ef virðing- arverð hinnar nýju viðbyggingar nem- ur 1/5 af verði eldra hússins. Þetta á einnig við um endurbætur, sem hækka brunabótavirðingu um 1/5. Húsbyggjendur  Lóðaumsókn – Eftir birtingu aug- lýsingar um ný byggingarsvæði geta væntanlegir umsækjendur kynnt sér þau hverfi og lóðir sem til úthlutunar eru á hverjum tíma hjá byggingaryf- irvöldum í viðkomandi bæjar- eða sveitarfélögum – í Reykjavík á skrif- stofu borgarverkfræðings, Skúlatúni 2. Skilmálar eru þar afhentir gegn gjaldi, ef tilbúnir eru. Umsækjendur skulu fylla út nákvæmlega þar til gert eyðublað og senda aftur til viðkom- andi skrifstofu. Í stöku tilfelli þarf í umsókn að gera tillögu að húshönn- uði en slíkra sérupplýsinga er þá get- ið í skipulagsskilmálum og á umsókn- areyðublöðum.  Lóðaúthlutun – Þeim sem út- hlutað er lóð, fá um það skriflega til- kynningu, úthlutunarbréf og þar er þeim gefinn kostur á að staðfesta út- hlutunina innan tilskilins tíma, sem venjulega er um 1 mánuður. Þar koma einnig fram upplýsingar um upphæðir gjalda o.fl. Skilyrði þess að lóðaút- hlutun taki gildi eru að áætluð gatna- gerðargjöld o.fl. séu greidd á réttum tíma. Við staðfestingu lóðaúthlutunar fá lóðarhafar afhent nauðsynleg gögn, svo sem mæliblað í tvíriti, svo og hæðarblað í tvíriti og skal annað þeirra fylgja leyfisumsókn til bygg- ingarnefndar, auk frekari gagna ef því er að skipta.  Gjöld – Gatnagerðargjöld eru mis- munandi eftir bæjar- og sveit- arfélögum. Upplýsingar um gatna- gerðargjöld í Reykjavík má fá hjá borgarverkfræðingi en annars staðar hjá byggingarfulltrúa. Að auki koma til heimæðargjöld. Þessi gjöld ber að greiða þannig: 1/10 innan mánaðar frá úthlutun, síðan 30% sex mánuðum eftir úthlutun, 30% tólf mánuðum eftir úthlutun og loks 30% átján mánuðum eftir úthlutun.  Framkvæmdir – Áður en unnt er að hefjast handa um framkvæmdir þarf framkvæmdaleyfi. Í því felst byggingaleyfi og til að fá það þurfa bygginganefndarteikningar að vera samþykktar og stimplaðar og eft- irstöðvar gatnagerðargjalds og önnur gjöld að vera greidd. Einnig þarf að liggja fyrir bréf um lóð- arafhendingu, sem kemur þegar byggingarleyfi er fengið og nauðsyn- legum framkvæmdum sveitarfélags er lokið, svo sem gatna- og holræsa- framkvæmdum. Í þriðja lagi þarf að liggja fyrir stað- setningarmæling bygginga á lóð en þá þarf einnig byggingarleyfi að liggja fyrir, lóðarafhending að hafa farið fram og meistarar að hafa skrifað upp á teikningar hjá byggingarfull- trúa. Fylla þarf út umsókn um vinnu- heimtaugarleyfi til rafmagnsveitu og með þeirri umsókn þarf að fylgja byggingarleyfi, afstöðumynd sem fylgir byggingarnefndarteikningu og umsókn um raforku með undirskrift rafverktaka og húsbyggjanda.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.