Vísir - 11.11.1980, Side 8

Vísir - 11.11.1980, Side 8
8 Þriðjudagur 11. nóvember 1980. vlsm utgefandi: Reykjaprent h.f. Framkvæmdastjóri: Davfð Guömundsson. Ritstjórar: Olafur Ragnarsson og Ellert B. Schram. Ritstjórnarfulltrúar: Bragi Guðmundsson, Ellas Snæland Jónsson. Fréttast|óri er- lendra frétta: Guðmundur G. Pétursson. Blaðamenn: Axel Ammendrup, Arni Sig- fússon, Frlða Astvaldsdóttir, Gylfi Kristjánsson, lllugi Jökulsson, Kristfn Þor- steinsdóttir, Páll Magnússon, Svelnn Guðjónsson, Sæmundur Guövinsson, Þórunn Gestsdóttlr. Blaöamaður á Akureyri: Glsll Slgurgeirsson. Iþróttir: Kjartan L. Pálsson, Sigmundur O. Steinarsson. Ljósmyndir: Bragi Guðmundsson, Elln Ell- .ertsdóttir, Gunnar V. Andrésson, Kristján Arl Einarsson. útlitsteiknun: Gunnar Trausti Guðbjörnsson, Magnús Olafsson. Auglýsingastjóri: Páil Stefánsson. Dreifingarstjóri: Sigurður R. Pétursson. Ritstjórn: Siðumúli 14, slmi 80611 7 llnur. Auglýsingar og skrifstofur: Slðumúla 8, slmar 86611 og 82260. Afgreiösla: Stakkholti 2—4, slmi 86611. Askriftargjald er kr. 5.500.- á mánuði innanlandsog verö I lausasölu 300 krónur ein- takið. Visirer prentaður I Blaðaprenti h.f. Siðumúla 14. Boðberi einkaframtaksins Málefni Fríhaf narinnar á Keflavíkurflugvelli hafa verið í sviðsljósinu oftar en einu sinni. Því miður hefur það ekki alltaf verið af góðu. Upplýsingar um óeðlilega rýrnun á vörubirgðum og annað misjafnt leiddu til þess, að saksóknari hefur gefið út ákæru á hendur nokkrum starfs- mönnum fyrir meint misferli. í framhaldi af þessum at- burðum voru uppi hugmyndir um það, að starfsemi Fríhafnarinn- ar væri boðin út til einkaaðila. Nú hefur hinsvegar verið stað- fest í f réttum Vísis, að ætlunin sé að gefa starfsmönnum sjálfum kost á að reka Frihöfnina. Þeir muni sjálf ir annast rekstur og fá í sinn hlut fastakaup auk ákveðins hluta af veltu og hagnaði. Margur kann að undrast þessar ráðagerðir og spyrja hvort nú eigi að verðlauna misferlið, hvort það sé leiðin til að fá bætt kjör í starfi hjá hinu opinbera að brjóta af sér. Slíkar spurningar eru þó ósanngjarnar og meinfýsnar, því gengið er út frá þvi, að þeir ein- staklingar sem fundnir verða sekir fyrir refsivert athæfi og óheiðarleika f starfi, sitji ekki að fyrri störfum sínum hjá Fríhöfn- inni. Annað væri storkun við allt ... — Fjármálaráðuneytið vinnur nú að þeirri hugmynd að gefa starfsmönnum Frlhafnar- innar kost á aðreka Frfhöfnina sjálfir. Kannske það veröi sósfalistinn Ragnar Arnalds, sem hrindir slfkum einkaframtakshugssjónum í framkvæmd? velsæmi og réttlæti. Sú hugmynd að gera starfs- mennina sjálfa ábyrga fyrir rekstri Fríhafnarinnar er að mörgu leyti afar athyglisverð. Enginn vafi er á því að slíkt fyrirkomulag hvetur til sparnaðar og aðhaldssemi í rekstri. Þetta er raunar viður- kennt af talsmanni starfsmann- anna í Vísi í gær. Þau ummæli hans segja mikla sögu. Þau eru staðfesting á þeirri al- gildu reglu, að rekstur í höndum einkaaðila, hvort heldur það eru starfsmenn eða aðrir, sem njóta arðs af betri rekstri, hefur alla kosti fram yfir opinberan rekstur. Þessu fordæmi mætti fylgja víðar í opinbera geiranum. Því ekki að selja starfsmönnum Pósts og síma, Raf magnsveitna, Bifreiðaeftirlits eða Þjóðleik- húss svo eitthvað sé nef nt, meira sjálfdæmi? Allt mundi gerast í senn: gætt verða meiri sparnaðar, starfsmenn vinna af meiri áhuga, ríkið spara stórfé og almenningur fá betri þjón-. ustu. Þetta er raunhæft og fram- kvæmanlegt þar sem ríkið rekur einhverskonar þjónustustarf- semi. f fyrirtækjum eins og Vegagerð ríkisins og Vita- og hafnamálaskrifstofu má stór- auka útboð á verkum, og gefa starfsmönnum kost á að bjóða i sjálfum, ásamt öðrum utanað- komandi aðilum. Enn er sú hugmynd ónefnd, sem Magnús Bjarnf reðsson itrekaði í Vísisgrein f yrir nokkru, að ríkissjóður gæti sett fyrirtæki á stofn, og staðið undir stofnfé, meðan þau eru að festa sig í sessi, en síðan boðið þau út til al- mennrar hlutaf járeignar. Þessar hugmyndir hníga allar í þá átt að minnka umsvif hins opinbera, láta starfsmenn fá eignaraðild, efla almennings- hlutafélög og gera þannig fólkið sjálft í landinu ábyrgt fyrir þeirri starfsemi sem það vinnur að. Ríkið á ekki að vera vasast í at- vinnurekstri/hvort heldur það er þjónusta eða framleiðsla, svo f ramarlega sem unnt er að koma öðru við. Ef núverandi ríkissfjórn tekur upp ný vinnubrögð í þessum anda, þá hefur hún svo sannar- lega unnið þarft verk. Það væri þá hka eftiröðru að það yrði verk vinstri stjórnar að taka upp þessa einkaframtakshugsjón! íslensk pólitík er full af þversögnum, sumum skemmtilegum. í viðskiDlum við ríkið er neylandinn eitt stórt núll Það hefur löngum boriö við, að fyrirtæki i einkarekstri hafa sætt óréttmætum aðdróttunum og ýmsum öflum innan þjóö- félagsins óspart verið tfðrætt um imyndaða fjárplógsstarf- semi þeirra. Gagnrýnisraddir þessar hafa nánast eingöngu veriðfrá fólki, sem hvergi hefur persónulega komiö nálægt rekstri fyrirtækja og getur þess vegna alls ekki talað af neinni reynslu. 1 þessum málum sann- asthiðgamla máltæki, að „hæst bylur i tómum tunnum”. Þrátt fyrir þennan fjandsamlega áróöur og oft allt að þvl illvilja hins opinbera i garð þessara fyrirtækja, hefur almenningur i siauknum mæli verið aö gera sér ljósa kosti einkareksturs. Einkareksturinn hefur hag neytandans i fyrir- rúmi. Almenningi er orðiö ljóst, að það er keppikerfi verzlunar- og þjónustufyrirtækja i einka- rekstri að halda sinum við- skiptavinum og hafa þá ánægða. Þau leita sem hagkvæmastra samninga viö sina vörukaup og halda verðlagi eins lágu og unnt er. Þar er þó rikissjóður mesti óvinur neytands, e:n eins og kunnugt er hiröir rikiö iöulega yfir 50% af vöruverði i rekstur sinn. Neytandinn getur siöan spurt sjálfan sig, hvemig þeim rekstri er háttað og hver liti eftir þvi, aö þar sé fariö skyn- samlega meö fjármuni almenn- ings. Staðreyndin er þvi miður sú, að i viöskiptum við rlkiö er neytandinn eitt stórt núll. Einkareksturinn getur ekki leitaö á náðir almennings, ef fyrirtæki er illa rekið, þar er krafizt ábyrgöar af stjórnend- um. Hvernig sem á málið er litið, er þjóöhagslega hagkvæm- ast fyrir almenning, að sem flest fyrirtæki séu i einka- rekstri, þvi aö þar er bezt tryggður skynsamlegur rekstur þeirra. Þessa þróun telur al- menningur jákvæða. Hið opinbera snýr þróuninni aftur á bak. Nú hefur þaö gerzt, sem fáir hefðu talið mögulegt i lýðfrjálsu landi, aö I skattalögum þeim, sem lagt var á eftir i fyrsta sinn á þessu ári eru ákvæði, sem eru mjög varhugaverð. Þau ákvæði heimila áætlun vissra tekna á einstaklinga i atvinnurekstri, enda þótt raunveruleg afkoma fyrirtækis þeirra hafi verið önnur. Akvæði þetta er komið til vegna mikils umtals i þá átt, að margir fyrirtækjaeigendur greiddu litla sem enga skatta, en bærust mikiö á. Gróusögur eru landlægar á blandi, en vanalega sprottnar af öfund i garö þeirra, sem nenna að bjarga sér. Areiðanlega er erfitt að koma algerlega i veg fyrir skattsvik og á það við um allar stéttir þjóðfélagsins. Stórhættuleg aðför að einstaklingsfrelsi. 59. grein nýju skattalaganna er sennilegamesta aöför að per- sónufrelsi einstaklingsins I sögu lýöveldisins. Þar er þeirri meginreglu snúið við, að sak- borningur skuli talinn saklaus, unz sekt hans er sönnuð. í sam- ræmi við þessa grein er það nú einstaklingurinn sem verður að sanna sakleysi sitt án þess að hafa neitt til saka unniö. Fram- kvæmd laganna hefur nefnilega oröiö sú, aö rikisskattstjóri ákveður vissar viðmiðunar- tekjur einstaklinga i sjálfstæð- um atvinnurekstri, sem skatt- stjórar I landinu fara siðan eftir. Þessir einstaklingar fá siöan bréf frá skattstjóra, þar sem þeim er tilkynnt um ákvörðun yfirvaldsins og þeir skuli greiða skatta eftir. Taka má einfalt dæmi til að sýna fram á þessa aðför yfirvalda: Hvernig getur Jóna kaupkona goldið keisaranum skattinn? Jóna hefur rekið litla vefn- aðarvöruverzlun f áratugi. Verzlunin hefur heldur dregizt saman og nú vinnur Jóna ein i búö sinni. Hún vill ekki vinna hjá öðrum, hún hefur gaman af starfi sinu og henni nægja lægri laun en hún þyrfti að greiöa að- keyptum starfskrafti. Jóna á litla ibúð, svo aö húsnæðismál hennar eru i lagi. Reksturinn leyfir ekki mikil innkaup, þvi að sifellt hækkar innkaupsverö lager og bankarnir veita ekki lán. Smám saman er þvi rikiö i skjóli verðlagsákvæða að gera lager Jónu upptækan, en hún sættir sig við ástandið, enda oröin fullorðin. Auk þess má ekki gleyma þvi, aö hún hefur árum samati verið kauplaus innheimtumaður söluskatts fyrir rikissjóö. Þegar upp er staðiö eftir árið 1979, getur Jóna reiknað sér laun sem nema 3,3 millj. kr. og er þá enginn rekstrarafgangur hjá verzluninni. Jóna þiggur þó enga styrki frá hinu opinbera og er þvi ekki baggi á neinum. En hvað gerist? Jóna fær bréf frá rlkisskatt- stjóra, þar sem henni er til- kynnt, að henni hafi verið ákveðnar 6,4 millj. kr. I árslaun árið 1979 samkvæmt C liö viö- miöunarregla rikisskattstjóra við 59. gr. nýju skattalaganna um: „Menn, sem vinna einir við eigin atvinnurekstur — en gætu þó hafa greitt laun sem sam- svara launum fyrir störf eins eða tveggja launþega á árinu”. (Hvemig getur rikisskattstjóri fullyrt þetta (innskot greinar- höf.)). Jónu er ennfremur til- kynnt, aö þessar auknu tekjur hennar geti hún fært sem tap yfir á næsta reikningsár. Svo mörg voru þau orð. Rikisskattstjóri má auðvitaö ekki komast að þvi' að Jóna hefur ekki tekiö sér fri I tvö ár þvi þá yrði henni reiknuö tvöföld laun þann tlma sem hún átti að vera i sumarfrii, en fór ekkert af þvi hún haföi ekki efni á þvi. Hvað hafa skattayfirvöld fyrir sér i máli sem þessu? Hér hafa þau fundiö sér tölur tilað fara eftir og ætla að ganga fast eftir I að fylgja þessu ákvæöi, sama á hverju gengur. En hvar er réttarvernd ein- staklingsins, hennar Jónu kaup- konu,í þessu tilviki? Hvar á hún aðfá peninga til að greiða þessa hækkuðu skatta af tekjum, sem hún hefur aldrei fengið? Hefur fólk hugleitt, hve geig- vænlegar þessar aðgerðir eru og félagslegar afleiðingar þeirra? 1 þessutilfelli hafa makindalegir embættismenn og alþingis- menn, sem hafa engar áhyggjur af tilkomu tekna sinna, þvi bær eru innheimtar hjá varnarlausu fólki eins og Jónu kaupkonu, setiö og samið lög til þess að knésetja marga af þeim ein- staklingum, sem hafa kosið að lifa sjálfstætt en leggjast ekki á ábyrgöarleysi rlkisjötunnar. Það er ekki einungis verið aö knésetja þetta fólk, heldur gera eigur þess upptækar, þvi að næsta ár verður tapið ennþá meira, unz einstaklingurinn gefst upp. A hvers náðir verður hannþá að leita? Hið fjarstæðu- kennda hlýtur þá aö gerast: hann neyðist til þess að leita eftir aðstoð hjá þeim aðilum, sem kipptu undan honum fótun- um efnahags- og tilverulega. Auövitaö þenst hið opinbera neöanmdls Arndís Björnsdóttir, kaupkona, lýsir því í grein þessari hvernig einka- reksturinn á stöðugt undir högg að sækja og gagnrýn- ir sérstaklega skattalögin, sem hún telur mestu aðför að persónufrelsi, sem sög- ur fara af. sifellt út og leitar nýrra skatta- leiöa. Lágmarksréttindi ein- staklingsins: saklaus unz annað er sannað. Löggjafinn getur ekki sakaö einstaklinga hvort sem þeir stunda atvinnurekstur eða ekki, um visvitandi bókhaldsfölsun og undirferli og dæmt i málinu, án þess að sönnun sé fengin á rétt- mæti ákæru. Með framkvæmd þessaralaga væriekkilangt i að farið yröi að skattleggja einstaklinga . fyrir " aö máTá 5T \ ibúðina sina sjálfir eða vinna I garöinum sin- um, svo eitthvaö sé nefnt. Hér eru armar löggjafans að seilast út á vafasamar braútir. Rétt skalvera rétt og fara berað lög- um. Hitt er hneisa, sem löggjaf- inn verður að hreinsa sig af, að setja i lög ákvæði um aö skatt- framtöl einnar stéttar I þjóð- félaginu skuli ekki talin mark- tæk. ■■■■■■■■■■!>■■■■

x

Vísir

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.