Vísir - 05.12.1980, Side 21
Föstudagur 5. desember 1980
VÍSIR
21
ÞýsKurpitliöfunflupÍes
upp úr verkum sínum
Nú er stödd hér á landi
Ingeborg Drewitz,
þýskur rithöfundur
Hún er að vísu ekki á meðal
þekktustu nafna í þýskum bók-
menntum, en það stafar þó ekki
af þvi, að ritstörf hennar séu i
lakara lagi, heldur hefur hún
starfað á fleiri sviðum en á bók-
menntasviðinu, og er þvi ekki
eins afkastamikil og sumir
starfsbræður hennar.
Hún er fædd 1923, stundaði nám
i þýsku, heimspeki og sögu, og tók
doktorspróf i heimspeki 1945. Hún
er gift kona og á þrjú börn. Hún
heldur þvi sjálf fram, að fjöl-
skyldan hefur aldrei verið ,,á
móti hennar störfum”, en
kannski hafi timinn stundum ekki
verið nægilegur. Hún byrjaði
fyrstá að skrifa útvarpsleikrit, en
seinna meir skrifaði hún smásög-
ur og skáldsögur, og fékk mörg
bókmenntaverðlaun fyrir fram-
lagsitt(m.a. Goethe-verðlaunin).
Auk þess sem áður var nefnt,
hefur hún helgað miklu af tima
sinum mikilvægum störfum inn-
an rithöfundasambandsins,
meðal annars lagt mikla áherslu
á aö efla þjóðfélagsgagnrýnar
bókmenntir. Frá árinu 1968 hefur
,hún verið i stjórn þýsku deildar
alþjóðlega rithöfundasambands-
ins PEN Þar að auki hefur Inge-
borg Drewitz fengist mjög mikið
við ýmisleg þjóðfélagsleg vanda-
mál, til dæmis vandamál fanga.
Hún gat út 2 bækur i ljóðum og
óbundnu máli eftir fanga. Hún
hefur alltaf verið mjög gagnrýn
og opinská i skoðunum og ekki
hikaðvið að láta til sin heyra, þar
sem henni sýndist brýn nauðsyn
bera til. Þó gerir hún greinarmun
á bókmenntalegu framlagi sinu
og öðrum starfa: „Þegar ég
skrifa, þá beiti ég ekki neinum
pólitiskum áróðri, og þvi siður
legg ég hann persónum minum i
munn. Ég reyni að lýsa mönnum
eins og þeir tala, hugsa eða
bregðast við i veruleikanum.”
Það er enginn vafi á þvi, aö
Ingeborg Drewitz er mjög sérstök
og óvenjuleg persóna, bæði sem
maður og rithöfundur. Hún er
jafnframt fyrsti þýski kvenrit-
höfundur, sem kemur hingað á
vegum Þýska bókasafnsins. Hún
mun lesa úr bókum sinum „Der
eine der Andere” (smásagna-
safn) og „Gestern war heute”
(skáldsaga) Upplesturinn verður
i kvöld klukkan 20.30 i stofu 101,
Lögbergi.
Vanlar fólk til að lesa jólabækurnar ínn
á kassettur fyrlr bllnda og sjónskerta
Um þessar mundir eru liðin 5 ár
siöan Borgarbókasafn og
Blindrafélagiö hófu samstarf um
framleiðslu og dreifingu hljóð-
bóka. Meðal þess sem Blindrafé-
lagið leggur fram er aðstaða til
hljóðupptöku, og fer innlestur
bókanna fram i hljóðbókagerð
Blindrafélagsins að Hamrahlið
17, Reykjavik. A siðustu mánuð-
um hefur verið unnið að stórfelld-
um endurbótum á húsakynnum
og tækjakosti hljóðbókagerðar-
innar að tilstuðlan Lionsklúbbsins
Njarðar sem gaf þangað fullkom-
inn upptökubúnað, svo að nú er
fyrir hendi aðstaða sem er fylli-
lega sambærileg við það sem ger-
ist i bestu hljóðbókageröum á
Norðurlöndum. Allur lestur bóka
fer fram i sjálfboðavinnu. Vegna
þess að starfsemin hefur legið
niðri um nokkurt skeið vantar nú
fólk sem vildi taka að sér lestur á
nýútkomnum bókum. Blindir og
snjónskertir njóta aðeins þeirra
jólabókmennta sem lesnar eru
inn hjá Hljóðbókasafninu eða
ættingjar lesa fyrir þá.
Það er alkunna að nýjar bækur
eru meðal helstu umræðuefna um
jól, en komist jóiabækurnar seint
eða alls ekki á kassettur fyrir
blinda og sjónskerta eru þeir af-
skiptir þeirri umræðu. Þvi er
mjög brýnt að sem mest sé lesið
sem fyrst — með leyfi höfunda —
af nýútkomnum bókum. Það væri
þvi vel þegið að fólk sem tóm hef-
ur til að deginum gæfi sig fram til
lestrar á svo sem einni jólabók.
Upplýsingar eru gefnar i Hljóð-
bókasafninu að Hólmgarði 34 i
sima 86922 eða i hljóðbókagerð
Blindrafélagsins að Hamrahlfð
17, simi 33301.
Atriði úr Annað h vert kvöld, sem Leikféiag Neskaupstaðar frumsýnir I
kvöld. J
Lelkfélag Neskaupsslaðar frumsýnir:
„ANNAÐ HVERT
KVÖLD” í KVÖLD
Leikfélag Neskaupstaðar frumsýnir i kvöld leikrit-
ið Annað hvert kvöld eftir Francois Campaux.
Verkið, sem er gamanleikur, er þýtt og staðfært af
Lofti Guðmundssyni.
Leikarar eru 7 þau Guðmundur Bjarnason, Lilja
Karlsdóttir, Anna M. Jónsdóttir, Elin Guðmunds-
dóttir, Þröstur Rafnsson, Svala Guðmundsdóttir og
Ágúst Jónsson. Leikstjóri er Magnús Guðmunds-
son.
Leikfélag Neskaupstaðar er stofnað 1950 og er
þetta 32. verkefni félagsins.
SIMI
18936
Risakolkrabbinn
(Tentacles)
íslenskur texti
Afar spennandi, vel gerö
amerisk kvikmynd i litum,
um óhuggulegan risakol-
krabba með ástriðu i manna-
kjöt. Getur það i raun gerst
að slik skrimsli leynist við
sólglaðar strendur.
Aðalhlutverk: John Huston,
Shelly Winters, Henry
Fonda, Bo Hopkins.
Sýndkl. 5 —7 — 9 og 11.
Bönnuð innan 12 ára
VERDLAUNAGRIPIR
^ OG FÉLAGSMERKI »
Fyrir allar tegundir iþrotta. bikar-
Sar. styttur. verölaunapeningar
— Framleiðum télagsmerki ^
^Mag
TÆj Liugtvi
nús E. Baldvinssonj
l«ugav*gi Q - R*vk|»vik - Simi 22904 |
|
LAUGARÁ8
B I O
Sími 32075
Árásin á Galactica
Ný mjög spennandi banda-
risk mynd um ótrúlegt stríð
milli siðustu eftirlifenda
mannkyns við hina króm-
húðuöu Cylona. íslenskur
texti
Aðalhlutv erk: Richard
Hatch, Dirk Benedict, Lorne
Greene og Lloyd Bridges.
Sýnd kl: 5 - 7 og 9
Leiktu Misty fyrir mig
Endursýnum þessa einstöku
mynd með Clint Eastwood i
aðalhlutverki.
Sýnd kl.ll
Hin æsispennandi litmynd,
eftir samnefndri sögu sem
komið hefur I isl. þýðingu.
Leikstjóri: Mark Robson.
Robert Shaw — Lee Marvin
Islenskur texti
Bönnuð innan 14 ára
Sýndkl. 5,7, 9 og 11.
m
Simi50249
LouísdeFunés
8reste
irce
tosset
mester
|r
Bráðskemmtileg frönsk
gamanmynd með
gamanleikaranum Louis de
Funes i aðalhlutverki. Mynd
fyrir alla fjölskylduna.
Sýnd kl. 9.
tsl. texti.
Slagveðurs-
mottan
Tvær stæröir: 46.6 x 54 cm
og 43 x 50,8 cm. Þríc
fallegir litir. Fást í
þremur litum.
Skoðaöu slagveðursmotturnar |
á næstu bensínstöð Shell.
Heildsölubirgðir:
Skeljungur hf-Smávörudeild
Laugavegi 180-sími 81722
-,§(§)Oot
ÍONBOGflj
tX 19 OOÓ
' 1 A ?
.§@illyíf 'A-
Trylltir tónar
VILLAGE PEOPLE
VALERIE PERRINE
BRUCE JENNER
Vföfræg ný ensk-bandarisk
músik og gamanmynd, gerð
af Allan Carr, sem geröi
„Grease”. — Litrlk, fjörug
og skemmtileg með frábær-
um skemmtikröftum.
Islenskur texti.
Leikstjóri: Nancy Walker
Sýnd kl. 3-6, 9 og 11.15
Hækkað verö.
Systurnar
What the
Devil hath
joined together
let no man
cut asunder!
jSérlega spennandi og sér-
“stæð og vel gerð bandarisk
litmynd, gerð af Brian de
Falma.með Margot Kidder
— Jennifer Salt
tslenskur texti —
Bönnuö innan 16 ára
Endursýnd kl. 3,05, 5.05,
7.05, 9.05 og 11.05
-soOw ,C-
Hjónaband
Maríu Braun
Spennandi — hispursláus, ný
þýsk iitmynd gerð af Rainer
Werner Fassbinder.
Hanna Schygulta — Klaus
Lowitsch
Bönnuð innan 12 ára
Islenskur texti
Sýnd kl. 3, 6, 9 og 11,15
--------------------------
Valkyrjurnar
Hressilegaspennandi banda-
risk litmynd, um stúlkur
sem vita hvað þær vilja —
tslenskur texti
Bönnuð innan 14 ára.
Endursýnd kl. 3.15, 5.15, 7.15,
9.15 og 11.15.
ÍÆJARBiP
-*■ Simi 50184
Skjóttu fyrst — spurðu
svo.
Æsispennandi mynd úr villta
vestrinu, gerð eftir handriti
E.B. Clucher, höfund Trini-
tymyndanna.
Sýnd kl. 9.