Morgunblaðið - 30.10.2003, Blaðsíða 6

Morgunblaðið - 30.10.2003, Blaðsíða 6
6 B FIMMTUDAGUR 30. OKTÓBER 2003 MORGUNBLAÐIÐ NFRÉTTIR ● Athuganir Fjármálaeftirlitsins, FME, á fjármálafyrirtækjum hafa í nokkrum tilvikum leitt til aukinna framlaga í afskriftarreikning. Í fjórum tilvikum hefur eiginfjárhlutfall fjár- málafyrirtækis reynst undir lög- bundnum mörkum. Í þeim tilvikum var gripið til aðgerða til að koma eig- infjárstöðunni í lögmætt horf. Í nokkr- um tilvikum til viðbótar hefur Fjár- málaeftirlitið lýst áhyggjum vegna slakrar eiginfjárstöðu fjármálafyr- irrtækis. Þá hafa alloft verið gerðar athugasemdir við stórar áhættu- skuldbindingar einstakra lánastofn- ana. Þetta kemur fram í ársskýrslu Fjármálaeftirlitsins fyrir tímabilið 1. júlí 2002 til 30. júní 2003. Í skýrslunni kemur fram að fjár- málaþjónusta á vegum erlendra fyr- irtækja er vaxandi mæli boðin hér á landi án þess að viðkomandi fyr- irtæki hafi fullnægjandi leyfi. FME hefur í nokkrum tilvikum varað við starfsemi nafngreindra fyrirtækja. Í einu tilviki hefur Fjármálaeftirlitið bannað starfsemi innlends fjármála- fyrirtækis erlendis. Í kjölfar nýrra laga um verðbréfa- viðskipti, nr. 33/2003, sem tóku gildi þann 1. júlí sl. gerði Fjármálaeft- irlitið breytingar á leiðbeinandi til- mælum nr. 2/2001, um efni reglna um meðferð innherjaupplýsinga og viðskipti fruminnherja. Í tengslum við markaðsvakt FME voru 18 mál tekin til formlegrar at- hugunar á tímabilinu. Ríflega helm- ingur þessara mála varðaði innherja- viðskipti, tæplega helmingur varðaði upplýsingagjöf á markaði og eitt varðaði relgur um almennt útboð. Í tveimur tilvikum stendur athugun enn yfir, í átta málum reyndist ekki ástæða til athugasemda en í sjö til- vikum voru gerðar athugasemdir og útbóta krafist, eða settar fram leið- beiningar um eðlilega viðskipta- hætti. Í einu tilviki stöðvaði Fjármála- eftirlitið útboð verðbréfa. Ekki reyndust forsendur til að vísa fram- angreindum málum til efnahags- brotadeildar ríkislögreglustjóra. Allmargar athugasemdir ● Veigamestu eftirlitsverkefni Fjár- málaeftirlitsins í eftirliti með lífeyr- issjóðum hafa verið ítarlegar at- hugasemdir á fjárfestingum líf- eyrissjóða undanfarin tímabil. Athugasemdir FME í kjölfar fjárfesting- arathugana hafa helst lotið að fjárfest- ingum í óskráðum verðbréfum umfram heimildir laga enda hefur athugunum að verulegu leyti verið beint að sjóðum sem eru yfir hámarksheimildum laga í óskráðum verðbréfum, að því er segir í ársskýrslu FME. FME hefur krafið sjóðina um úrbæt- ur og nú er svo komið að fjárfestingar lífeyrissjóða í óskráðum verðbréfum eru í langflestum tilvikum í löglegu horfi. Hjá allflestum lífeyrissjóðum, sem gerðar voru athuganir á, voru gerðar athugasemdir við ýmis atriði er vörðuðu fyrirkomulag innra eftirlits. Í þeim sjóðum þar sem fjárfestingar hafa ekki verið í samræmi við lög hefur innra eftirliti ekki verið nægilega vel sinnt. Almennt má segja að gögnum um innra eftirlit frá lífeyrissjóðum hafi verið heldur ábótavant og gögn ekki skilað sér nægilega vel. Þá hefur Fjár- málaeftirlitið gert fjölda athugasemda og komið með ábendingar varðandi flokkun fjárfestinga í fjárfesting- arskýrslum. Mál til ríkislögreglustjóra Nokkur brögð hafa verið að því að ársreikningar og fjárfestingarstefnur lífeyrissjóðanna hafi ekki verið í sam- ræmi við reglur sem um þau gilda og hafa margvíslegar athugasemdir verið gerðar við sjóðina í þessu sambandi og úrbóta krafist. Fjármálaeftirlitið hefur á tímabilinu hafið viðamiklar athuganir á starfsemi þriggja lífeyrissjóða. Tveimur þeirra lauk með athugasemdum og kröfum um úrbætur en einni er ólokið. Í einu tilviki afhenti Fjármálaeftirlitið efna- hagsbrotadeild ríkislögreglustjóra nið- urstöður og gögn vegna athugunar. Fjárfestingar í flest- um tilvikum í sam- ræmi við lög EF vilji er fyrir því að Fjármálaeftirlitið verði djarfara í því að koma verkum sínum í einstökum málum á framfæri verður að gera því það kleift með skýrari hætti í lögum en nú er kveðið á um. Þetta kom fram í máli Páls Gunnars Pálssonar, forstjóra Fjármálaeftirlitsins, á fimmta ársfundi stofnunarinnar á jafnmörgum árum í gær. Páll Gunnar sagði í ræðu sinni á fundinum að Fjármálaeftirlitið sætti oft gagnrýni fyrir að fjalla ekki opinberlega um einstök mál eða mál- efni einstakra eftirlitsskyldra aðila. Í lögum sé megináhersla lögð á þagnarskyldu Fjármálaeft- irlitsins, þó í mjög afmörkuðum tilvikum sé kveð- ið á um upplýsingaskyldu eða heimildir til þess að miðla upplýsingum. Nefnt hafi verið að varn- aðaráhrif af aðgerðum Fjármálaeftirlitsins og niðurstöðum séu lítil og aðgerðir þess í einstökum málum stuðli ekki nægilega að bættri fram- kvæmd á fjármálamarkaði í heild. „Aðalatriðið er hins vegar að Fjármálaeftirlitið starfar einfaldlega eftir þeim reglum sem því eru settar,“ sagði Páll Gunnar. „Vilji menn fá meira að heyra, verður að gera Fjármálaeftirlitinu það kleift með skýrum hætti í lögum. Áður en það er gert er hins vegar eins gott að fara vel yfir til hvers þær breytingar leiða. Gild rök búa að baki núverandi fyrirkomulagi, en gild rök eru einnig fyrir breytingum.“ Að sögn Páls Gunnars er Fjármálaeftirlitið reiðubúið til að taka þátt í umræðu um þessi mál. Hann sagði að í því skyni hafi það í gær birt um- ræðuskjal nr. 9/2003, sem hafi að geyma hugleið- ingar um gegnsæi í starfsemi Fjármálaeftirlitsins undir fyrirsögninni: Er ástæða til þess að rýmka heimildir Fjármálaeftirlitsins til að greina frá framkvæmd eftirlits og niðurstöðum í einstökum málum? Í umræðuskjalinu er fjallað um gildandi reglur og starfsaðferðir Fjármálaeftirlitsins, rök fyrir núverandi fyrirkomulagi og rök fyrir því að auka gegnsæi í starfsemi Fjármálaeftirlitsins. Í lokin er varpað fram spurningum um hvaða breytingar koma til greina. „Fjármálaeftirlitið hefur sjálft ekki tekið af- stöðu til málefnisins. Það óskar hins vegar eftir sjónarmiðum eftirlitsskyldra aðila, fjölmiðla- manna og annarra við umræðuskjalinu í þeirri von að sú umfjöllun geti gagnast í mótun á starfs- umgjörð eftirlitsins. Endanlegar ákvarðanir um það eru hins vegar ekki í höndum Fjármálaeft- irlitsins. Þær þurfa atbeina löggjafans.“ Hagfelld staða á lánamarkaði Páll Gunnar rakti í ræðu sinni þróun mála á hverju sviði fjármálamarkaðar að undanförnu og greindi frá áherslum Fjármálaeftirlitsins og nokkrum verkefnum sem þau varða. Hann sagði að Fjármálaeftirlitið hafi á fyrri ársfundum haft uppi varnaðarorð um aðstæður á lánamarkaði. Síðasta ár hafi hins vegar í flestu verið fyrirtækjum á lánamarkaði hagfellt. Þrátt fyrir mikil útlánatöp hafi eiginfjárhlutföll lána- stofnana í heild verið í viðunandi horfi. Í nokkrum tilvikum hafi lánastofnanir reynst undir lög- bundnu eiginfjárhlutfalli og í fleiri tilvikum hafi Fjármálaeftirlitið gert athugasemdir við slaka eiginfjárstöðu. Í sumum þessara tilvika hafi at- huganir Fjármálaeftirlitsins á útlánagæðum og afskriftamati leitt þetta í ljós. „Nú bendir flest til þess að hafið sé nýtt tíma- bil útlánaaukningar sem mælast muni í tveggja stafa tölum. Þannig nam 12 mánaða nafnaukning útlána 12,3% í lok júní 2003, samanborið við 4,6% þremur mánuðum áður og 5,1% í árslok 2002. Gera verður þá kröfu að lánastofnanir vandi út- lánaákvarðanir við þessar aðstæður og byggi í því efni á nýfenginni reynslu af síðasta vaxtarskeiði.“ Fyrirbyggjandi aðgerðir Fjármálaeftirlitið hefur lagt áherslu á fyrirbyggj- andi aðgerðir, aðhald í formi athugana á ein- stökum viðskiptum og styrkingu starfshátta fjármálafyrirtækja, að því er fram kom í máli Páls Gunnars varðandi verðbréfamarkaðinn. Hann sagði að fyrirbyggjandi aðgerðir miði að því að takmarka hættu á innherjasvikum, mark- aðsmisnotkun og brotum á upplýsingaskyldu. Á síðustu árum hafi Fjármálaeftirlitið lagt hart að útgefendum skráðra verðbréfa að skapa hjá sér umgjörð um starf sitt á verðbréfamarkaði sem m.a. eigi að takmarka verulega hættu á inn- herjasvikum ef rétt sé á málum haldið. Setning reglna um meðferð innherjaupplýsinga og við- skipti fruminnherja eigi að skapa þessa umgjörð. Þar komi til skipan regluvarðar, skylda frum- innherja til að ganga úr skugga um að ekki liggi fyrir innherjaupplýsingar áður en viðskipti fara fram og sérstakar varúðarráðstafanir þegar aðrir en fruminnherjar búa yfir innherjaupplýsingum. „Treglega hefur gengið að koma þessari um- gjörð á hjá öllum útgefendum skráðra verðbréfa og hefur Fjármálaeftirlitið þurft að beita dag- sektum í því skyni. Fjármálaeftirlitið hefur í nokkrum tilvikum haft afskipti af félögum sem ekki hafa náð að festa þessa fyrirbyggjandi um- gjörð nægilega í sessi. Dæmi um það eru við- skipti fruminnherja stuttu fyrir birtingu upp- gjöra. Jafnframt hefur Fjármálaeftirlitið aukið stuðning við regluverði og skapað þeim aðhald með heimsóknum í tengslum við viðamikil við- skipti, kynningarfundum o.fl. Þessar aðgerðir eru að mati Fjármálaeftirlitsins að skila sér hægt og bítandi.“ Betri agi um fjárfestingar lífeyrissjóða Raunávöxtun lífeyrissjóða var neikvæð um 3% á árinu 2002, en raunávöxtun hafði verði neikvæð tvö árin þar á undan. Páll Gunnar sagði að til að gefa stöðugari mynd af þróuninni sé gagnlegt að horfa til meðaltalsraunávöxtunar síðustu tíu ára frá síðustu þremur árum talið. Þær tölur sýna hraða lækkun meðaltalsraunávöxtunar úr 6,7% árin 1991–2000 í 5,9% árin 1992–2001 og 4,9% ár- in 1993–2002. „Á sama tíma hefur tryggingafræðileg staða lífeyrissjóða versnað. Ef horft er til stöðu sjóða án ábyrgðar í árslok 2002 kemur í ljós að af 43 deildum voru 4 reknar með meira en 10% halla, 18 voru reknar með halla á bilinu 5,1–10%, 9 með halla á bilinu 0,1–5% en 12 voru með jákvæða stöðu. Breyta þarf samþykktum lífeyrissjóðs ef halli er meiri en 10% eða á milli 5–10% í fimm ár samfellt.“ Eftirlit með sanngirni tryggingaiðgjalda „Vátryggingamarkaður hefur um margt búið við hagstæðar aðstæður að undanförnu, einkum í skaðatryggingarekstri,“ sagði Páll Gunnar. „Hagnaður af skaðatryggingarekstri jókst árið 2002 um 87% frá fyrra ári. Hagnaður af fjármála- rekstri dróst hins vegar saman um 45% og hefur ekki verið lægri frá árinu 1998. Líftrygginga- rekstur skilaði tapi á árinu, en hafði áður skilað hagnaði í nokkur ár. Ef horft er til skaðatrygg- ingareksturs sérstaklega, sést að iðgjaldatekjur félaganna halda áfram að vaxa. Tjónagreiðslur halda einnig áfram að vaxa þó tjón félaganna í eigin hlut hafi dregist saman vegna aukinnar þátttöku endurtryggjenda í tjónum.“ Páll Gunnar sagði að Fjármálaeftirlitið hafi á tímabilinu unnið sérstakar tölfræðigreiningar á stöðu vátryggingaskuldar í lögboðnum ökutækja- tryggingum hjá þremur stærstu vátrygginga- félögunum. Hefur Fjármálaeftirlitið leitað sjón- armiða vátryggingafélaganna við þeim greiningum og mun í framhaldinu taka tiltekin atriði í mati tjóna til ítarlegri athugunar. Að þeirri athugun lokinni verða endanlegar niður- stöður kynntar viðkomandi vátryggingafélagi. Þá er Fjármálaeftirlitið að ljúka athugun í tilefni af hækkun iðgjalda sem varð á tímabilinu í tiltekn- um eignatryggingum. Athuganirnar beindust að þremur stærstu vátryggingafélögunum. Ekki liggur fyrir hvort og þá með hvaða hætti nið- urstöður úr framangreindum athugunum verða kynntar opinberlega, sagði Páll Gunnar. Aukið gegnsæi Fjármálaeftirlitsins Forstjóri Fjármálaeftirlitsins kallar eftir umræðu um aukið gegnsæi í starfsemi þess Morgunblaðið/Jim Smart Páll Gunnar Pálsson, forstjóri Fjármálaeftirlitsins, fjallaði meðal annars um þá gagnrýni sem beinist að eftirlitinu. EIN LEIÐ til að koma því í kring að alvarleg mál sem koma á borð Fjármálaeftirlitsins, FME, fái skjóta úrlausn er að auka heimildir FME til þess að rannsaka slík mál ítarlegar en nú er þann- ig að vinnuferlið hjá ríkislögreglustjóra gæti tekið skemmri tíma. Þetta kom fram í máli Stefáns Svavarssonar stjórnarformanns Fjármálaeftir- litsins á ársfundi þess í gær. „Samkvæmt ákvæðum gildandi laga hefur eftir- litið tilkynningaskyldu til ríkislögreglustjóra þeg- ar svo háttar til að brot teljast alvarleg og sýnast vera þannig að um refsivert athæfi sé að ræða. Við þessar aðstæður er hlutverki eftirlitsins lokið með því að tilkynna um málið til ríkislögreglustjóra. Það er mat stjórnar eftirlitsins að brýnt sé fyrir fjármálamarkaðinn í heild, að mál af þessu tagi, sem hafa einhverja hneigð til þess að komast í fjöl- miðla, fái eins skjóta afgreiðslu og kostur er. Þannig helst koma varnaðaráhrif fram gagnvart markaðnum að öðru leyti, en auk þess er það eðli- legt gagnvart öllum málsaðilum. Ein leið til þess að koma því í kring væri að auka heimildir Fjármálaeftirlitsins til þess að rannsaka slík mál ítarlegar en nú er, þannig að vinnuferlið hjá ríkislögreglustjóra gæti tekið skemmri tíma.“ Stefán sagði í framhaldinu að nauðsynleg fag- kunnátta væri til staðar hjá FME fyrir slíkar rannsóknir. „Ég bendi auk þess á, að líklegra er að mínum dómi að fagkunnátta til rannsóknar á mál- um sem snerta rekstur eftirlitsskyldra aðila hvíli frekar hjá Fjármálaeftirlitinu en lögregluyfir- völdum. Með þessum orðum er ég þó alls ekki að kasta rýrð á hæfi lögregluyfirvalda til starfa á þessu sviði. Rétt er að taka fram, að í stað þess að efla eftirlitið til vinnu á þessu sviði, en ég vek at- hygli á því að erlendis eru þess dæmi að fjármála- eftirlit hafi víðtækari heimildir að þessu leyti en hér þekkist, kæmi einnig til greina að efla efna- hagsbrotadeild ríkislögreglustjóra, svo að mála- hraði á þessu sviði geti verið meiri.“ Stefán vék einnig að upplýsingaskyldu FME og sagði að í umræðum á undanförnum misserum hefði nokkuð borið á því að menn ætli eftirlitinu annað hlutverk og víðtækara en kveðið er á um í lögum. „Það má velta því fyrir sér, hvort annað vinnulag kæmi hér til greina, enda væri það í þágu gegnsæis á markaði að meiri upplýsingamiðlun kæmi frá eftirlitinu. En hér er vandratað, því þó að hægt sé að halda því fram að í slíkum upplýs- ingum séu fólgin einhvers konar varnaðaráhrif, þá gæti birting þeirra á hinn bóginn einnig orðið til þess að spilla fyrir rannsóknarumhverfi eftirlits- ins. Af hvaða hvötum ættu starfsmenn eftirlits- skyldra aðila, til dæmis að taka, að vera að skýra starfsmönnum eftirlitsins frá einu og öðru í starf- seminni, ef þeir ættu það á hættu að frá því yrði skýrt opinberlega í skýrslum eftirlitsins?“ Stefán fjallaði um innleiðingu alþjóðlegra reikn- ingsskilastaðla hér á landi. Eitt væri að innleiða nýja reikningsskilastaðla og annað væri að hafa eftirlit með að þeim væri framfylgt. Hann sagði að til greina komi að eftirlitið verði sameiginlega í höndum FME og Kauphallarinnar. Auknar heimildir gætu flýtt úrlausn mála Morgunblaðið/Jim Smart Stefán Svavarsson, stjórnarformaður FME, segir brýnt að alvarleg mál fái skjóta afgreiðslu.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.