Morgunblaðið - 17.10.2003, Blaðsíða 10

Morgunblaðið - 17.10.2003, Blaðsíða 10
10 | FÓLKIÐ | FÖSTUDAGUR 17|10|2003 MORGUNBLAÐIÐ – Halló! Halló! Pétur! Blaðamaður var búinn að gefast upp á að bíða, en snýr við og gengur aftur að kjallaraíbúðinni við Hringbraut. Ragnar Kjart- ansson stendur glaðbeittur í dyrunum. Hann heilsar blaðamanni og er blautur á höndunum. – Ég var á klósettinu, segir hann og hlær. En ég náði að þvo mér, bætir hann við uppörvandi. Yellow Submarine Bítlanna ómar um litlu íbúðina, þar sem Ragnar býr með kærustunni, Dóru Jóhannsdóttur leiklist- arnema. – Þú heldur ekki stór matarboð í þessari íbúð. – Ekki svo stór, en við höldum stór partý, svarar Ragnar. Við höfum komið 60 manns inn í íbúðina, en þá standa allir. Sem er gott, því þá verða þeir að dansa. Ragnar fer fram í eldhús og byrj- ar að laga kaffi, en blaðamaður biður hann bara um vatn. Eftir nokkra leit að glasi réttir Ragnar honum vatn í kokkteilglasi frá 1920. – Hvar fékkstu það? spyr blaða- maður hissa. – Fyrrverandi gaf mér það, svarar hann og skellihlær. – Já, lífið, segir blaðamaður heimspekilega. – Livet, segir Ragnar heimsborgaralega. Í stofunni er gítar á sófanum og bækur af öllu sauðahúsi í hill- unum. Ragnar sest ekki niður fyrr en langt er liðið á samtalið. Hann labbar um með pípuna í munninum og er að leita að kveikj- ara. Þar til hann gefst loksins upp og hlammar sér á stólinn. – Þetta er búið að vera óttalegt glamsumar. Við Trabantmenn erum búnir að vera á rokkferðalagi um allar trissur. Hápunkt- urinn var samt tónleikaferð um Evrópu þar sem við hituðum upp fyrir Gus Gus. Það var tóm hamingja, því við fengum að vera hljómsveit og aka á milli staða í rokkrútu með suddalega skemmtilegum hópi. Við verðum líka að hita upp fyrir þá á Airwaves á laug- ardagskvöld. – En þú ert myndlistarmaður. – Já, ég er bæði í myndlist og tónlist. Þetta er af sama meiði, – kemur hvort tveggja héðan, segir hann og strýkur magann á sér. – Ég hélt alltaf að þú færir út í leiklist. – Nei, það stendur ekki til. En ég nota leikinn í myndlistinni, mest í gjörningum. Það er orðið svo al- gengt að hræra saman listgreinum að það er hætt að heyra til tíðinda; þetta er bú- ið að vera svona síðan á sjö- unda áratugnum. – Er plata í bígerð? – Já, Trabant er að vinna að plötu, en það á eftir að taka tíma. Hinsvegar eru Funerals að gefa út plötu fyrir jólin. Það verður sami bömmerinn og áður. Eins og Toggi segir: Rokk og ról er eftirvæntingin fyrir kvöldið, en kántrý eft- irsjáin. – Er þér alvara? – Já, mjög mikil... í alvöru talað, segir hann þegar hann sér svipinn á blaðamanni. En ég spila oft á kómíkina; það gerist óvart. Það er bara í eðli mínu og maður á aldrei að hindra eðli sitt. – Í hverju liggur alvaran? – Ég nefni sem dæmi verkið sem ég sýndi í Nýlistasafninu, Dauðinn og börnin. Það er í grunninn af grafalvarlegum meiði. Í myndlist vinnur maður sig úr tilfinningum sem eru óskemmtilegar, eins og dauð- anum. Það er leið til að deyfa sársaukann. – En kómíkin er ekki langt und- an. – Best er að vita ekki hvort þú hefur. Eins og amma segir, mér leiðist ekkert meira en fyndni. Stundum gerist það að verk verð- ur bara fyndið og þá er það öm- urlegt. – Ertu ekkert að vinna á striga? – Mig langar alltaf til að mála, en svo þegar ég byrja langar mig til að gera eitthvað annað. Þetta er vítahringur sem ég er fastur í. – Eru sýningar framundan? – Ég verð á sýningu í Ósló í nóvember sem Gjörningaklúbb- urinn er að skipuleggja. Svo verðum við Magnús Sigurðsson með sýningu á listahátíð, sem við vinnum út frá trúnaðinum á milli okkar sem vina og listamanna. Þetta er svolítið væmið, – en samt flott, flýtir hann sér að segja. Kokkteilglasið er tómt og kafbátatónar Bítlanna fylgja blaða- manni úr kjallaraíbúðinni og upp á yfirborðið. „And our friends are all aboard/Many more of them live next door/And the band begins to play“. |pebl@mbl.is Morgunblaðið/Ásdís LEIÐIST FYNDNI STUNDUM GERIST ÞAÐ AÐ VERK VERÐUR BARA FYNDIÐ OG ÞÁ ER ÞAÐ ÖMURLEGT. TEIKNINGIN ROKK OG RÓL ER Í ANDA AIRWAVES. Tókýó, borgin mín, er borg hljóðanna. Á hverj- um degi aka syngjandi fisk- og grænmetissal- ar um Takanawa, hverfið mitt, og kynna vöru- úrvalið. Daglega á slaginu fimm útvarpar hátalarakerfi vissu lagi og minnir þannig stóra sem smáa á að degi sé farið að halla. Fyrir kosningar aka frambjóðendur um bæ- inn með stóreflis gjallarhorn og tíunda ágæti sitt, þeir eiga líka til að stinga höfðinu út um gluggann, heilsa kumpánlega og lyfta a.m.k. tveimur fingrum. Þegar blíð kvenrödd hefur til- kynnt um litabreytingu á gangbrautarkörlum eru leikin lög við ljósin sem minna ýmist á út- fararsálma, brúðarmarsa eða „Öxar við ána“. Vörubílar eru útbúnir þannig að þegar bíl- stjóri hyggst breyta um stefnu segir rödd veg- farendum frá áformum hans. Lestarstöðvar leika sitt sérstaka lag áður en lestardyr lokast, það er mál manna að Shimbashi-lagið sé best. Rúllustigar og lyftur láta ekki sitt eftir liggja, segja fólki á hvaða hæð það er og vara það við hættum sem fylgja notkun. Raftækja- verslanir hafa kveikt á sem flestum tækjum og oft grípur starfsfólk í míkrófón til að koma lofsyrðum um þau á framfæri, verði og gæð- um. Vinsældapopp glymur í verslunarhverfum þar sem afgreiðslufólk býður viðskiptavinum góðan dag, afsakar biðina, þakkar viðskiptin og komuna í viðstöðulausri romsu. Allt það sem ég hefði áður flokkað sem há- vaðamengun og umhverfisáreiti af verstu sort er nú sjálfsögð og kærkomin umgjörð um hvunndaginn og felur í sér öryggi, kyrrð og ró. Það er helst að gargið í krákunum fari fyrir brjóstið á mér, það er ófögnuður af náttúrunn- ar hendi og minnir ekkert á uppáhalds gang- brautarlagið mitt, „dirrindí“. LÍFIÐ Í TÓKÝÓ GUNNLAUG GUÐMUNDSDÓTTIR

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.