Morgunblaðið - 30.10.2003, Blaðsíða 14

Morgunblaðið - 30.10.2003, Blaðsíða 14
14 B FIMMTUDAGUR 30. OKTÓBER 2003 MORGUNBLAÐIÐ NFRÉTTIR            !!!"#$  #% &'()*+" ,'("-)#" .! /#)01 #+ #"*# '1& ')/2' #23 4) .  . #-/   /  )*") " ++ % $  *# % 5-# #+ #"% 62 )  )' #  +!#"0#  !!# % !# 2'& & % 2 2&+  ))# *& &)#"-)#!2"! #"0# #!#% LANDSBANKI Íslands hefur gengið frá erlendri lántöku til fjögurra ára að fjárhæð 250 milljónir evra, sem jafngildir rúmlega 23 milljörðum króna. Þessi lántaka er jafnframt stærsta einstaka lántaka Lands- bankans fram til þessa. Þá er þetta lán til lengri tíma en íslenskir bankar hafa áður fengið í skráðum skuldabréfum erlendis, að því er segir í fréttatilkynningu. Um er að ræða útgáfu skuldabréfa á al- þjóðlegum skuldabréfamarkaði innan svo- kallaðs EMTN–fjármögnunarramma Lands- bankans (Euro Medium Term Notes Programme) og er þetta liður í endur- fjármögnun og fjármögnun á vexti bank- ans. EMTN-fjármögnunarramminn gerir Landsbankanum kleift að gefa út skulda- bréf í ýmsum myntum með mismunandi lánstíma með skömmum fyrirvara, að því er segir í fréttatilkynningu frá Landsbank- anum. Umsjón með útgáfunni höfðu ítalski bankinn Banca IMI og svissneski fjárfest- ingarbankinn Credit Suisse First Boston. Auk þeirra tóku þátt í útgáfunni Daiwa Securities SMBC, DZ Bank, Deutsche Bank, Societe Generale, CDC IXIS Capital Markets, Caixa Geral de Depositos og Fortis Bank. Alls tóku yfir 50 fjárfestar þátt í láninu, einkum frá Írlandi, Bretlandi, Ítalíu, Bene- lúx-löndunum og Þýskalandi. Heildareft- irspurn eftir þessum skuldabréfum Lands- bankans fór yfir 450 milljónir evra. Landsbankinn tek- ur 23 milljarða lán Morgunblaðið/Brynjar Gauti KANADÍSKI álframleið- andinn Alcan, eigandi Alcan á Íslandi sem rekur álverið í Straumsvík, tilkynnti í vik- unni að hagnaður fyrirtæk- isins á þriðja fjórðungi þessa árs hefði dregist saman um nærri helming í samanburði við sama tímabil á síðasta ári. Financial Times greindi frá þessu. Hagnaður Alcan lækkaði úr 191 milljón Bandaríkjadala á þriðja fjórðungi síðasta árs í 100 milljónir dala á sama tímabili á þessu ári, sem svar- ar til um 7,6 milljarða ís- lenskra króna. Haft er eftir talsmanni Alcan í FT að fyr- irtækið sjái ekki fram á að af- koman muni batna mikið á næstunni, m.a. vegna aukins kostnaðar. Þar vegi eldsneyt- iskostnaður og kostnaður vegna eftirlaunagreiðslna þungt. Lokatilboð í Pechiney 17. nóvember Fréttir af verri afkomu Alcan koma á sama tíma og við- ræður um yfirtökutilboð fyr- irtækisins í franska álfyrir- tækið Pechiney eru að hefjast. Kaupverðið er 4 millj- arðar evra, jafnvirði um 360 milljarða íslenskra króna. Með kaupunum yrði Alcan stærsta álfyrirtæki í heimi mælt í veltu, næst á undan bandaríska álfyrirtækinu Al- coa, sem hefur undirritað samning um að reisa álver á Reyðarfirði. Alcan stefnir að því að kynna lokatilboð sitt í Pechiney hinn 17. nóvember næstkomandi, þannig að gengið verði frá samningum viku síðar. Heildartekjur Alcan hækk- uðu úr 3,17 milljörðum Bandaríkjadala í 3,48 millj- arða dala milli þriðja ársfjórð- ungs í fyrra og í ár. Hærra ál- verð og sterkari evra vega nokkuð þar í. Mikil styrking Kanadadals gagnvart Banda- ríkjadal hefur hins vegar haft mikil áhrif á reksturinn að því er segir í frétt FT. Kanada- dalur hefur styrkst um 20% gagnvart Bandaríkjadal frá síðustu áramótum. Minni hagn- aður hjá Alcan MIKILVÆGT er að sem flest sjónarmið komist að við stjórnun fyrirtækja. Það eykur víðsýni æðstu stjórnenda sem skilar sér alla jafna í betur reknum fyrirtækjum, að sögn Danica Purg, sem er rektor IEDC-Bled, School of Management, í Slóveníu. Purg segir að þau fyrirtæki sem hafi á að skipa stjórnendum með mismunandi og fjölbreyttan bakgrunn eigi mun meiri möguleika á að skila góð- um árangri en fyrirtæki þar sem stjórnendurnir eru flestir með svipaðan bakgrunn. Í Slóveníu hafi bankastjóri einn til að mynda ráðið til sín arkitekt til að taka þátt í stjórnun bankans. Arkitektinn hafi allt aðra sýn en flestir aðrir stjórnendur bank- ans og það auki víðsýni stjórnendahópsins. Þá seg- ist hún sjálf mikið hafa leitað til listamanna af ýmsum toga til að taka þátt í skólastarfinu í IEDC. Ekki fari á milli mála að það hafi skilað góðum árangri og styrkt skólann mikið. Danica Purg var stödd hér á landi í síðustu viku, en hún hélt fyrirlestra í MBA-námskeiði hjá við- skiptadeild Háskólans í Reykjavík, auk þess sem hún var forsvarsmönnum skólans til ráðgjafar. Hún sagði í samtali við Morgunblaðið að hún legði mikla áherslu á það í kennslunni hve mikilvægt það sé að stjórnendur vinni að því að byggja upp liðsandann í fyrirtækjunum. Fjölmargt hafi breyst á undanförnum árum og breytingar verði sífellt hraðari. Það geri að verkum að stjórnendur í dag þurfi að starfa með allt öðrum hætti en áður hafi verið algengt. Þeir þurfi að vera færir um að hugsa flóknar en áður og þurfi á mun meiri upp- lýsingum að halda. Þess vegna sé nánast útilokað annað en að dreifa ábyrgðinni, því betur sjái augu en auga. „Stjórnendur fyrirtækja eyða í mörgum tilvik- um of miklum tíma í það sem undirmenn þeirra eiga að gera,“ segir Danica Purg. „Stjórnendur geta verið mjög góðir á afmörkuðum sviðum, eins og í fjármálum eða markaðsmálum. Ef þeir vita hins vegar ekki hvernig á að koma fram við fólk og hvernig á að vinna með fólki, kemur sérfræðiþekk- ing þeirra ekki að fullum notum. Þá geta þeir ekki sinnt því sem er hið raunverulega hlutverk þeirra, þ.e. að hugsa til framtíðar, að byggja upp liðsand- ann og sinna nauðsynlegum samskiptum við starfsmenn og viðskiptavini.“ Góður grunnur menntunar Í IEDC skólanum í Bled í Slóveníu er boðið upp á ýmis námskeið fyrir stjórnendur fyrirtækja og MBA-nám. Yfir sumartímann eru einnig nám- skeið fyrir væntanlega stjórnendur, fólk sem alla jafna hefur nýlokið námi. Skólinn var stofnaður á árinu 1986. Danica Purg segir að skólinn hafi verið fyrsti skóli sinnar teg- undar í löndum fyrrverandi Júgóslavíu. Hún segir að forseti verslunarráðs Slóveníu hafi komið að máli við sig og lagt að sér að koma skólanum á fót. Það hafi að hans mati verið mikilvægt með hlið- sjón af því hve stór hlutur Slóveníu í heildarút- flutningi Júgóslavíu væri. Hún segir að Slóvenía hafi þá staðið fyrir um 37% af öllum útflutningi Júgóslavíu þó íbúafjöldinn væri einungis um 8% af heildinni. Forseti verslunarráðsins hafi talið að vegna þessa hafi verið brýn þörf á því að mennta slóvenska stjórnendur til að vera betur í stakk búnir til að taka þátt í samkeppni á hinum al- þjóðlega markaði. Alþjóðlegur skóli Að sögn Purg er grunnur menntunar í Slóveníu mjög góður því stjórnvöld hafi ávallt gert sé grein fyrir mikilvægi menntunar. Það hafi einnig átt við fyrir fall Berlínarmúrsins fyrir rúmum áratug. Þetta sé m.a. styrkur skólans í Bled. „Ég lagði mikla áherslu á það frá upphafi að skól- inn yrði alþjóðlegur og kæmist í samband við sem flesta þjóðir,“ segir Purg. „Ég vildi standa öðru- vísi að málum en gert var í háskólunum tveimur sem voru og eru í landinu, þar sem kennd er við- skipta- og hagfræði. Ef skólinn hefði ekki orðið al- þjóðlegur frá upphafi væri hann án efa ekki til núna. Þá lagði ég einnig áherslu á það strax frá upphafi að ná í bestu kennarana sem víðast að úr heiminum og fá þá til að kenna við skólann. Ég hef því sótt alþjóðlegar ráðstefnur, hlustað á þá sem þar hafa verið, og verið óhrædd við að bjóða þeim sem mér hefur litist vel á að koma til Slóveníu til að kenna við skólann. Og ég held að okkur hafi tekist vel upp í þeim efnum.“ Hún segir að þau tengsl sem myndist í skól- anum séu mikilvæg því þeir sem starfi í alþjóða- viðskiptum verði að hafa skilning á þeim þjóð- félögum sem þeir eru í viðskiptum við. Skólinn sé góð leið til að koma á samskiptum milli landa. Yfir 170 kennarar víðs vegar að úr heiminum hafa kennt við IEDC-skólann og segir Purg að nemendurnir séu orðnir yfir 27 þúsund talsins. Flestir þeirra séu frá Slóveníu. Nú séu nemendur í skólanum frá um 20 þjóðlöndum, að stærstum hluta Slóvenar, en nemendur komi alls staðar að, frá Króatíu, Rúmeníu, Ítalíu, Póllandi, Rússlandi, Austurríki, Hollandi, Bandaríkjunum, Japan, og víðar. Hún segir að enn sem komið er hafi enginn Íslendingur sótt námskeið í skólanum. Betri stjórnun með fjölbreyttum bak- grunni stjórnenda Stjórnendur fyrirtækja verða að kunna að dreifa ábyrgð segir Danica Purg, rektor IEDC-Bled í Slóveníu Morgunblaðið/Árni Sæberg Danica Purg, rektor IEDC – Bled School of Manage- ment í Slóveníu, segir stjórnendur fyrirtækja eyða í mörgum tilvikum of miklum tíma í það sem undirmenn þeirra eigi að gera. FYRIRTÆKIÐ Google, sem rekur samnefnda leitarvél á Net- inu, undirbýr nú skráningu hluta- bréfa sinna á markað. Í The Wall Street Journal er greint frá því að fyrirtækið hafi átt í viðræðum við á annan tug fjárfestingarbanka vegna væntanlegs frumútboðs og að verðmæti fyrirtækisins sé talið liggja á bilinu 15–25 milljarðar Bandaríkjadala, eða jafnvirði um 1.100–1.900 milljarða króna. Þetta verði því verðmætasta frumútboð sem farið hafi fram frá því netból- an sprakk árið 2000. Til saman- burðar má nefna að markaðsvirði Amazon.com er rúmir 1.600 millj- arðar króna og markaðsvirði Yahoo er tæpir 2.000 milljarðar króna. Losað um tök Tímasetning útboðsins er ekki ákveðin og ekki fyrirkomulagið heldur, ef marka má frétt Fin- ancial Times. Þar segir að Google sé að kanna möguleika á að láta frumútboðið fara fram á Netinu í stað þess að fara hefðbundna leið með aðstoð fjárfestingarbanka. Þá yrði haldið uppboð á Netinu í stað þess að láta banka bjóða bréfin ákveðnum hópi á ákveðnu verði. Blaðið hefur eftir heimildarmanni, sem það segir að þekki til í fyr- irtækinu, að rafrænt útboð yrði haldið í því skyni að koma í veg fyrir endurtekningu þeirra fjár- málahneyksla sem gengið hafi yfir fjármálaheiminn á Wall Street frá því netbólan sprakk. Þá gæti þetta orðið til að lækka þóknanir til fjárfestingarbanka vegna útboðs- ins, og um leið hjálpað við að losa um tök þeirra á ábatasömum við- skiptum sem tengjast frumútboð- um. Google hefur ekki gefið út tölur um fjármál sín, en Financial Times segir hagnað fyrirtækisins fara ört vaxandi og vera um 11 milljarðar króna á ári af tekjum sem nemi um 38 milljörðum króna. Google undirbýr skráningu á markað

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.