Morgunblaðið - 30.10.2003, Blaðsíða 8

Morgunblaðið - 30.10.2003, Blaðsíða 8
8 B FIMMTUDAGUR 30. OKTÓBER 2003 MORGUNBLAÐIÐ NVIÐSKIPTI/ATHAFNALÍF  Mikil samrunabylgja hefur verið á bandarískum bankamarkaði og nú er enginn maður með mönnum nema hann eigi staðsetn- ingartæki af bestu gerð til þess að rata til síns heima. Breyttar áherslur hjá bönkum og vinsældir staðsetningartækja E F ÁRSREIKNINGAR fyrirtækja eru illskiljanlegir getur það komið niður á þeim þegar þau þurfa að útvega sér fjármagn í formi hlutafjár. Fjárfest- arnir skilja ekki reikningana og geta ekki lagt mat á hvort peningarnir þeirra séu í góðum höndum.“ Þetta sagði Geoffrey Whittington, meðlimur í Alþjóðareikningsskilaráðinu, í samtali við Morgunblað- ið á dögunum. Samkvæmt tilskipun Evrópusambandsins verða tekn- ir upp alþjóðlegir reikningsskilastaðlar á evrópska efna- hagssvæðinu 1. janúar 2005. Staðlarnir kveða á um að þau fyrirtæki sem eru með hlutabréf sín skráð í Kaup- höll Íslands og samanstanda af samstæðu nokkurra fé- laga þurfi að hafa tileinkað sér að vinna samkvæmt stöðlunum í ársbyrjun 2005. Hins vegar þarf í raun og veru að hefja þessa vinnu strax um næstu áramót. En það er til þess að uppfylla kröfur staðlanna um að fyr- irtækin hafi árið 2005 marktækan samanburð við árið 2004. Stöðlunum er ætlað að gera ársreikninga og árshlut- areikninga fyrirtækja auðskiljanlegri og auðvelda sam- anburð á fyrirtækjum og þar af leiðandi samanburð fjár- festa á fjárfestingarkostum. Þeir eiga að þjóna sem sameiginlegt tungumál á þessu sviði og gefa mjög grein- argóða mynd af flestum þáttum í starfsemi fyrirtækja- samstæðu. Bæði útlit og innihald breytist Ólafur Þór Jóhannesson, löggiltur endurskoðandi hjá PricewaterhouseCoopers og aðjúnkt við viðskiptadeild Háskólans í Reykjavík, hefur kynnt sér þessa alþjóðlegu reikningsskilastaðla og áhrif þeirra á reikningsskil ís- lenskra fyrirtækja. Hann segir breytingarnar frá því sem íslensk lög og reglur kveða á um verða töluverðar bæði hvað varðar útlit og innihald reikninganna. Of langt mál væri að tíunda allar þær breytingar sem verða á uppgjörsaðferðum skráðra íslenskra samstæðna með tilkomu staðlanna en Ólafur féllst á að útskýra í meg- inatriðum hvernig ársreikningur fyrirtækjasamstæðu gæti litið út eftir innleiðingu þeirra. Hér verður miðað við fyrirtæki önnur en fjármála- og vátryggingafyr- irtæki enda eru uppgjör slíkra fyrirtækja nokkuð frá- brugðin öðrum. Ólafur segir grundvallarbreytingu verða á lykilyf- irlitum ársreikninga. Áfram verði yfirlit yfir rekstur, efnahag og sjóðstreymi fyrirtækja. Þau verði þó á sam- þjappaðra formi en þau eru í dag en vísað í skýringar þar sem nánar er gerð grein fyrir einstökum liðum. Auk þess verði einungis taldar upplýsingar sem varða sam- stæðuna í heild en tölur fyrir móðurfélagið verði ekki til- greindar í sömu yfirlitum eins og hefur tíðkast hér- lendis. Ólafur telur að þetta muni gera reikningana skýrari og auðlesnari. En ekki verður einungis um þessi hefðbundnu yfirlit að ræða því að við bætist yfirlit yfir eiginfjárhreyfingar annars vegar og yfirlit yfir fjárhagslega áhættustjórnun samstæðunnar hins vegar. EBITDA fellur út úr rekstri Fjórar meginbreytingar verða á rek stæðunnar. Ein liggur í því að k vara skal draga beint frá sölunni. fyrirtæki gera þetta nú þegar end heimild, þar sé þó aðallega um ve ræða. Með þessu sé framlegðin af v þar fyrir neðan komi svo þeir lið álagningin á að standa undir. Önnur breyting er að reiknaðar sýndar sérstaklega í rekstrarreikni felldar inn í viðkomandi liði í rekst gefur þar af leiðandi gleggri mynd. kostnaðinum út á réttu liðina,“ segir segir hann hins vegar gera það að v stærðinni EBITDA, þ.e. hagnaði fyr magnsliði, út úr rekstrareikningnum breytingin. „Það er þó ekki þannig aður hverfi úr ársreikningnum heldu í skýringum.“ Að síðustu er tilgreindur í rekstra á hvern hlut hlutafjár, líkt og þekkis Mikil samþjöppun efnahags Helsta breytingin á efnahagsreiknin sögn Ólafs, fólgin í mun meiri sam Þannig verður efnahagsreikningur stað tveggja áður. Ólafur segist telja Nýjar u hjá skrá Fyrirtækjasamstæður sem eru með hlutabréf sín skráð í Kau ræma reikningsskil á alþjóðagrundvelli og gera leikmönnum Innleiðing alþjóðlegra reiknings- skilastaðla EES munu hafa þó- nokkrar breytingar í för með sér fyrir íslensk fyrirtæki. Ólafur Þór Jóhannesson sagði Soffíu Haralds- dóttur frá helstu áhrifum staðlanna á reikningskil þessara fyrirtækja. Ólafur Þór Jóhannsson ÖSSUR hf. er fyrsta íslenska fyrirtækið sem birtir árshlutareikning samkvæmt al- þjóðlegu reikningsskilastöðlunum en níu mánaða uppgjör samstæðunnar var birt í sl. viku og er það í samræmi við staðlana. Hjörleifur Pálsson, fjármálastjóri Össurar, segir aðlögun fyrirtækisins að nýjum reikningsskilaaðferðum hafa tekið talsvert langan tíma en nokkrar endurbætur hafi verið teknar upp smám saman í síðustu uppgjörum. Nú sé þeim áfanga náð að milliuppgjör samstæðunnar er í heild unnið samkvæmt alþjóðlegu stöðlunum og er það staðfest af endurskoðendum samstæðunnar. „Þessu verkefni er því lokið hjá okkur að svo miklu leyti sem því lýkur enda eru þessir staðlar ennþá í mót reikningi. Í þeim síðarnefn Hjörleifur segir verkefn verið lögð á að „gera þett ennfremur að með þessu dótturfélaga Össurar um a staka handbók sem við kö liði og hvaða aðferðir sam ingarverkefni.“ Össur hf. með fyrsta uppg BANKASAMRUNI í Bandaríkjunum heldur áfram, en mikil samrunabylgja hefur verið þar í landi á síðustu árum eftir að felld voru úr gildi lög sem bönnuðu að viðskipta- banka-, fjárfestingabanka- og trygginga- starfsemi færu fram innan sama fyrirtæk- isins. Nýjustu fréttirnar af bankasam- runanum eru þær að Bank of America ætli sér að yfirtaka FleetBoston bankann. Verði af samrunanum verður sameinaður banki annar stærsti banki Bandaríkjanna á eftir Citigroup. En þetta er ekki það athyglisverðasta við samrunann, heldur frekar það, að bankar leggja nú meira upp úr viðskiptabanka- starfsemi sinni en áður var, að því er fram kemur í The Wall Street Journal. Blaðið segir frá samrunaáformum Bank of Am- erica og FleetBoston og segir að með sam- runanum styrki Bank of America stöðu sína sem stærsti banki landsins mælt í inn- stæðum. Bankinn muni hafa leiðandi stöðu á markaðnum um öll Bandaríkin fyrir utan Miðvesturríkin, og við útibúanet bankans muni bætast 1.500 útibú og fjöldi þeirra verði alls 5.700. Viðskiptabankastarfsemin mun hafa styrkt stöðu sína í samanburði við fjárfest- ingarbankastarfsemina í þeirri niðursveiflu sem gengið hefur yfir efnahagslífið í Banda- ríkjunum, og af þeim sökum segir The Wall Street Journal að bankarnir séu nú farnir að undirbúa fjölgun útibúa í stað þeirrar fækkunar sem verið hafi þegar orkan hafi farið í að ná í viðskipti fyrirtækja. Þannig hafi Bank of America þegar haft uppi áform um að fjölga útibúum sínum um 550 á næstu tveimur árum. J.P. Morgan Chase, sem sé nú annar stærsti banki Bandaríkj- anna í eignum talið, hafi uppi áform um að fjölga útibúum um 100, eða 19%, á næstu fimm árum, og Bank One, sem einnig er meðal stærstu bankanna, sé að bæta við útibúum eftir lítilsháttar fækkun þeirra á síðustu árum. Að sögn The Wall Street Journal ná bankar enn í flesta nýja við- skiptavini í gegnum útibú sín, sem hægt sé að nota til að selja þær vörur sem þeir hafa upp á að bjóða, svo sem verðbréfasjóði og veðlán. Þá segir að bankarnir séu að reyna að bæta þjónustuna við viðskiptavini sína og ýmsum aðferðum sé beitt í því sambandi. Einn ört vaxandi banki hafi útibúin opin á sunnudögum og bjóði viðskiptavinum upp á að nota smámyntateljara. Annar reyni af krafti að höfða til viðskiptavina sem vilja bankareikninga án þjónustugjalda. Enn annar opni nú útibú þar sem einnig séu Starbucks-kaffihús. Og Fleet Boston, sem nú mun líklega renna saman við Bank of America, réð í fyrra sérstakt fólk í útibú sín til að taka á móti viðskiptavinunum. Ástæð- an var stefnubreyting sem fólst í því að draga úr stórum lánum til fyrirtækja og til útlanda og bæta ímynd bankans, en hann hafði ekki þótt til fyrirmyndar á sviði þjón- ustu við viðskiptavini. Þrátt fyrir þessa auknu áherslu á útibúin eru þau að sögn The Wall Street Journal ekki áhættulaus. Mikill kostnaður fylgi opn- un nýs útibús, oft séu þau rekin með tapi árum saman og fjöldi heimsókna í með- alútibúið hafi farið minnkandi frá árinu 1995. Engu að síður eru útibúin enn mikið notuð og samkvæmt könnun fara 80% við- skiptavina enn í útibúið sitt að minnsta kosti einu sinni í mánuði og 30% fara að minnsta kosti fjórum til fimm sinnum í mánuði. Vöxtur bankaþjónustu á Netinu og mikil út- breiðsla hraðbanka hefur þess vegna ekki breytt því að útibúin eru bönkunum afar mikilvæg. ll BANKASTARFSEMI Haraldur Johannessen Stefnubreyting bankanna Bandarískir bankar leggja nú aukna áherslu á útibúanetið og við- skipti einstaklinga, en minni áherslu á viðskipti fyrirtækja haraldurj@mbl.is VÖXTUR í tæknigeiranum í heiminum hefur ekki verið mikill eftir að netbólan sprakk á árinu 2000. Hefur þróunin á sumum sviðum þessa geira jafnvel verið þveröfug en á þó ekki við um allt. Á vefmiðlinum Yahoo! var nýlega grein þar sem sagt var frá því að mjög mikill vöxtur hafi verið í framleiðslu og sölu tækja og tóla til að hjálpa fólki, sem hef- ur tapað áttum úti á víðavangi og ratar ekki rétta leið til baka úr ferðalögum. Áætlað er að sala á GPS-staðsetningarbún- aði í Bandaríkjunum til þeirra sem ferðast gangandi, í bílum, flugvélum eða á bátum, muni nema um 4,7 milljörðum Bandaríkja- dala á þessu ári, en það svarar til um 360 milljarða íslenskra króna. Er gert ráð fyrir að salan muni tvöfaldast á næstu fimm árum, að því er fram kemur á Yahoo! Það sem í upphafi var tækni til að tryggja að flugskeyti bandaríska hersins myndu lenda innan ákveðinna marka frá áætluðum lendingarstað er orðið að einu helsta leikfangi útivistarfólks og ferðalanga í Bandaríkjun- um. Um 15 milljarða Bandaríkjadala þurfti af skattheimtu bandarísku alríkisstjórnarinnar til að koma 27 GPS gervihnöttum á sporbaug um jörðu, þar sem þeir svífa um í 11 þúsund mílna hæð. Þessi tækni er nú mest notuð af almenningi í Bandaríkjunum og segir á Yahoo! að sú notkun sé um hundraðfalt meiri en notkun hersins. Þeir sem hvað mest hafa haft upp úr auk- inni eftirspurn eftir GPS-staðsetningarbún- aði eru tveir verkfræðingar, Gary Burrell og Min Kao, en þeir stofnuðu fyrirtækið Garmin Ltd. í Kansas á árinu 1989. Segir Yahoo! að markaðshlutdeild Garmin sé afgerandi. Sam- keppni fari þó harðnandi en fyrirsjáanlegur sé einnig umtalsverður vöxtur í þessum geira. Þannig verji bílaframleiðendur töluverðum fjárhæðum til þróunar á GPS-búnaði í mæla- borð bíla og farsímafyrirtæki einnig. Bjartir tímar séu því framundan fyrir fólk sem vilji eiga auðveldar með að rata heim til sín. ll STAÐSETNINGARBÚNAÐUR GRÉTAR J. GUÐMUNDSSON Frá flugskeytum til ferðalaga GPS-staðsetningarbúnaður sem í upphafi var þróaður fyrir flug- skeyti er orðinn að einu helsta leikfangi ferðalanga gretar@mbl.is

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.