Morgunblaðið - 17.10.2003, Blaðsíða 23

Morgunblaðið - 17.10.2003, Blaðsíða 23
MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 17|10|2003 | FÓLKÐ | 23 TARANTINO OG HIRÐIN HANS Tarantino nýtur aðstoðar fjölmargra í Bana Bill og hafa sumir fylgt honum frá upphafi.  Uma Thurman kom eftirminnilega við sögu í Pulp Fiction.  Michael Madsen lék í frumrauninni Reservoir Dogs.  Saly Menke. Klipparinn sem hefur fylgt leikstjóranum frá byrjun.  Sandy Reynolds-Wasco hefur hannað sviðsmyndir og leiktjöld allra mynda leik- stjórans, utan Jackie Brown.  Bob og Harvey Weinstein. Eigendur Miramax Films, sem hefur framleitt og dreift öllum myndum leikstjórans.  Heba Þórisdóttir. Förðunarmeistari sem hefur m.a. unnið fyrir David Lynch og Sigurjón Sighvatsson, hefur reyndar ekki verið viðriðin myndir Tarantinos fyrr en nú – en það var alltof freistandi að geta fyrsta Íslendingsins sem kemur við sögu meistarans. TÓNAR TARANTINOS „Ég get ekki skrifað atriði öðruvísi en að velta fyrir mér hvaða lag hentar því best, get ekki byrjað á mynd fyrr en ég er kominn með á hreint hverjir upphafstónarnir eiga að vera. Hvaða tónlist kemur áhorfendum í rétta fílinginn.“ Eitt það fyrsta sem Tarantino ákvað var að Kill Bill skyldi byrja á laginu „Bang Bang (My Baby Shot Me Down)“ eftir Sonny heit- inn Bono, hljóðritað af Lee Hazelwood árið 1966 og sungið af Nancy Sinatra. Það var og alltaf meiningin að nota flamenkótónlist í uppgjör- inu í snægarðinum og valdi Tarantino diskóútgáfu af klassíkinni „Don’t Let Me Be Misunderstood“ frá 1977 í flutningi frönsku júródiskóboltanna Santa Esmeralda sem voru eins langt frá því að vera flamenkólistamenn og Hallbjörn Hjartarson. Stór hluti tónlistarinnar í Kill Bill eru sýnishorn af eftirlætis kvikmyndatónlist Tarantinos. Í teiknimyndahlutanum má heyra stef úr spaghettivestranum The Grand Duel, samið af Luis Bacalov. Lagið seiðmagnaða sem Daryl Hannah flautar á spít- alanum er eftir goðsagnakennda Bernard Hermann og hljómaði fyrst í tryllinum Twisted Nerve frá árinu 1968. Hrynheita lagið í bílageymsluatriðinu er svo eftir Isaac Hayes og kemur úr ítölsku myndinni Þrjú hörkutól (Uomini duri) frá 1974. Trompetæfingin hressilega er eignuð Al Hirt og er úr sjón- varpsþáttunum The Green Hornet frá 8. áratugnum sem skart- aði m.a. Bruce Lee. Fleiri stef úr sjónvarpsþáttum 8. áratug- arins má heyra, t.a.m. tónlist Quincy Jones úr Ironside. Ballaðan „The Flower of Carnage“ er dásamlega sungin af japönsku kvikmyndastjörnunni Meiko Kaji, en höfuðpersóna hennar, samúræjaekkjan Lady Snowblood, er fyrirmyndin að ill- kvendinu O-Ren Ishii í Kill Bill. Húsbandið á Húsi bláu laufanna í Tókýó er The 5.6.7.8’s, jap- anskt stúlknabrimtríó sem syngur hið hressilega „Woo Hoo“. Aðeins Tarantino afrekar að gera rúmenska meistara panflaut- unnar Zamfir svalan en í myndinni flytur hann „The Lonely Shepherd“ eftir annan lyftutónlistarjöfur, James Last. Þá má heyra í myndinni stef úr „Super 16“ eftir þýsku fram- úrstefnusveitina NEU! og lag með rokkabillífrumkvöðlinum Charlie Feathers sem heitir „That Certain Feeling“. Frumsamda tónlistin er eftir Wu Tang Clan-upptökustjórann The RZA sem samdi einnig tónlistina við kvikmynd Jims Jarm- usch Ghost Dog: The Way of the Samurai. „Þetta eru ekki bara lög sem við veljum til að selja geisla- diska heldur miklu stærri hluti af mér, svona það sem þú fengir ef þú bæðir mig að setja saman spólu með uppáhaldslögum mínum.“ skarpi@mbl.is ALFRÆÐIORÐABÓKIN TARANTINO Eitt af höfundareinkennum Tarantinos er mýgrútur tilvísana í kvikmyndasöguna og með ólíkindum hvað hann kemur víða við. Sem frægt er orðið nýtur hann m.a. góðs af áralangri vinnu á myndbandaleigu og minnið virðist í besta lagi. Af þessum ástæðum hefur hann verið kallaður gangandi uppflettirit í kvikmynda- og tónlistarsögu. Bana Bill er fjarri því að vera undantekning. Hann byrjar myndina á góðkunnri tónlist að venju (sjá grein annars staðar á opnunni), sá inngangur er vörumerkið hans. Þar sem mynd- in er hlaðin ofbeldisfullum, löngum og ströngum kung fu-atriðum, er fjöldi vísana í slagsmálamyndir kenndar við Hong Kong. Shaw-bræður fá hressilegt klapp á bakið (vörumerki þeirra er brugðið upp); guli búningurinn hennar Thurman minnir á klæðnað Bruce Lee í The Game of Death, síðustu mynd kempunnar. Japönsk áhrif frá snillingum á borð við Akira Kurosawa eru enn greinilegri. Síðari hluti Bana Bill, er jafnvel að mestum hluta á Japönsku! Garparnir orga hver á annan, æstir og óðamála; maður á alveg eins von á að Tishure Mifune birtist fyrir næsta horn! Dauðadans syngjandi katana sverða er eldingarhraður og blóðugur, en ljóðrænt augnayndi, í ætt við myndir meistara Kurosawa. Einhver ætti að gauka að manninum Egils sögu Skallagrímssonar. Fámál og ábúðarmikil aðalpersónan og læviblandað andrúmsloft spagettívestra Sergios Leone svífur einnig yfir vötnunum og nákvæm kóreógrafía einvígjanna er augnakonfekt í anda söngva- og dansmynda Hollywood á fyrri hluta aldarinnar sem leið. Þannig er lengi hægt að telja TEIKNIMYNDAKRYDD Í JAPÖNSKUM STÍL Eftir miðja mynd brýtur Tarantino upp framvinduna með löngum og líflegum teiknimyndakafla sem er gerður af japönskum „anime“-teiknurum í anda Manga-mynda og annarra ofbeldisfullra verka af því sauðahúsi. Anime-teiknimyndahefðin á sér langa sögu. Þær fyrstu voru sýndar árið 1917, voru þá sjaldan lengri en tvær mínútur og yfirleitt byggðar á þjóðsögum. Ofbeldið kom síðar til sögunnar, eða á árunum fyrir seinni heimsstyrj- öldina þegar áróðursmeistarar hermálaráðuneytisins tóku tæknina óspart í sína þágu. Þær þróuðust á þennan veg, allt til stríðsloka, 1945. Teiknimyndirnar náðu almennum vinsældum með tikomu fígúrunnar Astroboy (1963), og hróður japanskra teiknara fór að berast til Evrópu og Bandaríkjanna. Í framhaldinu var farið að tala um „Japanimatation“, sem varð útbreitt form á sjónvarpsskjám víða um heim á áttunda og níunda áratugnum. Meðal helstu þáttanna má nefna Space Battleship Yamoto og Captain Harlock. Myndin sem ávann teikni- hefðinni heimsfrægð er Akira, byltingarkennd í hárfínni nákvæmni og með mun ofbeldisfyllra og kynferðislegra innihaldi en menn á Vesturlöndum áttu að venjast hjá Andrési Önd, Mikka Mús og þeim merkisfígúrum öllum. Anime varð æði sem fór eins og eldur í sinu hjá unglingum um allan heim þrátt fyrir mikla og almenna gagnrýni sem beindist einkum að ofbeldinu og bersögli í samskiptum kynjanna. Tarantino er greinilega í hópi þeirra mörgu sem hrífast af snilli japönsku teiknimyndagerðarmannanna og frásagnargleðinni sem einkennir listgrein- ina og endurspeglast í millikaflanum í Bana Bill.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.