Morgunblaðið - 30.10.2003, Blaðsíða 15

Morgunblaðið - 30.10.2003, Blaðsíða 15
MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 30. OKTÓBER 2003 B 15 NFÓLK   Nýir starfsmenn og breytingar á starfs- liði Viðskiptaháskólans á Bifröst:  Anna Guðmunds- dóttir, M.Paed, hefur verið ráðin aðjúnkt við viðskiptadeild. Hún sinnir að auki störfum í upplýsingamiðstöð skól- ans. Anna lauk BA-prófi í almennri bókmennta- fræði og íslensku frá Háskóla Íslands og M.Paed-prófi í íslensku frá sama skóla. Hún stundaði nám í ítölsku og bókmenntum við Universita Ital- iana per Stranieri í Perugia á Ítalíu og fram- haldsnám í bókmenntafræði við Vanderbilt University í Nashville, Tennessee. Anna hefur víðtæka kennslureynslu úr grunn- og framhaldsskólum og hefur verið stunda- kennari við Viðskiptaháskólann á Bifröst frá árinu 1997.  Guðný Þorbjörg Ís- leifsdóttir hefur verið ráðin sem umsjón- armaður Upplýsinga- miðstöðvar. Guðný lauk BA-prófi í bókasafns- fræði frá Háskóla Ís- lands, auk prófs í upp- lýsinga- og kennslufræði frá sama skóla. Frá 1987 til 2002 starfaði hún sem bókasafnsfræð- ingur við bókasafn Menntaskólans á Ísa- firði.  Gunnar Ólafur Haraldsson hefur verið ráðinn aðjúnkt við viðskiptadeild. Gunnar lauk BS-prófi í hagfræði frá Háskóla Ís- lands og M.Sc.-gráðu í sjávarútvegsfræði frá sama skóla 1997. Gunnar er að ljúka doktorsprófi í hagfræði frá Háskólanum í Toulouse í Frakklandi. Hann hefur að auki starfað sem hagfræðingur forsætisráðu- neytisins frá árinu 2002.  Hólmfríður Sveins- dóttir hefur verið ráðin sem rannsókna- og kynningarstjóri Við- skiptaháskólans. Hólm- fríður lauk BA-námi í stjórnmálafræði frá Há- skóla Íslands árið 1994 og MA-námi í op- inberri stjórnsýslu frá Katholieke Universi- teit Leuven í Belgíu haustið 2003. Hún hefur starfað á Vinnumálastofnun, Iðn- tæknistofnun og hjá Borgarbyggð.  Kristín Finndís Jóns- dóttir hefur hafið störf sem þjónustufulltrúi Viðskiptaháskólans. Kristín lauk námi frá Við- skipta- og tölvuskól- anum í Reykjavík og starfaði sem skrifstofumaður á bæjarskrif- stofum Borgarbyggðar frá 1991–2003.  Magnús Árni Skúla- son hagfræðingur hefur verið ráðinn for- stöðumaður Rannsókn- arseturs í húsnæðis- málum á Bifröst frá 1. nóvember 2003. Magn- ús Árni er útskrifaður með MSc gráðu í hagfræði frá Háskóla Íslands árið 1996 og MBA gráðu frá University of Cambridge ár- ið 2001. S.l. tvö ár hefur hann starfað sem framkvæmdastjóri Leikfélags Reykjavíkur, auk þess að vera stundakennari við Við- skiptaháskólann á Bifröst og fleiri háskóla á Íslandi. Magnús Árni mun sinna kennslu við Viðskiptaháskólann samhliða starfi forstöðumanns.  Ása Björk Stef- ánsdóttir hefur hafið störf sem verkefn- isstjóri fjar- og meist- aranáms við Við- skiptaháskólann á Bifröst. Ása Björk lauk B.Ed.-prófi frá Kenn- araháskóla Íslands 1992 og stundar fram- haldsnám við sama skóla. Hún hefur áður m.a. starfað sem skrifstofustjóri á Bifröst og kennari við grunnskóla Borgarness.  Snæfríður Baldvinsdóttir hefur verið ráðin aðjúnkt við lögfræðideild. Snæfríður lauk BA-prófi í hagfræði og alþjóðamálum frá John Cabot University í Róm 1995 og MBA-prófi með áherslu á alþjóðafjármál frá St. John’s University í Róm í júlí árið 2000. Hún hefur m.a. starfað fyrir Frjálsa fjárfestingarbankann í Reykjavík, Edison International í Róm og Ítalska útflutnings- ráðið í Mexíkóborg.  Ástráður Haraldsson hrl. hefur hlotið fram- gang í stöðu dósents við lögfræðideild. Ástráður útskrifaðist sem cand. jur. frá Háskóla Íslands 1990. Hann hefur rekið lögmannsstofu í Reykja- vík frá 1992 og var meðfram lögmennsk- unni lögfræðingur ASÍ frá 1994 til 2000. Ástráður hefur starfað við Viðskiptaháskól- ann á Bifröst frá 2001.  Magnús Árni Magn- ússon, MA, M.Phil., hef- ur hlotið framgang í stöðu dósents við við- skiptadeild. Magnús lauk BA-prófi í heim- speki frá Háskóla Ís- lands 1997, MA-prófi í hagfræði frá University of San Francisco 1998 og M.Phil.-prófi í Evrópufræði frá Uni- versity of Cambridge haustið 2000. Magn- ús hefur starfað við Viðskiptaháskólann á Bifröst frá árinu 2000. Hann gegnir að auki starfi aðstoðarrektors og deild- arforseta viðskiptadeildar.  Sigurður Ragnarsson MBA hefur hlotið fram- gang í stöðu lektors við viðskiptadeild. Sigurður lauk BA-prófi í sam- skipta- og starfs- mannafræðum frá Gold- en Gate University í San Francisco og MBA-gráðu með sérstaka áherslu á stjórnun og mark- aðsfræði frá sama skóla. Sigurður hefur starfað sem aðjúnkt við Viðskiptaháskól- ann á Bifröst frá 2002 en hóf þar störf sem stundakennari haustið 2001. Sig- urður hefur gegnt ýmsum stjórn- unarstöðum en síðast stjórnaði hann eigin fyrirtæki, Vefsamskiptum.  Stefán Kalmansson cand. merc. hefur verið ráðinn aðjúnkt við lög- fræðideild. Stefán lauk cand. oecon.-prófi frá Háskóla Íslands árið 1987 og cand. merc.- prófi í viðskiptafræði frá Viðskiptaháskólanum í Árósum árið 1992. Stefán starfaði hjá Eimskipafélagi Íslandi frá árinu 1987 til 1999 sem aðalbókari, fulltrúi í hagdeild og sem forstöðumaður fjárhagsdeildar. Stef- án var bæjarstjóri Borgarbyggðar frá árinu 1999–2002. Stefán gegnir jafnframt starfi fjármálastjóra Viðskiptaháskólans á Bif- röst.  Steinunn Eva Björns- dóttir, B.Ed. og rekstr- arfræðingur, hefur verið ráðin verkefnisstjóri námsáfanga við Við- skiptaháskólann á Bif- röst. Steinunn útskrif- aðist með B.Ed.-gráðu frá Kennaraháskóla Ís- lands árið 1988 og sem rekstrarfræðingur frá Viðskiptaháskólanum á Bifröst vorið 2002. Steinunn hefur starfað við kennslu og hefur verið starfsmaður háskólaskrif- stofu frá vori 2002. Breytingar á Bifröst  Halldór Kristmanns- son viðskiptafræðingur, hefur tekið við nýju starfi forstöðumanns innri og ytri samskipta hjá Pharmaco. Helstu verk- efni deildarinnar er um- sjón með öllum al- manna- og fjárfestatengslum Pharmaco, s.s. sam- skiptum við Kauphöll Íslands, fjárfesta, fjöl- miðla og aðra markaðsaðila. Jafnframt mun deildin bera ábyrgð á allri innri mark- aðssetningu samstæðunnar og sjá um að miðla upplýsingum og áherslum fram- kvæmdastjórnar til starfsmanna. Halldór mun áfram sinna ýmsum sérverkefnum fyr- ir framkvæmdastjórn Pharmaco. Halldór hefur verið starfsmaður Pharmaco/Delta sl. 2 ár sem aðstoðarmaður framkvæmda- stjórnar. Hann starfaði áður sem fjár- málastjóri Ísafoldarprentsmiðju og sem framkvæmdastjóri Sindrabergs á Ísafirði. Breytingar hjá Pharmaco Hvíta húsið kaupir Applevörur ● AUGLÝSINGASTOFAN Hvíta húsið og Apple IMC, sölu- og þjónustuaðili Apple á Íslandi, gengu nýverið frá samningi sín á milli um kaup Hvíta hússins á fjórtán nýjum G5 vinnu- stöðvum, netþjóni og skjám. Apple G5 tölvurnar eru nýjasta afurð Apple fyrir atvinnumannamarkaðinn, að því er segir í fréttatilkynningu. Rafhönnun opnar útibú ● RÁÐGJAFARVERKFRÆÐISTOFAN Rafhönnun hefur opnað útibú á Akra- nesi og á Egilsstöðum. Á Akranesi mun Guðmundur Sigvaldason, raf- og rekstrariðnfræðingur, sjá um rekstur útibússins og á Egilsstöðum mun Ólafur Birgisson rafmagns- tæknifræðingur sjá um rekstur úti- bússins. Útibúunum á Akranesi og Egilsstöðum er ætlað að veita al- hliða verkfræðiþjónustu á rafmagns- sviði og efla enn frekar þjónustu við stofnanir og fyrirtæki á Vestur- og Austurlandi, að því er segir í frétta- tilkynningu. Rafhönnun var stofnuð 1969 og er í eigu sjö starfsmanna þess en fjöldi starfsmanna er um fjörutíu manns. Aukinn veltu- hraði hjá OR ORKUVEITA Reykjavíkur, OR, hefur lokið innleiðingu á birgðastýringarkerfinu AGR Innkaup. Innleiðingu kerfisins lauk í maí á þessu ári og var lið- ur í átaki Orkuveitunnar til að auka hagræðingu í innkaupa- og birgðahaldi. AGR Innkaup framkvæmir spá um eftirspurn rekstrar- og sérvara og reiknar hagkvæmasta innkaupamagn á hverjum tíma, að því er segir í fréttatilkynningu. Að sögn Jóns Eðvalds Guð- finnssonar umsjónarmanns birgðastýringar í OR, í fréttatil- kynningu, hefur AGR Innkaup aðstoðað við að ná fram veltu- hraðaaukningu um rúm 26% á milli ára frá því að kerfið var tekið í notkun. Auk þess hefur kerfið verið notað til að koma á sjálfvirkni í innkaupaferlinu sem sparar mikinn tíma starfs- manna við gerð innkaupatil- lagna. Auk OR þá hafa fyrirtæki eins og Aðföng, ÁTVR, Essó, Fríhöfnin, Húsasmiðjan, Johan Rönning, Jóhann Ólafsson&Co., MS, Nathan&Olsen, Oddi, Olís og S. Guðjónsson, innleitt hug- búnaðinn AGR Innkaup. VKS og EJS í samstarf ● VKS og EJS hafa gert með sér samstarfsssamning um að hóp- vinnulausnir VKS verði boðnar sem þjónusta í hýsingu hjá EJS. Viðskiptavinum fyrirtækjanna verður boðið að kaupa sér aðgang að hópvinnulausnum með mán- aðarlegri áskrift. Hópvinnulausnir VKS eru kerfin Starfandi, Verandi og Gerandi. Ekki þarf að setja upp sér- stakan búnað á tölvum notenda. Breytingar á yfirstjórn Reykja- lundar ALLT frá árinu 1993 hefur Sam- band íslenskra berkla- og brjóstholssjúklinga (SÍBS) rekið tvö aðgreind fyrirtæki á Reykja- lundi, Endurhæfingarmiðstöð SÍBS og Reykjalund – Plastiðnað. Í fréttatilkynningu kemur fram að samrekstur þessara fyrirtækja á árum áður á sér sögulegar skýr- ingar í stofnun Reykjalundar árið 1945 en þá hóf SÍBS rekstur Vinnu- heimilisins að Reykjalundi þar sem atvinnuleg endurhæfing berklasjúk- linga var aðalstarfsemin. Undanfarin 27 ár hefur Björn Ástmundsson gegnt starfi sem for- stjóri Reykjalundar á báðum rekstrarsviðum en nú hefur verið ákveðið að ráða Gunnar Þórðarson, efnaverkfræðing sem framkvæmda- stjóra Reykjalundar – Plastiðnaðar frá 1. nóvember að telja og lætur Björn þá af störfum á iðnaðarsviði Reykjalundar. Björn mun þó áfram starfa sem forstjóri Reykjalundar, endurhæfingarmiðstöðvar.  Gunnar Þórðarson er fæddur á Akureyri 1952, lauk stúdentsprófi frá MA 1972, BS- prófi í efnafræði frá HÍ 1975 og MSc-prófi í efna- verkfræði frá Imperial College, London árið 1977. Gunnar hefur starfað sem framleiðslustjóri og forstöðumaður á iðnaðarsviði Reykjalundar frá 1991. Eiginkona Gunnars er Sunneva Hafsteinsdótt- ir og eiga þau 3 börn. Lestu meira um þetta einstaka tilboð á www.microsoft.is/frabaerttilbod og hvað þú græðir á því... G R E Y C O M M U N IC AT IO N S IN TE R N AT IO N A L G C I IC E LA N D Microsoft og HP gera þér frábært tilboð! Fáðu leyfin á hreint og þú færð fartölvu í staðinn og hvað segir þú?Við sendum ókeypis SMS til allra í símaskrá einstakra starfsmanna þegar fyrirtækið fær GSM-áskrift hjá Og Vodafone. Fyrirtækjaþjónusta Og Vodafone • Sími 800 1100 • www.ogvodafone.is Góð yfirsýn byggist á því að gleyma aldrei neinu og muna eftir því sem hefur gleymst. einfalt að skipta Í SL EN SK A A U G LÝ SI N G A ST O FA N /S IA .I S O G V 2 22 74 1 0/ 20 03

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.