Morgunblaðið - 27.11.2003, Side 6

Morgunblaðið - 27.11.2003, Side 6
6 B FIMMTUDAGUR 27. NÓVEMBER 2003 MORGUNBLAÐIÐ NFRÉTTIR HÁR byggingarkostnaður sem fór fram úr áætlun, og slæm fjár- hagsstaða Kaupfélags Árnesinga, KÁ, eru tvær helstu ástæður þess að hið nýuppgerða Hótel Selfoss, eða Brú ehf., eigandi hótelsins, var lýst gjaldþrota í september sl. Brú var stofnað um kaup og endurbygg- ingu á Hótel Selfossi og hótelið var eina eign Brúar. Gjaldþrotið er að upphæð um einn milljarður króna. Kaupfélag Árnesinga var stærsti eigandi Brúar ehf. með 63% eign- arhlut, eða sem svarar til 142 millj- óna króna í hlutafé. KÁ hefur verið í greiðslustöðvun frá því í júní og stefnir að nauða- samningum við lánardrottna til að forðast gjaldþrot. Nýir eigendur bjartsýnir Nýir eigendur eru nú komnir að Hótel Selfossi, bæði húseigninni og rekstrinum. 3G fasteignir ehf. á húsið en Brúnás ehf. mun sjá um reksturinn. Félögin tvö eru í eigu sömu aðila, þeirra Gísla Steins Gíslasonar, Jóns Gunnars Aðils og Gests Ólafs Auðunssonar. Þremenningarnir eru bjartsýnir á framhald rekstursins og segir Gísli Steinn í samtali við Morgun- blaðið að einingin sé ákjósanleg að stærð og 40% nýtingu þurfi á hót- elið á ári til að fjárfestingin standi undir sér. Hótelið er 100 herbergja en Gísli segir að oft sé miðað við 50 herbergja hótel sem vel rekstrar- hæfa einingu. Nýir aðilar ætla að opna hótelið fyrir gestum sínum 15. janúar nk. og bókanir fyrir næsta ár líta vel út, að sögn Gísla. Gengið hefur verið frá ráðningu hótelstjóra, en það er fyrrverandi hótelstjóri Hótels Sel- foss; Sigurður Skúli Bárðarson. Samkvæmt heimildum Morgun- blaðsins keypti 3G hótelið af þrotabúi Brúar á um 250 milljónir króna, en kröfur í búið eru taldar nema um einum milljarði króna eins og fyrr sagði. Þessar 250 milljónir eru einu fjármunirnir sem fást upp í þær kröfur. Frestur til að lýsa kröf- um í búið er ekki liðinn og því er ekki endanlega ljóst hver upphæð krafna er. Það fæst því einungis hluti lög- veðskrafna, s.s. fasteignagjöld og gatnagerðargjöld og kröfur á fyrsta veðrétti, úr gjaldþrotinu en þær eru taldar vera um 400 milljónir króna. Kröfuhafar á fyrsta veðrétti eru VÍS, Samvinnulífeyrissjóðurinn, Byggðastofnun og Sparisjóður Kópavogs sem er stærsti kröfuhaf- inn. Þær spurningar vakna þegar málin hafa þróast með þessum hætti afhverju hótelið var jafn dýrt í byggingu og raun ber vitni. Þegar KÁ var að hefja undirbúning stækkunar hótelsins var haft eftir framkvæmdastjóra ferðaþjónustu- sviðs KÁ, Sigurði Jónssyni, í Morg- unblaðinu í ágúst árið 1998, að fyr- irhugað sé að byggja gistiálmu með 50–70 herbergjum til viðbótar þeim tuttugu sem fyrir voru og áætlað að gistiálman kosti eitthvað á annað hundrað milljónir króna. Þegar nær dró framkvæmdinni og búið var að stofna eignarhalds- félagið Brú um hótelið, var talað um kostnað upp á 500 milljónir króna. Hvort sem ástæða framúrkeyrsl- unnar er óráðsía, vanáætlun eða annað er ljóst að farið var verulega fram úr áætlun. Þurfti hótelið í þrot? Það er eðlilegt að menn spyrji sig núna, þegar gjaldþrotið er stað- reynd og nýir menn hafa komið að rekstrinum, og borgað fyrir það fjórðung af byggingarkostnaðinum, hvort menn hafi reiknað dæmið til enda á sínum tíma. Þurfti hótelið kannski að fara í þrot til að eiga sér framtíð? Var raunhæft hjá fyrri eigendum að ætla að leigutekjur vegna hótels- ins stæðu undir 5–600 milljóna króna fjárfestingu, hvað þá millj- arði? Víst er að hinir nýju eigendur telja það verð sem þeir borguðu fyr- ir hótelið kappnóg. Gísli Steinn Gíslason, einn hinna nýju eigenda hótelsins, segist vera nokkuð sáttur við verðið sem félagið fékk hótelið á en viðurkennir þó að hafa borgað meira fyrir það en 3G hafi upphaf- lega ætlað sér. Að hans sögn voru fleiri um hituna þegar kom að samningum. Spurður um fyrirætlanir 3G varðandi hótelið segir Gísli að félag- ið ætli að reka það með hefðbundn- um hætti en í samvinnuu við Flug- leiðir sem þýðir að hótelið verður hluti af Icelandair-hótelkeðjunni. Gísli segir að ætlunin sé að fá inn í húsið ýmsa þjónustu sem bæði nýtist hótelgestum og bæjarbúum, eins og hárgreiðslustofu, veitinga- staði og fleira. Hann segir að 3G ætli sér einnig að klára viðbyggingu sem stendur ókláruð við hótelið, en eins og komið hefur fram í fréttum er talið að um 100 milljónir króna kosti að ljúka við hana. Í viðbygg- ingunni á að verða veitingstaaður og bar fyrir hótelið að sögn Gísla, og heilsulind þar að auki. Spurður um menningarhús svo- kallað sem tilheyrir upprunalegu hótelbyggingunni og staðið hefur fokhelt frá árinu 1986 segir Gísli að það verði klárað með tíð og tíma. „Við erum nokkuð sannfærðir um að hótelið komi til með að standa undir fjárfestingunni sem við fórum út í. Þetta er eitt af betri ráðstefnu- hótelum landsins og langstærsta hótelið á landsbyggðinni,“ sagði Gísli Steinn. KÁ tók við 1998 Hótel Selfoss var fyrir breytingar 21 herbergis hótel. Í júní 1996 er haft eftir Heiðari Ragnarssyni hót- elstjóra í Morgunblaðinu að það sem helst hái starfsemi hótelsins varðandi ráðstefnur sé að hótel- pláss sé heldur lítið. Greinilegt er reksturinn gengur ekki sem best því árið 1998 er geng- ið frá yfirtöku KÁ á rekstri Hótels Selfoss eftir að HR ehf. óskaði eftir því að vera leyst undan leigusamn- ingi vegna mikilla rekstrarerfið- leika, eins og það er orðað í frétt Morgunblaðsins. Í kjölfarið tekur við nýr hótel- stjóri, Stefán Örn Þórisson. Í mars árið 2000 er tilkynnt um kaup KÁ á Hótel Selfossi af sveitar- félaginu fyrir 40 milljónir króna og fljótlega eru kynntar áætlanir um miklar breytingar á hótelinu og sagt að ráðgert sé að opna 80–100 herbergja ráðstefnuhótel í júní árið 2002. „KÁ mun stofna sérstakt eignar- haldsfélag sem mun stækka hótelið um a.m.k. 60 hótelherbergi og ljúka framkvæmdum við 400 manna kvik- mynda-, leikhús-, tónlistar- og ráð- stefnusal og leigja fasteignina út til rekstraraðila að loknum fram- kvæmdum. Gert er ráð fyrir að framkvæmdakostnaður geti numið allt að 500 milljónum króna. Eignin verður afhent hinu nýja félagi til af- nota 1. maí nk.,“ segir í frétt af áætlunum. Síðar í greininni segir að gert sé ráð fyrir að KÁ ætli sér að eiga um 20–25% í eignarhaldsfélaginu um kaupin á Hótel Selfossi. Eignarhaldsfélagið Brú var síðan stofnað sumarið 2000, 58% í eigu KÁ og 42% í eigu Ísport hf. Stofn- hlutafé var 70 milljónir króna og í stofnsamþykktum var heimild til að auka hlutafé félagsins um 70 millj- ónir króna og gert ráð fyrir að bjóða aðilum, félögum og einstak- lingum í Árborg og nágrenni að gerast hluthafar. Ekki fór þó allt samkvæmt þeim áætlunum og KÁ átti á endanum 63% hlut í félaginu og heimild Brú- ar til aukningar hlutafjár hafði ver- ið nýtt og meira til. Af hverju er KÁ horfið frá? Að lokum má spyrja sig af hverju KÁ, sem var rekstraraðili hótelsins allt fram á seinni hluta þessa árs, þurfti frá að hverfa. Af hverju er kaupfélagið ekki enn þá með rekst- urinn á sinni könnu, burtséð frá af- drifum Brúar? Svarið við því er einfalt, leigu- samningi félagsins var ekki þing- lýst á fyrsta veðrétti. Þar með var hann fyrir bí þegar ljóst var að ein- ungis lánardrottnar á fyrsta veð- rétti fengju eitthvað upp í kröfur sínar. Gjaldþrot Hótels Sel- foss nemur milljarði Morgunblaðið/Árni Sæberg Nýir eigendur eru komnir að Hótel Selfossi, bæði húseign og rekstri. 3G fasteignir eiga húsið en Brúnás er með reksturinn. Hótel Selfoss er gjald- þrota. Hár bygging- arkostnaður og fjár- hagsvandræði fyrrv. eiganda hótelsins er einkum um að kenna. Þóroddur Bjarnason fjallar um fortíð og framtíð hótelsins. tobj@mbl.is SKOLLABORG ehf., sem er alfar- ið í eigu Hraðfrystihússins Gunnvar- ar hf., hefur selt allan eignarhlut sinn í Guðmundi Runólfssyni hf. í Grund- arfirði, eða 39,25% heildarhlutafjár. Kaupandi hlutarins er GR-útgerð ehf., sem er í eigu Guðmundar Run- ólfssonar sem stofnaði Guðmund Runólfsson hf. Kaupverð hlutarins var 7,10 krónur á hlut en um var að ræða rúmlega 54,2 milljónir hluta. Heildarkaupverðið nemur því rúmum 384,9 milljónum króna. Söluhagnaður samstæðu Hrað- frystihússins Gunnvarar er sam- kvæmt tilkynningu 34 milljónir króna. Síðustu skráðu viðskipti með bréf í Guðmundi Runólfssyni hf. fóru fram í ágúst á genginu 6,35 og er hér um 11,8% hærra gengi að ræða. „Við höfum haft áhyggjur af eign- arhaldi fyrirtækisins um nokkurn tíma, þ.e. hlutabréfin voru ekki í höndum heimamanna, og þegar stofn- andanum bauðst að kaupa þennan hlut þá sló hann til,“ sagði Guðmund- ur Guðmundsson, framkvæmdastjóri Guðmundar Runólfssonar hf., í sam- tali við Morgunblaðið. Einar Valur Kristjánsson, fram- kvæmdastjóri og stjórnarformaður Skollaborgar ehf. og framkvæmda- stjóri Hraðfrystihúsins Gunnvarar hf., auk þess að vera stjórnarformað- ur Guðmundar Runólfssonar hf., sagði fjölskyldu Guðmundar Runólfs- sonar hafa óskað mjög stíft eftir að kaupa. „Það er ljóst að þau vilja halda eignarhaldinu heima og við fengum viðunandi verð fyrir okkar hlut. Við munum þó áfram vinna saman að ýmsum málum, s.s. þorskeldi,“ sagði Einar Valur. Runólfur Viðar Guðmundsson er framkvæmdastjóri og stjórnarmaður GR-útgerðar en Guðmundur Runólfs- son er varamaður í stjórn félagsins. Seldu stofn- anda 39,25% í Guðmundi Runólfssyni BANKASTJÓRI seðlabanka Evr- ópu, Jean-Claude Trichet, segir að hagvöxtur sé að taka við sér í álfunni, að því er fram kemur í The Wall Street Journal. Trichet segir einnig að vöxturinn geti orðið mun meiri ef ríkisstjórnir evrulandanna geri nauð- synlegar kerfisumbætur, svo sem að auka sveigjanleika á vinnumarkaði og draga úr útgjöldum til velferðarmála. Trichet segir að þó að slíkar umbætur hafi mætt mótspyrnu séu þær nauð- synlegar og viðhorfið til þeirra sé að breytast. Í Bandaríkjunum hafa Landssam- tök hagfræðinga í atvinnulífinu sent frá sér spá um að skattalækkun og lágir vextir muni stuðla að mesta vexti þar í landi í tvo áratugi, en að at- vinnuleysi muni ekki minnka mikið þó að það muni þróast í rétta átt. Þetta kom fram í frétt AP og þar segir enn- fremur að spáð sé að vextinum muni fylgja mikil framleiðniaukning þar sem fyrirtæki í samkeppni muni finna leiðir til að auka framleiðslu sína án þess að ráða fleiri starfsmenn. Spá auknum vexti í Evrópu og Banda- ríkjunum ◆

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.