Morgunblaðið - 30.10.2003, Blaðsíða 11

Morgunblaðið - 30.10.2003, Blaðsíða 11
Reuters Í nokkrum ríkjum hafa einokunarfyrirtæki á sviði verslunar orðið til þess að löndin njóta ekki góðs af alþjóðlegri samkeppni og sementseinokunarfyrir- tæki auka byggingarkostnaðinn verulega. MÖRGUM nýiðnvæddum ríkjum, frá Indónesíu til Mexíkó, er nú sagt að til séu ákveðnar hegðunarreglur sem þau þurfi að fylgja til að geta náð árangri. Skilaboðin eru skýr: Þetta er það sem þróuðu iðnríkin gera og hafa gert. Ef þið viljið slást í hópinn verðið þið að fara að dæmi þeirra. Umbæturnar verða erf- iðar, hagsmunahópar munu streitast á móti, en með nægum pólitískum vilja lætur árangurinn ekki á sér standa. Hvert ríkjanna setur saman skrá yfir það sem gera þarf og ríkisstjórnin ber ábyrgð á framkvæmdinni. Í öllum ríkjunum eru hallalaus fjárlög og ráðstafanir til að draga úr verðbólgu ofarlega á verkefnaskránni, en einnig kerfisum- bætur. Hvað Mexíkó áhrærir, svo dæmi sé tek- ið, hafa Vesturlönd krafist þess að losað verði um stjórnarskrárbundna einokun ríkisins á raf- magnsframleiðslunni og hefur það orðið að boð- orði dagsins varðandi kerfisumbætur. Sérfræð- ingarnir ljúka þess vegna lofsorði á stjórnvöld í Mexíkó fyrir aðhaldsstefnu í ríkisfjármálum og peningamálum en gagnrýna þau – að því er virðist hugsunarlaust – fyrir að hafa ekki komið á nægum umbótum í raforkumálum. Sem fyrrverandi efnahagsráðgjafi Banda- ríkjaforseta hef ég alltaf undrast þann mikla mun sem er á þeirri stefnu, sem Bandaríkja- menn hafa þvingað þróunarlönd til að gangast undir, og þeirri stefnu sem fylgt er í Bandaríkj- unum sjálfum. Bandaríkin eru þó ekki ein um þetta: Flest önnur iðnríki fylgja svipaðri „villu- trúarstefnu“. Svo dæmi sé tekið viðurkenna nú báðir stóru stjórnmálaflokkarnir í Bandaríkjunum að þeg- ar land stendur frammi fyrir efnahagssam- drætti getur fjárlagahalli verið leyfilegur og jafnvel æskilegur. Samt er þróunarlöndum út um allan heim sagt að stefna að hallalausum fjárlögum og að seðlabankarnir eigi að einblína á verðstöðugleika. Seðlabanki Bandaríkjanna hefur umboð til að einblína ekki á verðbólguna, heldur taka einnig tillit til hagvaxtar og ástandsins í atvinnumálum – og það er umboð sem færir honum almennan stuðning. Á sama tíma og stuðningsmenn frjáls mark- aðar í Bandaríkjunum bölsótast út í ríkisaf- skipti í öðrum löndum styrkir stjórnin í Wash- ington nýja tækni og hefur gert það lengi. Bandaríkjastjórn lét leggja fyrstu ritsímalín- una, milli Baltimore og Washington árið 1842; Bandaríkjaher þróaði Netið sem gegnir nú veigamiklu hlutverki í efnahagsþróuninni í heiminum. Tækniframfarirnar í Bandaríkjun- um á síðustu árum byggjast að miklu leyti á rík- isstyrktum rannsóknum á sviði líftækni eða varnarmála. Á sama tíma og mörgum ríkjum er sagt að einkavæða almannatryggingarnar eru opinberu almannatryggingarnar í Bandaríkjunum skil- virkar og neytendur bregðast vel við þeim. Þær hafa verið mikilvægur þáttur í því að útrýma nær alveg fátækt meðal aldraðra Bandaríkja- manna. Opinbera almannatryggingakerfið stendur nú frammi fyrir vandamálum vegna of lítilla fjárframlaga en sama er að segja um einkalíf- eyriskerfið. Opinbera kerfið veitir hinum öldr- uðu öryggi – bæði gagnvart verðbólgu og duttl- ungum hlutabréfamarkaðarins – sem einkalíf- eyriskerfið hefur ekki getað veitt til þessa. Margir þættir efnahagsstefnu Bandaríkj- anna eiga stóran þátt í velgengni Bandaríkj- anna þótt varla sé minnst á þá í umræðunni um hvernig tryggja eigi framfarir í þróunarlönd- um. Bandaríkin hafa í meira en öld haft áhrifa- mikil lög um auðhringavarnir sem urðu til þess að einokunarfyrirtæki á mörgum sviðum, svo sem olíuvinnslu, voru leyst upp. Í nokkrum ný- iðnvæddum ríkjum hindra símaeinokunarfyrir- tæki nýtingu Netsins og þar með hagvöxt. Í öðrum ríkjum hafa einokunarfyrirtæki á sviði verslunar orðið til þess að löndin njóta ekki góðs af alþjóðlegri samkeppni og sementseinokun- arfyrirtæki auka byggingarkostnaðinn veru- lega. Stjórn Bandaríkjanna hefur einnig gegnt mikilvægu hlutverki í þróun fjármálamarkaða landsins – með því að veita lán milliliðalaust eða í gegnum ríkisstyrkt fyrirtæki og með því að ábyrgjast að hluta fjórðung eða meira af öllum lánum. Fannie Mae, fyrirtæki sem Bandaríkja- stjórn stofnaði í þeim tilgangi auka framboð veðlána til að miðstéttarfólk gæti eignast eigið húsnæði, varð til þess að veðlánakostnaðurinn minnkaði og átti stóran þátt í því að Bandaríkin eru nú á meðal þeirra ríkja þar sem hlutfall þeirra, sem búa í eigin húsnæði, er hæst. Sérstakri stofnun var komið á fót til að sjá smáfyrirtækjum fyrir fjármagni – nokkur þeirra, svo sem Federal Express, eru orðin stórfyrirtæki og veita þúsundum manna at- vinnu. Námslán alríkisins gegna veigamiklu hlutverki í því að tryggja öllum Bandaríkja- mönnum aðgang að háskólum, rétt eins og fjár- magn stjórnarinnar stuðlaði á sínum tíma að því að öll bandarísk heimili fengu rafmagn. Bandaríkjamenn hafa öðru hverju gert til- raunir með frjálshyggju og afnám lagaákvæða og reglugerða, sem setja athafnafrelsi einstak- linga skorður – stundum með hörmulegum af- leiðingum. Afnám reglna um bandarísku spari- sjóðina í forsetatíð Ronalds Reagans leiddi til hrinu bankagjaldþrota sem kostuðu bandaríska skattgreiðendur nokkur hundruð milljarða doll- ara og stuðluðu að efnahagssamdrættinum árið 1991. Ráðamennirnir í Mexíkó, Brasilíu, Indlandi og öðrum nýiðnvæddum ríkjum ættu að fá allt önnur skilaboð: keppið ekki að goðsagnakenndu frjálsu markaðskerfi sem hefur aldrei verið til. Trúið ekki lofræðum bandarískra sérhags- munahópa, hvort sem þær lúta að atvinnulífinu eða ríkisfjármálum, vegna þess að þótt þeir boði frjálsan markaðsbúskap reiða þeir sig á stjórn- völd heima fyrir til að ná markmiðum sínum. Þróunarlöndin ættu þess í stað að gaumgæfa vandlega hvað Bandaríkjamenn höfðust að þeg- ar landið var gert að iðnveldi og það sem þeir gera núna – ekki það sem þeir segja. Sú stefna sem í raun hefur verið fylgt í Bandaríkjunum er ótrúlega lík þeirri efnahagsstefnu sem fylgt hef- ur verið í ríkjum Austur-Asíu með góðum ár- angri síðustu tvo áratugina. Gerið það sem við gerðum, ekki það sem við segjum Joseph E. Stiglitz fékk Nóbelsverðlaunin í hagfræði 2001. Hann er hagfræðipró- fessor við Columbia-háskóla og var for- maður ráðs efnahagsráðgjafa Bills Clintons, fyrrverandi Bandaríkja- forseta, og aðalhagfræðingur og vara- forseti Alþjóðabankans. © Project Syndicate. Eftir Joseph E. Stiglitz MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 30. OKTÓBER 2003 B 11 NEFNAHAGSMÁL  Einu gildir hversu flung sending flín er, DHL mun koma henni hratt á áfangasta›. fia› sem kom okkur á toppinn í alfljó›legum hra›flutningum skilar bæ›i skjölum flínum og tollskyldum vörusendingum hratt á lei›arenda.Alfljó›legt dreifikerfi okkar gerir okkur kleift a› bjó›a flér heilsteypta fljónustu um allan heim. Í lofti og á jör›u ni›ri.Veldu flví DHL fyrir fyrsta flokks flutningsfljónustu. Kíktu á www.dhl.is e›a hringdu í síma 535 1100. Meiri flutningsgeta fyrir sendingar flínar.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.