Vísir - 05.12.1980, Blaðsíða 18

Vísir - 05.12.1980, Blaðsíða 18
18 Föstudagur 5. desember 1980 mcnmlíf VtSIR Bræörabandiö lék kúrekalög viö góöar undirtektir. Kúrekastemmning á frumsýningu Sjaldan hefur kvikmynd verið frumsýnd með annarri eins viðhöfn og Urban Cowboy, sem f rumsýnd var í Háskólabiói á miðvikudagskvöldið. Kvikmyndahúsið og skemmtistaðurinn Óðal efndu til mikillar kúrekahátíðar í tilefni dagsins og hófst hátíðin með kokteilpartí í anddyri Háskólabíós. Þar lék bræðrabandið kúrekalög og rétt fyrir sýningu var flugeldum skotið á loft fyrir framan bíóið. Fyrir sýningu myndarinnar og í hléi var tískusýning þar sem sýnd voru kúrekaföt frá Blondieog að lokinni sýningu var frumsýningargestum boðið í Óðal þar sem Jónatan Garðarsson kynnti lögin úr myndinni. Meðfylgjandi Ijósmyndir tók Gunn- ar V. Andrésson á kúrekahátíðinni í Háskólabíói og Óðali á miðvikudagskvöldið. Sumir klæddu sig sérstaklega I tilefni dagsins. Þröngt á þingi i Óöali aö lokinni frumsýningu. I Bandormur I margfaldri stækkun myndavélarinnar. Höfuö þess orms sem hér var myndaöur var tæpir 4 millimetrar I þvermál. Nýtt lyf gegn bandormum Þaöer ekki von að menn hafi I fyrstu áttað sig á af hverju með- fylgjandi mynd er en hér er um aö ræöa margfalda uppstækkun á bandormi. Hér i eina tið var bandormurinn mikill vágestur á islenskum heimilum, en hann olli sullaveiki sem dró marga til dauða. Band- ormurinn barst úr innyflum naut- gripa i' hunda en eftir að farið var að hreinsa þá reglulega, sam- kvæmt lagaboði, tókst að útrýma veikinni hér á landi. Bandormurinn er þó enn við góða heilsu i þriðja heiminum og gerir þar svipaðan usla og hann gerði hér á landi á árum áöur. Lyfjaverksmiðjur i Vest- ur-Þýskalandi hafa að undan- förnu gert tilraunir með nýtt lyf sem talið er geta komið að góðu gagni i baráttunni við bandorma og eru bundnar vonir við, að með hjálp lyfsins takist að útrýma þeim með öllu. Sá harðasti I hjóna- bandsbransanum —hefur átt tuttugu og f jórar konur Scotty VVolfe: „Þær koma og fara einsog áætlunarbllar”. Þeir eru sjdlfsagt fáir, ef þá nokkur, sem hafa gengiö oftar á biðilsbuxunum upp aö altarinu en hinn 72 ára gámli Olynn „Scotty" Wolfe. Og sá gamli er slöur en svo af baki dottinn, þvi nýlega gekk hann aö eiga 25 ára gamla stúlku, Keginu Santos, en hún er tuttugasta og fjóröa eiginkona hans. ,,fcg hef aldrei kvænst konu sem er yfirtvftugt fyrr”, — seg- ir Scotty, sem árum saman hef- ur verið á lista f heimsmetabók Guinness sem sá alharöasti i hjónabandsbransanum. — ,,En ég kvíö engu þótt hún sé oröin þetta gömul, ég hlýt aö ráöa viö hana eins og þær yngri”, — seg- ir karl og er hvergi smeykur. Þegar Scotty rifjar upp sln fjölmörgu hjónabandsævintýri minnist hann þess er hann eitt sinn reyndi að kvænast 13 ára gömlu stúlkubarni þegar hann sjálfur var 07 ára. — ,,Það var allt orðiö klárt og allir papplrar I lagi, þegar dómarinn tók I laumana. llann sagöi aö hún væri of ung og ef til vill haföi hann rétt fyrir sér.” Scotty er sæmilega loðinn um lófana en hann á tvö hótcl I Kali- forniu, en að sjálfsögðu hafa Scotty 72 ára og eiginkona núm- er 24, Regina Santos, 25 ára. hjónaböndin og skilnaöarmálin tekið sinn toll. Nýja konan, hún Kegina, stundar háskólanám og aö sjálfsögöu borgar Scotty brúsann. Scotty heldur góöu sambandi við fyrri konur sinar og árlega lieldur hann samkomu þar sem liðið kemur allt saman. En hon- um cr mcinilla viö aö borga meðlög: „Meölög eru óþverra ánauö. Þetta er eins og aö kaupa hafra handa dauöutn hrossum”, segir hann svekktur. „En ég elska allar fyrri konur minar og þeim þykir vænt um mig. Þær skrifa mér, koma I heimsókn og leita ráöa hjá mér.” Scotty á 40 börn, en ekkert þeirra býr hjá honum. „Elsta barnið er 54 ára", segir hann stoltur. „Sjáiö til, ég hef staöiö I þessu I hálfa öld.” Lcngsta hjónaband hans ent- ist I fiinm ár. Slöasta hjóna- bandiö, áöur en hann kvæntist Barböru, fór út um þúfur eftir niánuö. En hann lét þaöekkert á sig fá. „Þær koma og fara", segir hann. Þegar hann var spuröur hvort þetta yrði hans siöasta sagöi hann brosandi: „Hver veit. Þaö er ómögulegt aö segja fyrir um framtiöina. Ég lifi bara -fyrir Höandi stund. Og ef þetta geng- ur ckki mun einhver önnur eiga leiö hjá. Það má llkja þeim viö áætlunarblla...”

x

Vísir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.