Vísir - 05.12.1980, Blaðsíða 5

Vísir - 05.12.1980, Blaðsíða 5
Föstudagur 5. desember 1980 VÍSLR Kommúnistaleiðtogar Póllands: TELJfl SKYLDU SINA AB KALLfl fl SOVÉTHERINN Leiðtogar kommúnistaflokks Póllands segjast ekki útiloka að kalla sovéska herinn inn i landið til þess að aðstoða við að koma á reglu, en telja óliklegt, að til þess þurfi að koma. Jozef Klasa, áróðursstjóri mið- stjórnarinnar, sagði á blaða- mannafundi i gærkvöldi, að það mundi vera skylda flokksforyst- unnar að kalla eftir aðstoð hjá bandamönnum Póllands, ef hinni kommúnistisku stjórn landsins væri ógnað. Þetta er i fyrsta sinn, sem hátt- settur kommúnisti i Póllandi vek- ur máls á þeim möguleika að sovéski herinn gripi inn i gang mála i Póllandi eða gefur til kynna, að flokkurinn kynni að leita á náðir erlends hervalds til þess að halda völdum. Ber þetta að samtimis þvi sem liðssafnaður við landamæri Pól- lands, A-Þýskalands og Tékkóslóvakiu hefur vakið ugg á Vesturlöndum um, að fyrir dyr- um kunni að standa hernaðar- ihlutun Sovétmanna i Póllandi. Fréttir af þessum liðssafnaði urðu Carter Bandarikjaforseta tilefni til þess að vara Kreml- stjórnina viö þvi að beita Pól- verja hervaldi. Sömuleiðis lét ráðherranefnd Efnahagsbanda- lags Evrópu það verða sér tilefni til samskonar viðvörunar- orðsendingar. Klasa sagði að ástandið i Pól- landi væri ekki komið á það stig, að hernaðarafskipti væru nauðsynleg. Sagðist hann fylli- lega sannfærður um, að pólska þjóðin vildi og gæti ráðið fram úr sinum vandamálum sjálf. Flugslyslð frestar hugsan- lega forseta- Kosningum Portúgals Mikil óvissa rikir nú i stjórn- málum Portúgals eftir að Fran- cisco Sa Cameiro forsætisráð- herra fórst i flugslysi i gær, þegar kosningabaráttan stóð sem hæst. Yfirkjörstjórn landsins mun koma saman til fundar siðar i dag til þess að ákveða, hvort fresta beri forsetakosningunum, en þær áttu að fara fram núna á sunnu- dag. Með Carneiro fórust Adelino Amaro da Costa, varnarmálaráð- herra, Antoni Patricio Gouveia, einnig ráðherra, 45 ára gömul dönsk sambýliskona Carneiros og þrennt til viðbótar. Þau voru i tveggja hreyfla Cessna-flugvél á leið frá Lissa- bonn norður i land, þar sem Car- neiro ætlaði að flytja ræðu til stuðnings frambjóðanda flokks sins. Hrapaði flugvélin rétt eftir flugtak. — Orsakirnar eru ókunn- ar. Þeir Eanes hershöfðingi og Careiro hershöfðingi, sem hvorugir eru skyldir Carneiro, hafa aflýst öllum kosningafund- um sinum. Pálinn og Helsinkl- sáttmálinn Jóhannes Páll páfi hefur verið á ferðalagi meðal mótmælendanna I V-Þýskalandi, sem forverar hans förðum kölluðu „villutrúar- hunda” og létu varpa á bálið. Páfanum hefur verið vel tekið á ferðalaginu og hvarvetna safnast þúsundir til þess að bjóða hann velkominn. t ræðum sinum hefur hann komið viða við. 1 Mainz sagði hann, að Helsinkisáttmálinn væri holur og innantómur, meðan ekki væru virt mannréttindaákvæði hans og ákvæöin um trúfrelsi. Hvatti hann til þess, að þau yrðu betur virt I framtlðinni. Mikilvægasti árangur heim- sóknarinnar þykir liggja i stofnun nefndar, sem vinna skal að þvi að brúa bilið milli þessara tveggja kirkjustefna, kaþólskunnar og mótmælenda. Skyndileg velgengni Sovéskir kvikm yndagerðar- menn hafa nú i bigerð að hefja i sumar framleiðslu á sakamála- mynd, sem bera skal titilinn „Silfurbrúðan”. Kvikmyndatök- urnar fara fram skammt utan við Moskvu. Meðal leikkvenna, sem þar fara með hlutverk cr 27 ára bandarisk stúlka að nafni Patti Davis sem tók tilboði Sovétmanna um að leika i myndinni. Patti þessi Davis hefur litla at- hygli vakið fram til þess, að Ron- ald Reagan sigraði I forsetakosn- ingunum. Þá fór stjarna hennar skyndilega að hækka á himnin- um, og hafa henni upp úr þurru boðist ýmis girnileg hlutverk. Það eru auðvitað aðeins ill- gjörnustu tungur, sem vilja setja þessa tilviljun eitthvað I samband við það, að Patti Davis er dóttir Ronald Reagans af fyrra hjóna- bandi. Aðspurður á blaðamannafund- inum vildi Klasa ekkert tjá sig um fréttir af liðssafnaði Sovét- manna við landamæri Póllands. Hann sagðist viss um, að „vinir okkar vilja ekki, að upp komi sú staða að þeir þurfi að hjálpa okk- ur hernaðarlega til þess að verja sósialismann”. Sagði hann enga bráða hættu steðja að völdum kommúnistaflokksins i bili, en hinsvegar hættu á þvi að smám saman yrði grafið undan þeim. Sagði hann þeirri hættu ekki bægt frá með hernaðaraðgerðum, heldur yröi á lengri tima að endurvekja traust þjóðarinnar til flokksins og efla itök hans. Bökin sem strákarnir tala um UVERPOOL IIVSRPOOI Bókin um LIVERPOOL er um leið og hún er frásögn af þekktasta knatt- spyrnuliði Evrópu í dag, saga ensku knattspymunnar og alls þess sem hún býður upp á. Hér er lýst uppbyggingu Liverpool, frásagnir eru af keppnistímabilum, ein- stökum leikjum og ekki síst frásagnir af þekktustu knattspyrnusnillingum sögunnar. Enska knattspyrnan er ekki neinn „dúkkuleikur", hún er harðsvíruð keppni bæði utan vallar sem innan. Þeir sem skara fram úr eru snillingar á sínu sviði, bæði þeir sem leika í liðinu á hverjum tíma og hinir, sem þjálfa leik- mennina og stjórna félögunum. LIVERPOOL hóf keppnistímabilið í haust með fjóra meistaratitla á s.t. fimm árum í veganesti. Liðið hefur hafnað í fyrsta eða öðru sæti í 1. deildinni s.l. 8 ár og ekki neðar en í fimmta sæti síðan 1966. Frá því liðið kom upp í 1. deifdina 1962 hefur það unnið titilinn sjö sinnum og hafnað í öðru sætinu fjórum sinnum. Liverpool hefur tvívegis unnið bikarinn, árin 1965 og 1974, og að auki leikið til úrslita í honum árin 1971 og 1977. Leikið til úrslita í deildabikarnum 1978, orðið Evrópumeistari tvisvar, 1977 og 1978. Unnið UEFA-bikarinn 1973 og 1976, leikið til úrslita í Evrópukeppni bikarhafa 1966 og unnið stórbikar (Supercup) Evrópu. Hvernig sem á er litið verður að út- nefna LIVERPOOL liðið í dag sterkasta félagslið nútimans í sögu enskrar knattspyrnu og ef til vil! um víða veröld. Úthald liðsins og þrautseigja eru með eindæmum og enn virðist ekkert lát á. Sagan um LIVERPOOL er bók sem allir unnendur knattspyrnu á Islandi vilja fá í bókasafn sitt. HAGPRENT HF. - BÓKAFORI.AG

x

Vísir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.