Morgunblaðið - 30.10.2003, Blaðsíða 16

Morgunblaðið - 30.10.2003, Blaðsíða 16
  /G**GHI6 76:DJ *GDJ<%7 /KGLG6/G*% G /G*% I D6                )*$+,* - ./0(/-(*$10##* /0* 23#40(*#( /0( (( /(1 2(0 2&0 9 J9G63GM: /3' /', /,1 2'& 6GD3D6   /,* D7 %L%6 N G /G*% 76G% FJÁRMÁLAEFTIRLITIÐbirti í gær umræðuskjalnúmer 9/2003 þar semfram koma hugleiðingar um gegnsæi í starfsemi Fjár- málaeftirlitsins. Velt er upp þeirri spurningu hvort ástæða sé til að rýmka heimildir Fjármála- eftirlitsins til að greina frá fram- kvæmd eftirlits og niðurstöðum í einstökum málum. Á ársfundi Fjármálaeftirlitsins í gær fjöll- uðu bæði forstjóri og stjórnar- formaður um þetta efni og reif- uðu rök með og á móti. Fjármálaeftirlitið hefur hins vegar ekki tekið afstöðu til þess hvort æskilegt væri að breyta núverandi fyrirkomulagi, en sú breyting fæli raunar í sér laga- breytingu og ákvörðunin væri því Alþingis yrði hún tekin. Í ræðu forstjóra Fjármálaeft- irlitsins, Páls Gunnars Pálsson- ar, kom fram að stofnunin fjallaði ekki opinberlega um ein- stök mál eða málefni einstakra eftirlitsskyldra aðila. Í lögum væri megináhersla lögð á þagn- arskyldu, en í mjög afmörkuðum tilvikum væri kveðið á um upp- lýsingaskyldu eða heimildir til þess að miðla upplýsingum. Páll Gunnar sagði Fjármála- eftirlitið oft sæta gagnrýni vegna skorts á upplýsingagjöf og í því sambandi hefði verið nefnt að varnaðaráhrif af að- gerðum Fjármálaeftirlitsins væru lítil og stuðluðu ekki nægi- lega að bættri framkvæmd á fjármálamarkaðnum í heild. Og oft drægju menn þá ályktun að Fjármálaeftirlitið væri veik stofnun og að þar væri lítið að- hafst. Lítil stórtíðindi Í máli Páls Gunnars kom fram að þetta ætti ekki við rök að styðjast, því oft væru aðgerðir Fjármálaeftirlitsins að baki fréttum af breytingum hjá eft- irlitsskyldum aðilum, en Fjár- málaeftirlitið legði almennt ekki að þessum aðilum að segja frá kröfum Fjármálaeftirlitsins. „Í stað þess birtast litlar fréttir um að starfsemi fyrirtækis hafi ver- ið endurskipulögð, stjórnandi látið af störfum að eigin ósk, ársreikningur endurútgefinn, mál komið til meðferðar ríkislög- reglustjóra o.fl., án þess að eftir- litsins sé í neinu getið,“ sagði Páll Gunnar. Þessi orð forstjóra Fjármála- eftirlitsins eru afar athyglisverð fyrir þá sem fylgjast með frétt- um af eftirlitsskyldum aðilum og verða vafalítið til þess að fréttir af þessum aðilum verða lesnar með öðrum hætti hér eftir en hingað til, þó að út af fyrir sig hafi verið vitað að Fjármálaeft- irlitið gerði athugasemdir án þess þær væru gerðar opinber- lega. En þessi orð eru einmitt býsna sterk rök fyrir því að breyta núverandi fyrirkomulagi upplýsingagjafar Fjármálaeftir- litsins, því ljóst má vera að frétt- ir af þeim toga sem forstjórinn nefndi munu hér eftir kalla á vangaveltur og jafnvel sögu- sagnir um hvað standi að baki litlum fréttum um brotthvarf framkvæmdastjóra, endurskipu- lagningu og svo framvegis. Séu upplýsingar um þátt Fjármála- eftirlitsins ekki veittar munu all- ir sem gera breytingar liggja undir grun um að Fjármálaeft- irlitið hafi þvingað fram breyt- ingarnar. Tvíþætt hlutverk Hægt er að líta svo á að eftirlits- hlutverk Fjármálaeftirlitsins sé tvíþætt. Annars vegar er um að ræða eftirlit með viðskiptabönk- um, sparisjóðum, trygginga- félögum, lífeyrissjóðum og öðr- um þeim sem hafa með höndum vörslu og ávöxtun fjármuna. Hins vegar lýtur eftirlitið að því að tryggja eðlilega starfsemi á verðbréfamarkaði, svo sem að upplýsingagjöf sé fullnægjandi, að jafnræði sé með fjárfestum og að reglum sé fylgt að öðru leyti. Fyrrnefndi þáttur eftirlitsins er þess eðlis að þar má færa rök fyrir því að trúnaðar- og þagn- arskylda eigi að vega þyngra en þau sjónarmið að opinbera upp- lýsingar, enda helstu rökin fyrir eftirlitinu þau að tryggja að fjár- munir almennings séu í örugg- um höndum og að hinir eftirlits- skyldu aðilar geti staðið við skuldbindingar sínar. Þetta er alls ekki jafn augljóst um síðari eftirlitsþáttinn, því þar geta upplýsingar sem Fjármála- eftirlitið býr yfir, og kröfur sem það kann að gera um breytingar hjá útgefanda verðbréfa, skipt fjárfesta verulegu máli. Skráð- um fyrirtækjum ber að veita upplýsingar um atriði sem líkleg eru til að hafa veruleg áhrif á verðmyndun hlutabréfa þeirra. Miðað við orð forstjóra Fjár- málaeftirlitsins má reikna með að sú staða hafi komið upp í tengslum við eftirlit þess að upp- lýsingar um athugasemdir þess hefðu orðið til að hreyfa verð hlutabréfa. Það væri þess vegna eðlilegt að slíkar upplýsingar væru gerðar opinberar svo fjár- festar gætu tekið afstöðu til þeirra og lagt mat á hvort þær ættu að hafa áhrif á verðið. Upplýsingagjöf Fjármálaeftirlitsins Innherji skrifar innherji@mbl.is VILHJÁLMUR Bjarnason for- maður samtaka fjárfesta hefur gagnrýnt há þjónustugjöld fjár- málafyrirtækja við meðhöndlun rafrænna verðbréfa. Vilhjálmi finnst gjöldin of há miðað við að mannshöndin komi nú mun minna við sögu en áður. „Mér finnast gjaldskrár bankanna dálítið eins- leitar og mér finnst að einstakling- ar hafi ekki notið þess hagræðis sem rafræn verðbréfaskráning og tækniframfarir hafa leitt af sér,“ segir Vilhjálmur í samtali við Morgunblaðið. Eins og sést á meðfylgjandi töflu þar sem borin eru saman þjónustugjöld bankanna í verð- bréfaviðskiptum eru lítil frávik frá einum banka til annars. Einn banki? Vilhjálmur segir að þegar gjald- skrárnar séu skoðaðar saman megi nánast halda að um einn banka væri að ræða. „Ég fæ ekki betur séð en þetta sé nánast einn banki. Svo mætir formaður samtaka banka og verðbréfafyrirtækja í fjölmiðla og svarar fyrir alla í einu, og er þar með holdgervingur samráðsins,“ segir Vilhjálmur. Margrét Sveinsdóttir forstöðu- maður í sölu og þjónustu verðbréfa hjá Íslandsbanka eignastýringu segir að það gjald sem bankinn rukkar fyrir til dæmis það að færa verðbréf á milli banka, sem er 700 kr. hjá Íslandsbanka, sé ekki óeðli- legt. Hún segir að gjaldið sé miðað við þann kostnað sem bankinn verði fyrir vegna færslunnar t.d. skráningar verðbréfanna hjá Verð- bréfaskráningu og í kerfi bankans auk þess sem einhver umsýsla hjá starfsmanni fylgi jafnan slíkri til- færslu. Þá bætist við póstkostn- aður. Þegar allt er tekið saman sé 700 kr. kostnaður ekki óeðlilegur. „Ef eigandi viðkomandi verðbréfs greiðir þetta ekki, eru aðrir við- skiptavinir bankans að niðurgreiða þessa þjónustu með óbeinum hætti, og það er ekki sanngjarnt,“ sagði Margrét í samtali við Morg- unblaðið. Um árgjald sem rukkað er fyrir að eiga vörslureikning verðbréfa í bankanum, sem er 3.600 kr., segir Margrét að það fel- ist ákveðinn kostnaður í því að við- halda vörslureikningi. Kostnaður felst í lágmarksvinnu við að stemma af eignirnar, senda út yf- irlit og svara fyrispurnum fólks varðandi reikninginn, að sögn Margrétar. „Hugsunin er að lág- marksgrunngjald sé tekið fyrir það að geyma bréfin, en það gjald getur auðvitað orðið hlutfallslega hátt fyrir þann sem á lágar fjár- hæðir inni á slíkum reikningi.“ Um 7000 kr. lágmarksgjald sem bankinn tekur fyrir að kaupa og selja erlend hlutabréf segir Mar- grét að erlend viðskipti séu mjög dýr og að jafnaði fari um helm- ingur þessarar upphæðar í að borga erlendum miðlara. Hún bendir á að fólk sem vill eiga við- skipti með erlend hlutabréf eigi líka þann kost að skrá sig beint hjá erlendu verðbréfafyrirtæki án milligöngu bankans og geti þá átt viðskipti í gegnum netið. Margrét bendir einnig á að í flestum tilvikum sé kostnaðar- minna fyrir fólk að fjárfesta frekar í verðbréfasjóðum heldur en fyrir lágar fjárhæðir í stökum verðbréf- um. Fast gjald hjá E*TRADE Þess ber að geta að lokum að fólk getur átt viðskipti í Kauphöllinni í New York á Wall Street í gegnum verðbréfafyrirtækið E*TRADE Securities Incorporated, með milli- göngu Landsbankans. E*TRADE er sérhæft verðbréfafyrirtæki á Vefnum. Samkvæmt upplýsingum á vef- síðu Landsbankans er reiknað eitt fast gjald fyrir framkvæmd við- skipta í gegnum E*TRADE eða 29,95 Bandaríkjadalir, eða um 2.300 krónur, hvort sem verið er að kaupa eða selja hlutabréf. 456 5 !# % !#  2  # 5##0"#6 0$47 *,4)2?8# *,4)2?8# !' *,4)2?8#A8)# .@C( 0"#6 0$47 <8#-'.#,4)2 8(0 /"47 04&-2)!'#'4 "#6*# 47 0$0( (/+* 8 "*(0906 :(0 *00* 8 "*,#*# *### ( 4#, ;.(47 *,?8# 2?8# N))@#' *,?'4 /5.@#' )@#' & !.. 41#'#'((( (0, !.. 41#'#)((( & !.. 41#'#0((( #'3(( #0(( #'(( #0(( (), !.. 41#'#'((( (* !.. 41#'#'((( !.. 41#'#'((( & !.. 41#'#&(((( 41##),(( #,(( #),( #,(( (, !.. 41#'#'((( (, !.. 41#'#'((( & !.. 41#'#'((( (0, !.. 41#'#&1,( &,( !.. 41#'#'((( & !.. 41#'#&)((( ,,"$ 906 #0(( #)0, #0(( () !.. 41#'#'((( (* !.. 41#'#'((( O9& )@#!1'..-'.!')2#!!@C( O9& *,?'4'/5.@#1-!')#'4 24.'@4 # 41#H2)?8#!'#))!1((!'-'.')() -2)4!'4)P'4 4'-2)?8#!4!'((.1*,?'4)/5.@#( O02-!.@C(-'.)#','& @2#1?!1 O9& N))@#!1'..-'.@C(#!+, *,2N))4&4'' ) C4&4'!4'! !#,?8# 9!'1'F7&)# @# Bankarnir með svipaðar gjaldskrár MP Fjárfestingarbanki hf. Skipholti 50d Sími 540 3200 Fax 540 3201 mottaka@mp.is www.mp.is Hafðu samband við okkur í síma 540 3200 Fjölbreytt fjármálafljónusta LOKAGILDI úrvalsvísitölunnar var 1.915,6 stig í gær og hefur aldrei verið hærra. Hækkun vísi- tölunnar í gær nam 1,09% og hefur hún hækkað um tæp 3% í vikunni. Úrvalsvísitalan hefur hækkað um 41,7% frá áramótum og um 48,2% sé litið eitt ár aftur í tímann, að því er segir í hálf fimm fréttum Kaupþings Búnaðarbanka. Vísital- an fór yfir 1.900 stiga markið 17. október sl. en þar áður hafði vísi- talan hæst farið í 1.888,7 hinn 17. febrúar árið 2000. Í gær voru það bréf Vinnslu- stöðvarinnar sem hækkuðu mest í verði, eða um 7,04%. Bréf Bakka- varar Group hækkuðu um 4,91% og bréf Pharmaco um 2,23%. Bréf SÍF lækkuðu mest í gær, eða um 3,77% og bréf Össurar lækkuðu um 0,89%. Mest viðskipti voru með bréf Íslandsbanka, 780 milljónir króna. Úrvalsvísitalan aldrei hærri

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.