Vísir - 08.12.1980, Blaðsíða 9

Vísir - 08.12.1980, Blaðsíða 9
Mánudagur 8. desember 1980 Á liönum haustdögum var það kvöld eitt suður í Gautaborg, að gamall foringi Verkamanna- flokksins norska stóð upp í matarboði til að þakka fyrir veittan beina, og gat þess í leiðinni, að nú væri liðin sú tíð að þjóðir litu til Norðurlandanna sem fyrirmyndar um velferð og samneyzlu. Hinn gamli foringi, Tryggve Bratteli, kvað í þessu efni hafa skipt um skreið, enda hefði ekki komiö í Ijós fyrr en fyrir nokkr- um árum, að sú vel- ferðarstefna sem tekin hefói verið upp í Svíþjóð, Danmörku og Noregi, gæti endað í öngstræti, nema fundnar yrðu lausnir á stöðugri þenslu velferðarkerfisins, sem í raun væri að verða mikill atvinnuvegur sem drægi til sín f jármuni fyrir utan þá fjármuni sem kæmu velf eröarþegnum til góða. Þannig skálaræða hefur tilhneigingu til að fara inn um annað eyrað og út um hitt. En svo kemur i Ijós, að hinn gamli og reyndi foringi hefur haft lög að mæla, vegna þess að staða helztu velferðarríkjanna eins og Danmerkur og Svíþjóðar er orðin næsta bágborin og fer hratt versnandi. Nýlega birtist gagnmerk grein i vikuritinu Time, þar sem gerð er nokkur úttekt á velferð- inni og árangri hennar i Hol- landi, Danmörku, Sviþjóð og Bretlandi. 1 þessari Time-grein kemur allt kunnuglega fyrir sjónir, en það sem meira er: Hún staðfestir þann kviða, sem kom fram hjá Bratteli á liðnu hausti. Nú höfum við Islending- ar um skeið gengið troðnar brautir velferðarstefnunnar, eins og hún hefur verið mótuð i Sviþjóð og Danmörku, og þess vegna hlýtur að vera forvitni- legt fyrir okkur að fræðast um velferðarþróunina i löndum, sem hafa verið okkur til fyrir- myndar, og eru komin lengra i velferðarstefnunni en við, m.a. vegna þess að þau hafa verið með réttu talin búa við meira rikdæmi. Engu að siður er nú komið þannig fyrir efnahag vel- ferðarrikjanna, að þau standa sem dæmi um efnahagslegan ófarnað, þar sem þau stóðu áður sem dæmi um miklar félagsleg- ar úrbætur handa ungum sem öldnum. Þá liðnu tið var Bratteli að harma i borðræðu sinni. Tillitslaus velferð Vandamál velferðarrikjanna felast m.a. i þvi að útgjöld til velferðarmála haldast ekki i hendur við þjóðartekjur eða þjóðarframleiðslu. Sé Holland tekið sem dæmi sést að framlög til velferðarmála krefjast þess að þjóðarframleiðslan aukizt um 2%. En á þessu ári mun hún ekki aukast. Rlkisstjórnin freistaði þess að stöðva kaup- hækkanir, en þeim aðgerð- um var svarað af hörku og olli langvarandi ósætti. 1 Sviþjóð er reiknað með að helmingur aukningar þjóðarframleiðslu, sem er talin nema 2%, fari til að greiða hækkað oliuverð, en af- gangurinn til að greiða hærri ellilaun i samræmi við hækk- andi verðbóf^u. Danir hafa smám saman verið að sökkva dýpra i skuldir á sama tima og þeir hafa notið betri lifskjara en aðrir. 1 ár mun þó Vestur- Þýzkaland taka sæti þeirra efst á listanum. Nú gera Danir ráð fyrir 3% samdrætti þjóðarfram- leiðslunnar og má þvi búast við harðnandi átökum þar i landi út af skiptingu kökunnar. En kannski ber meira að óttast átök á næstu árum út af mannfjötg- un. Vegna þess að fæðingum fækkar nú ört verður minnkandi Tryggingastofnun rfkisins — tákn isienska velferðarþjóðfélagsins. fjöldi starfandi fólks að bera uppi vaxandi fjölda eftirlauna- þega. Þetta getur leitt af sér árekstra milli kynslóða. Arið 2020 er talið að Vestur-Evrópa verði að standa undir eftirlaun- um þeirra, sem nema þá 46% af raunverulegu vinnuafli. Börnin á ellilaun Dæmi um þetta sjást þegar i Sviþjóð. Um 4.2 milljónir launa- manna standa nú undir 1.2 milljónum eftirlaunaþega. A næsta áratug er talið að tala eftirlaunaþega á áttræðis og niræðisaldri muni tvöfaldast. Börn þeirra eftirlaunaþega munu ekkert geta lagt þeim til einfaldlega vegna þess að þau verða lika komin á ellilaun. Með litlum frávikum horfist öll Vest- ur-Evrópa i augu við þetta vandamál. Allir meiriháttar stjórnmálaflokkar i Vestur- Evrópu styðja velferðarstefn- una. í þeim hópi eru Kristilegir demókratar i Vestur-Þýzka- landi, flokkur Frakklandsfor- seta og jafnvel hluti brezka ihaldsflokksins. En vaxandi óánægja með þau velferðar- kerfi, sem nú eru við lýði, hefur beinzt að alþýðuflokkum og verkamannaflokkum, sem opin- berlega styðja velferðarstefn- una. 1 Hollandi, Sviþjóð og Dan- mörku styðjast þessir flokkar ekki lengur við þingmeirihluta en andstæðingar þeirra eru þó ekki nógu sterkir til að knýja fram breytingar. Á „sósíalnum" Arið 1968 fengu 160 þúsund manns örorkubætur i Hollandi eða 5,5% launþega. Nú eru 600 þúsund á þessum bótum, eða 13%, og kvarta undan allt frá að meiri rikisframlög en lægri skatta. Glistrup er auðvitað meira sérmál en tekur til 'skattastefnunnar einnar, og má vera að það hafi haft sin áhrif á viðhorfið til stefnumála flokks hans. Engu að siður nema nú erlendar skuldir Danmerkur fimmtSn billjónum doilara, og er þvi jafnvel spáð að á næsta ári missi þjóðin lánstraust sitt erlendis. A vinnumarkaði hefur orðið lik þróun og i Hollandi. Starfsfólki i iðnaði fækkaði frá árinu 1974 úr 420 þúsund i 380 þúsund i fyrra. A sama tima fjölgaði opinberum starfsmönn- um úr 550 þúsundum i 750 þús- und. Tilkostnaður rikisins óx og skattar að sama skapi. Velferð var mikil, eða „sósialinn” eins og opinber fyrirgreiðsla er köll- uð þar i landi. Þar i landi er t.d. greitt til viðbótar úr atvinnu- leysistryggingarsjóði vinni fólk hálfan daginn, eða nái ekki fjörutiu stunda vinnuviku. Dæmi er tekið af tannlækni sem kaus að vinna aðeins 29 stundir á viku. Fyrir þá vinnu fékk hún 24 milljónir kr. (isl.) i árslaun, en fékk auk þess þriggja milljóna króna árslaun (Isl.) i atvinnuleysisbætur fyrir þær ellefu stundir sem vantaði*upp á fulla vinnuviku. Sparnaðarráð- stafanir stjórnar Anker Jörgensens nú beinast m.a. aö fóstruskólum og bókasöfnum fyrir utan niðurskurö á at- vinnuleysisbótum til þeirra sem ekki vinna fulla vinnuviku. Arið 1970 greiddu Sviar 41% af launum sinum i skatta. Nú greiða þeir 52%. Sænskur laun- þegi sem á konu og tvö börn og hefur um tólf milljónir i tekjur á ári (isl.) missir ekki i tekjum að frádregnum sköttum nema um eina milljón, vinni hann aðeins hálfan daginn. Meðlög með börnum halda sér og húsaleigu- styrkur eykst frekar en hitt. Þetta er m.a. ástæðan til þess að 25% færra manna i Sviþjóð vinnur nú aðeins hálfan daginn. Ýmislegt bendir til þess að rikisstjórn Falldins h^fi minni stjórn á efnahagsmálum en stjórn Ólafs Palme hafði. Stjórn Falldins hefur látið undan þrýstingi frá stuðnings- mönnum sinum. Hún hefur aus- ið, rikisfé i skipasmiðar, stál- smiðjur og pappirsframleiðend- ur, og það i meiri mæli en hinir gerðu á fjörutiu árum. Sósial- demókratar iSviþjóð láta að þvi liggja i privat samræðum, að þeir mundu verða til með að draga úr rikisframlögum. Það ráð þeirra virðast aðeins taka til smálegra atriða innan hinnar riðandi timburbyggingar. Þeir bera fyrir sig að ef þeir gengju lengra myndu þeir með þvi vera að viðurkenna að þeir hafi haft rangt fyrir sér, og stjórnmála- menn gera það ógjarnan. Svo undarlega vill til, að mitt i þessum þrengingum velferöar- innar horfa menn mjög til Margrétar Thatcher, sem and- stæðingar i Bretlandi segja aö sé að leiða þjóðina út i hrun. Jafnvel hið ihaldssama blað Financial Times likir henni við kamikaze flugmenn Japana i siðasta striði. En velferði nálg- ast einnig gjaldþrot og ljóst er, aö takist Thatcher að ná tökum á brezku efnahagslifi, með þeim hörðu aðgerðum, sem hún beitir munu forustuþjóöir velferðar- stefnu fylgja á eftir, þótt um aörar leiðir kunni aö vera aö ræða. IGÞ Indriði G. Þorsteinsson, rithöfundur skrifar um erfiðleika þá sem sí- vaxandi útgjöld til vel- ferðarmála hafa skapað í svonnefndum velferðar- þjóðfélögum vestur- landa. króniskum bakverk til innilok- unarkenndar. 450 þúsund fá nú timabundnar sjúkrabætur. Aðr- ir stórir hópar fá siðan greitt fyrir eitt og annað, En samtals munu 1.4 milljónir manna fá bætur og styrki frá hollenzka rikinu. Það er næstum jafn há tala og skráð er i launþegasam- tökum landsins. í Danmörku kom i ljós, að skattabyltingin sem gerö var upp úr 1970 undir forustu Glistrup bar ekki árang- ur. Time segiraöþaðhafi stafaö af þvi að Danir hafi frekar vilj- neðanmáLs SVANASONGUR ÖFGA- FULLRAR SAMNEYSLU

x

Vísir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.