Vísir - 19.12.1980, Qupperneq 4
4
Föstudagur 19. desember, J980
EINNIG MIKIÐ URVAL
ANNARRA GERÐA
Verð frá 6.000.-
KLINGJANDIKRISTALL
KÆRKOMIN GJÖF
KOSTAjÍBODA
Bankastræti 10 — Sími 1 31 22
NY SENDING
AF
KRISTAL-
KERTASTJÖKUM
FRÁ
(Elstu kristalsmiðju í Svíþjóð, stofnaðri 1742)
'■ .KtXS'IA
KRISTALRÓS verð frá ll.ioo
VÍSIR
utanrikisstefna
neagans og Haig
næsti utanríkis-
ráðherra USA
Val Ronald Reagans á utan
rikisráöherra sinum, Alexander
Haig, birtist I seinna lagi. Hann
haföi áöur boöaö, aö ráöherra-
lista sinn mundi hann kunngera i
byrjun desember.
Fyrir einum og hálfum mánuöi
vann Reagan einhvern mesta
yfirburöakosningasigur sföari
ára, en hefur á rökstólum meö
ráögjöfum sinum siöan komist aö
raun um, aö hann þarf aö heyja
margar af þeim orrustum aftur,
sem hann taldi sig þegar hafa
sigraö.
Þaö er fyrst og fremst réttur
veröandi forseta til þess aö velja
sér sjálfur menn til ráöherra-
starfa sem settur er á oddinn.
Reagans biöur rimma viö öld-
ungadeildina vegna útnefningar
hans á Alexander Haig. Sam-
kvæmt stjórnarskránni hefur öld-
ungadeild þingsins rétt til aö
leggja forsetanum til ráö viö
mannaval, og frá þvi, aö þing-
deildin glimdi viö ákvaröanir
Nixons um útnefningar fyrst til
hæstaréttar og siöan varöandi
Watergate og skipun æöstráö-
anda alrikislögreglunnar, FBI,
hefur veriö ljóst, aö þingiö getur
sett þann stein i götu forsetans, er
hrifur engu minna en neitunar-
vald.
Löngu áöur en Reagan kunn-
geröi val sitt á Haig haföi sá
kvittur komiö á kreik, aö Haig
væri meöal þeirra liklegustu.
Fyrst höföu menn þó ætlaö
George Shultz, fyrrum fjármála-
ráöherra, likiegastan i þaö em-
bætti, en hann dró sig i hlé og gaf
þess engankost. Þvl viröist Haig
hafa veriö siöari kosturinn, þótt
talsmenn Reagans hafi lýst þvi
yfir, aö hann hafi veriö sá fyrsti,
sem boöiö var embættiö.
Meöan bandamenn USA i
Evrópu láta sér flestir vel lfka
Haig i þessu starfi, kom fljótt i
ljós iBandarikjunum, aö val hans
mundi þykja orka tvimælis.
Jafnvel rneöal repiiblikana
sjálfra og þá fyrst og fremst
hinna frjálslyndari, en Haig nýtur
mikils fylgis á hægri vængnum.
Menn eins og Howard Baker, öld-
ungadeildarþingmaöur — og
væntanlegur formaöur þing-
flokksmeirihlutans — lét á sér
skilja, aö hann væri ekki fyllilega
ánægöur meö valiö. Nokkrir þing-
menn demókrata lýstu þvi yfir,
aö þeir mundu sjá til þess, aö
þingiö færi rækilega i saumana á
þessu ráöherraefni, og ekki láta
neinum steini óvelt viö i leit aö
þvi, hvort eitthvaö misjafnt
leyndist i fortiö hershöföingjans
fyrrverandi.
Þaö er hinn dimmi skuggi
Watergate, sem þessir þingmenn
vilja rýna betur i. Haig var
starfsmannastjóri Nixons á siö-
ustu stjórnarárum hans, þegar
Watergatehneyksliö lá eins og
mara yfir bandariskum stjóm-
málum. Raunar var sagt, aö Haig
heföi I reynd veriö starfandi for-
seti siöustu mánuöi Nixons, I
Hvita húsinu, og þótti jafnvel far-
ast þaö vel Ur hendi. En þótt Haig
hafi aö flesb-a mati veriö einn
örfárra, sem komust frá
Hvitahúsinu og Watergatemálinu
meö fullri æru, hefur stöku
maöur fullyrt, aö frá honum hafi
komiö sum fyrirmæli Hvita húss-
ins um hleranir á simum bæöi
starfsmanna forsetans og svo
nokkurra fréttamanna. — Um
þetta siöasta atriöi er liklegt, aö
þingiö muni þaulspyrja Haig,
þegar þar aö kemur.
Enn njóta demókratar meiri-
hluta I þinginu, þar sem hinir ný-
kjörnu þingmenn hafa ekki enn
tekiö sæti sin. Samt þykir likleg-
ast, aö útnefning Haigs i utan-
rikisráöherraembættiö veröi
samþykkt, þótt meö einhverjum
semingi veröi. Og er ekkert vafa-
mál um niöurstöðuna, ef af-
greiöslan dregst uns hinn nýi
meirihluti repúblikana tekur við.
Af þvi sem kvisast hefur af
baktjaldamakkinu, áöur en val
i Haigs var ákveöiö, er helst aö
heyra, aö Haig hafi heitiö því aö
feta ekki slóö Henry Kissingers,
forvera sins I þvi embætti, og og
lofaö „aö hreinsa út” ýmsa
vinstrisinna, sem enn ráöa miklu
I ýmsum deildum ráöuneytisins.
Haig hefur áður sagt, aö hann
væri inni á þeirri stefnu I utan-
rikismálum, sem Reagan hefur
boðaö, aö visu ekki mjög ljóslega.
Samantekiö í stuttu máli er þetta
helst um hana vitaö:
t Suöur-Ameriku hefur gagn-
rýni Reagans á mannréttindar-
stefnu Carters mælst vel fyrir
meöal hægristjórna. Þykir fyrir-
sjáanlegt, aö Reagan veröi treg-
ari til þess aö tugta stjórnir þar
Carters, ágreinings um fjárveit-
ingar til varnarmála, skiptar
skoöanir um samskiptin við
Kreml og ólika afstöðu til ýmissa
Þriöja heims-landa. Reagan er
viö því búinn, aö bræðraþeliö
milli bandamannanna risti eitt-
hvaö grunnt fram á áriö 1981, en
telur, aö þaö muni batna, þegar
Bandarikjastjórn veröi sam-
kvæmari sjálfri sér i utanríkis-
stefnunni.
Viö Sovétrikin hefur Reagan
hugsaö sér aö leggja höfuö-
áherslu á aö ná nýjum samning-
um um vopnatakmarkanir, og
hefur þeirri hugmynd veriö vel
tekiö af Sovétstjórninni, eftir þvi
sem heyrist. Til grundvallar af-
stööu Reagans liggur þaö, aö
Bandarikin veröi aö sannfæra
Kreml um fullan ásetning sinn til
aö halda I viö Sovétrlkin i vigbún-
aöarkapphlaupinu og samkeppn-
inni um Utþenslu áhrifa i heim-
inum.
í Póllandi blasir viö Reagan
eitthvert alvarlegasta vandamál-
iö, sem upp hefur komið frá lok-
Alexander Haig fyrrum starfsmannastjóri Nixons og yfirmaöur
sameiginlegs herafia NATO, nýtur álits meðal bandamanna i
V-Evrópu og þykir iiklegur til þess aö hljóta samþykki þingsins i
utanrikisráöherraembættiö — með einhverjum semingi þó.
fyrir mannréttindabrot, einkan-
lega ef kommúnistahætta þykir
steöja aö þeim.
Um Nicaragua álitur Reagan,
aö 1 andiö sé bækistöö vopnunar og
þjálfunar byltingarmanna ann-
arsstaöar frá Miö-Ameriku.
Þykir vist, aö hann muni leggja á
hilluna áætlanir forvera sins um
efnahagsaöstoö til handa Sandi-
inistum.
Varöandi Panama hefur
Reagan látiö af gagnrýni sinni á
nýju samningunum um Panama-
skuröinn, sem hann áöur jafnaði
nánast til landsölu.
Kúba hefur þokast út úr tali
Reagansum utanrikismál siöustu
mánuöina. Gleymt er nú allt tal
um, aö Bandarikin ættu aö svara
innrás Rússa i Afghanistan meö
þvi aö setja hafnbann á Kúbu.
Enn siöur heyrist minnst á hug-
myndirum sættir viö Kúbu, sem
Reagan setti fram i upphafi
stjórnarferils Carters.
Suöur-Afrika veröur mjög á
dagskrá, þegar Reagan tekur viö
embætti. Munu þá standa hæst
samningaviðræöur um Suö-
vestur-Afrlku (Namibiu), en fari
þær út um þúfur munu koma
fram kröfur um, aö Sameinuöu
þjóöirnarsamþykki refsiaðgeröir
gegn Suður-Afríku. Evrópuríkin
munu ekki likleg til þess aö
beita neitunarvaldi sinu til
hliföar S-Afriku, og eftirláta þaö
heldur Reagan, sem stjórn
Pretoriu telur sér hliðhollan. Þaö
veröur þó ekki séö fyrir, og víst
er, aö Bandarikjastjórn mun
baka sér óvild fjölda Afríkurikja
taki hún afstööu meö S-Afriku.
Sambúö Vestur-Evrópu og
Bandarikjanna er ekki upp á þaö
I besta, þegar Reagan sest I for-
setastól vegna slælegrar forystu
Bandarikjanna undir forsæti
um siöari heimstyrjaldar. Beiti
Kreml þar valdi, eins og I Tékk-
óslóvakiu 1968, fær Bandarlkja-
stjórn sáralítið viö þvl gert, en
Reagan hefur lýst þvl yfir, aö
meö því yröi sambúö austurs og
vesturs spillt um ófyrirsjáanleg-
an tlma.
t Afghanistanmálinu hefur
Reagan aö visu lofað aö aflétta
kornsölubanninu af Sovétmönn-
um og afnema herskráningar-
skylduna, sem Carter setti á, en
þaö er átt þeirra loforöa, sem
Reagan þykir ekki liklegur til aö
flýta sér aö efna.
t austurlöndum nær hefur
Reagan lagt mikla áherslu á öfl-
ugan stuöning við tsrael og eitt
brýnasta verkefniö sem hans
biöur, er aö meta, hverju bjarga
má af Camp David-samningun-
um. Henry Kissinger, fýrrum
utanrlkisráöherra, sem Reagan
virðist taka mikiö tiilit til, heldur
þvi fram, aö taka veröi Jórdaniu
inn í umræöurnar um sjálfstjórn
til handa Palestinuaröbum.
Varöandi Persaflóastriöiö hafa
talsmenn Reagans gert það ljóst,
aðBandarikin muni ekki hika viö
aö beita hervaldi til þess aö
tryggja aögang aö oliubirgöum,
ef þörf þykir.
Gislamáliö og tran lætur
Reagan Carter algerlega um. Ef
gislarnir veröa enn I tran, þegar
Reagan kemur til embættis, er
naumast þó aö vænta kúvend-
ingar I stefnu USA-stjórnar.
Gagnvart Klna hefur Reagan
nú sætt sig viö sem oröinn hlut, aö
Bandarikjastjórn lítur ekki
lengur á Taiwan sem Kina-veldi.
Ráögjafar hans eru eindregið
andvígir of nánum tengslum viö
Pekingstjórnina og munu leggj-
ast gegn sölu nýjustu hernaöar-
tækni til Kina. J