Morgunblaðið - 30.10.2003, Blaðsíða 9
MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 30. OKTÓBER 2003 B 9
NVIÐSKIPTI/ATHAFNALÍF ingum. Gerð er ítarleg krafa um að sérgreina þá í skýr-
ingum og brjóta mun betur upp en tíðkast hér. Séu
fastafjármunir keyptir á kaupleigu þarf að segja frá því
og tilgreina kaupleigusamninga meðal langtímaskulda.
Einnig þarf að skýra ítarlega frá því hvernig greiðslum
af þeim samningum á að vera háttað á næstu árum.
Þetta er atriði sem þarf að leggja talsvert í að halda ut-
an um.“
Samanburðarhæfni og gagnsæi
Aðalbreytingin og það sem mestu máli skiptir að mati
Ólafs er að samanburðarhæfni á milli fyrirtækja á milli
landa eykst til muna, sem og gegnsæið. „Það hefur í
raun verið óþolandi fyrir alla, hvort sem eru hluthafar,
greiningardeildir eða aðrir, að notaðar séu svo mismun-
andi aðferðir við gerð ársreikninga. Þeir sem gera upp
samkvæmt þessum stöðlum verða að gera það í einu og
öllu. Ekki dugir að sleppa einum staðlinum. Endurskoð-
endur verða að vera meðvitaðir um það og skrifa ekki
upp á annað.“
Að auki nefnir Ólafur til kosta mjög ítarlegar skýr-
ingar í reikningunum þar sem hlutirnir eru raktir af ná-
kvæmni enda sé markmiðið að gera reikningana auð-
skiljanlega fyrir leikmenn jafnt sem fagmenn.
Viðkvæmar upplýsingar til keppinautanna
Það sem hins vegar gæti vaxið mönnum hvað mest í
augum er starfsþáttagreining sem koma þarf fram í
skýringum ársreikningsins. Ólafur segir að sérgreina
þurfi afkomu hvers starfsþáttar samstæðu ef tekjur af
honum nema yfir 10% af heildartekjum samstæðunnar.
Og sérgreindir starfsþættir verða samtals að ná yfir
75% af heildarveltunni. „Þetta eru oft viðkvæmar sam-
keppnisupplýsingar. Menn þurfa þarna að tilgreina í
hvaða greinum eða á hvaða landsvæðum styrkleikar
þeirra liggja. Þar með veit keppinauturinn hvar viðkom-
andi er sterkur eða veikur fyrir. En einnig má nefna ít-
arlegar upplýsingar um viðskipti við tengda aðila.“
Fornleifarannsóknir um áramót
Um áramótin þurfa þær fyrirtækjasamstæður sem
staðlarnir ná yfir að byrja að vinna samkvæmt þeim.
Ólafur telur að ákveðinn höfuðverkur geti fylgt því að
koma efnahagsreikningnum í ársbyrjun 2004 saman við
alþjóðlegu reglurnar. Uppfæra þurfi eignir og skuldir
og leiðrétta í gegnum eigið fé líkt og stöðlunum hafi
verið beitt síðastliðin ár. „Þá þarf í mörgum tilvikum að
vinda ofan af málum og finna út hvort allt hafi staðist
alþjóðlegu reglurnar þó svo að það hafi staðist þær ís-
lensku. Þetta kallar á ákveðna tegund af fornleifarann-
sóknum.“
Fleiri fylgja í kjölfarið
Einungis þær samstæður sem eru með hlutabréf sín
skráð hjá Kauphöll Íslands þurfa samkvæmt tilskipun
Evrópusambandsins að birta reikninga sína samkvæmt
stöðlunum sem hér um ræðir. Ólafur telur hins vegar að
þessar aðferðir sem skal beita verði til að bæta reikn-
ingsskil fyrirtækja svo mikið að önnur stærri fyrirtæki
muni fylgja í kjölfarið og nýta sér staðlana. „Auk þess
sem lánastofnanir og fleiri aðilar gætu farið að gera rík-
ari kröfur á fyrirtæki, þegar þeir verða orðnir góðu
vanir að fá allar þessar upplýsingar.“
Lög hafa ekki verið sett hérlendis um staðlana og
gildissvið þeirra en stefnt er að því að leggja frumvarp
þessa efnis fyrir Alþingi í síðasta lagi næsta haust. Því
er enn óljóst hvort staðlarnir muni gilda um fleiri fyr-
irtæki en þau sem eru sérstaklega nefnd í stöðlunum,
þ.e. samstæður sem skráðar eru á markaði.
Fjárhagsleg áhættustjórnun
Yfirlit um fjárhagslega áhættustjórnun sem á sér stað í
samstæðunni er annað nýtt lykilyfirlit. Ólafur segir því
ætlað að fjalla um hvaða áhættuþætti fyrirtækið býr
við, ef til vill á alþjóðamarkaði, með tilliti til gengis,
vaxta og svo framvegis. Þarna þurfi að koma fram
hvernig samstæðan er að bregðast við áhættunni og
hvernig samningar þess, sem gerðir eru til að verjast
þessari áhættu, eru færðir í reikningsskilin.
Handbært fé án vaxta og skatta
Helsta breytingin á sjóðstreymisyfirlitinu er sam-
þjöppun á efsta hlutanum, handbæru fé frá rekstri. „Sá
hluti skiptir kannski hvað mestu máli en þar kemur
fram hversu miklu reksturinn skilaði í peningum. Ein-
ungis er gert ráð fyrir að sýnt verði handbært fé frá
rekstri án vaxta og skatta og greiddir vextir og skatt-
ar. Ég lít svo á að með þessu sé verið að auka sam-
anburðarhæfni á milli skuldsettra fyrirtækja annars
vegar og fyrirtækja með sterka eiginfjárstöðu hins
vegar.“
Fjárfestingar- og fjármögnunarhreyfingar segir
Ólafur settar fram með svipuðu móti og áður en vekur
þó athygli á tveimur liðum í fjármögnunarhreyfingum
sem heita greiddur arður til meirihluta og greiddur
arður til minnihluta. „Það er gert ráð fyrir að þetta sé
brotið upp í tvennt.“
Viðskiptavild verðmetin árlega
Tína má til ýmsa þætti sem taka breytingum með inn-
leiðingu alþjóðlegu reikningsskilastaðlanna en aðeins
verður stiklað á nokkrum athyglisverðum breytingum
hér. Ein þeirra er meðferð viðskiptavildar en aðferðir
íslenskra fyrirtækja við mat á viðskiptavild hafa verið
mjög mismunandi.
„Staðlarnir gera ekki ráð fyrir að viðskiptavild sem
myndast við kaup eða yfirtöku á dótturfélögum sé af-
skrifuð nema þá að hún hafi farið í gegnum nokkurs
konar virðisrýrnunarpróf. Viðskiptavildin er þá verð-
metin á hverju ári og í kjölfarið metið hvort þarf að af-
skrifa hana, hluta hennar eða ekkert. Það er hins vegar
tiltölulega flókið mál að meta þetta,“ segir Ólafur.
Kaupleigusamningar sérgreindir
„Það sem vakti sérstaka athygli mína í þessum reikn-
ingum var meðferð á fjármögnunar-/kaupleigusamn-
varðandi framsetningu reikningsins. „Eignakaflinn
Fastafjármunir sem gjarnan hefur verið skipt í und-
irkaflana óáþreifanlegar eignir, varanlega rekstrarfjár-
muni, áhættufjármuni og langtímakröfur, verður mjög
einfaldaður. Það sem áður var sundurliðað í undirköfl-
unum færist í skýringar með liðunum,“ segir hann.
„Varanlegir rekstrarfjármunir koma t.d. bara fram í
einni línu en síðan er vísað í skýringar þar sem liðurinn
er sundurliðaður og grein gerð fyrir breytingum á
árinu.“ Veltufjármunakaflann segir Ólafur hins vegar
verða með svipuðu sniði og hefur verið.
Á skuldahliðinni hverfur skuldbindingakaflinn út og
skuldunum verður einungis skipt í langtíma- og skamm-
tímaskuldir. „Skuldbindingakaflinn sem við þekkjum úr
íslenskum ársreikningum þar sem kemur fram lífeyris-,
tekjuskatts- og ábyrgðarskuldbinding og hugsanlega
fleiri skuldbindingar með óvissan gjalddaga verða nú
meðhöndlaðar sem langtímaskuldbindingar, sem þær í
raun eru.“ Skammtímaskuldbindingar eru hins vegar
með svipuðu móti og áður.
Þá verður eiginfjárkaflinn með svipuðu sniði, að sögn
Ólafs, nema hvað eiginfjárreikningum fjölgar.
Áhersla á eiginfjárhreyfingar
„Ein af stóru breytingunum á ársreikningnum með til-
komu staðlanna er yfirlit yfir hreyfingar á eigin fé, sem
sérgreint er frá öðrum yfirlitum. Mun meiri áhersla
verður lögð á eiginfjárhreyfingar og það sett meðal lyk-
iltöluyfirlita. Þar á að gera nákvæma grein fyrir öllum
breytingum á eigin fénu síðastliðin tvö ár.“
Ólafur segir stærstu breytinguna vera þá að meðal
eiginfjárreikninga verði liður sem kallast sérstakt end-
urmat og fleira. „Honum er ætlað að taka á móti liðum
eins og sérstöku endurmati af fasteignum, áhrifum af
framvirkum samningum, þýðingarmun sem á sér stað
við umreikning erlendra dótturfélaga í íslenska mynt og
fleira. Þetta eru liðir sem hafa ekki áhrif á afkomu árs-
ins samkvæmt rekstrarreikningi.“ Sértækt endurmat
segir Ólafur ekki vera eins og það endurmat sem tengist
verðbólguleiðréttingum. „Ef í ljós kemur að fasteign er
mun meira virði en bókfært kaupverð og þú vilt sýna
raunvirðið í reikningunum þá fer endurmatið í gegnum
eiginfjárreikninginn en er ekki tekjufært í rekstrar-
reikning. Sama með verðbréfin, t.d. endurmat hluta-
bréfa sem á eftir að selja er fært í gegnum eigið fé
þangað til bréfin eru seld en þá eru þau innleyst í gegn-
um rekstrarreikning.“
kstrarreikningi sam-
kostnaðarverð seldra
Ólafur segir nokkur
da sé fyrir því laga-
erslunarfyrirtæki að
vörusölunni sýnd og
ðir rekstrarins sem
afskriftir verða ekki
ingi heldur eru þær
trinum. „Reksturinn
Það er búið að deila
r Ólafur. Þetta skref
verkum að fórna þarf
rir afskriftir og fjár-
m og er það stærsta
g að EBITDA-hagn-
ur kemur hann fram
arreikningi hagnaður
st víða erlendis.
ngi samstæðu er, að
mþjöppun yfirlitsins.
r á einni blaðsíðu í
a það til mikilla bóta
uppgjörsaðferðir
áðum fyrirtækjum
uphöll Íslands þurfa um áramótin að vera í stakk búnar til að laga sig að nýjum reikningsskilareglum. Markmiðið er að sam-
m auðveldara að lesa ársreikninga fyrirtækja.
Morgunblaðið/Kristinn
! " #
$
!"
$
%
&
'
)
#&
)!
* #+,-.'/0(
)
)%
)%
!
1%
23
4
$
, 50
6 5
73 8
5
73 9
!
'
#
!
&
)
soffia@mbl.is
an fjárfestingarkosti almennt. Ég tel því að þetta verðskuldi mikla yfirlegu og
vinnu.“
Aðlögun reikninganna er þó, að sögn Hjörleifs, aðeins einn liður af 15–20 sem
samstæðan hefur unnið markvisst að sl. tvö ár og miðast að því að Össur, sem fjár-
festingarkostur, sé gjaldgengur hjá hvaða fjárfestum sem er, hvar sem er.
„Það er metnaðarmál okkar að vera í fararbroddi. Íslenskt fyrirtæki sem ætlar
að fá athygli annars staðar þolir enga sérvisku. Það er nógu mikil áskorun í því að
selja fyrirtækið sem slíkt þó að ekki þurfi að setja menn fyrst inn í alls kyns stað-
bundna þætti.“
Hjörleifur segir mjög gott að vinna eftir stöðlunum og þeir séu til mikilla bóta.
„Þetta eykur agann í að vera með góðar skýringar en það er ekki stærsta málið
heldur það að samræma aðferðir við uppgjör fyrirtækja.“
Þolir enga sérvisku
Um helstu kosti og ókosti alþjóðlegu staðlanna segist Hjörleifur telja að stærsta
kostinn sé að finna í betri skýringum með reikningunum. Hann sér hins vegar enga
ókosti við þá og neitar því að þeir flæki málin. „Þetta er mikilvægt grundvallargagn
fyrir þá sem hagsmuni hafa af því að eiga viðskipti með bréfin, lána eða bera sam-
tun. Auk þess er alltaf munur á árshlutareikningi og árs-
nda er enn meira af skýringum og mun meira af efni.“
nið hafa tekið samstæðuna meira en ár en áhersla hafi
a mjög vandlega og ekki af neinni hendingu“. Hann segir
hafi gefist gott tækifæri til þess að samræma aðferðir
allan heim. „Liður í þessu verkefni var t.d. að útbúa sér-
öllum uppgjörshandbók þar sem farið er í gegnum helstu
mstæðan á að nota. Þetta var því nokkurs konar samræm-
gjörið samkvæmt stöðlum