Vísir - 05.12.1980, Blaðsíða 4

Vísir - 05.12.1980, Blaðsíða 4
4 Föstudagur 5. desember 1980 Nauðungaruppboð annaö og slðasta á hluta I Iðufelli 6, þingl. eign Margrétar Eyjdlfsdóttur fer fram eftir kröfu Inga R. Helgasonar hrl., Sparisj. Rvikur og nagr. Gjaldheimtunnar f Reykjavlk og Veðdeildar Landsbankans á eigninni sjálfri mánudag 8. desember 1980 kl. 14:45. Borgarfógetaembættið I Reyk ja vik. Nauðungaruppboð sem auglýst var I 22., 24. og 27. tb. Lögbirtingablaös 1980 á hluta I Marfubakka 32, þingl. eign Birnu D. Benediktsdótt- ur o.fl. fer fram eftir kröfu Guðmundar Þóröarsonar hdl. á eigninni sjálfri mánudag 8. desember 1980 kl. 14:00. Bórgarfógetaembættið I Reykjavlk. Nauðungaruppboð sem auglýst var I 22., 24. og 27. tbl. Lögbirtingablaðs 1980 á hluta I Rjúpufelli 27, þingl. eign Viktórlu Steindórsdóttur fer fram eftir kröfu tollstjórans I Reykjavik á eigninni sjálfri mánudag 8. desember 1980 kl. 15:30. Borgarfógetaembættið i Reykjavik. Nauðungaruppboð annað og slðasta á Seljabraut 80, þingl. eign Jóns S. Guðnasonar fer fram eftir kröfu Veðdeildar Landsbank- ans, Gjaldheimtunnar I Reykjavik Jóns Ingólfssonar hdl., Útvegsbanka islands og Guðmundar Þórðarsonar hdl. á eigninni sjálfri mánudag 8. desember 1980 kl. 15:00. Borgarfógetaembættið I Reykjavik. Nauðungaruppboð sem auglýst var i 58., 60. og 64. tbl. Lögbirtingablaðs 1980 á Ilnjúkaseli 9, þingl. eign Kristins Guðlaugssonar fer fram eftir kröfu Magnúsar Sigurðssonar hdl., Guðmundar Þóröarsonar hdl., Einars Viðar hrl., Skarphéðins Þóris- sonar hrL, Veödeildar Landsbankans, Brynjólfs Kjartans- sonar hrl. og Gjaldheimtunnar -I Reykjvik á eigninni sjálfri mánudag 8. desember 1980 kl. 16:30. Borgarfógetaembættið I Reykja vik. Orðsending til viðskiptavina banka og sparisjóða Ef til verkfalls starfsmanna banka og spari- sjóða kemur hinn 8. desember n.k., verða af- greiðslur þeirra lokaðar frá þeim tíma þangað til verkfalli lýkur. Varðandi lán og aðrar skuldir, sem falla í gjalddaga á meðan á verkfalli stendur, er skuldurum á það bent að gera skil strax og bankar og sparisjóðir opna að loknu verkfalli. Vakin er athygli víxilskuldara á þvi, að vixlar, sem falla i gjalddaga og/ eða eindaga í verk- falli bankastarfsmanna, verða afsagðir vegna greiðslufalls í lok fyrsta afgreiðsludags eftir verkfall. Dráttarvextir verða ekki reikn- aðir innan ofangreinds frests. Verkfallið veld- ur því, að ekki verður kleift að senda skuldur- um eða ábyrgðarmönnum tilkynningar varð- andi vixla eða aðrar skuldbindingar, er falla i gjalddaga meðan á verkfallinu stendur. - Víxilgreiðendum og öðrum skuldurum er bent á að póstsenda greiðslur á sannanlegan hátt fyrir eða i verkfalli bankamanna, til að kom- ast hjá frekari vaxtagreiðslu. Skv. lögum skal framvisa tékkum til inn- lausnar innan 30 daga frá útgáfudegi. I þeim tilvikum, að sýningarfrestur renni út meðan á verkfalli stendur, ber að framvísa þeim þegar að verkfalli loknu. Um skuldabréf og vixla i innheimtu gilda sömu reglur og áður greinir um slik skjöl. Meðferð annarra innheimtuskjala, svo sem kaupsamninga, fellur niður, meðan á verk- falli stendur. Vaxtauppgjör fer eftir efni skjala, en skuldarar geta komist hjá vanskil- um með því að gera skil beint til skuldareig- anda gegn nauðsynlegum kvittunum. Lokun banka og sparisjóða um lengri eða skemmri tíma hlýtur að leiða af sér margvís- leg vandamál, bæði fyrir peningastofnanir og viðskiptamenn þeirra. Utilokað er að gera tæmandi grein fyrir þeim, enda sum þeirra ófyrirsjáanleg. Samvinnunefnd banka og sparisjóða vill því beina til alls almennings, að fólk reyni að gera sér grein fyrir þeim vanda, sem að hverLum og einum snýr i þessu tilliti og gera viðeigandi ráðstafanir. Samvinnunefnd banka og sparisjóða VtSIR Þar er vatniö olí- unni verðmætara „Vatn er verðmæti. Sóið ekki heldur sparið vatnið! ” segir i á- skorunum þess opinbera, sem birtast hvert kvöld i israelska sjónvarpinu. A meðan fótgangandi hér yggla sig yfir vatnspollunum eftir rigninguna, er vatn mikið hitamál i tsrael. Þriöjungur landsins er eyöi- mörk, þar sem úrkoman fer niður fyrir 25 mm þurrustu árin. t norðurhluta tsraels er árleg úrkoma einhvers staðar á milli 500 og 750 mm. En einu og einu ári bregður inn á milli, þar sem þurrkurinn vindur allt og úr- koman verður alls ófullnægj- andi fyrir ávaxtaframleiðsluna. Vaxandi iðnaður og landbún- aður tsraels heimtar þó stöðugt með hverju árinu sem liður meira vatn. 20% vatnsneyslu sinnar fullnægja tsraelsmenn með þvi að taka vatn á vestur- bakka árinnar Jórdan. (Það er ekki að ástæðulausu, sem hart er deilt um þann jarðarpart). tsraelsmenn hafa að visu játast á að Palestinuarabar á vestur- bakkanum skuli fá sjálfsstjórn, ensetja það sem algert skilyrði, að tsrael hafi þó áfram umráð yfir vatninu. Mikilvægasta vatnsupp- spretta tsraels er vatnið i Galileu, en um það stendur einnig nokkur styrr. Ýmsir visindamenn segja, að þar sé verið að kæfa allt lif með meng- un vatnsins, þar sem Pétur fiskimaður reri forðum. Aðrir halda þvi fram, að það séu ýkjur einar og fjarri þvi að mengun nálgist þar neitt hættumark. Telja þeir ekki einu sinni ástæðu til neinna sérstakra ráðstafana nærri strax. 1 viðtali við Alan Elsner, fréttamann Reuters, segir Yoel Gaifman, forstöðumaður vatna- mælingarstofnunarinnar i Gali- leu. að ekkert lifsmark verði finnanlegt i vatninu að 20 árum liðnum. Hann segir að sam- yrkjubúin dæli úrgangnum i vatnið, sem auki algae innihald vatnsins, en það eyðir súrefn- inu. Annar visindamaður, dr. Moshe Gofen úr hafrannsóknar- stofnun ísraels, heldur hinu gagnstæða fram. Segir hann engin merki sjáanleg þess, að vatnalifið sé að deyja út. Hinu er hann þö sammála, að meng- un i vatninu aukist iskyggi- lega. — Stjórnvöld hafa þó i bi- gerð að mynda einskonar safn- lón sem safnað verði i öllu óhreinu aðrennslisvatni, og það hreinsað, áður en þvi verður hleypt áfram i aðalvatnið. - 4. v. foý 4 * Vatnsskorturinn stendur jarðarbótum fyrir þrifum. En gyðingarikið hefur litið breyst frá timum bibliunnar, hvað þvi viðvikur að menn verða þar ekki svo glatt spá- menn. Ekki til að halda athygli manna, eins og umhverfis- verndarsinnar leitast við varð- andi mengunina i Galileuvatni. Meiri gaumur er á meðan gef- inn vatnsuppsprettunni á vesturbakkanum, vegna hinna striðandi hagsmuna væntanlegs sjálfsstjórnarrikis Palestinu- araba og ísraelsmanna. Vatniö er Israelsmönnum lifs- nauðsyn. Um það þarf ekki að þræta. Það er einnig sama lifs- nauðsynin varðandi alla fram- tiðaruppbyggingu framtiðar- rlkis Palestinuaraba. Enginn skoðanamunur er um það. tsraelsmenn sækja sér árlega 0,3 milljarða rúmmetra af vatni til Yarkon-Taninim á vestur- bakkanum. (Arleg vatnsnotkun þeirra er 1,7 milljarðar.) Vatnið á vesturbakkanum þykir bæði hoilt og gott, sérdeilis tært, sem er sjaldgæft i þessum heims- hluta, þar sem sérhver fúa- pyttur þykir guðsblessun. Þar að auki liggur það sérdeilis vel við til nýtingar fyrir Israels- menn. Af hagkvæmnisástæðu einum er það mjög fýsilegt til vatnsveitu, þóttnægt vatn fynd- ist annarsstaðar. En ef uppbyggingin I Israel kallar á meira vatn, þá hefur ekki minnkað vatnsþörf ibú- anna á vesturbakkanum á meðan heldur. Fólksfjölgun er þar nefnilega mjög ör. Fram- tiðarspár gera ráð fyrir, að vesturbakkabúar muni þurfa 23 milljónir rúmmetra meira vatn árið 1985 til drykkjar en þeir nota i dag. Þá er aðeins litið á drykkjar- notkun vatnsins. A hinu hafa menn þó augastað lika, að á vesturbakk- anum veita menn ekki vatni yfir nema 4% ræktunarlands. Það væri hægðarleikur að stækka ræktunariandið um 10 þúsund hektara með stækkun ræktunar- landið um 10 þúsund hektara með stækkun áveitukerfis. Slik framkvæmd krefðist þó 200 milljón rúmmetra meiri vatns- notkunar. Ef tekið af Israels- mönnum, mundi það leggja i auðn ófá býli. Sadat Egyptalandsforseti hefur boðið Israel að fá 1 millj- ón rúmmetra af vatni árlega úr Nii, sem hugsanlegt væri að fá yfir Negev-eyðimörkina. Með þvi vildi hann greiða fyrir lausn á Palestinuvandamálinu. Isra- elsmenn eru þó ekki yfir sig hrifnir af hugmyndinni. Þótt þeirtreysti kannski Sadat, þá er aldrei að vita, hve lengi hans nyti við, eða hver við tæki, og þykir þeim ekki góð tilhugsun að vita Egypta færa um að skrúfa fyrir kranann, þegar þeim byði svo við að horfa. Möguleikar þykja vera á þvi að gera vatnsveitur frá Yar- mouk og Litani-ánum. Israels- menn deila sem stendur vatni með Jórdönum úr Yarmouk samkvæmt sérstöku samkomú- lagi frá sjötta áratugnum, en hafa nú áhyggjur af stiflu- gerðaráætlunum, sem Jórdanir luma á til þess að tryggja sér meira vatn úr ánni. — Litani- áin er i Libanon, og eins og stjórnmálaástandið er þar i landi, er ekki eygjanlegur i ná- inni framtið möguleiki á, að Israelsmenn fái með samn- ingum vatn þaðan. Siðavendni á kinversku leiksviðl Um þessar mundir er verið að sýna leikritið „Macbeth” eftir VVilliam Shakespeare I Peking, og er það I fimmta sinn á siðustu 15 árum.sem Shakespeare-leikrit er fært þar upp. Uppfærslan er með handbragði Bao Guoans, og nokk- ur staðfærsla hefur átt sér stað I uppsetningunni. Ahorfendur þykjast þekkja I lafði Macbeth ekkjuna Jiang Quing, sem nú situr á sakabekk, og átökin i leiknum eru látin draga dám af pólitiskum átökum I Kina. Nýlega var sýnt i Peking „Kaupmaðurinn frá Feneyjum”, og vakti nokkuð fjaðrafok, að i einni senunni kysstust maður og kona opinskátt á sviðinu. Það þykir æði mikil dirfska I Kina. — Og raunar hefur vakið nokkuð umtal, áð I Macbeth-uppfærslunni faðmar Macbeth að sér lafði sin a. En hann kyssir hana þó ekki. Misjafnir forfeður Eins og bandariskra blaða- manna er háttur, hefur nú verið vclt við hverjum steini I fortið Ronalds Reagans og jafnvel for- feðra hans, eftir að hann náði for- setakjöri. Þetta grúsk hefur m.a. leitt i ljós, að með miklum vilja má kannski rekja ætt hans til kon- unga. Og annaðkom fram.sem er þó alveg pottþétt, að einn frænda lians, Dan að nafni, var i hópi þeirra, sem lifðu af hrakningana i Donnerskarði i Kaliforniu um aldamótin. Þær mannraunir hafa orðið til- efni mikilla skrifa i gegnum tið- ina. 36 manneskjur fennti I kaf I skarðinu og fórust, en þcir, sem komust af, héldu tórunni með þvi að leggjast á náina. Poweii skefur ekkl utan ai ðvi Þaðhefur farið minna fyrir hin- um ofstækisfulla Enoch Powell, eftir að hann sagði sig úr breska íhaldsflokknum og bauð sig fram á irlandi. Hann tekur þó jafnstórt upp I sig sem fyrrum, þegar við borð lá, að hann æsti upp kyn- þáttaóeirðir i Bretlandi. „Sérhver Englendingur, sem kærir mál sitt til mannréttinda- dómstóls Evrópu, er föðurlands- svikari,” sagði Powell nýlega. Hann vill ekki einu sinni undan- skilja ráðherra. „Fari menn framhjá krúnunni meö mál sin til stofnana erlendis, er ekki hægt að lita á það sem neitt annað en föðurlandssvik,” sagði hann i tilefni klögumáls, sem lagt var fyrir mannréttinda- dómstólinn vegna hungurverk- falls IRA-fanganna sjö.

x

Vísir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.