Vísir - 05.12.1980, Síða 11

Vísir - 05.12.1980, Síða 11
FÖstudagur 5. desember 1980 VERBUR FISKVERB &KVEÐIÐ VIKULEGA? „Ef viöhalda á kaupmættinum veröur að minnka skatta og draga úr félagslegri þjdnustu og fram- færslu og færa peningana aftur til fdlksins. Ef viðhalda á dbreyttri þjdnustu og bruöli á almannafé verður að minnka kaupmáttinn”, sagði Kristján Ragnarsson for- maður Lld f ræðu sinni á aðal- fundinum. Kristján taldi varla vafa leika á, að báðar þessar leiðir yrði að fara og fdrn á kaupmætti mundi vinnast upp siðar. Óhugsandi væri að atvinnuvegirnir gætu keppt við erlenda aðila sem byggju við allt aðra verðlagsþró- un. Vexti sem væru i hlutfalli við verðbólgustig væri ekki unnt að greiða. Lánsfé verði hins vegar ekki til ef það verður ekki verð- tryggt. Þessum vitahring yröum við að komast út úr. Þá sagði Kristján Ragnarsson i ræðu sinni að við byggjum nú við ótryggt stjórnarfar og aðgeröar- minni rikisstjórn i stjórn efna- hagsmála en nokkru sinni fyrr og væri þó langt til jafnað. Allt benti til að ákveða þyrfti fiskverð mán- aðarlega eða vikulega ef halda ætti i við verðbólguna. Verkalýðs- hreyfingin virtist hafa tekið ást- fóstri við verðbólguna og neitaði fyrirfram öllum tillögum sem beindust að hjöðnun hennar. Eng- inn skaðaðist þó meira á ástand- inu en hinn lægstlaunaði i þjóðfé- laginu. —SG. Félag islenskra lelkrliahðfunda: Lýslr yfir samsiððu með lelkurum íslenskir leikritahöfundar hafa lýst yfir fullri samstöðumeð leikurum i deilu þeirravið útvarp og sjónvarp, að þvi er segir i frétt frá Félagi islenskra leikritahöfunda. Hefur stjórn félagsins sent menntamálaráðherra bréf og beðið hann að beita sér fyrir skjdtri og farsælli lausn á deilu leikara. Benda leikritahöfundar þar einnig á, að styrkja þurfi fjár- hagsgrundvöll sjónvarpsins til að það geti a.m.k. staðið við fyrir- heit sín um gerð 8 leikrita á ári. Telja leikritahöfundar þaö bryna nauðsyn, að skýrt sé afmarkaö á fjárhagsáætlun sjónvarps, hversu miklu fé eigi að verja til leikrita- gerðar, þannig að leiklistin verði ekki eilíflega útundan, þegar hart sé i ári. Þá er lögð áhersla á það i bréfinu til menntamálaráðherra, að efla þurfi hlut innlendrar dag- skrárgerðar i sjónvarpi, og þar eigi leikritagerð að vera ofarlega á lista en ekki einhvers konar hornreka eins og hingað til. vestflrðingafélagið: KAFFIDAGUR A SUNNUDAGINN A sunnudaginn 7. desember' efnir Vestfirðingafélagið til kaffi- drykkju i Domus Medica, Egils- götu 3, kl. 3. Eins og fyrr á slíkum fjölskyldudögum býður félagið Vestfirðingum 70 ára og eldri, og er vonast til að hinir yngri fjöl- menni einnig. Starfsemi Vestfirðingafélags- ins hefur veriö blómleg að undan- förnu. Það efndi i sumar til gróðursetningarferðar til Hrafns- eyrar við Arnarfjörð. i sumar, nánar tiltekið i ágúst voru veittir fjórir styrkir að upphæð 750.000 úr Menningarsjóði vestfirskrar æsku til vestfirskra ungmenna. Félagið verður 40 ára 16. desember nk. á á næsta ári eru 40 ár liðin frá þvi að fyrsta Vestfirð- ingamótið var haldið. VÍSIR i sparar bensin með því að aka á réttum dekkjum ? Goodyear hjólbarðar eru hannaðir með það í huga, þeir veiti minnsta hugsanle snúningsviðnám, sem þýðir öruggt vegagrip, minni bensín- eyðslu og betri endingu. goodWyear GEFUR 0'RETTA GRIPIÐ [hIhekiahf IZJLi Lau9^egi^7Q-^72 Sími 21240 HÉRERBOKIN! Ásgeir Jakobsson: GRÍMS SAGA TROLLARASKÁLDS LOKSINS SJÓMANNABÓK, SEM SELTUBRAGÐ ER AF. Hér er það' hásetinn, hinn óbreytti liðsmaður um borð í togara, sem segir sögu sína. Sú saga er saga skáldsins, dárans og hausarans, þessara þriggja ólíku persóna, sem í Grími bjuggu. En saga Gríms trollaraskálds er einnig saga stríðstogaranna okkar, sem voru of gamlir, eins og „Kynbomban“, of hlaðnir, eins og „Dauðinn á hnjánum“, of valtir, eins og „Tunnu-Jarpur“, • saga um atvinnuhórur, hjáverkahórur og stríðsdrykkinn tunnuromm, • saga um einangraðan heim á hafi úti, framandi jafnvel eigin þjóð, • saga horfinna manna, togarajaxlanna gömlu, manngerðar, sem aldrei framar verður til á þessum hnetti, • saga horfinna skipa, tuttugu og tveggja kolakyntra ryðkláfa, sem aldrei framar sjást á sjó. Það skrifar enginn íslenzkur höfundur um sjómenn, skip eða hafið eins og Ásgeir Jakobsson, og Gríms saga trollaraskálds er engri annarri bók lík. SKUGGSJÁ BÓKABÚÐ OL/VERS STEIIS/S SEI

x

Vísir

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.