Vísir - 05.12.1980, Síða 15
Föstudagur 5. desember 1980
vtszu
Lifið er fiskur, að minnsta kosti
á tslandi. Einu sinni var mikil sild
umhverfis landið, þá var það lagt
til jafns við bestu iþróttir að veiða
sild og verka hana. SDdarsöItun
hafði yfir sér rómantiskan blæ, en
smám saman fékk veiðihugurinn
yfirhöndina og með ströndum
Norður- ogAusturlands reis fjöldi
bræðsluverksmiðja til að bræða
sildina, sem þjóðhetjurnar keppt-
ust um að færa að landi. Það tókst
næstum þvi að útrýma sildinni.
Þá náði ævintýrið hámarki.
Sildveiði lá niðri i nokkur ár, en
nú er ævintýrið hafiö á ný og ekki
verður séð i fljótu bragði að for-
sjálni hafi aukist að neinu ráði.
Nú bræðum við sildina að visu
ekki, við notum hana tii að
skemma mannorð okkar meðal
viðskiptaþjóðanna.
Sagan er sjálfsagt flestum i
fersku minni, við gerum út Sild-
arútvegsnefnd, sem i raun er
sölustofnun saltsildar, sem af ein-
hverjum óskiljanlegum ástæðum
er kölluð nefnd. SÚN selur salt-
sild út um öll lönd, eftir þvi sem
kaup gerast, og almennt er talið
að hún standi vel i stykkinu. Þeg-
ar SÚN hefur gert bindandi
samninga við nágrannaþjóðirnar
um kaup á saltsild, eftir þvi sem
þær telja sig hafa markað fyrir,
sendum við nokkra skipsfarma af
ferskri sOd til annarra kaupenda i
sömu löndum og gefum þeim kost
á aö kaupa fyrir slikk, og undir-
bjóða verðið fyrir viðskiptavinum
sildarútvegsnefndar. Þeir verða
auðvitaö æfir og tæpast er þess að
vænta að þeir geri kaupsamninga
oftar við tslendinga, enda er það
að vonum þeirra skoöun, að við
menn á svo lágu þroskastigi i við-
skiptum sé tæpast verslandi viö.
Visir leitaði álits Kristjáns
Ragnarssonar, sem talsmanns
þeirra sem seldu fersku sildina,
Gunnar Flóvenz, framkvæmda-
stjóra SÚN og Hjört Hermanns-
son sem stjórnar söltunarstöð.
Reynt var að ná sambandi við
viðskiptaráðherra og sjávarút-
vegsráðherra til að biöja þá að
svara nokkrum spurningunt um
mátið, en þvf miður tókst það
ekki. Einnig var reynt að ná sam-
bandi við mann, sem hér er á veg-
um kaupenda saitsQdar f Þýska-
landi, en tókst ekki heldur.
Eins og að lfkum lætur sjá þeir,
sem rætt var við, málin hver á
sinn hátt, og allir hafa þeir á-
kveðnar skoðanir og segja þær.
SV
Kristjan Ragnarsson:
„Saian í Danmðrku hafðl engin
áhrlf á samningana við Svía”
,,Ég held að það sé allt of mikið
gert úr áhrifum issfldarsölunnar
á síldarsölumál”, sagði Kristján
Ragnarsson hjá LÍÚ, þegar Vísir
bað hann að tjá sig um stöðuna
sem nú er komin upp i markaðs-
málum. „Það hefur verið vaxandi
framboð af sild i haust. Svo ein-
kennilegt sem það er, þa er fersk
sild flutt frá Frakklandi til Hirts-
hals i Danmörku, flökuð þar og
seld svo til Þýskalands. Þetta
hefur miklu meiri áhrif, en að við
seljum 2.400 tonn, sem ég held að
hafi verið niðurstaðan, af síld á
þennan markað.
Samningsverðið á ediksaltaðri
sildernú þrjátiu mörkum lægra á
tunnu, en þaðvari fyrra. Þeir eru
komnir i óefni með tima, þvi
tollur hækkar á þessari vöru um
áramót úr 5% i a.m.k. 15%, ef
ekkiuppí20%. Þeir verðaað vera
búnir að koma öllu, sem samið
var um, 10.000 tunnum, til Þýska-
landsfyriráramót, ef þeirætla að
sleppa við nýja tollinn. Þannig
stendur þessi ediksildarfram-
leiðsla i miklu meiri hættu vegna
þessa tollamáls en af issildarsöl-
unni”.
— Gáfum við ekki höggstað á
okkur með að selja sfldina
ferska?
,,Ég held að það sé fullvíst að
þessi 2.400 tonnhafi ekkihaft nein
áhrif á samninga okkar viö Svia.
Við andmæltum ekki að sala yrði
stoppuð i fyrra skiptið sem þaö
var athugað. Við töldum að visu
æskilegt að menn stoppuðu
siglingarnarsjálfir. Ég lýsti þvi i
ræðu minni á aðalfundi Ltú að
Kristján Ragnarsson: ,,Það ætti
að styrkja stöðu okkar næsta ár.”
það hefði valdið mér vonbrigðum
að menn skyldu hafa haldið
áfram að selja, eftir að ljóst var
aðbotninn var dottinn úr þessu, ef
svo má segja.
En ég held að reynslan hafi sýnt
að þetta á ekki að hafa áhrif á
okkar sölu núna, það gæti haft
seinna, ef viö hugsum til að halda
þessu áfram. En mér finnst að
reynslan núna hafi sýnt okkur.að
þetta hafi gefist svo illa, að við
getum ekki búist við að byggja á
þessu i framtiðinni. Ég játa það
fúslega að þetta hafi mistekist,
okkur var sagt af dönskum að-
ilum, sem við höfum haft til ráða,
aöþetta mundi gefa betur en raun
varð á. Ég lagði áherslu á að
þetta yröi stöðvað siðastliðinn
föstudag og það ætti að styrkja
stöðu okkar næsta ár að við get-
um bent á að salan var stöðvuð
og menn þurftu ekki að búast við
að þetta haldi áfram”.
— Það er ljóst að sala Skarðs-
vikur i Þýskalandi vakti mikla
reiði þýskra kaupenda.
„Hundrað tonn frá okkur, einu
sinni, á sama ti'ma og Frakkar
senda þangað 500 tonn daglega,
geta þar engu ráðiö”.
— En það er notað sem ástæða.
„Þeir nota það sem ástæðu til
að biðja um að framleiða ekki
meira en þegar er búið að, það,
var búið að framleiða 7000 af
þeim 10.000 tunnum sem samið
var um. Það er mikil hætta á að
þessi ediksildarframleiðsla legg-
ist niður af tollaástæðum, en ég
telekkiaðþessisala á 100 tonnum
ráði þar neinu”. sagði Kristján
Ragnarsson. sv
Gunnar Flóvenz framkvæmdastjóri Síldarútvegsnefndar:
„ÞaO er áríðandi aö ábendíngar
okkar verði teknar til greina”
„Eins og Sildarútvegsnefnd
hefir áður bent á er mikil hætta á
þvi að niðurstaðan af þessum
siglingartilraunum i ár skaöi
samningsstöðu okkar verulega á
næsta ári. Það er þvi áriöandi að
margendurteknar ábendingar
okkar um að skipuleggja veiðarn-
ar i samræmi við vinnslu- og
markaðsmöguleikana verði tekn-
ar til greina framvegis”, sagði
Gunnar Flóvenz i spjalli okkar.
,,Úr þvi sem komið er, er litið
um þetta að segja, þetta er eitt
helvitis „fiaskó” allt saman, allar
þessar siglingar,” sagði Hjörtur
Hermannsson framkvæmdastjóri
Fiskiðjunnar h'.f. i Vestmanna-
eyjum i samtali við Vísi. Fiskiðj-
an er eitt þeirra fyrirtækja, sem
varð að stoppa sildarsöltun vegna
kröfu Þjóðverja þess efnis, en
Hjörtur hefur mikið unnið að sölu
ediksaltaðrar sildar og er þaul-
kunnugur þeim málum öllum.
„Það var ekkert á móti þvi að
I svarbréfi sem Sildarútvegs-
nefnd ritaði Sjávarútvegsráðu-
neytinu 22. júli segir orðrétt um
þessi mál: ,,....hve óhagstæð á-
hrif siglingar með óunna sild
beint frá miðupum á erl. markað
kunna að hafa á sölumöguleika
saltaðrar sildar er erfitt að átta
sig á enn sem komið er og vill
Sildarútvegsnefnd ekkert full-
yrða um það mál að sinni”. Jafn-
framt segir i sama bréfi að SÚN
prufa þetta, en um leiö og ljóst
var hver markaðurinn var, átti að
stöðva það,” sagði Hjörtur. „Viö,
SÚN og fleiri, töldum okkur vita
að markaðurinn væri ekki eins og
útvegsmenn og sjómenn töldu. En
þvi var ekki trúaö og þá var
ekkert annað aö gera en að leyfa
einhverjum aö prófa.
Sjávarútvegsráðherra hélt þvi
fram aö ef það sýndi sig aö mark-
aðsveröið væri fyrir neðan 5 kr.
danskar, þá yröu siglingar stöðv-
aðar samstundis. Þaö var bara
óttist að siglingar kunni að hafa
óhagstæð áhrif á sölu saltsfldar
frá Islandi, en að ekkert sé hægt
að fullyrða um það mál, þar
sem ekki sé vitaö með neinni
vissu hvaða verð myndi fást fyrir
fersksildina erlendis. Verðhug-
myndir þær sem uppi voru meðal
ýmissa útgerðar-ogskipstjórnar-
manna taldi SÚN þó fráleitar.
Þegar sjávarútvegsráðuneytið
ákvað sl. sumar að úthluta 50.000
alls ekki gert. Hann einn hlýtur að
bera ábyrgð á þessu, það var
hann, sem gaf leyfið og hann varð
að taka ákvörðunina um aö
stöðva þessa vitleysu. Hann gaf
þetta leyfi þvert ofan i umsögn
Sildarútvegsnefndar, sem var
neikvæð gegn þessu alla tið. Hefði
hann staöið við orð sin að stöðva
þetta þegar ljóst var að verðið
væri ekki meira en raun varð á,
var enginn skaði skeöur,” sagði
Hjörtur Hermannsson fram-
kvæmdastjóri. S\
tonna sildarkvóta til veiðiskip-
anna, sem Jakob Jakobsson,
fiskifræðingur, óttaðist að myndi
þýða allt að 60.000 tonna heildar-
afla, var ekkert útlit fyrir að unnt
yrði að ná sölusamningum nema
um hluta af þessu magni sem
saltaða og frysta sild. Staðan var
þvi sú að annað hvort hefði orðið
aðsetja mismuninn i bræðslu hér
heima eða að kippa tii baka veiöi-
leyfunum á miðri vertið. Auk þess
var gifurlegur þrýst-
ingur á sjávarútvegsráðherra frá
ýmsum aöilum im að fá að sigla
með sildina.
Þegar kvartanir frá erlendum
kaupendum fóru að berast seint i
nóvember út af meintum undir-
boðum á Islenskri sild, saltaðri i
Danmörku, var málið skýrt fyrir
sjávarútvegsráðherra. Þá áttu
70-80 skip enn eftir af kvóta sin-
um. Söltun upp i fyrirframsamn-
inga var þá um það bil að ljúka og
móttökugeta frystihúsanna á sól-
arhring var áætluð aöeins 4-500
tonn eða sem svarar góðum afla
4-5 veiðiskipa. Ef siglingar hefðu
þá verið stöðvaðar fyrirvaralaust
og ef t.d. helmingur flotans hefði
fengið góðan afla samtimis var
aðeins um þrennt að velja: Að
setja mikinn hluta aflans i
bræðslu hér heima, halda áfram
siglingum eða leyfa skipum ekki
að fara til veiða nema tryggt væri
að þau gætu losnað við aflann
Gunnar Flóvenz: „Verðhug-
myndir ýmissa taldi Sildarút-
vegsnefnd fráleitar.”
hverju sinni til manneldisvinnslu
innanlands, en þaö hefði trúlega
verið skásta iausnin.
Málið var þvi ekki auðvelt
viðureignar fyrir hlutaðeigandi
aðila. Sem betur fer kom engin
veiðihrota eftir þann tima.
Siglingar með það takmarkaða
magn sem leyft var að sigla meö
þegar liða tók á vertiðina höfðu
ekki mikil áhrif á sölumagn salt-
aðrar sildar á vertiðinni þar sem
siglingarnar voru ekki hafnar
fyrr en gengið hafði verið frá
samningum við kaupendur i öll-
um stærstu markaðslöndunum.
Aftur á móti hefir þaö lága verð
sem fengist hefur fyrir fersksild-
ina erlendis valdiö miklum óróa
hjá þeim kaupendum sem höfðu
gert bindandi fyrirframsamninga
um kaup á miklu magni af salt-
aðri sild frá Islandi”. SV.
Hjörtur Hermannsson framkvæmdastióri Fiskiðjunnar h.f.:
„ÞETTA ER EITT HELVÍTIS
„FlASKÖ" ALLT SAMAN”
afi