Morgunblaðið - 17.10.2003, Blaðsíða 14

Morgunblaðið - 17.10.2003, Blaðsíða 14
14 | FÓLKIÐ | FÖSTUDAGUR 17|10|2003 MORGUNBLAÐIÐ Morgunblaðið/Árni Torfason Sögur af barnum … Barþjónar fá að heyra fyndnar sögur, skrítnar og sorglegar en trúnaður er þeim mikilvægur. Þeir koma fólki stundum sam- an með því að koma af stað samræðum milli fólks sem þeir sjá að situr eitt við barinn. „Barþjóninum er alveg sama hvað þú heitir, hvort þú ert frægur eða hvað þú átt mikinn pening, svo lengi sem þú kannt góða sögu,“ segir Bragi á Nellys. Einu sinni var ömurlegt band að spila á Nellys og gestirnir orðnir heldur daufir. Starfsfólkið tók sér þá hljóðfæri, tambúrínur og hristur, í hönd, fór upp á svið og spilaði sem átta manna hljómsveit til að redda kvöldinu. Á sumum stöðum dansa gestir uppi á barborðinu en stundum hefur komið fyrir að ofurölvi fólk detti niður og slasi sig. Þá hafa barþjónar séð fólk kveikja í sér í ógáti, jakkar hafa fuðrað upp og hár staðið í ljósum logum. Sara Andrínudóttir á Prikinu segir starfsfólk og kúnna á staðnum vera eins og eina stóra fjöl- skyldu. Sumir fastagestir hafi komið í 20 ár og panti sér alltaf sama matinn. Einstaka sinnum sé fólk með dónaskap en oft- ast sé barþjónsstarfið skemmtilegt. Mun auðveldara var að vera barþjónn þegar bara var opið til þrjú á nóttunni því þá var ösin á barnum einungis í tvo tíma. Eftir að afgreiðslutíminn var gef- inn frjáls varð álagið á starfsfólkið miklu meira. Bragi Skaftason á Nell- ys hefur verið barþjónn í sex ár og segir djamm- hegðun Íslendinga hafa tekið stakkaskipt- um á þeim tíma. Djammið sé að aukast á virkum dögum en helgarnar að verða ró- legri. Fólk taki bjór, létt- vín og áfenga gosdrykki í sífellt meira mæli fram yfir sterkt vín. Eitt sinn á rokktónleikum kom 85 ára gömul kona með göngugrind hress og vel í glasi á barinn og spurði í gegnum hávaðann hvernig hún kæmist heim. Starfsfólkið hringdi út um bæinn og kom þá í ljós að hún bjó á heimili fyrir aldraða í borginni. Átti hún það til að taka leigubíl niður í bæ og fá sér nokk- ur glös en í þetta skiptið vissi hún ekki alveg hvernig hún ætti að komast heim. Hún var sótt og fór því allt vel að lokum en hún ætlaði varla að vilja yf- irgefa staðinn því hún fílaði tónlistina svo vel! Barþjónar þurfa stundum að hoppa yfir barborðið til að stöðva slagsmál. Gestir eiga það líka til að tryllast skyndi- lega og rjúka inn fyrir borðið í þeim tilgangi að lemja barþjón- ana. Kristín G. Kúld á Gauknum segir barþjónsstarfið bestu vinnu sem til er því henni þyki svo gott að geta sofið út. Þar borðar allt starfsfólkið morgunmat saman eftir helgarvaktir svo allir fari mettir heim og sofi vel. |b ry nd is @ m bl .is Hvað er innsetning? „Hvað er innsetning? Hún snýst um að setja hluti inn í rými og búa til umhverfi.“ Hvert er umfjöllunarefnið hjá þér? „Innsetningin fjallar um mig og það umhverfi sem ég kem úr sem listamaður.“ Neðanjarðarlist? „Já, neðanjarðarlist. Stendur það í lýsingunni?“ Já. „Já, það er aðallega veggjalist, graffiti. Ég hef verið að spreyja lestir úti. Veit ekki um annan Ís- lending sem hefur stundað það. Þaðan kemur mik- Morgunblaðið/Ásdís NEÐANJARÐAR- INNSETNING Þeir eru fáir um tvítugt, listamennirnir með einkasýningu. Ólafur Orri Guð- mundsson er 21 árs og nú stendur yfir sýning hans í Galleríi Tukt í Hinu húsinu. Sýningin er „innsetning, málverk og skissur, sem lýsa neðanjarð- arlist“. Ólafur hefur búið í Rotterdam í Hollandi tæpan helming ævi sinnar, en er nú kominn heim til að nema við Myndlistarskólann í Reykjavík. ill og sterkur neikvæður fílingur inn í sýninguna.“ Þú bjóst í Rotterdam… „Já.“ …og stundaðir nám þar. „Já, ég hef búið þar í níu ár allt í allt.“ Og varstu þar í svona andspyrnuskapi? „Á einhverju mótþróaskeiði. Ég er reyndar ennþá að spreyja lestir og svoleiðis.“ Hefurðu ekki lent í vandræðum út af því? „Jú, vissulega.“ En ertu alkominn heim? „Já, sennilega. Ég stefni á að vera hérna áfram.“

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.