Vísir - 05.12.1980, Blaðsíða 1

Vísir - 05.12.1980, Blaðsíða 1
Peníngarnir stréýnía út úr dönkunum: "j „Enginn skortur á i seðlum hjð okkur" i - sagði aðalféhirðir Seðiabankans i morgun S „Við tókum riflega út úr Seðlabankanum i gær, og ef við fáum sömu fyrirgreiðslu þar i dag, verður enginn peningaskortur hjá okkur”, sagði Friðrik Weisshappel, yfirgjald- keri Samvinnubank- ans, i samtali við blaðamann Visis i morgun. Sömu svör fengust hjá Hannesi Þorsteinssyni, yfir- gjaldkera Landsbankans, að meðan birgðir endast i seðla- geymslum Seðlabankans mun ekki skorta peninga hjá við- skiptabönkunum. „Það var tekið óvenjulega mikið út úr bankanum i gær, en þó ekki meira en til dæmis fyrir áramót. Það verða áreiðanlega engin vandamál að sinna öllum úttektarbeiðnum ”, sagði Hannes. En hvað segir Seðlabankinn, er til nóg af peningum þar? „Það verða engin vandkvæði með að afgreiða þá peninga sem beðið er um. Það er enginn skortur á seðlum hjá okkur”, sagði Stefán Stefánsson, aðaifé- hirðir Seðlabankans, i samtali við blaðamann i morgun. „Það var tekið töluvert meira út i gær en venja er til, en við höfum engar tölur um það enn- þá, enda þarf að safna þeim saman hjá þeim tuttugu seðla- geymslum, sem við höfum viðs- vegar um landið”, sagði Stefán. — P.M. Baldur Þórisson aðstörfum á skjálftavaktinni, en þessi mynd var tekin i morgun og slmsend til blaðsins. (Vísism. GS) daginn? Bankamenn höfnuðu I gær til- mælum, sem þeim höfðu borist frá rikisstjórninni um að fresta boðuðu verkfalli fram yfir ára- mót. Hefur verið boðaður sátta- fundur með þeim og viðsemjend- um þeirra kl. 3 i dag. Á fundi sinum i gær, ákvað rikisstjórnin að beina þeim til- mælum til Sambands Islenskra bankamanna, að boðuðu verkfalli yrði frestað fram yfir áramót. Voru þessi tilmæli m.a. borin fram vegna þess að „verkfall myndi torvelda gjaidmiðils- breytinguna og valda almenningi tilfinnanlegu óhagræði á þessum árstima” eins og sagði I ályktun rikisstjórnarinnar. Þessuhöfnuðu bankamenn eins og áður sagði, á fundi sinum i gærkvöld. Vilhjálmur Hjálmars- son. sáttasemjari. hélt sáttafund með bankamönnum og viðsemj- endum þeirra i gær, en hann reyndist árangurslaus. Hefur annar fundur verið boðaður kl. 15 i dag. —JSS Landrlslð er hæltl Land hætti að risa I nótt á Kröflusvæðinu, en land var þá komið i mun meiri hæð en fyrir eldsumbrotin I október. 1 morgun mátti merkja á mælum að örlitið sig var byrjað. Skjálftavakt er á verði allan sólarhringinn á vegum Almanna- varna og standa vakt til skiptis þau Baldur Þórisson, Hólmfriður Jónsdóttir og Ingigerður Arn- ljótsdnttir. Nokkrir jarðvisinda- menn eru staddir hér, þar á meðal Eysteinn Tryggvason og Páll Einarsson. Mývetningar eru i viðbragðsstöðu ef til eldsum-. brota kemur en láta biðina þó ekki raska daglegri ró sinni. —SG/GSReynihlíð Enginn vill bera ábyrgð á síldarsðluhneykslínui Hvers vegna var sala á fersk- sild til Danmerkur ekki stöðvuð, þegar sýnt var að verðið var miklu lægra en vonast var eftir og svo lágt að það stefndi mark- aði saltsfldar i hættu? „Sjávarútvegsráðherra ber einn alla ábyrgð á þvi,” segir Hjörtur Hermannsson i viðtali i opnu i dag, en hvað segir Stein- grimur Hermannsson. „Strax og verðið fór að falla beindi ég þeim tilmælum til Llú og viðskiptaráðuneytisins að þetta yrði stoppað. Þá skeði nú það, sem mér fannst nú ákaf- lega einkennilegt, það var föstu- daginn 21., þá kom það frá Sildarútvegsnefnd, að hún teldi ekki þörf á að stoppa. Siðan var haldinn fundur i Viðskiptaráðu- neytinu 27., þar var þetta itrek- að og Viðskiptaráðuneytið taldi sem von var, að fengnum þess- um ummælum saltenda, ekki rétt að stöðva siglingarnar. Enda var ákaflega erfitt að gera það, þvi sjómenn og loðnumenn yfirleitt iögðu á þetta rika áherslu. Hefði það verið gert, hafandi ekki ljósa umsögn Sildarútvegsnefndar um að þetta ætti aðstöðva, þá hefði allt orðið vitlaust,” sagði sjávarút- vegsráðherra. Umsagnir annarra eru i opnu, þar á meðal framkvæmdastjóra Sildarútvegsnefndar. SV Flugmenn með ákveðin skiiyrði Félag islenskra atvinnuflug- manna hefur sett það skilyrði fyrir þátttöku I fyrirhuguðu leigu- flugi Flugleiða i Libiu, aö endur- ráðnir verði fjórir flugmenn sem sagt var upp störfum fyrir nokkru þar sem ekki voru verkefni fyrir þá. Sveinn Sæmundsson blaðafull- trúi Flugleiða sagði i morgun að fundur hæfist um málið klukkan 11. Fyrirhugað leiguflug væri ekki það stór biti, að Flugleiðir gætu lagt i aukakostnað hans vegna. Ætlunin hefði verið að sex flugmenn fengju þarna verkefni, þar af þrir sem myndu fá ilug- stjóraþjálfun meðan á leiguílug- inu stæði. —SG

x

Vísir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.