Morgunblaðið - 17.10.2003, Blaðsíða 20

Morgunblaðið - 17.10.2003, Blaðsíða 20
20 | FÓLKIÐ | FÖSTUDAGUR 17|10|2003 MORGUNBLAÐIÐ „ÖÐRUVÍSI“ COEN-MYND Óbærileg grimmd markar tímamót á ferli hinna farsælu Coen bræðra því fram til þessa hafa verkin þeirra verið alfarið byggð á eigin hugmyndum. Handrit Óbærilegrar grimmdar er hinsvegar gert eftir sögu sjónvarpsmannsins Johns Romano, og fleiri koma við sögu. Eins er hún nær meginstraumi Holly- woodmynda, en bræðurnir eru frægir fyrir að fara sínar óhefðbundnu leiðir. Ethan og Joel þarf ekki að kynna fyrir lesendum. Þeir eignuðust söfnuð aðdá- enda með Blood Simple, fyrstu myndinni, sem þeir luku við 1984. Síðan hafa þeir glatt hjörtu kvikmyndaaðdáenda með snilldarverkum á borð við Raising Arizona (’87), Miller’s Crossing (’90) og Fargo (’96). Óbærileg grimmd er sú 10. í röðinni, sú 11. verður endurgerð Ealing klassíkurinnar, gamanmynd- arinnar The Ladykillers (’55). Coen-útgáfan verður örugglega óhefðbundin og má geta þess að Tom Hanks fer með aðalhlutverkið sem Sir Alec Guinnes gerði ódauðlegt fyrir hartnær hálfri öld. |saebjorn@mbl.is Miles Massey (George Clooney) er virtur, landsfrægur lögfræðingur í skilnaðarmálum og lifir góðu lífi í „screwball“-gamanmyndinni Óbærilegri grimmd (In- tolerable Cruelty). Hann stendur á tímamótum, orðinn langleiður á linnulausri velgengninni. Að því kemur að hann finnur fyrir jafningja sinn í hinni eilífu refskák laga og klækja í réttarsalnum, glæsi- kvendið Marylin Rexroth (Catherine Zeta-Jones), eig- inkonu skjólstæðings hans, Rex Rexroth (Edward Herrmann), vellauðugs kaupsýslumanns. Marilyn telur sig með öll tromp á hendi í skilnaðarmáli er hún hyggst knésetja bónda sinn en Massey sér við henni. Málaferlin marka upphaf margflókinna átaka um pen- inga, auð, völd og skilnaðarmál þar sem skötuhjúin setja upp óteljandi gildrur og svikamyllur til að klekkja hvort á öðru. Með ófyrirsjáanlegum afleiðingum. FR UM SÝ NT Coen-bræður, lagarefir og klækjarefir HVAÐ ER „SNÚNINGSBOLTA" EÐA „SCREWBALL“ GAMANMYND? Á kreppuárunum 1923–33, þegar almenningur þurfti sannarlega á ódýrri upplyftingu að halda, fæddist nýr undirflokkur í gamanmyndageiranum. Hann hlaut nafnið „screwball“ eða snúningsbolti og er sótt í þjóðaríþrótt Bandaríkjamanna, hafnabolt- ann. Tímarnir voru erfiðir, kvikmyndin var „ópíum fólksins“ því bíóferðir kostuðu til- tölulega lítinn pening. Þetta nýja flóttameðal, „screwball“, gengur líkt og nafnið bendir til, út á baneitraðar sendingar á milli persónanna, öllum tiltækum ráðum er beitt, uns allt fellur í ljúfa löð í leikslok. Orrahríðin og klækirnir, kryddaðir afkáralegum uppátækjum og óvenju- legum uppákomum, þróuðust hratt í skugga kreppunnar. Aðalpersónurnar eru und- antekningalítið vellauðugar. Veigamikil kvenhlutverk eru áberandi, gjarnan úr efri þjóðfélagsstigum, orðheppnar, skynsamar, lævísar, yfirgangssamar. Karlarnir gjarn- an nokkru stimamýkri, en á milli aðalkarl- og kvenpersónunnar geisar undantekning- arlaust linnulaus stórskotahríð. Slíkar raunveruleikaflóttamyndir um gráglettnar deilur og erfiðleika yfirstéttanna voru einkar vel til þess fallnar að fá staurblankan almúgann til að gleyma eymdinni um stund. Eftir að efnahagsbatinn kom til sögunnar á ný fóru áhrif „screwball“-mynda þverrandi en þær skjóta upp kollinum af og til. Hér eru nokkur fræg dæmi frá ýmsum tímum: HREINRÆKTAÐUR SNÚNINGUR:  Easy Living. Leikstjóri: Mitchell Leisen (1937). Milljarðamæringur gerist leiður á naggi spilltrar konu sinnar og grýtir í mótmælaskyni loðfeldinum hennar út um glugga á skýjakljúf. Dýrgripurinn lendir í höndum fátækrar skrifstofustúlku, sem grípur fegin við. Ein sú besta.  Bringing Up Baby. Leikstjóri: Howard Hawks. (1938) Cary Grant leikur sérfræðing, önnum kafinn í beinaleit fyrir náttúrugripasafn. Í leiðinni kynnist hann pilsvargi (Katherine Hepburn), sem hyggst góma náungann. Afleiðingarnar ein uppákoman á fætur annarri og tengjast sumar „Baby“, gæludýri af hlébarðakyni í eigu konunnar. Sígild.  You Can’t Take It With You. Leikstjóri: Frank Capra. (1938) Einkadóttirin í brodd- borgarafjölskyldu (Jean Arthur), fellur fyrir vinnuveitanda sínum (James Stewart). Hans fólk er hinsvegar með lausa skrúfu í kollinum. Sígild.  Enginn er fullkominn – Some Like It Hot. Leikstjóri: Billy Wilder. (1958) Tónlist- armenn, kvennahljómsveit, gangsterar, morðvitni, klæðskiptingar, allt í einni, drep- fyndinni snúningsbendu. Sígild.  What’s Up Doc? Leikstjóri: Peter Bogdanovich. (1972) Utangátta náungi (Ryan O’Neal), sem vinnur að tónlistarrannsóknum, kynnist öðrum slíkum (Barbra Streis- and), sem er með þeim ósköpum fædd að setja allt á annan endann í kringum sig. Myndin endurvakti „screwball“-grínið af værum svefni. Sígild.  A Midsummer Night’s Sex Comedy. Leikstjóri: Woody Allen. (1982) „Allenísering“ á Bergman. Uppfinningamaður býður mislitri hjörð gesta til helgardvalar í sveitinni. Boltinn rúllar en Allen oft verið betri.  A Life Less Ordinary. Leikstjóri: Danny Boyle. (1997) Ræstitæknir (Ewan McGreg- or), rænir dóttur húsbóndans þegar hann er látinn víkja úr starfi fyrir vélmenni. Missir flugið þegar englar koma til sögunnar. Mistök. GEORGE CLOONEY OG CATHERINE ZETA-JONES Átta ár eru liðin frá því að hugmyndin kviknaði að Óbærilegri grimmd, en líkt og örlög þeirra flestra eru end- aði hún uppi í hillu hjá einu kvikmyndaveranna. Það var ekki fyrr en George Clooney, sem lék í mynd bræðranna, Oh Brother, Where Art Thou (’00), rak augun í verkið að skriður komst á málin. Clooney fór með gripinn á fund þeirra Joels og Ethans og nú geta menn virt fyrir sér árangurinn. Áhugi Clooneys er því grundvallarástæðan sem liggur að baki fyrstu „screwball“ gamanmynd Ethans og Joels, Hann er einn eftirsóttasti leikari hvíta tjaldsins og hæst- launaði og á meðal mynda eru: Out of Sight (’99), Three Kings (’99), Perfect Storm (’00), Ocean’s 11 (’01). Merkilegast við feril Clooneys er velgengni hans sem fyrrverandi sjónvarpsstjarna á hvíta tjaldinu. Margir hafa reynt að fóta sig í kvikmyndum en fæstum tekist að stimpla sig inn fyrir alvöru. Man einhver eftir Tom Sell- eck, Woody Harrelson og öllum hinum vonbiðlunum? Óskarsverðlaunaleikkonan Catherine Zeta-Jones (Chicago), greip umsvifalaust tækifærið að komast í fé- lagsskap Clooneys og Coen-bræðra. Uppgangur hennar er með ólíkindum í kvikmyndaborginni og þeir sem hafa talið að líkamsvöxtur og mægðirnar við Douglas-klanið sé ástæðan, ættu að hugsa sig um tvisvar. Zeta-Jones hefur sýnt að hún er ekki aðeins fönguleg og vel gift held- ur státar hún af ósviknum hæfileikum. Meðal annarra leikara sem koma fram í Óbærilegri grimmd, má nefna ástralska senuþjófinn Geoffrey Rush og Cedric the Entertainer, þeldökkan gamanleikara sem sló í gegn í Barbershop (’92), og siglir nú hraðbyri upp á stjörnuhimininn.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.