Morgunblaðið - 30.10.2003, Blaðsíða 4

Morgunblaðið - 30.10.2003, Blaðsíða 4
4 B FIMMTUDAGUR 30. OKTÓBER 2003 MORGUNBLAÐIÐ NFRÉTTIR ÍSLANDSBANKI tilkynnti í gær um kaup fjórtán fruminnherja á hlutabréfum í bankanum fyrir sam- tals 73,5 milljónir að nafnverði. Bréf- in voru keypt á verðinu 5,95 og nem- ur kaupverðið því tæpum 440 milljónum króna. Bankinn hefur veitt kaupendum sölurétt að keyptum bréfum sem verja þá fyrir mögulegu tapi af við- skiptunum. Þegar hafa fjórir aðilar selt hluta af bréfum sínum: Bjarni Ármannsson seldi 4 milljónir að nafnverði á genginu 6,3, Tómas Kristjánsson seldi tæplega 2,2 millj- ónir að nafnverði á genginu 6,3 og Þorgils Óttar Mathiesen seldi rúm- lega 1,6 milljónir á genginu 6,3. Jafn- framt hefur Guðmundur Tómasson selt rúmlega 400 þúsund hluti á genginu 6,35. Þá tilkynntu Lífeyrissjóðir Bankastræti 7, sem er að stærstum hluta lífeyrissjóður starfsmanna rík- isins, um hlutafjáraukningu í Ís- landsbanka, úr 4,23% í 5,03%. Hluta- fjáreign sjóðsins nemur því tæpum 503 milljónum króna að nafnverði. Innherjar í Ís- landsbanka kaupa og selja #   $        # % % %!&' ()!'' *!+,  (-!. *,-!. /&'01)) /&2/&2)) !345)) '6!+ !( )) 7.1*81)) 9#:)) 98 +1')8' ;8<8')) *')& =)#)) '4./ !( )) 81)*')& )) <4')=3'!)! 81) '4.)) 6#!* 7.&8)8' ()&8' .).( (1#-)&8' (1#-)&8' (1#-)&8' (1#-)&8' (1#-)&8' (1#-)&8' (1#-)&8' (1#-)&8' (1#-)&8' (1#-)&8' ()2.1 ()2.1                 7!4'                                       '4!(' -'.)#',' (-!. $    $        > > > > >9(?!4)!(!'4)'' @#1 LANDSBANKI Íslandi sér fram á aukin verkefni í kjölfar kaupa Nor- vikur á rúmlega 70% hlut í verslunar- keðjunni Kaupási. Samkvæmt heim- ildum Morgunblaðsins er þetta ástæðan fyrir því að Landsbankinn ákvað að nýta forkaupsétt á 53,4% eignarhlut Framtaks fjárfestingar- banka, sem seldur var fjárfestingar- félaginu Áskaupum fyrir tæpum hálf- um mánuði. Þeir sem standa að Áskaupum höfðu ekki samband við Landsbank- ann fyrr en eftir kaupin á 53,4% hlut Framtaks í Kaupási. Eftir kaupin óskaði Áskaup eftir því að Lands- bankinn yrði áfram eignaraðili að Kaupási, en bankinn á 20,0% í versl- unarkeðjunni, en bauðst hins vegar ekki að kaupa hlut bankans. Samkvæmt heimildum Morgun- blaðsins var framhald þessa máls það, að þegar kaup Áskaupa voru orðin opinber, hafði Norvik, móðurfélag BYKO, samband við Landsbankann, en félagið hafði vitneskju um for- kaupsrétt bankans á hlutabréfunum í Kaupási. Landsbankinn tilkynnti þá Ingimari Jónssyni, forstjóra Kaup- áss, sem er í forsvari fyrir Áskaup, að bankinn hygðist nýta sér kauprétt sitt á hlutabréfunum í Kaupási. Ætl- un bankans var að vera milliliður í kaupunum og geta um leið nýtt sér þá stöðu sem bankinn var í til að selja hlut sinn í Kaupási. Báðum aðilum, þ.e. Áskaupum og Norvik, var þá boð- ið að koma með viðskiptahugmynd um framhaldið. Landsbankinn fékk viðskiptahugmyndir frá báðum aðil- um síðastliðinn mánudag. Samkvæmt heimildum Morgunblaðsins þótti bankanum viðskiptahugmynd Nor- vikur áhugaverðari vegna mögulegra framhaldsviðskipta sem félagið getur boðið upp á. Bankinn telji að hann muni fá aukin verkefni í framhaldi af því að selja Norvik rúmlega 70% hlut í Kaupási en verðhugmyndir bæði Norvikur og Áskaupa séu hins vegar svipaðar. Ingimar sagði í samtali við Morg- unblaðið að þeir sem að Áskaupum standi hafi vitað um forkaupsrétt Landsbankans á hlutafé Framtaks. Hann vildi hins vegar ekki tjá sig frekar um þetta mál á þessu stigi. Meðal hluthafa á Áskaupum eru Vátryggingafélag Íslands (VÍS) og Samvinnulífeyrissjóðurinn, sem hvorir tveggja eru fyrir hluthafar í Kaupási. Áhugi Norvikur ekki nýr Norvik hefur í nokkurn tíma haft áhuga á því að eignast verslunarkeðj- una Kaupás. Jón Helgi Guðmunds- son, stjórnarformaður Norvikur, seg- ir að ein ástæðan fyrir því að félagið hafi fjárfest í Framtaki fjárfestingar- banka síðastliðið sumar hafi verið sú að félagið hafi viljað komast nær Kaupási. Það hafi hins vegar ekki tek- ist þá. Í júní síðastliðnum keypti Norvik um fjórðungshlut í Framtaki, en Framtak átti þá um helmingshlut í Kaupási. Norvik seldi hins vegar all- an hlut sinn í Framtaki um tveimur mánuðum síðar. Að sögn Jóns Helga gerir Norvik ráð fyrir ýmsum samlegðaráhrifum með kaupum félagsins á Kaupási. Hins vegar segist hann ekki vilja tjá sig of mikið um kaupin þar sem þau séu ekki frágengin. Kaupin séu langt komin en ýmsir fyrirvarar séu á þeim, svo sem gagnvart samkeppnisyfir- völdum. Jón Helgi segist sjá ýmis tækifæri í Kaupási og að það muni hjálpa versl- unarkeðjunni að Norvik komi þétt að henni. Hann segist ekki geta sagt til um hvort kaupin á Kaupási muni hafa áhrif á verð til neytenda til skamms tíma litið. Kaupási verði haldið sem gildum samkeppnisaðila á smásölu- markaði og samlegðaráhrif innan Norvikur muni hugsanlega hafa áhrif þegar til lengri tíma er litið. Ekkert verði þó gert með skjótum hætti og starfsfólk Kaupáss þurfi ekki að ótt- ast um sinn hag. Með kaupum Norvikur á rúmlega 70% hlut í Kaupási aukast umsvif fé- lagsins umtalsvert. Velta Norvikur er nú að sögn Jóns Helga á bilinu 10–11 milljarðar króna en velta Kaupáss er um 14 milljarðar. Verslanir Kaupáss eru um 45 tals- ins. Þær eru Nóatúnsbúðirnar, 11–11, Krónan, Intersport og Húsgagnahöll- in. Starfsmenn eru um 600 talsins. Undir samstæðu Norvikur eru BYKO með sex byggingavöruversl- anir og vöruhús, timburverksmiðjan BYKO-LAT í Lettlandi, söluskrif- stofan BYKO-UK í Bretlandi, raf- tækjaverslunin ELKO, fasteigna- félagið Smáragarðar og ullarút- flutningsfyrirtækið Axent. Starfs- menn samstæðu Norvikur eru nú rúmlega 700 talsins. Hér á landi eru tvær stórar versl- unarkeðjur á dagvörumarkaði auk Kaupáss, þ.e. Baugur-Ísland og Sam- kaup. Verslanir Baugs-Íslands hér á landi og í Svíþjóð eru samtals 83 tals- ins. Velta fyrirtækisins á árinu 2002 var 35,2 milljarðar króna og starfs- menn eru um 1.700 talsins. Verslan- irnar eru Bónus, Hagkaup, 10–11, Lyfja, Útilíf, Debenhams, Zara, Top Shop og Miss Selfridge. Verslanir Samkaupa eru alls 25, en það eru Samkaup, Nettó, Kaskó, Úr- val, Strax, Sparkaup og Valgarður. Velta fyrirtækisins á síðasta ári nam 8,6 milljörðum króna og fjöldi starfs- manna er rúmlega 500. Fyrri tilraun tókst ekki Kaupás varð til við samruna verslan- anna Nóatúns, KÁ og 11–11 í maí árið 1999. Í júní árið eftir keyptu eignar- haldsfélagið Alþýðubankinn (EFA) og Landsbankinn ásamt nokkrum líf- eyrissjóðum og fleirum nærri allt hlutafé Kaupáss, eða um 98%. Þá var gert ráð fyrir þeim forkaupsrétti sem Landsbankinn hefur nú nýtt sér á rúmlega 53% hlut Framtaks í Kaupási. Framtak varð til við sam- runa EFA og Þróunarfélags Íslands í október 2002. Þar með eignaðist Framtak hlut EFA í Kaupási, sem var 34%. Fjórum mánuðum síðar, eða í júní 2003, eignaðist Framtak síðan rúmlega helmingshlut í Kaupási er félagið keypti hlut sex lífeyrissjóða. Á svipuðum tíma komst Framtak í meirihlutaeigu Straums og þá eign- aðist Norvik einnig um fjórðungshlut í Framtaki. Hlutur Norvikur í Fram- taki var kominn upp í tæp 28% þegar hann var seldur í ágústmánuði, en þá höfðu tilraunir Norvikur til að eignast Kaupás runnið út í sandinn, í það skiptið. /+44'4-2A -!)'4 -25) 6(B#&A -!) )!'4A (C4 DA 5('4)A (C4 '1@A -!#)1'.& !' 2)#'()( /!' 85  *8 %!), 95)44A 2' 14.(&2')()1F 0)-!F D1&'(( )*+),1'&.#8       !"#$    %  & '( -! .! -!   Ýmis tækifæri í Kaupási Möguleikinn á auknum verkefnum réði því að Landsbankinn nýtti forkaupsrétt í Kaupási en ekki verðið þar sem verðhugmyndir Norvikur og Áskaupa voru svipaðar HAGNAÐUR af rekstri Loðnu- vinnslunnar fyrstu 9 mánuði ársins 2003 varð kr. 74 milljónir eftir skatta, en hagnaður félagsins á sama tímabili í fyrra nam 300 milljónum króna. Rekstrartekjur félagsins að frá- dregnum eigin afla voru liðlega 2 millj- arðar og höfðu aukist um 126 milljónir miðað við sama tímabil fyrir ári og rekstrargjöld námu 1.695 milljónum króna. Hagnaður fyrir afskriftir og fjármagnsliði (EBITDA) nam 331 milljón eða 14% af tekjum og veltufé frá rekstri var 277 milljónir eða 16% af veltu. Afskriftir voru 208 milljónir. Fjármagnsliðir voru neikvæðir um 36 millj., en voru jákvæðir um 94 millj. á sama tíma í fyrra. Eigið fé félagsins var 1400 milljónir og eiginfjárhlutfall 46% og hafði eigið fé hækkað um 57 millj- ónir króna milli ára. Nettóskuldir voru liðlega milljarður og hafa lækkað um 168 milljónir miðað við sama tíma 2002. Í fréttatilkynningu segir að ástæður lakari afkomu miðað við fyrra ár séu einkum þær að fjármagnsliðir eru nú óhagstæðari sem nemur 130 milljónum króna. Þá hefur afkoma frystingar versnað til muna og er framlegð fisk- vinnslu um 80 milljónum lakari en á sama tíma 2002. Hagnaður Loðnu- vinnslunnar 74 milljónir ÍSLAND er í þriða sæti yfir aðild- arlönd OECD, Efnahags- og fram- farastofnunarinnar, sem eyða mestu til rannsókna og þróunar, R&D. Fjárupphæðir sem settar eru í rann- sóknir og þróun eru gjarnan notaðar sem mælikvarði á það hve mikið lönd leggja sig fram um að stuðla að ný- sköpun og styðja vöxt og viðgang þekkingariðnaðs. Þetta kemur fram í nýjum tölum sem OECD hefur birt. Það land sem leggur hlutfallslega mest til rannsókna og þróunar er Svíþjóð en framlög Svía til þessa málaflokks námu 4,3% af landsfram- leiðslu árið 2001. Á eftir Svíum koma Finnar með 3,4% og þar á eftir Jap- an og Ísland með 3%. Einnig kemur fram í upplýsingum frá OECD að Svíar eru leiðandi í heiminum í fjárfestingu í þekkingu, en það er mælt með því að taka sam- an hve mikið hvert land leggur til rannsókna og þróunar, hugbúnaðar og æðri menntunar. Ísland framarlega í fjárfestingum

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.