Vísir - 05.12.1980, Qupperneq 27
Föstudagur 5. desember 1980
VÍSIR
27
BðKMENNTAKYNNING HJA EYMUNDSSON
Bókmenntakynning
verður í Bókaverslun Sig-
fúsar Eymundssonar í
dag. Hefsthún klukkan 16
og stendur til klukkan 18.
Hjalti Rögnvaldsson,
leikari, les úr bókum Gils
Guðmundssonar, ,,Mána-
silfri'' og „Frá ystu nesj-
um", og bók Jóhannesar
Helga, „Sigfús Halldórs-
son opnar hug sinn".
Höfundarnir og Sigfús
Halldórsson verða stadd-
ir í versluninni meðan á
bókmenntakynningunni
stendur og árita bækurn-
ar.
Slíkar bókmenntakynn-
ingar eru fyrir
hugaðarhjá Eymundsson
á hverjum föstudegi til
jóla.
—ATA
afntjumbókum
Hvita stríöiö -
Vegamflt og
vopnagnýr
Bókaútgáfan Skuggájá, Hafn-
arfirði, hefur gefið út bókina
Hvita stríðið/ Vegamót og vopna-
gnýr eftir Hendrik Ottósson.
Þetta eru tvær bækur endurút-
gefnar i einni bók. Báðar þessar
bækur, Hvita striðið og Vegamót
og vopnagnýr, hafa verið ófáan-
legar um langt skeiö.
Hvita striðið greinir frá hinum
miklu deilum, sem uröu i Reykja-
vik i nóvember árið 1921, er rúss-
neska piltinum Nathan Fried-
mann, sem Ólafur Friðriksson
hafði haft með sér hingað til lands
frá Moskvu, var visað úr landi
vegna sjaldgæfs augnsjúkdóms.
Vegamót og vopnagnýr fjallar
hins vegar um margvisleg efni og
er viða komið við.
Hvita striðið/ Vegamót of
vopnagnýr var sett og umbrotin i
Acta hf., filmuvinnu og prentun
annaðist Prisma og bókin vai
bundin i Bókfelli hf. Kápu geröi
Auglýsingastofa Lárusar Blön-
dal.
Kertum og
__-—fiólautubúöurá
ikrau« giatav8rum \ at iólakortum.
«rrnraii
MÚTMÆLIN HITTU EKKI ÞINGMALIÐ
Halldór Blöndal flytur nú á
Alþingi tillögu um skipan nefnd-
ar til að endurskoöa lög um
launasjóð rithöfunda. Lögin
voru sett árið 1975 og ná til stórs
hóps starfandi höfunda. Þau eru
þvi þýðingarmikii og má eöli-
lega búast við aö löggjafarvald-
ið telji ástæðu til endurskoð-
unar, þegar nokkur reynsla er
fengin af framkvæmdinni. á
undanförnum árum. Segja má
aðsæmilega hljótt hafi verið um
úthlutun úr sjóönum fyrsta
kastiö, enda var þar traustlega
að unnið. Siöan náðu kommún-
istar yfirhöndinni I Rithöfunda-
sambandinu, og var þá ekki að
sökum að spyrja, að eilífur
ófriður hefur staðið út af úthlut-
un úr sjóönum siðan, bæði frá
þeim, sem fylgja Alþýðubanda-
laginu að máium og hinum, sem
telja sig afskipta af pólitiskum
ástæðum. Endurskoðun laga um
launasjóð er þvitimabær, ef hún
mætti verða til að menn fengju
fé úr launasjóöi án stórra mót-
mæla bæði kommúnista og ann-
arra.
Ljóst er að stjórn Rithöfunda-
sambandsins, undir for-
mennsku Njaröar P. Njarövik,
sem hefur verið að skrifa
barnabækur upp á finnsku aö
undanförnu, hefur leitað viða
fanga viö að safna undirskrift-
um höfunda gegn þvi ,,að
Alþingi breytilögum um Launa-
sjóð rithöfunda þannig aö þing-
kjörin nefnd úthluti úr sjóðn-
um. ” Hafa menn lagt á sig
mikil ferðalög og mikinn þrýst-
ing við þessa undirskriftarsöfn-
un, svo gæfuleg sem hún er.
Ýmis bókmenntaleg mikil-
menni ljá nafn sitt undir plagg-
ið, og jafnvel margir þeir, sem
að óreyndu heföi verið álitiö að
hefðu aðra reynslu af kommún-
istum en þá að þeir tryöu einu
orði af þvi sem þeir segðu. Enda
er komið á daginn, aö 127 með-
limir I Rithöfundasambandinu
hafa verið fengnir til aö skrifa
undir eitthvaö, sem alls ekki er
til umræðu á Alþingi.
Það hlýtur að kosta Njörð P.
Njarðvik og félaga meiriháttar
rökfræðilega akróbatik að sann-
færa hina 127 rithöfunda um að
þeir hafi verið að mótmæla rétt,
þegar þeir sendu frá sér listann
með banni viö úthlutun Alþingis
þegar aðeins var um að ræða
tillögu um endurskoðun á lög-
um, sem Alþingi setti og hefur
allan rétt til aö f jalla um hvenær
sem þvi sýnist. Það sýnir svo
vitleysuna sem rithöfundar eru
Halldór Blöndal
teymdir út i, af þeim öfgahópi
sem stjórnaði undirskriftinni,
aö næsta ósæmilegt viðhorf
lýsir sér i textanum i garð
Alþingis, alveg eins og hjá al-
mannavaldinu sé aö finna ein-
hvern djöful, sem ekki megi
nálægt lögum koma. Hlýtur það
aö vera umhugsunarefni fyrir
hina skynsamari menn innan
rithöfundasamtakanna, að láta
nokkra öfgamenn lciða sig út i
duldar sviviröingar um Alþingi.
Umræðurnar á þingi um til-
lögu Ilalldórs fóru eins og vænta
mátti. Meirihluti þeirra, sem til
máls tóku töldu rétt aö tillagan
næði fram að ganga meö þing-
legum hætti. Guðrún Ilelga-
dóttir las aftur á móti þinginu
pistil Njarðar P. Njarðvik svo
heiftúöugur sem hann er I garð
þingsins, og mun margur
maðurinn ekki hafa orðib svo
Htiö hissa. 1 lok umræðna stóð
hógvær og virtur þingmaður
upp og lýsti þeirri skoðun sinni
að mótmæli rithöfundanna 127
tækju til einhvers annars en
þeirrar tillögu, sem væri til
umræöu og fjallaði um nefnd til
endurskoðunar. Þannig lauk
þessari umferð.
En eftir sitja 127 rithöfundar,
sem hafa heldur illilega orðið að
reyna, að ekki fylgir þvi mikii
gæfa að lána nafnið sitt á hvað
sem er. Þeir voru einfaldlega að
skrifa undir ótta og slúður
stjórnar Rithöfundasambands-
ins, sem hún magnar meö sjálf-
um sér eins og svartkiæddar
kerlingar við brunn. Óttinn og
slúðrið eins ogþað kemur fram i
orðalagi undirskriftalistans
sannar hins vegar svo ekki
verður um villst hvernig þessir
karlar hafa stjórnað launa-
sjóðnum. Svarthöföi.