Morgunblaðið - 14.11.2003, Side 13
GÓÐIR VINIR
Þau segja nauðsynlegt að vera góðir vinir en
ekki bara samstarfsmenn til að láta svo nána
samvinnu ganga upp. Þau sofa öll í sömu rút-
unni á ferðalögum og návígið er mikið. Þau eru
þó ekki ein á ferð. „Það verða ellefu manns í
ferðinni en með okkur eru bílstjóri, rótari, ljósa-
maður, hljóðmaður og tveir starfsmenn í miða-
sölu,“ segir Andri þannig að umfangið er nokk-
urt. Mikið er lagt upp úr því að hafa flott ljós og
hljóðkerfi, útskýrir Hanni, en sviðsmyndin er sú
sama á öllum stöðunum sem þau heimsækja
þótt tækifæri gefist til að leggja meira í útgáfu-
tónleikana í Austurbæ.
MEIRA ROKK
Nýtt upphaf heitir eftir einu lagi á plötunni en
á sama tíma markar hún einhvers konar nýtt
upphaf hjá sveitinni. Hún er rokkaðri en Allt sem
ég sé þótt rólegri lög séu líka þarna inni á milli.
Nýtt upphaf er eðlilegt framhald síðustu plötu
og nefna þau að lagið „Allt sem ég sé“ hefði allt
eins getað átt heima á þessari nýju plötu.
Platan byrjar á kraftmiklu rokklagi, „Ég stel
frá þér“, sem er í uppáhaldi hjá hljómsveit-
armeðlimum. „Aðalbreytingin er að þetta er
meira rokk,“ segir Vignir. „Tónlistin er svipuð og
á síðustu plötu, nema örlítið harðari,“ segir
hann. „Við tókum bara skrefið lengra,“ segir
Birgitta.
BIRGITTA LÍKA LAGAHÖFUNDUR
Vignir er sem fyrr aðallagasmiður sveitarinnar
en nú er sú breyting á að Birgitta er höfundur ell-
efta og síðasta lagsins á diskinum sem kallast
„Í annan heim“. Birgitta á meirihlutann af text-
unum sem fyrr en Vignir er líka textahöfundur
auk þess sem Stefán Hilmarsson og Friðrik
Karlsson eiga hvor sinn textann.
Eitt af því sem er heillandi í fari Birgittu er
hispursleysið sem skín í gegn í textunum henn-
ar. „Eigum við ekki bara að segja að það sé í
bland,“ svarar hún aðspurð hvort hún leiti inn á
við í textagerðinni. „Stundum leitar maður mikið
inn á við og kemur með eitthvað persónulegt og
stundum er ekkert persónulegt í textanum. En
ég held að það sé rosalega erfitt að gera texta
án þess að finna sjálfan sig eitthvað í honum.
Það er alltaf einhver tenging. Ég á það til að
skrifa of persónulega og er oft að reyna að
bakka,“ segir hún. „Maður gefur mikið af sér.
Þá finnst fólki það þekkja mann betur. Það er
erfitt að hitta fólk sem þú þekkir ekki en það
þekkir þig,“ segir Birgitta sem er ekki að kvarta.
„Ég er bara svona manneskja og líður betur
svona heldur en að vera lokuð. En auðvitað
hugsa ég stundum, úps!, þarna sagði ég of mik-
ið,“ segir Birgitta.
„Ég hef alltaf verið að semja en hef bara ekki
verið eins góður lagasmiður og Viggi og hef ekk-
ert pínt strákana til að hlusta á mín lög,“ segir
Birgitta, „fyrr en núna“ skýtur einhver stríðn-
islega inn í. „Ég geri mér alveg grein fyrir hvað
Viggi er góður lagahöfundur og ég vil miklu frek-
ar hafa hann. En það var gaman að koma einu
lagi, sem er virkilega persónulegt, frá sér,“ segir
hún. Vignir er ánægður með framlagið. „Við
hefðum aldrei sett eitthvert lag á plötuna nema
það væri gott lag. Þetta virkaði vel.“
ÞÁTTUR ÞORVALDAR
Platan var tekin upp að stórum hluta í Flórída.
„Planið var alltaf að fara þarna út og byggja
grunninn að öllum lögunum. Við fengum stílinn
á plötunni þarna en þurftum að klára mikinn
hluta hennar þegar heim var komið,“ segir Vign-
ir. Þorvaldur Bjarni Þorvaldsson stjórnar upp-
tökum sem fyrr en lögin eru útsett í samstarfi
hans og Vignis, sem segist jafnvel hafa haft
meiri áhrif á nýju plötunni en hinni. Þau eru sam-
mála um að samstarfið við Þorvald hafi gengið
mjög vel. „Það er rosalega gott að vinna með
honum og hann nær vel til okkar,“ segir Birgitta.
„Hann er þaulreyndur í þessum bransa,“ segir
Vignir. „Það er bara heiður að fá að vinna með
honum,“ segir Birgitta. Sumir telja „Fáum aldrei
nóg“ líkjast Todmobile, en þau segja það vera
tilviljun en ekki komið til vegna áhrifa Þorvalds.
„Allt þetta sem á að vera líkt Todmobile kemur
ekki frá Þorvaldi heldur frá Vigga,“ segir Birgitta.
„En það má bæta því við að það er alls engin
skömm að líkjast Todmobile,“ segir Siggi.
BJÓR Í MYNDBANDI
Myndbandið við þetta lag hefur verið mikið
spilað en í því má sjá hljómsveitina spila í
sundlaug. Það er styrkt af bjórfyrirtæki, sem
lýsir sér í því að bjórflöskur sjást inn á milli í
myndbandinu þótt hljómsveitarmeðlimir sötri
bjórinn ekki sjálfir.
Þessu svara þau sem einn maður. „Maður
þarf að fá „sponsora“ til að geta gert
myndbönd. Þetta er algengt í tónlistar-
myndböndum. Þau eru mjög dýr. Því miður getur
maður þetta ekki alveg
sjálfur og þarf að fá hjálp.
Við erum bara fullorðið fólk
og drekkum bjór eins og
svo margir aðrir. Við erum
öll komin með aldur til
þess. Ég held að krakkar sjái líka mömmu sína
og pabba drekka bjór.“
TALA SAMAN OFT Á DAG
„Ég veit ekki hvað gerðist ef bandið myndi
hætta,“ segir Birgitta. „Alla daga er maður bara
Írafár og hugsar sem Írafár. Þetta er orðið stór
hluti af lífi manns,“ segir hún. „Við tölum
saman mörgum sinnum á dag,“ segir Siggi en
þau viðurkenna að samstarfið hafi þroskað þau
mikið og það sem þau hafa gengið í gegnum.
Þau gera það samt ljóst að þau ætli að halda
sig á jörðinni hvað væntingarnar varðar.
„Metnaðurinn er í tónlistinni en ekki í sölunni.
Við erum ánægð með það sem við erum að gera
og það skiptir mestu máli.“
|ingarun@mbl.is
ÍRAFÁR Á ÆFINGU Í
AUSTURBÆ ÞAR SEM ÚT-
GÁFUTÓNLEIKARNIR
VERÐA HALDNIR.
ÍRAFÁR
MIKIÐ VERÐUR LAGT UPP-
ÚR ÞVÍ AÐ HAFA FLOTT
LJÓS OG HLJÓÐKERFI Á
TÓNLEIKAFERÐALAGINU. 14. nóvember
Ný plata
með Írafári
kemur út
MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 14|11|2003 | FÓLKÐ | 13
bíóvefur mbl.is
Kíktu á mbl.is og fylgstu
með hvað er að gerast í bíó
• Upplýsingar
• Sýningartími
• Söguþráður
• Myndskeið