Morgunblaðið - 20.11.2003, Síða 1

Morgunblaðið - 20.11.2003, Síða 1
PRENTSMIÐJA MORGUNBLAÐSINS FIMMTUDAGUR 20. NÓVEMBER 2003 Á netinu mbl.is/vidskipti BLAÐ B Bankaútibú í þínu fyrirtæki Fyrirtækjabanki Landsbankans Þú stundar öll bankaviðskipti fyrirtækisins á einfaldan og þægilegan hátt á Netinu – hvenær sem þér hentar. Í Fyrirtækjabanka Landsbankans býðst þér m.a. að: • Framkvæma allar almennar bankaaðgerðir (millifæra, sækja yfirlit, greiða reikninga o.s.frv.). • Safna greiðslum saman í greiðslubunka sem hægt er að greiða strax eða geyma til úrvinnslu síðar. • Framkvæma greiðslur með því að senda inn greiðsluskrár úr t.d. bókhaldsforritum. • Stofna og fella niður innheimtukröfur. • Greiða erlenda reikninga (SWIFT). Nánari upplýsingar um Fyrirtækjabankann getur þú fengið í næsta útibúi Landsbankans, í Þjónustuveri bankans í síma 560 6000 eða á vefsetri bankans, www.landsbanki.is ÍS LE N SK A A U G LÝ SI N G A ST O FA N /S IA .I S L BI 2 20 51 08 /2 00 3 SJÓÐSTAÐA og bankainni- stæður lífeyrissjóðanna hafa auk- ist mikið á þessu ári, sem þýðir að hlutfallslega hefur dregið úr fjár- festingum lífeyrissjóðanna. Sjóð- staða og bankainnistæður, sem er laust fé lífeyrissjóðanna, hækkaði um 9,3 milljarða króna frá ára- mótum til septemberloka og nam þá 23,6 milljörðum króna. Hækk- unin á þessu níu mánaða tímabili er 65%. Heildareignir sjóðanna voru á sama tíma orðnar 766 milljarðar króna og höfðu hækk- að um 87 milljarða króna frá ára- mótum, eða um 13%. Lausafé líf- eyrissjóðanna sem hlutfall af heildareignum hafði því hækkað úr 2,1% í 3,1% frá janúar til sept- ember og hefur hlutfallið ekki verið hærra í að minnsta kosti sex ár. Á þessum árum hefur hlutfall- ið farið lægst í 0,9% og verið 1,7% að meðaltali. Minni sjóðfélagalán Guðmunda Ósk Kristjánsdóttir sérfræðingur í Greiningardeild Landsbanka Íslands nefnir tvær hugsanlegar skýringar þegar hún er spurð út í vaxandi lausafjár- stöðu lífeyrissjóðanna. Annars vegar segir hún að dregið hafi úr vexti sjóðfélagalána og þar sem stöðugt innstreymi sé í sjóðina valdi minnkandi útlán aukningu lausafjár. Hins vegar hafi dregið verulega úr framboði á skulda- bréfum fyrirtækja á seinni hluta ársins, en lífeyrissjóðirnir hafi verið mjög áhugasamir um kaup á slíkum bréfum þegar þau hafi boðist. Þá segir Guðmunda að sam- kvæmt efnahagsyfirliti lífeyris- sjóða hafi þeir haldið að sér hönd- um í kaupum á húsbréfum og húsnæðisbréfum. Hún segir spá Landsbankans gera ráð fyrir frekari lækkun ávöxtunarkröf- unnar og þar með verðhækkun bréfanna, þannig að samkvæmt þeirri spá ættu sjóðirnir að kaupa þessi bréf nú. Lífeyrissjóðirnir hljóti því að gera ráð fyrir hækk- un ávöxtunarkröfunnar fyrst þeir kaupa ekki þessi bréf, eða þá að þeir fái mjög góð innlánskjör hjá bönkunum. Guðmunda segir að inn í þetta geti spilað að langtímafjárfest- ingarstefna stærstu lífeyrissjóð- anna sé að draga jafnt og þétt úr vægi innlendra skuldabréfa en auka á móti vægi erlendra verð- bréfa. Þetta sé einmitt það sem gerst hafi að undanförnu með auknu vægi erlendra eigna. Er- lendar eignir voru 15,2% af heild- areignum sjóðanna um síðustu áramót, en í september var þetta hlutfall komið í 17,6%. Í samtölum við forsvarsmenn hjá lífeyrissjóðunum kom fram að þessi aukning lausafjár sjóðanna væri líklega ekki varanleg, en ýmsar skýringar væru á því að staðan væri þessi nú. Nefnt var að sjóðirnir stæðu ekki frammi fyrir mörgum spennandi fjárfest- ingum um þessar mundir. Ávöxt- unarkrafa á skuldabréfamarkaði hefði lækkað og bréfin væru hátt verðlögð sem þýddi að sumir vildu bíða eftir að verðið lækkaði. Farið hægt í kaup erlendis Þá var nefnt að tiltölulega fáir kostir væru á innlenda hluta- bréfamarkaðnum, sem væri auk þess hátt verðlagður. Mikil um- frameftirspurn eftir bréfum í Medcare Flögu var nefnd sem dæmi um þörf lífeyrissjóða til að finna nýjar fjárfestingar, en líf- eyrissjóðir hafi skráð sig fyrir stórum hlutum í útboðinu. Bent var á að hlutfallslega hafi dregið úr sjóðfélagalánum, en á sama tíma hafi dregið úr vanskil- um og skil á iðgjöldum hafi batn- að. Þetta valdi því að öðru óbreyttu að lausaféð aukist. Loks hafi lífeyrissjóðirnir farið hægt í erlendar fjárfestingar á þessu ári, en það muni væntan- lega breytast því sjóðirnir vilji auka við erlenda eign sína. Eins og að framan sagði eru erlendar eignir nú 17,6% heildareigna, en samkvæmt stefnu flestra lífeyris- sjóðanna verða þessar eignir 30%–40% heildareignanna í fram- tíðinni. Mikið laust fé hjá lífeyrissjóðunum Lífeyrissjóðirnir hafa haldið að sér höndum í fjárfestingum á þessu ári og lausafé þeirra jókst um 65% á fyrstu níu mánuðum ársins. Heildareignir nema 766 milljörðum króna. Morgunblaðið/Arnaldur VIÐSKIPTABLAÐ MORGUNBLAÐSINS FJÁRMÁLAEFTIRLITIÐ (FME) hefur verið upplýst um að stjórn sænska fjár- málaeftirlitsins, Finansinspektionen, hafi gert opinbera ákvörðun sína frá 24. októ- ber síðastliðnum um að veita verðbréfa- fyrirtækinu Spectra Fondkommission AB viðvörun. Spectra Fondkommission AB rekur útibú hér á landi. Frá þessu var greint á heimasíðu FME í gær. Greint var frá í Morgunblaðinu í síðasta mánuði að sænska fjármálaeftirlitið mundi stöðva starfsemi Spectra vegna bókhaldsóreiðu ef ekki hefði tekist að ráða bót á rekstrinum fyrir 1. desember næstkomandi. Pálmi Sigmarsson, sem hef- ur verið útibússtjóri Spectra hér á landi, og er í forsvari aðila sem eru að yfirtaka Spectra, sagði þá að verið væri að taka til í rekstrinum og endurreisa félagið. F J Á R M Á L FME upplýst um Spectra í Svíþjóð S É R B L A Ð U M V I Ð S K I P T I , E F N A H A G S M Á L O G A T V I N N U L Í F Á S A M T S J Á V A R Ú T V E G S B L A Ð I Sala á Landssímanum Verðmæti Landssímans 34,3 milljarðar 6 Primex Rækjuskel nýtt til að græða beinbrot 8 TÖKUSTAÐURINN ÍSLAND BANDARÍSKA alríkislögreglan, FBI, hefur handtekið hátt á fimmta tug gjald- eyrismiðlara á Wall Street í New York. Lögreglan fór í fyrradag inn á skrif- stofur nokkurra verðbréfafyrirtækja og leiddi mennina út í járnum, en þeir eru taldir hafa átt þátt í að svíkja milljónir dala út úr minni fjárfestum og fyrirtækj- unum sem þeir starfa hjá. Reuters fréttastofan hefur eftir alrík- islögreglumönnum að málið snúist um gjaldeyrissvik, verðbréfasvik og pen- ingaþvætti, og að rannsókn þess hafi staðið yfir lengi. Starfsmaður eins verð- bréfafyrirtækisins hafði eftir lögreglu- manni að fjórum milljónum dala hefði verið stolið af viðskiptavinum og að fjár- munir hefðu verið teknir út úr séreigna- lífeyrissjóðum. Tugir miðlara handteknir á Wall Street

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.