Morgunblaðið - 30.10.2003, Blaðsíða 10

Morgunblaðið - 30.10.2003, Blaðsíða 10
10 B FIMMTUDAGUR 30. OKTÓBER 2003 MORGUNBLAÐIÐ NFJÁRMÁL DIGITAL Reykja- vik, (www.digital- reykjavik.com) alþjóð- leg ráðstefna um breiðbandsvæðingu, verður haldin hér á landi dagana 26.-28. nóvember nk. Á meðal fyrirlesara á ráðstefn- unni verður Esther Dyson, sem er at- kvæðamikill áhættu- fjárfestir sem sérhæfir sig í fjárfestingum í tæknifyrirtækjum um allan heim með sér- staka áherslu á Mið- og Austur-Evrópu. Dyson gefur einnig mánaðarlega út fréttabréfið Release 2.0: A design for living in the digital age, þar sem hún fjallar um það sem hæst ber í þessum geira á hverjum tíma, fjallar um tækninýjungar og grein- ir markaði. Þar að auki hefur Dyson ritað greinar í virt blöð um viðskipti og málefni hátæknifyrir- tækja, blöð eins og Forbes Magaz- ine og New York Times. Esther Dyson situr auk þess í stjórnum fjölda fyrirtækja víða um heim. Þú hefur fjárfest mikið í Austur- Evrópu. Eru helstu tækifærin í há- tæknigeiranum í þeim heimshluta? „Ég hef verið mikið í Austur- Evrópu allt síðan árið 1989. Ég get ekki sagt að þar séu mestu tæki- færin í dag; þau eru í Kína. Ástæða þess að ég hef verið mikið í Austur-Evrópu er að ég tala rússnesku. Þar sem mestu möguleikarnir eru til staðar á hverjum tíma, þar er líka mest af fólki. Ef maður ein- beitir sér að stöðum sem ekki eru í kastljósinu, og lætur áhugasvið sitt ráða för, þá er um leið minni sam- keppni.“ Er stefna þín þá að leita tæki- færa sem henta þínu áhugasviði? Nei, mín stefna er að lifa áhuga- verðu lífi. Líf mitt stjórnast af því hvað vekur áhuga minn í það og það skiptið, miklu fremur en af því hvað felur í sér mestu ágóðavon- ina. Ég er sem sagt ekki bara fjár- festir heldur á ég mér líf fyrir utan það. Svo er líka stór hluti af mínu starfi að greina iðnaðinn og ég hef því áhuga á öllu sem er að gerast hvar sem það er.“ Hvað með Kína, hefurðu eitt- hvað fjárfest þar? „Ég hef farið þangað nokkrum sinnum og ég hef áhuga á kín- verska markaðnum, en ég er ekki með mikil umsvif þar í samanburði við annað sem ég er að gera.“ Margir fjárfestar fóru illa út úr Internetbólunni um síðusu aldamót. Hvað með þig sem fjárfestir nær ein- göngu í tæknifyrir- tækjum? „Ég fór ekki eins bratt í slíkar fjár- festingar og margir aðrir og lenti því ekki eins illa í því. Það er alveg sama ástæðan fyrir því og sú af hverju ég fer ekki til Kína og tek þátt í kapphlaupinu þar. Ef þú ert með það skýrt afmarkað fyrir sjálfum þér hvað þér finnst áhugavert þá heldur það þér frá vitleysunni líka. Auðvitað átti ég einhver við- skipti sem borguðu sig ekki, en eins og ég sagði þá lenti ég ekki illa í því eins og sumir gerðu.“ Hefurðu eitthvað kynnt þér há- tæknigeirann á Íslandi? „Ég veit eitthvað smávegis um geirann á Íslandi, en ástæða þess að ég er að koma til landsins er einmitt sú að mig langar að vita meira.“ Þekkirðu einhver fyrirtæki; de- CODE eða OZ t.d.? „Ég hef heyrt um deCODE en ekki um OZ.“ Tímaritið þitt, Release 2.0, er það mikið lesið? „Það nýtur almennrar virðingar í þessum geira, en því er dreift í mjög smáu upplagi, innan við þús- und eintökum “ Skoða fjárfestar blaðið við mat á fjárfestingarkostum? „Blaðið er ekki hugsað fyrir fjárfesta. Það er fyrir fólk í brans- anum, fólk sem er að reka há- tæknifyrirtæki. Blaðið fjallar um hvernig markaðurinn virkar og einstök afmörkuð atriði í rekstri fyrirtækjanna. Þú hlýtur að vera vinsæl hjá sprotafyrirtækjum. Hafa þau mik- ið samband við þig? „Jú, það er rétt. Þau hafa sam- band mjög reglulega. Það sem ég get gert fyrir þau er að eyða með þeim smá tíma, gefa þeim ráð og slíkt, eða þá að ég fjárfesti í fyr- irtækjunum. Það er mismunandi hverju ég hef áhuga á í það og það skiptið. Stundum kem ég fólki í samband við annað fólk sem ég þekki sem kemur þá báðum aðilum til góða.“ Hvert er markaðsvirði verð- bréfasafnsins þíns? „Satt að segja þá veit ég það ekki, enda er ómögulegt um það að segja þar sem flest fyrirtækin eru óskráð og hafa því ekkert mark- aðsvirði. Ég tel þó að markaðs- virðið sé á bilinu 5–20 milljónir Bandaríkjadala, eða á bilinu 380– 1.500 milljónir króna. En þetta er ekkiert sem ég get ákveðið að selja einn daginn og komið í verð sam- stundis.“ Hvernig er starf þitt frá degi til dags? „Ég þarf að ferðast mikið til að sækja stjórnarfundi í félögum sem ég á hlut í og sem betur fer hef ég gaman af að ferðast. Til dæmis fer ég frá Reykjavík til Tallin í Eist- landi þar sem eitt af fyrirtækjum mínum er staðsett, og svo fer ég þaðan til Tókýó á annan stjórn- arfund.“ Hvað er helst að gerast á sviði hátækniiðnaðar í Eystrasaltslönd- unum? „Eistland er frábær staður fyrir hátæknifyrirtæki. Fólk þar er mjög frumkvöðlasinnað. Lettland og Litháen eru svo aftur ekki eins framarlega á því sviði. Svo má segja um fleiri staði að Stokkhólm- ur er mjög líflegur staður fyrir þennan geira, þar er mikið af fyrr- verandi Ericsson fólki að vinna ýmis verkefni. Gætirðu sagt mér eitthvað um það hvernig er að eiga viðskipti í Rússlandi? „Rússneski markaðurinn er sterkur og landið er vaxandi. Rík- isstjórn landsins er líka að verða sífellt sterkari. Rússland er ennþá mjög harður heimur og erfitt að eiga viðskipti þar. Umhverfið er þó orðið mun heilbrigðara en það var fyrir t.d. fimm árum síðan.“ Er mikið af vestrænum fjárfest- um í landinu? „Já, það er mikið af þeim, en því miður laðar svona ástand eins og í Rússlandi ekki alltaf til sín besta fólkið. Rússland er aftur að verða vinsæll staður til að fjárfesta á, enda eru tækifærin mikil. Rússar eru vel menntað fólk og þar er tæknimenntun á háu stigi. Það sem skortir núna er meiri við- skipta- og stjórnunarmenntun.“ Hvað muntu tala um á ráðstefn- unni digitalReykjavik? „Ég hef ekki enn ákveðið hvað ég mun tala um. Ég vonast til að geta sem mest svarað spurningum og rætt við fólk. Ég læri lítið um Ísland ef ég kem bara og tala og fer svo.“ Hvað stopparðu lengi? „Því miður get ég bara stoppað í einn dag. Að vissu leyti þarf maður að koma einu sinni fyrst til að vita hvað maður á að gera þegar maður kemur í annað skipti. Að því leyti má segja að heimsókn mín í nóv- ember sé „núllta“ heimsóknin frek- ar en sú fyrsta.“ Stjórnast af áhuga fremur en ágóða Erlendur áhættufjárfestir meðal fyrirlesara á alþjóðlegri ráðstefnu um breiðbandsvæðingu, Digital Reykjavik, sem verður haldin í nóvember Esther Dyson KAUPÞING-BÚNAÐARBANKI gaf nýlega út Lífeyrisbókina, handbók fyrir stjórnendur líf- eyrissjóða, þar sem fjallað er um lagalegt umhverfi lífeyrissjóða, hæfi stjórnarmanna, eftirlitshlutverk stjórnar, eignastýringu, mótun fjárfestingastefnu og áhættu- stýringu. Bókina skrifuðu starfs- menn Kaupþings-Búnaðarbanka ásamt utanaðkomandi sérfræðing- um á sviði lífeyrismála og geta áhugasamir haft samband við Kaup- þing-Búnaðarbanka og fengið bók- ina senda án endurgjalds. Í inngangi að bókinni segir Hafliði Kristjánsson, framkvæmdastjóri líf- eyris- og tryggingasviðs, að mörgu að hyggja þegar tekið sé sæti í stjórn lífeyrissjóðs. Stjórnin beri ábyrgð á hag sjóðfélaga og því að starf sjóðs- ins sé í samræmi við stefnu stjórnar, samþykktir og lög. Frávik í rekstri séu á ábyrgð stjórnar og skaðabóta- skylda geti myndast á hendur stjórnarmönnum. Með handbókinni sé leitast við að gefa greinargóða yf- irsýn yfir þá fjölmörgu þætti sem skipti máli við stjórnun lífeyrissjóða og hún sé einkum skrifuð með störf stjórnarmanna í huga þó að hún geti vafalaust einnig nýst starfsfólki líf- eyrissjóðanna með margvíslegum hætti. Gera má ráð fyrir að bókin geti gagnast fleirum sem hafa áhuga á fjárfestingum, enda er í henni fjallað um ýmis þau atriði sem að þeim lúta. Þar má nefna fjárfestingarstefnu og áhættu, auk þess sem ýmis hugtök sem oft skjóta upp kollinum í slíkri umræðu eru útskýrð. Kaupþing-Búnaðarbanki gefur út Lífeyrishandbókina Handbók um lagalegt umhverfi lífeyrissjóða fyrir stjórnendur þeirra

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.