Morgunblaðið - 30.10.2003, Blaðsíða 13

Morgunblaðið - 30.10.2003, Blaðsíða 13
NVIÐSKIPTI  aðskilnað séu skýrar og þeim fram- fylgt með ítarlegri og reglubundinni kynningu og eftirliti. Eru múrar nægjanleg vörn? Því sjónarmiði hefur verið haldið á loft bæði í lögfræðilegri umfjöllun um kínamúra og í almennri umræðu að kínamúrar veiti í raun enga vernd gagnvart flæði upplýsinga milli deilda innan fyrirtækja. Starfsfólk hittist við ýmis tilefni, t.d. í mötuneyti fyrirtækis, starfsmannafundum eða öðrum félagslegum uppákomum inn- an fyrirtækisins. Þá hefur verið á það bent að upplýsingastreymi og orð- rómur eigi greiða leið í gegnum kína- múra með nútímasamskiptatækni. Þetta síðastnefnda sjónarmið á ekki síst við í fámenninu og kunningja- þjóðfélaginu á Íslandi. Þá hefur verið nefnt að hagsmunir af því að nýta upplýsingar séu oft mjög miklir og því freistandi að láta upplýsingar flæða á milli aðila innan fyrirtækisins. Þá hefur gagnrýnin beinst að því að æðstu stjórnendur fyrirtækjanna fá í raun allar upplýsingar sem þeir þurfa á að halda og geta því stýrt málum þannig að hagsmunir fjármálafyrir- tækisins séu hafðir í fyrirrúmi. Rök- semdir þeirra aðila sem halda því fram að reglurnar um kínamúra séu gagnslitlar mótast að nokkru marki af því að menn séu almennt ekki lög- hlýðnir. Ljóst er að mikilvægir hagsmunir eru fólgnir í því fyrir fjármálafyrir- tæki og fjármálasamstæður að geta veitt fjölbreytta fjármálaþjónustu og vera jafnframt virkir aðilar á verð- bréfamarkaði. Rökstyðja má að hag- kvæmni og skilvirkni fylgi þessu fyr- irkomulagi. Ef litið er til þróunar í íslensku atvinnulífi síðustu tvo ára- tugi kemur glögglega í ljós að fjár- málafyrirtæki hafa gegnt þar lykil- hlutverki. Með fjölbreyttari þjónustu og auk- inni þátttöku fjármálafyrirtækja í fjárfestingum í atvinnufyrirtækjum hefur tekist að koma á mörgum þörf- um breytingum í íslensku atvinnulífi. Verðbréfamarkaðurinn hefur þróast mikið og gera fjárfestar nú meiri kröfur um arðsemi af fjárfestingum. Fjármálafyrirtæki hafa einnig mjög þýðingarmiklu hlutverki að gegna í framþróun og nýsköpun í atvinnulíf- inu. Mjög miklir hagsmunir eru fólgnir í því fyrir fjármálafyrirtæki að setja skýrar reglur um kínamúra og fylgja þeim fast eftir. Það getur skapað mik- il vandamál í starfsemi hjá fjármála- fyrirtæki ef ekki ríkir trúnaður um mikilvægar upplýsingar. Ef upp- bygging innri reglna og verkferla er ekki með fullnægjandi hætti hjá fjár- málafyrirtæki getur fyrirtækið og stjórnendur þess að auki fellt á sig bótaábyrgð vegna vanrækslunnar og eftir atvikum refsiábyrgð. Þá veldur það fjármálafyrirtæki verulegum álitshnekki og rýrir traust viðskipta- manna til fyrirtækisins ef brot af þessum toga koma upp í starfsem- inni. Ljóst er að reglur um kínamúra koma ekki alfarið í veg fyrir að brot kunni að vera framin á reglum um innherjasvik og trúnaðarskyldu frek- ar en ýmsar aðrar reglur á vettvangi verðbréfaviðskipta sem ætlað er að stemma stigu við ólögmætri hátt- semi. Hafa verður í huga að reglunum er ætlað að styrkja framangreindar grundvallarreglur í sessi en eins og með flestar reglur er alltaf fyrir hendi sá möguleiki að menn brjóti þær sök- um gáleysis eða af ásetningi. Þegar metnir eru saman hagmunir af því að geta veitt fjölbreytilega þjónustu og hættu á brotum verður að telja að hin lögmæltu viðurlög við brotum og hugsanlegur álitshnekkir fjármála- fyrirtækis eigi að vera fullnægjandi úrræði til þess að tryggja að reglurn- ar um innherjasvik og trúnaðar- skyldu séu virtar. Við lagasetningu af þessu tagi verður almennt að ganga út frá því að menn séu löghlýðnir. Höfundur er hæstaréttarlögmaður en starfar nú sem sérfræðingur í löggjöf á sviði fjármálaþjónustu hjá Eftirlits- stofnun EFTA í Brussel. Skoðanir sem fram koma í greininni eru alfarið á ábyrgð höfundar og endurspegla ekki nauðsynlega skoðanir Eftirlitsstofn- unar EFTA. Fljúgið að morgni, vinnið á fundi yfir daginn og snúið heim um kvöldið. Gisting í boði sé þess óskað. Við bjóðum fyrirtækjum saman í pakka flugfar og fundaraðstöðu í dagsferðum til helstu áfangastaða Flugfélags Íslands. Þjónusta við íslensk fyrirtæki hvar sem er á landinu Flogið og fundað Flugferðir Hótel Bílaleiga Fundaraðstaða Fyri r tækjaþjónusta ÍS LE N SK A A U G LÝ SI N G A ST O FA N E H F. /S IA .I S -F LU 2 24 94 10 /2 00 3 www.flugfelag.is Hafðu strax samband við okkur í síma 570 3075 eða í tölvupósti: hopadeild@flugfelag.is Viltu ná umtalsverðum árangri á næsta fundi? fundar- friður

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.