Morgunblaðið - 30.10.2003, Blaðsíða 12

Morgunblaðið - 30.10.2003, Blaðsíða 12
12 B FIMMTUDAGUR 30. OKTÓBER 2003 MORGUNBLAÐIÐ NVIÐSKIPTI Þ VÍ sjónar- miði hefur verið haldið fram að það sé óheppi- legt að fjármálafyrir- tæki eigi verulega eign- arhluti í fyrirtækjum sem ekki eru í fjármála- þjónustu og að slíkt eignarhald skapi hags- munaárekstra á milli fjármálafyrirtækis og viðskiptamanna þess. Þá hafa menn velt fyrir sér heimildum fjármála- fyrirtækja til fjárfest- inga af þessum toga. Í umræðunni hefur einnig verið vísað til þess að svokallaðir kínamúrar séu ekki fullnægjandi úrræði til þess að koma í veg fyrir hagmunaárekstra hjá fjármálafyrirtækjum. Í þessari grein er ætlunin að útskýra hvað hug- takið kínamúrar felur í sér og varpa nokkru ljósi á þær reglur sem gilda um kínamúra í íslenskum rétti. Að endingu verður leitast við að svara þeirri spurningu hvort kínamúrar séu fullnægjandi vörn gegn innherjasvik- um og hagsmunaárekstrum. Ekki verður fjallað um reglur sem tak- marka heimildir fjármálafyrirtækja til þess að fjárfesta í atvinnufyrir- tækjum, en þær heimildir ráðast af reglum um virka eignarhluti og stór- ar áhættur og tímabundið eignarhald. Uppruni reglna um kínamúra Uppruna reglna um kínamúra má rekja til athugunar bandaríska verð- bréfaeftirlitsins (Securites and Ex- change Commission) á verðbréfafyr- irtækinu Merrill Lynch á sjötta áratugnum vegna trúnaðarupplýs- inga sem höfðu borist á milli deilda hjá fyrirtækinu og var komið áfram til tiltekinna viðskiptavina þess. Í sátt sem gerð var í málinu var lögð á það áhersla af hálfu verðbréfaeftirlitsins að Merrill Lynch hafði eftir að atvikið kom upp sett reglur um verkferla sem ætlað var að koma í veg fyrir að trúnaðarupplýsingar bærust á milli deilda hjá fyrirtækinu. Þörfin fyrir reglur um kínamúra er rakin til þeirr- ar þróunar sem átt hefur sér stað í uppbyggingu fjármálafyrirtækja á undanförnum áratugum. Sú breyting hefur orðið á starfsemi fyrirtækja og fyrirtækjasamstæðna í fjármálaþjón- ustu að þau hafa í auknum mæli boðið upp á margháttaða fjármálaþjónustu. Í sama fyrirtæki eða fyrirtækjasam- stæðu er boðið upp á hefðbundna bankaþjónustu, fjölbreytilega þjón- ustu í verðbréfaviðskiptum og vá- tryggingaþjónustu. Þessi þróun hef- ur leitt til þess að hagsmunaárekstrar hafa í auknum mæli komið upp innan fjármálafyrirtækja og nauðsynlegt hefur þótt að bregðast við þessum að- stæðum með setningu reglna um kínamúra. Skylda til aðgreiningar Reglur um skyldu fjármálafyrirtækja til að setja upp kínamúra er í dag að finna í löggjöf fjölmargra þjóða, þ.m.t. í öllum löndum á evrópska efnahagssvæðinu. Í 10. gr. tilskipun- ar Evrópusambandsins um fjárfest- ingarþjónustu 93/22/EEC er tekið fram í 10. gr. að fjármálafyrirtæki skuli „uppbyggð og skipulögð á þann hátt að dregið sé eins og unnt er úr þeirri hættu að hagsmunaárekstrar milli fyrirtækis og viðskiptamanna og milli viðskiptamanna fyrirtækis skaði hagsmuni viðskiptamanna...“ Þá leggur 11. grein tilskip- unarinnar þá skyldu á hendur fjármálafyrir- tækjum að þau „reyni að forðast hagsmuna- árekstra og, ef ekki er hjá þeim komist, láta viðskiptamenn njóta sanngjarnar meðferð- ar...“ Þessar reglur um kínamúra hafa verið innleiddar í íslenskan rétt m.a. með 13. gr. laga um verðbréfavið- skipti en þar er lögð sú skylda á fjármálafyrir- tæki í verðbréfavið- skiptum að þau sýni fram á að komið sé í veg fyrir hagsmunaárekstra í verðbréfaviðskiptum með skýrum að- skilnaði einstakra starfssviða fyrir- tækisins. Í lögum um verðbréfavið- skipti er hvorki að finna fyrirmæli um það hvernig aðskilnaði starfssviða skuli háttað né nánari útskýringar á efni reglunnar. Hvað eru kínamúrar? Með hugtakinu kínamúrar er átt við innri reglur og verkferla fyrirtækis sem miða að því að koma í veg fyrir að tilteknar upplýsingar berist frá einu starfssviði fyrirtækis til annars. Markmiðið með því að skylda fjár- málafyrirtæki sem stunda verðbréfa- þjónustu til þess að aðskilja mismun- andi starfssvið er tvíþætt. Annars vegar er reglunum ætlað að styrkja reglur um bann við innherjasvikum sem er að finna í 44. gr. laga um verð- bréfaviðskipti og hins vegar að koma í veg fyrir hagsmunaárekstra á milli fjármálafyrirtækis og viðskipta- manna og viðskiptamanna innbyrðis. Fjármálafyrirtæki hafa trúnaðar- skyldu gagnvart viðskiptamönnum. Þessi trúnaðarskylda felst m.a. í þagnarskyldu um málefni viðskipta- manna sbr. 58. gr. laga um fjármála- fyrirtæki nr. 121/2002, reglum um óhlutdrægni fjármálafyrirtækis og jafnræði viðskiptamanna sbr. 6. gr. laga um verðbréfaviðskipti, skyldu til að tryggja bestu framkvæmd við- skipta sbr. 9. gr. laga um verðbréfa- viðskipti og reglur um upplýsingaöfl- un og ráðgjöf sbr. 5. gr. laga um verðbréfaviðskipti. Hagsmunaárekstrar sem kínamúr- um er ætlað að stemma stigu við geta verið með ýmsum hætti. Til skýring- ar verða hér nefnd tvö dæmi. Í fyrsta lagi getur aðstaðan verið sú að fjár- málafyrirtæki veitir útgefanda skráðra verðbréfa ráðgjöf og þjón- ustu við almennt útboð og eftir atvik- um sölutryggir útboðið. Við verkefni af þessum toga fá starfsmenn fjár- málafyrirtækisins iðulega í hendur trúnaðarupplýsingar frá fyrirtækinu sem ekki hafa verið gerðar opinberar. Ef starfsmenn annarra deilda fjár- málafyrirtækisins, t.d. stjórnendur rekstrarfélaga verðbréfasjóða, hafa þessar upplýsingar er freistandi fyrir þá að nota upplýsingarnar til þess að kaupa eða selja hlutabréf í fyrirtæk- inu allt eftir því hvort upplýsingar eru jákvæðar eða neikvæðar. Sama freisting er fyrir hendi hjá starfs- mönnum sem veita viðskiptavinum ráðgjöf um fjárfestingar í verðbréf- um eða annast kaup fyrir eigin reikn- ing fjármálafyrirtækis. Í þessum til- vikum er ljóst að með því að miðla upplýsingum um skráð verðbréf brjóta aðilar reglur um innherjavið- skipti. Í öðru lagi koma upp hags- munaárekstrar þegar fjármálafyrir- tæki hefur sjálft tekið ákvörðun um að kaupa eða selja verðbréf fyrir eig- in reikning, t.d. vegna stöðutöku í hlutafélagi. Í þessum tilvikum koma upp tvenns konar vandamál. Annars vegar gæti starfsmaður sem veitir einstökum fjárfestum ráðgjöf um kaup eða sölu á verðbréfum freistast til þess að ráðleggja viðskiptamann- inum á grundvelli þessara upplýsinga og hins vegar ákveðið að halda upp- lýsingunum leyndum fyrir viðskipta- manninum. Í fyrra tilvikinu væri starfsmaðurinn að brjóta trúnað gagnvart fjármálafyrirtækinu en í hinu seinna væri hugsanlega um brot á trúnaðarskyldu gagnvart viðskipta- vininum að ræða. Reglur eftirlitsaðila Samstarfsnefnd evrópskra verð- bréfaeftirlitsaðila (The Committee of European Securites Regulators) hef- ur sett fram skýringar á reglum fjár- festingaþjónustutilskipunarinnar um kínamúra. Í skýringum nefndarinnar kemur fram að fjármálafyrirtæki megi ekki eiga viðskipti við viðskipta- menn sína þegar beinir eða óbeinir hagsmunaárekstrar eru til staðar nema viðskiptavinurinn hafi verið upplýstur um eðli hagsmuna fjár- málafyrirtækisins í málinu. Þessi upplýsingagjöf verður að fara fram skriflega eða með hljóðrituðu símtali. Þá verður að liggja fyrir að viðskipta- vinurinn hafi samþykkt að eiga við- skipti við fyrirtækið á þessum for- sendum. Við ákvörðun á því hvort fjármálafyrirtækið skuli eiga við- skipti í þessum tilvikum verður það að taka afstöðu til þess hvort upplýs- ingarnar séu með þeim hætti að unnt sé að láta þær viðskiptamanni í té. Í sumum tilvikum, t.d. þegar fjármála- fyrirtæki er að tryggja sér stöðu í hlutafélagi, er ólíklegt að fjármála- fyrirtækið vilji upplýsa um þessa fyr- irætlun sína. Í öðrum tilvikum er auð- veldara um vik að veita upplýsingar t.d. þegar fjármálafyrirtæki hefur tekið að sér umsjón með skráningu verðbréfa og almennu útboði. Fjármálaeftirlitið hefur gefið út leiðbeinandi tilmæli um efni reglna fjármálafyrirtækja en þar er m.a. að finna í 2. kafla reglur um kínamúra. Reglurnar eru nr. 1/2001 og fela í sér lágmarksviðmið um efni þeirra reglna sem gilda um kínamúra. Tekið er fram í inngangsákvæðum regln- anna að hugsanlega þurfi að gera strangari kröfur í einstökum tilfellum til þess að markmið reglnanna náist. Í kaflanum er að finna nokkrar reglur um það hvernig aðskilnaði starfssviða skuli háttað. Fyrsta reglan mælir fyrir um að aðgreina ber á milli við- skipta fyrir eigin reikning, miðlunar, eignarstýringar, fyrirtækjaráðgjaf- ar, bakvinnslu og annarra sviða eftir því sem tilefni er til sbr. 7. gr. regln- anna. Í útskýringu á 7. gr. í reglum Fjármálaeftirlitsins er vikið að því að með aðskilnaði á milli starfssviða sé átt við að sviðin séu aðskilin í stjórn- un, afkomu, upplýsingakerfum og reglum um samskipti á milli sviða. Þá er tekið fram að aðskilnaður í hús- næði (aðgangstakmörkun) sé æski- legur og í sumum tilvikum nauðsyn- legur nema unnt sé að tryggja hann með sambærilegum hætti. Önnur reglan leggur þá skyldu á fjármála- fyrirtæki að tryggja að viðkvæmar upplýsingar berist ekki á milli starfs- sviða sbr. 8. gr. reglnanna. Þriðja reglan mælir fyrir um að starfsmenn skuli almennt ekki starfa að verkefn- um á mismunandi starfssviðum sbr. 9. gr. reglnanna. Til viðbótar framangreindum reglum Fjármálaeftirlitsins sem sér- staklega fjalla um kínamúra er að finna önnur ákvæði í reglunum sem tengjast þeim Þannig er í 3. kafla reglnanna mælt fyrir um að fjármála- fyrirtæki eigi að koma í veg fyrir hagsmunaárekstra við viðskipta- menn vegna viðskipta fyrir eigin reikning. Í 4. kafla eru settar ítarleg- ar reglur um eigin viðskipti starfs- manna fjármálafyrirtækja. Þá er í 6. kafla reglnanna mælt fyrir um til- nefningu regluvarðar sem hefur það hlutverk að hafa eftirlit með að reglum um kínamúra sé fylgt. Í 7. kafla reglnanna er mælt fyrir um við- urlög við brotum sem geta m.a. falist í áminningu starfsmanns eða brott- rekstri. Brot á trúnaðarskyldu Eins og fram hefur komið er kína- múrum ætlað að styðja við tvær grundvallarreglur í verðbréfavið- skiptum. Sjónarmiðin sem gilda um þessar reglur eru nokkuð mismun- andi og er því rétt að gera grein fyrir þeim hverjum í sínu lagi. Ljóst er að starfsmönnum fjármálafyrirtækja er óheimilt að hagnýta innherjaupplýs- ingar í viðskiptum, miðla þeim til ann- arra eða nýta þær við ráðgjöf til við- skiptamanna. Má í þessu sambandi vísa til reglu 45. gr. laga um verð- bréfaviðskipti sem bannar fjármála- fyrirtæki að hafa milligöngu um við- skipti ef grunur er fyrir hendi um að viðskiptin brjóti í bága við reglurnar um innherjaviðskipti. Ef við víkjum þá næst að samspili reglna um trúnaðarskyldu fjármála- fyrirtækis gagnvart viðskiptamönn- um og reglunni um kínamúra þá koma upp heldur erfiðari úrlausnar- efni. Ástæðan fyrir því er það tví- þætta vandamál sem er fyrir hendi í þessum tilvikum, þ.e. að hagsmunir fjármálafyrirtækisins og eftir atvik- um hagsmunir viðskiptamanns geta leitt til þess að fjármálafyrirtækið má ekki nýta upplýsingarnar sem starfs- menn hafa yfir að ráða í ráðgjöf til annarra viðskiptamanna. Ráðgjöf fjármálafyrirtækis til viðskipta- manna, á því hvaða fjárfestingarkost- ir eru bestir, er því hugsanlega ófull- nægjandi af því viðskiptamanni eru ekki látnar í té upplýsingar um hags- muni fjármálafyrirtækisins. Eins og áður er rakið hafa ákvæði 11. gr. til- skipunar um fjárfestingarþjónustu verið skýrð á þann veg að í þeim til- vikum þar sem ekki er unnt að koma í veg fyrir hagmunaárekstra verði fjármálafyrirtækið annaðhvort að upplýsa viðskiptavininn um hags- munaárekstrana eða sleppa því að eiga viðskiptin. Álitaefnið hér er hvort reglur um kínamúra leiða til þess að trúnaðarskyldum gagnvart viðskiptamanni sé fullnægt, ef upp- lýsingar um hagsmuni fjármálafyrir- tækis eða viðskiptamanns eru fyrir hendi hjá tiltekinni deild eða tiltekn- um starfsmönnum fjármálafyrirtæk- is, en ekki hjá þeirri deild eða starfs- manni sem annast ráðgjöf til annars viðskiptamanns. Í áðurnefndri túlkun nefndar evrópskra verðbréfaeftirlits- aðila á 11. gr. tilskipunarinnar er gert ráð fyrir að kínamúrar geti verið full- nægjandi vörn gegn hagsmuna- árekstrum að þessu leyti. Ef starfs- manni sem veitir ráðgjöf er ekki kunnugt um upplýsingarnar er ekki um brot á trúnaðarskyldu að ræða. Að því marki sem kínamúrar duga ekki til þess að koma í veg fyrir hagmunaárekstra, annaðhvort vegna þess að viðkomandi starfsmaður hef- ur aðgang að upplýsingum um hags- munatengslin í þeirri deild sem hann vinnur í eða vegna þess að hann hefur af öðrum ástæðum upplýsingarnar, þá má fjármálafyrirtækið ekki gera viðskiptin nema upplýsa viðskipta- manninn fyrirfram. Að endingu um þær lagareglur sem gilda um kínamúra er rétt að nefna að skv. 13. gr. laga um verð- bréfaviðskipti kemur fram að fjár- málafyrirtæki þurfi að sýna fram á að kínamúrar séu fyrir hendi. Þetta þýð- ir annars vegar að fjármálafyrirtækið verður að setja sér sérstakar innri reglur um það hvernig aðskilnaðinum skuli háttað og hvernig eftirliti er framfylgt, sbr. 15. gr. laganna. Hins vegar leggur ákvæðið sönnunarbyrð- ina um það hvort fullnægjandi að- skilnaður sé fyrir hendi á fjármála- fyrirtækið í þeim tilvikum þar sem reynir á hagsmunaárekstra. Af þessu leiðir að mjög þýðingarmikið er fyrir fjármálafyrirtæki að reglurnar um Kínamúrar í fjármálafyrirtækjum Eru svokallaðir kínamúrar nægjanleg vörn gegn innherjasvikum og hagmunaárekstrum hjá fjármálafyrirtækjum? Á undanförnum vikum hefur átt sér stað nokkur umræða um hagsmunaárekstra vegna fjárfestinga fjármálafyrirtækja í at- vinnufyrirtækjum. Jóhannes Sigurðsson út- skýrir hvað hugtakið kínamúrar felur í sér og hvaða reglur gilda um þá í íslenskum rétti. Því hefur verið haldið á lofti að kínamúrar veiti í raun enga vernd gagnvart flæði upplýsinga milli deilda innan fyrirtækja. Þess vegna væri réttara að tala um japönsk skilrúm í stað kínamúra. Jóhannes Sigurðsson

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.